Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. 17 Hver á að greiða kostnaðinn af greiðslukortum? Nokkur umræða hefur að undan- fomu verið um greiðslukort. Ástæð- an er m.a. sú að í stjómarmyndunar- viðræðunum var rætt um að leggja gjald á notkun greiðslukorta til að draga úr notkun þeirra og þar með að slá á þá þenslu sem markar ís- lenskan þjóðarbúskap. Einnig hafa Neytendasamtökin kynnt niðurstöð- ur könnunar á notkun greiðslukorta sem vakið hafa talsverða athygli en niðurstöðurnar vom birtar í síðasta Neytendablaði. Hér á eftir ætla ég að fjalla nánar um greiðslukort og kynna þau sjónarmið sem Neytenda- samtökin hafa sett fram um þau. Algengur greiðslumáti Nú em liðin allnokkur ár síðan greiðslukort hófu innreið sína sem nýr greiðslumáti hér á landi. Þessu var tekið fagnandi af mörgum, enda boðið upp á vaxtalaust lán í allt að 45 daga. Greiðslukortanotkunin varð stöðugt algengari og ekki leið á löngu áður en allflestar verslanir og þjónustuaðilar buðu upp á þessa þjónustu. Matvömverslanir létu ekki sitt eftir liggja og taka nú nær allar á móti greiðslukortum. Erlend- is tíðkast það hins vegar ekki að hægt sé að nota þennan greiðslumið- il í matvömverslunum. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota 58% heimila á höfuðborgarsvæðinu greiðslukort og þriðjungur þeirra notar þau við kaup á matvörum. Nokkm færri heimili á Akureyri nota greiðslukort og mun færri nota þau til matvömkaupa. Það er því ljóst að greiðslukort em orðin algengur greiðslumáti í dag. KjaUarinn Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna Reglur þær sem um þennan greiðslu- máta gilda em þær sem greiðslu- kortafyrirtækin setja. í upphafi vom þær notendum að mörgu leyti óhag- stæðar, en helstu ágallar hafa þó verið lagfærðir. Stjómvöld hafa hins vegar sýnt þessu tómlæti fram til þessa og hafa ekki séð ástæðu til þess að setja reglur um notkun þeirra. Það verður vægast sagt að teljast furðulegt að kominn sé nýr greiðslumáti án þess að löggjafinn hafi séð ástæðu til að settar séu regl- ur þar um. Vöruverð hækkar Af notkun greiðslukorta hlýst tals- verður kostnaður sem í dag er velt yfir á smásöluverslunina sem aftur veltir honum út í verðlagið. Ef litið er nánar á þennan kostnað má fyrst nefna þóknun sem greiðslu- kortafyrirtækin krefja verslanir um. Þessi þóknun er breytileg milli versl- ana, minni á matvömverslanir en hærri á sérvömverslanir. Þessi þóknun er á bilinu 1-5% af þeim viðskiptum sem greidd em með greiðslukorti. Þessu til viðbótar lána svo verslanimar vaxtalaust í 15-45 daga þannig að um verulegt vaxta- tap er að ræða hjá þeim. Að lokum má svo nefna að við þetta er mikið fé bundið og takmarkar það mögu- leika verslana til staðgreiðsluvið- skipta hjá heildsölum og þar með minni möguleika á hagkvæmari inn- kaupum sem væntanlega ættu að skila sér í lækkuðu verði til neyt- err^a. Allt leiðir þetta til hærra vömverðs sem bitnar á neytendum óháð því hvort þeir nota greiðslu- kort eða ekki. I upphafi var því haldið fram að greiðslukortaviðskipti myndu auka veltuna í þeim verslunum sem á móti þeim tæki. Þessi rök stóðust kannski i upphafi þegar tiltölulega fáar verslanir tóku á móti kortunum. Neytendur verða að sjálfsögðu að miða sína innkaup við ráðstöfunarfé sitt og geta ekki keypt meira inn þótt greiðslukort sé í veskinu. En nú, þegar nær allar verslanir taka á móti kortum, er ljóst að viðskiptin aukast ekki vegna þeirra. Ef eitt- hvað er ætti frekar að draga örlítið úr þeim vegna hækkaðs vömverðs sem þau valda. Notandinn á að greiða kostn- aðinn Þegar í upphafi kynntu Neytenda- samtökin þá skoðun að tryggja bæri að þeir sem greiðslukort notuðu greiddu þann kostnað sem af nctk.v' þeirra leiðir, í stað þess að kostnað- urinn komi fram i hækkuðu vöm- verði til allra. Undir þetta sjónarmið hafa margið tekið, m.a. forystumenn launþegahreyfingarinnar og Kaup- mannasamtakanna. í áðumefhdri könnun Neytenda- samtakanna vom spyijendur inntir eftir skoðun sinni á þessu atriði. Tæplega 83% tóku afstöðu og af þeim töldu 86,8% að notandinn ætti að bera kostnaðinn, 7,6% töldu eðli- legt að kostnaðurinn legðist á vömverð og 3,1% sögðu að verslun og notandi ættu að bera kostnaðinn í sameiningu. Af þeim sem töldu að notandinn ætti að greiða kostnaðinn bentu margir á að þetta mætti gera með því að veita þeim sem stað- greiddu afslátt frá uppgefiiu verði. Ljóst er að bæði verslanir og þjón- ustuaðilar hafa nú þegar velt kostnaði af greiðslukortum út í verð- lagið. Ef settar verða reglur um að banna greiðslukortafyrirtækjunum að innheimta þóknun af söluaðilum og taka hana þess í stað af korthöf- um má velta þvi fyrir sér hvort álagning muni lækka. Fyrir slíku er engin trygging og því telja Neyt- endasamtökin jafnvel vænlegra að það verði gert að almennri reglu að þeir sem greiða með peningum fái staðgreiðsluafslátt. Þetta fyrirkomu- lag sem margar sérvömverslanir hafa nú þegar tekið upp. Stjómvö'd hafa lýst þvi yfir að væntanlegar séu reglur um notkun greiðslukorta. Það er að sjálfsögðu ánæsjulegt að stjórnvöld skuli loks- ■ ia tekið við sér í þessum efhum. Astæða er til að hvetja þau til að vanda mjög til þessara reglna. Neyt- endasamtökin em síður en svo á móti notkun greiðslukorta. Af þeim er bæði öryggi og þægindi, sérstak- lega þegar ferðast er erlendis. En við viljum að fyllsta réttlætis sé gætt og er vonandi að sama sjónarmið ríki hjá stjómvöldum en að nýju reglum- ar verði ekki hugsaðar sem aukin tekjulind fyrir ríkissjóð. Jóhannes Gunnarsson „Það verður vægast sagt að teljast furðu- legt að kominn sé nýr greiðslumáti, án þess að löggjafinn hafi séð ástæðu til að settar séu reglur þar um.“ Sitthvað um gamla miðbæinn „Barnaskapur okkar og oft á tíðum hroða- legt smekkleysi hefur t.d. orðið þess valdandi að myndarlegustu byggingar borgar okkar hafa verið stórskemmdar hvað ytra útlit snertir, ákveðnasta dæmið er Landsbankinn og Útvegsbankinn ...“ Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um framtíð og hlutverk gamla miðbæjarins sem nú tíðkast að nefna hinu foma nafni Kvosina. Okkur sem ennþá erum ofar moldu og fædd og uppalin í miðbænum og næsta nágrenni finnst mörgum að ekki hafi tekist sem skyldi þegar fegrun þessa bæjarhluta var höfð að leiðar- ljósi. Margt, hefur verið gert af smekkvísi til fegmnar og rangt væri að finna slíkum framkvæmdum allt til foráttu. Við íslendingar erum óskaplega nýjungagjamir og förum okkur oft of geyst. Þessa gætir gjama er breyta skal og bæta og þar sem við erum komungt borgríki eru okkur ekki í blóð bomar þær æva- fornu hefðir er aldagömlum borg- ríkjum em eðlislægar. Bamaskapur okkar og oft á tíðum hroðalegt smekkleysi hefur t.d. orðið þess vald- andi að myndarlegustu byggingar borgar okkar hafa verið stór- skemmdar hvað ytra útlit snertir. Ákveðnasta dæmið em Landsbank- inn og Útvegsbankinn og ekki má gleyma hinni glæsilegu byggingu, gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu. Að vísu hefur ekkert útihús verið byggt við það en steyptur garður, prýddur verklegum járnkeðjum, var ijarlægður fyrir allnokkm síðan. Þetta var mikil skemmd á fallegu mannvirki. Er ekki nokkuð seint að tala um þessa hluti svona löngu eftir að skaðinn er skeður? Vissulega er það svo en Alþingishúsið er ennþá í sinni upprunalegu mynd og hver veit? Þvættingur að láta sér til hugar koma að við þeirri byggingu verði hróflað, að minnsta kosti ekki af manna völdum. Það þýðir víst ekki að vera að fjargviðrast lengur út í þetta hörmulega fyrirbæri, þetta kolsvarta „strandvirki" sem Seðla- banki nefnist. Hann er enn eitt dæmi um skammsýni yfirvalda og smekk- leysu. Gamall uppvakningur Og enn á ný birtist okkur gamall uppvakningur er margir hugðu að Kjallaiinn Oddur H. Þorleifsson blaðamaður kyrr myndi liggja um ókomin ár. Nú á að gera vemleika gamlan draum sveimhuga, sem sé að byggja ráðhús ofan í Tjömina. Já, miklir þrákálfar erum við mörlandar, aldrei að gefast upp, það er lífsreglan, og með frekjunni hefst það. Sá er þessar línur ritar er fæddur og uppalinn rétt við Tjömina. Ég hygg að ég sé þess umkominn að túlka hug þann er við sem eigum þarna okkar bemskuslóðir berum til alls um- hverfis gamla miðbæjarins. Amar- hóllinn, Menntaskólatúnið og sérdeilis Tjömin. Þetta voru okkar helstu leiksvæði, jafnt sumar sem vetur. Okkur kemur við hver verða örlög þessa bæjarhluta því þama slær hjarta okkar enn þótt gamalt verði. Þar sem mér er svo tíðrætt um Tjörnina væri fjarstæða ef ég hæfi ekki reiðilestur vegna fádæma hirðuleysis kringum Tjömina okkar um langa hríð. Fyrir utan löngu hmninn norðurvegginn er botninn jafnan þakinn ótrúlegasta drasli. Væri ekki hægt að nýta vinnuflokka unglinga til þess að ímynd rusla- geymslu, eða öllu heldur sorphaugs, verði afináð. Það má vera að ég sé óvæginn í gagnrýni minni en það er aðeins vegna þess að mér þykir vænt um borgina okkar og vil veg hennar sem mestan. Það væri óréttlátt og ósann- gjamt ef það sem undanfarin ár hefur verið unnið til fegrunar, snyrt- ingar og þæginda fyrir okkur bæjarbúa væri af minni hálfu aðeins afgreitt með skitkasti, það væri ó- maklegt. Þakkir öllum þeim sem vel hafa unnið að því að færa margt til betri vegar. Ástandið í miðbænum Að lokum nokkur orð um Austur- stræti og Lækjartorg. Mér þykir nokkuð mikið fara fyrir alls konar söluskm-um og skálum í hinu gamla og virðulega Austurstræti sem var aðalverslunargata Reykjavíkur hér fyrrum. Ef til vill er þetta bara íhaldssemi eldri Revkvíkings en ekki er ég fyllilega sáttur við þessa ásýnd sem nú blasir við vegfarendum. En það er eitt fyrirbæri þama á Lækj- artorgi sem öðm fremur veldur mér og öðrum ógleði. Þarna á ég við gamla sölutmriinn. Erfitt á ég með að átta mig á því hvers vegna honum var stillt upp þama á Torgið, yfir- hlaðið alls kyns söluskúrum. Flytjið vinsamlegast hið fyrsta sölutuminn á þann stað sem hann var alla þá tíð sem núlifandi Reykvíkingar minnast hans, málið hann einnig í þeim rétta tívolílit sem stíl hans hæfir. Ekki em allir á eitt sáttir um skip- un mála hvað varðar Laugaveginn. Strætisvagnarnir vilja einkarétt á akstri um götuna, utan að vöruflutn- ingar skuli leyfðir árla hvers dags. Sumir eiga sér draum: Aðalverslun- argata borgarinnar verði útivistar- svæði iðjuleysingja, þama mætti gjama halda taflmót, ómar af gítar- og harmóníkumúsík ylji hjörtum vegfarenda. í alvöm talað: Ef umferð einkabíla verður bönnuð og engin bílastæði verða við Laugaveginn verður það nánast dauðadómur yfir verslunar- umsvifum þessarar fomu verslunar- götu Reykjavíkur. Hætt er við að verðfall >töí á eignum sem við þessa götu standa og ekki væri stætt á því. ef mál skipuðust þannig, að krefjast og innheimta allar þær álög- ur sem lagðar em á þjónustu- og verslunarhúsnæði og á þá þjónustu er þar er innt af hendi. Ég skil mæta vel vanda strætisvagnanna, bílaum- ferðin um Laugaveginn er gífurleg, einkum síðdegis. en hafa ber í huga að stór hluti af viðskiptum og ýmissi þjónustu í borginni nýtist af fólki úr nágrannabæjum og strjálbýli. Er stætt á þvi að borgin stuðli að því að viðskiptavinir hennar, sem koma í kaupstaðarferðir sínar í eigin bíl- um, fái ekki að aka um aðalverslun- argötuna og verði meinað að leggja farskjótum sínum stutta stund með- an skotist er í búð. Tillögur Áður en ég loka ritvél minni em hér hugmyndir til nokkurar lausnar á umferðarflækjunni í okkar van- þróaða gatnakerfi. Þessi finnst mér snjöll: Strætis- vagnar af meðalstærð gangi á milli Lækjartorgs og Hlemms, t.d. á 10 mínútna fresti, og þá jafnvel án gjaldtöku? Tafarlaust verði gerð bílastæði í nálægð miðbæjar og Laugavegs. Bílageymslur úr steinsteypu em í fyrsta lagi fokdýrar og í annan stað kýs meirihluti þeirra er erindum eiga að gegna í miðbænum og gera stutt- an stans fremur að leggja bílum sínum ofanjarðar. Auðvitað em bílageymslur á mörg- um hæðum nauðsynlegar í nánustu framtíð. En mörgum finnst að mynd- ast hafi rými við höfhina við brott- hvarf Hafskips? Þurfa fiskkaupmenn allt plássið? Oddur H. Þorleifsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.