Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 3 Fréttir t Kaupfélag Svalbarðseyrar. Fjárhagserfiðleikar fyrirtækisins draga enn dilk á eftir sér. Fjámám hjá 5 bændum vegna skulda Kaupfélags Svalbarðseyrar: „Við missum allt sem við eigum“ - segir Tryggvi Stefánsson, bóndi á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal Gjffi Kristjánsscn, DV, Akuieyii „Þetta er nú það sem maður hefur upp úr því að hafa setið í stjóm sam- vinnufélags og reynt að bjarga því. Segir ekki einhvers staðar að laun heimsins séu vanþakklæti?" sagði Tryggvi Stefánsson, bóndi á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal, í samtali við DV. Tryggvi er einn þeirra bænda sem gert var íjámám hjá á dögunum vegna skulda Kaupfélags Svalbarðseyrar. Þar sat hann í stjóm á sínum tíma er greiðsluerfiðleikar fyrirtækisins vom sem mestir og gengu fimmmenning- amir þá í íjárhagslega ábyrgð fyrir félagið. Bæjarfógetaembættið á Húsavík gerði fjámám hjá bændunum fimm á dögunum og ekkert bendir enn til annars en að málinu verði fylgt eftir. Tryggvi sagði að enn lægi ekki fyrir hversu háar kröfur væri á hvem þeirra fimm en neitaði ekki að sá sem verst stæði i þessu máli væri með 7 milljón króna kröfú á sig. „Ef þessu verður fylgt eftir þá blasir auðvitað ekkert annað við okkur en gjaldþrot, jarðimar verða teknar af okkur, atvinnan og heimilið. Það er nefnilega dálítið meira mál að verða gjaldþrota í sveit en í kaupstað, við missum allt sem við eigum og höfum byggt upp,“ sagði Tryggvi. Bændur letta lausnar: Hef trú á að við lettum til Sam- bandsins segir Guðmundur Þórtsson Gyifi Kris$ánsecn, DV, Akmeyri; „Við höfúm elcki leitað til Sam- bandsins vegna þessa máls enn sem komið er en ég hef trú á því að það verði gert,“ sagði Guðmundur Þóris- son, bóndi að Hléskógum í Grýtu- bakkahreppi, í samtali við DV en Guðmundur er einn fimmmenning- anna sem gengu í fjárhagsábyrgð fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar og nú hefur verið gert fjámám hjá. Hinir fimmmenningamir eru; Jón Laxdal í Nesi, Ingi Þór Ingimarsson á Neðri-Dálksstöðum, Bjami Hólm- geirsson, Svalbarði, og Tryggvi Stefansson, Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Talað er um að upphæð- imar, sem þeir gengu í ábjTgð fyrir, séu á bilinu 3-7 milljónir króna hjá hverjum þeirra um sig. „Það er Ijóst að það verða mikil vandræði hjá okkur ef þessu máli verður fylgt fast eftir,“ sagði Guð- mundur. „Hér er um allháar upphæðir að ræða sem haia safiiað á sig vöxtum, að vísu er búið að greiða eitthvað inn á þetta en við höfúm ekki i höndunum tölur um hversu háar eftirstöðvamar eru, þær virðast ekki liggja fyrir.“ Talsverðar líkur em á að fimm- menningamir muni leita til stjómar Sambands islenskra samvinnufélaga vegna þessa máls og reyna að fa ábyrgð sína vegna fjárhagsskuld- bindinga KSÞ fellda niður. En eins og sagði hér að framan hefur endan- leg ákvörðun ekki verið tekin f því efhi enn, beðið er eftir upplvsingum frá bústjóra um upphæð skuldanna áður en ákvörðun verður tekin í því efni. UTSALA A TEPPUM MIKIÐ ÚRVAL - MJÖG HAGSTÆTT VERÐ TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN H/F, Siðumúla23, Selmúlamegin. Símar 686260 og 686266. Ölvaður á stolnum bíl Lögreglan í Árbæ tók í gærmorgun ökumann sem var áberandi ölvaður. Hann var á bifreið sem hann hafði tekið traustataki skömmu áður. Að sögn lögreglu vildi eigandi bifreiðar- innar þó ekki kæra manninn fyrir stuld og sleppur hann því með ákæm fyrir ölvun við akstur. -PLP Leiðrétting við leikdóm í leikdómi í blaðinu í gær misritað- ist eitt orð þannig að setningin brenglaðist og varð illskiljanleg. Rétt hljóðar málsgreinin svo: „Það kann mörgum að finnast mikið í ráðist að taka leikrit eins og Ofúrefli til sýning- ar hjá áhugahóp. Hefðin er jú sú að gutla svona heldur á grunnmiðum og velja gjaman léttmeti til meðferðar ef menn em ekki með atvinnuliðið á sviðinu." / FID Betri kennsla - betrí árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Tveir nýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 og Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suöurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina - laugardagskennsla á öllum stöðum. Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1987. Innritun og upplýsingar dagana 1.-14. september kl. 10 - 19 í símum: 641111,40020 og 46776. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 14. september og lýkur með jólaballi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.