Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987.
5
Fréttir
Gagnvýni á Rannsóknastofnun landbúnaðarins:
Endurteknmgar og
gagnslitlar rannsóknir
Endurtekningar og gagnslitlar
rannsóknir einkenna strirf Rannsókn-
arstofhunar landbúnaðarins, að því er
fram kemur í skýrslu W.F. Raymond,
sem dvaldist hér á landi í boði land-
búnaðarráðuneytisins fyrir nokkru.
Þá gerði hann úttekt á samtökum og
starfsemi rannsókna- og þróunarstofn-
ana landbúnaðarins. í niðurstöðum
Raymond kemur margt athyglisvert í
ljós.
Raymond segir að aldrei verði hægt
að framkvæma allar þær rannsóknir
sem allir myndu vilja. Reyna eigi í
frekari mæli að notfæra sér erlendar
rannsóknir í stað þess að endurtaka
þær á íslandi því þannig megi þróa
niðurstöðumar og nýta fyrr í fram-
kvæmd. Einnig eigi að endurskoða
ýmsar rannsóknir sem staðið hafi yfir
í langan tíma og athuga hvort niður-
stöður þeirra hafi skilað sér í fram-
kvæmd. í ýmsum málum megi kaupa
aðstoð erlendis frá. Nefhir hann eink-
um sem dæmi frækomaframleiðslu og
ræktun dýrastofria.
Raymond segir: „Á íslandi er of
óstöðugt loftslag fyrir frækomafram-
leiðslu og slík framleiðsla gæti leitt til
þess að íslensk grænmetisframleiðsla
yrði ekki hagnýtt sem skyldi, vegna
þess að fræið yrði of dýrt og framboð
óstöðugt." I framhaldi af þessu segir
hann að gagnsemi rannsóknastarf-
seminnar á Sámsstöðum í þessu efni
sé því spumingarmerki. Varðandi
ræktun dýrastofria segir Raymond að
nú séu flutningar á frjóvguðum eggj-
um mögulegir og því þurfi ekki að
flytja inn skepnumar sjálfar. Segir
hann slíkan gena-innflutning geta
bætt stofha hérlendis og segir að til
dæmis mætti auka fijósemi og afurða-
gæði svínastofiisins á þann hátt.
Of mikið um „rútínuvinnu“.
Raymond segir að endurskoða þurfi
gagnsemi ýmiss konar „rútínuvinnu"
sem unnin sé hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins. Segir hann hana
þurfa að vera markvissari og nefhir
þar einkum til jarðvegsrannsóknir,
fóðurrannsóknir og prófun á tækja-
búnaði.
Varðandi jarðvegsrannsóknir segir
Raymond að spyrja verði að því hvort
allar þær þúsundir sýna séu erfiðisins
virði, hvort bændur fylgi niðurstöðun-
um og rækti betra grænmeti af þeim
sökum og hvort þessi „rútínuvinna"
valdi því að mikilvægari verkefrii sitji
á hakanum. Sömu spumingar telur
Raymond rétt að spyija varðandi fóð-
urrannsóknir og einnig varðandi
prófun tækjabúnaðar. Þar segir Ra-
ymond of mikla vinnu fara í að prófa
of margar gerðir tækja sefn séu á
markaðnum. Prófunin eigi að vera
markvissari þannig að einungis séu
prófuð tæki sem reynst hafi vel í Evr-
ópu eða Norður-Ameríku. Einnig eigi
innflytjendur að greiða fullan kostnað
af prófuninni því það muni draga úr
fjölda tegunda á markaðnum.
Þörf á ómenntuðu starfsfólki
Raymond segir að mikil þörf sé á
að ráða svokallaða „tæknilega aðstoð-
armenn" sem vinni undir leiðsögn hins
hámenntaða starfsfólks við ýmsar
„rútínurannsóknir“. Telur hann það
standa rannsóknastarfsemi fyrir þrif-
um að sérfrasðingamir séu uppteknir
við vinnu þar sem menntun þeirra
nýtist illa. Telur Raymond að miklu
frekar eigi að snúa sér að land-
græðslu, plöntumeinafræði, landbún-
aðarvélaþróun og „dýrafóðurshagræð-
ingu“.
Þykir W.F. Raymond ófært að hér
skuli einungis vera tveir plöntumeina-
fræðingar sem hafi enga „tæknilega
aðstoðarmenn" en eigi að sjá um
kennslu, rannsóknir og ráðgjöf.
Einnig telur Raymond að rétt sé að
aðskilja nánar starf rannsóknaaðila
og ráðgjafa þannig að menn séu jafn-
vel ekki i hvom tveggja í einu.
Stöðug endurskoðun nauðsyn-
leg
Raymond hvetur til stöðugrar end-
urskoðunar á öllum verkefiium sem
unnin em hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins á 3-4 ára fresti til að
koma í veg fyrir stöðnun. Eigi hún að
vera i höndum hverrar deildar og
stundum með aðstoð erlendra sérfræð-
inga til að fá hlutlægt mat.
I framhaldi af stöðugri endurskoðun
telur Raymond að fylgjast þurfi vel
með niðurstöðum erlendra rannsókna-
aðila i landbúnaði og notfæra sér
þekkingu þeirra til að koma í veg fyr-
ir að sömu rannsóknir séu endurtekn-
ar hérlendis.
Aukin tölvuvæðing
Að síðustu segir W.F. Raymond að
þörf sé á aukinni tölvuvæðingu hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
það eigi að hafa forgang. Vöntun á
tölfræðigetu valdi ófullnægjandi nýt-
ingu á vinnuafli og tefji starfsemina.
Jafhhliða þessu telur hann nauðsyn-
legt að starfsliðið sé í stöðugri endur-
menntun, að það sé sent út til að nema
nýjustu tækni á þessu sviði.
-JFJ
Það eru viða stundaðar veiðarnar þessa dagana. DV-mynd G. Bender
Hvolsá og Staðarhólsá í Dolum
16 punda lax á flugu
„Það hafa veiðst 26 laxar og veiði-
menn, sem vom við veiðar á mánu-
dagsmorguninn, vom búnir að fá 4
laxa og vom þeir við veiðar í Staðar-
hólsánni," sagði Dagur Garðarsson er
við spurðum um Staðarhólsá og
Veiðivon
Gunnar Bender
Hvolsá í Dölum. „Hollið á undan þess-
um veiðimönnum veiddi 6 laxa og 6
bleikjur, það er mjög gott vatn í ánum
og 5-7 laxar koma á hveiju flóði.
Stærsti laxinn, sem veiðst hefur enn-
þá, er 16 punda og veiddist í Kaup-
félagshylnum á flugu. Laxamir em
vænir margir hverjir, 12, 13 og 14
punda. Bleikjan er farin að koma í
ríkari mæli og sú stærsta sem hefur
fengist er 4 pund,“ sagði Dagur enn-
fremur.
Vatnsdalsá í Vatnsfirði hefur gefið
25 laxa og silungsveiði í vatninu hefur
verið góð. Móra á Barðaströnd hefur
gefið 7 laxa og hefur eitthvað sést af
laxi í ánni. Suðurfossá á Rauðasandi
hefur gefið 21 lax og er hann 15 punda
sá stærsti sem veiðst hefur. Vestfirskir
veiðimenn hafa töluvert rennt fyrir
fisk í Sauðlauksdalsvatni og hefur
veiðin verið góð, veiðidaginn héldu
þeir og mættu 60 manns til veiða, vom
menn hressir með hann.
-G.Bender
Álftá á Mýrum:
Laxinn farinn að veiðast
„Álftá á Mýrum byrjaði heldur ró-
lega en núna er laxinn farinn að
veiðast og mun vera kominn 21 á
land,“ sagði veiðimaður sem var að
koma úr ánni. Ekki sá þessi veiðimað-
ur þó mikið af fiski í henni.
„Það hafa verið svona 10-15 laxar á
dag og ætli það séu ekki um 300 laxar
hér fyrir landi Ánabrekku,“ sagði
Runólfur Ágústsson, veiðivörður við
Langá. „Það em Spánverjarhérna við
veiðar eins og er en svo verður þetta
blandað, Islendingar og útlendingar.
Laxinn er víða héma hjá okkur eins
og í Strengjunum og á Breiðunni. Á
hveiju flóði kemur alltaf eitthvað af
laxi,“ sagði Runólfur í lokin.
Setbergsá er ennþá laxlaus en mikið
hefur sést af fiski fyrir utan hana en
hún er víst orðin ótrúlega vatnslítil.
Töluvert hefur veiðst af silungi og em
stærstu bleikjumar 4 pund. Það þarf
regn svo fiskurinn gangi í ána.
Langholt í Hvitá hefur gefið 63 laxa
og hefur veiðin verið róleg, veiðimenn
veiddu á laugardaginn 8 laxa.
Við sögðum frá 22 punda laxi í
Rangá á mánudaginn fyrir viku og
hann kom á land en það var Jóhannes
Sigmarsson sem veiddi fiskinn á gyllt-
an Toby og Steinar Björgvinsson fékk
14 punda á annan eins.
Sex tjöldum stolið
Það virðast ekki allir vera tilbún-
ir að eyða stórum upphæðum til að
fá sér viðlegubúnað. Hjó Seglagerð-
inni Ægi er orðið árvisst að tjöldum
sé stolið af sýningarsvæði fyrirtækis-
ins. Mest er um þjófhaðina skömmu
fyrir verslunarmannahelgar. í fyrra
var fjórum tjöldum stolið og það sem
af er sumri hefur sex tjöldum verið
stolið. Eitt þeirra hefur fundist.
Ófúndin em fjögur göngutjöld og
eitt tuttugu og tveggja fermetra
hústjald af Dallasgerð.
óli Barðdal hjá Seglagerðinni Ægi
sagði við DV í gær að grípa hefði
þurft til þess að auka næturvörslu á
sýningarsvæðinu. -sme