Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Bruce Willis
stjarnan úr sjónvarpsþáttunum
Hasarleik, er ekki vinsælasti ná-
granninn í Hollívúdd um þessar
mundir. Að sögn nágranna
Bruce heldur hann hávaðasöm
partí upp á hvert einasta kvöld
og bert fólk á sveimi í garðinum
hans er ekki óalgeng sjón. Þessi
sami nágranni hefur reynt allt
hvað hann getur til að fá Brúsa
til að lækka í græjunum sínum
án heyranlegs árangurs. Eitt
kvöldið varð hann svo þreyttur
á þessu að hann kallaði á lög-
regluna til að slá botninn í
veisluna. Það endaði með því
að Bruce var stungið eina nótt
í steininn. Ekki vitum við hvort
sú lífsreynsla hefur minnkað
partíhaldið en víst er að Bruce
kemur sterklega til greina í
kosningunni um versta ná-
grannann í Hollívúdd.
Karólína
Sigurbjörg Bjarnadóttir, t.v., eigandi reiðhjólaverslunarinnar Arnarins, afhenti Auði, t.h., gjöf og myndarlegan blóm-
vönd þegar hún kom til baka að aflokinni landsreisunni. DV-mynd Brynjar Gauti
Hjólaði
hring-
veginn
Hún Auður Guðjónsdóttir lagði i
það þrekvirki þann 6. júní að hjóla
hringinn í kringum landið. Hún lok-
aði hringnum þann 13. júlí sl. og
hafði þá lagt um 1700 km að baki.
Auður tók á sig marga króka og út-
úrdúra frá hinum hefðbundna
hringvegi, t.d. fór hún um Snæfells-
nesið. „Ég fór rólega af stað og
harðnaði við hverja raun. Eftir á
finnst mér þetta hafa verið barnale-
ikur, en auðvitað var þetta erfitt,“
sagði Auður. „Ég var aldrei ein-
mana, ekki eina sekúndu, náttúran
hélt mér félagsskap. Þetta var sér-
stæð upplifun og yndisleg reynsla.
Ég er landsfólki óendanlega þakklát
fyrir góðar móttökur," sagði Auður
að lokum.
Sri Chinmoy, sem er upphafs-
maður alþjóðlega friðarhlaups-
ins, lyfti að viðstöddum
mörgum vitnum þann 30. jan-
úar sl. 3,5 tonnum með annarri
hendi! Sri, sem er 56 ára guru,
segist fá þennan ótrúlega styrk
sinn í gegnum bænir og hug-
leiðslu.
Hann byrjaði að æfa kraft-
lyftingar í júní 1985 og hefur
smám saman náð þessum ótrú-
lega árangri. Til samanburðar
má geta þess að mesta þyngd,
sem áður hefur verið lyft, er
„aðeins“ 291,5 kg!
Þessi árangur Sri, sem er öll-
um gjörsamlega óskiljanlegur,
hefur verið viðurkenndur og
skjalfestur opinberlega af
kraftlyftingasamböndum bæði í
Bandaríkjunum og á Bretlandi.
Hið ótrúlega og óskiljanlega. Hugleiðslumaðurinn Sri Chinmoy lyftir 3,5
tonnum nokkra cm á loft með annarri hendi.
Það var engin smáræðisstöng sem þurfti til að lyfta alls sextíu og átta 50 kg plötum. Enda þurfti að sérsmíða allar
græjur fyrir þennan viðburð.
eða Albert?
Nú er vöngunum mikið velt yfir
því hvort það verði Karólína eða
Albert sem taki við krúnunni í
Mónakó af Rainier fursta. Sam-
kvæmt allri venju ætti Albert
prins að verða kóngur en Karó-
lína, sem er árinu eldri en hann,
heldur því fram að hann sé of
klaufalegur og óframfærinn til
að geta borið titilinn með reisn.
Honum leiðast opinberar mót-
tökur, er feiminn og leiðinlegur.
Hún aftur á móti er vinsæl, ör-
ugg og sjarmerandi við öll
skyldustörf sín sem prinsessa.
Talið er að Karólína ætli sér að
krækja í titilinn og halda í hann
aangað til elsti sonur hennar,
sem nú er 3ja ára, verði nógu
gamall til að taka við krúnunni.
Þar sem öll hár Rainiers fursta
urðu grá út af veseninu með
Stefaníu prinsessu þá er Sviðs-
Ijósið visst um að nú detti þau
hreinlega af.
Afrek unnið á dögunum, farið var á hestum i fyrsta skipti upp á Kaldbak, þekktasta fjallið við
austanverðan Eyjafjörð.
Guinnessferð
á Kaldbak
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Stefán Kristjánsson bóndi í Grýtubakkahreppi við
Grenivík fór á hestum með vinum og skyldmennum
upp á Kaldbak, þekktasta fjallið við austanverðan
Eyjafjörð. Þetta er í fyrsta skiptið sem farið er ríð-
andi á hestum upp á fjallið.
„Þessi ferð gæti þess vegna farið í Heimsmetabók
Guinness. Þetta hefur aldrei verið gert áður,“ sagði
Stefán við Sviðsljósið.
Stefán býður útlendingum og landanum upp á ýmiss
konar ævintýraferðir. Hann rekur hestaleigu sem
hann kallar Pólarhesta. Farið er í óbyggðir út í Fjörð-
ur norður af Grenivík.
„Ferðin gekk vel, það var kannski alltof heitt, eða
18° hiti, og það voru smáhöft á stöku stað þar sem
teyma þurfti hestana upp,“ sagði Stefán.