Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 9 Utlönd Árás á íranskt olíuflutningaskip íraskar herþotur gerðu í gærkvöldi árás á íranskt olíuflutningaskip á Persaflóa og hitti eitt flugskejti í mark. Eldý hefur verið tilkynnt um slys á mönnum né alvarlegar skemmd- ir á skipinu. Þetta var sjötta árás íraka á írönsk skip frá því á laugardaginn er írakar hófu árásir sínar að nýju eftir sex vikna hlé. Yfirvöld í írak höfðu í síð- ustu viku gefið í skyn að þolinmæði þeirra væri á þrotum vegna tregðu Irana að samþykkja vopnahlésályktun Sameinuðu þjóðanna. Telja þau írani hafa notað tímann sem gafst vegna kyrrstöðu í málinu til þess að flytja mikið magn olíu á markaði og afla þannig fjármagns til áframhaldandi stríðsreksturs. Árás írana á flutninga- skip frá Kuwait í gær var hefndarráð- stöfun vegna árása íraka og stríðið þar með hafið á ný á flóanum. Frá því 1981 hafa írakar og Iranir gert árásir á þrjú hundruð og fjörutíu skip á Pers- aflóa. Mikil spenna ríkir nú vegna þessara nýju árása stríðsaðilanna en stjómar- erindrekar draga í efa að íranir ráðist beint á tvö olíuflutningaskip frá Kuwait sem sigla undir bandarískum fána og herskipafylgd þeirra sem sam- anstendur af sex herskipum. Skipalest- in er nú á leið til Kuwait þar sem þrjú fullhlaðin olíuflutningaskip em tilbúin til að leggja upp. í gær var skipalestin vöruð við ein- hverjum gmnsamlegum hlut sem var á floti í vatninu og hófu tvær þyrlur þegar tundm-duflaleit en fundu ekkert. Bandarísk stjómvöld óttast nú að þessar nýju árásir íraka og hugsanleg- ar gagnaðgerðir Irana kunni að leiða til þess að bandarískur herafli neyðist Bandarískar þyrlur voru sendar út af örkinni í gær eftir að tilkynnt hafði verið til þáttöku í átökunum fyrír botni um grunsamlegan hlut á fioti í Persaflóa á siglingaleið olíuflutningaskipa frá Persaflóa. Kuwait. Ekkert fannst við leitina. Símamynd Reuter Jafhaðantienn tapa fylgi Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmarmahrfe Dagblaðið Det fri Aktuelt birti um helgina niðurstöður skoðanakann- anar sem blaðið hafði látið gera fyrir sig. Aðalniðurstaða hennar er að jafnaðarmenn tapa töluverðu fylgi. Er þeim spáð aðeins 27 prósent at- kvæða gegn 31,6 í kosningunum í janúar 1984. Er sú niðurstaða í sam- ræmi við niðurstöður skoðanakann- ana helgarinnar 22. og 23. ágúst. Sósíalíski þjóðarflokkurinn fær 16 prósent atkvæða og þannig ráða þessir tveir flokkar, sem mögulega myndu mynda stjóm saman, yfir 43 prósent atkvæðanna. Ríkisstjómin og stuðningsflokkur hennar, Rót- tæki vinstri flokkurinn, fá sam- kvæmt könnuninni 47 prósent atkvæðanna og Framfaraflokkurinn fær 4 prósent. Hjálpa „töpuð atkvæði", eins og blaðið kallar það, stjómarflokkun- um þar sem smáflokkar á vinstri vængnum auk græningja og húman- ista ná saman 5 prósent atkvæð- anna. Allir liggja flokkar þessir undir 2 prósent mörkunum sem þarf til að fá mann á þing. Hinir litlu stjómarflokkar, Kristi- legi þjóðarflokkurinn og Miðdemó- kratar, fá hvor um sig 2 prósent atkvæðanna og em þá á mörkunum að ná manni inn en þó þykja þeir þó nokkuð ömggir samkvæmt fyrri reynslu. Samkvæmt könnun sem Gallup hefur unnið fyrir Berlingske Tidende kemur fram að 40 prósent þeirra þrjú hundmð þúsund ungra kjó- senda sem kjósa í fyrsta skipti em enn óákveðnir. En þeir sem em ákveðnir virðast ekki hallast að jafnaðarmönnum. Aðeins 10 prósent hinna ungu kjósenda setja kross við jafhaðarmenn, 30 prósent velja borg- aralegan flokk en tæp 20 prósent velja flokk til vinstri við jafnaðar- menn. Samkvæmt Det fri Aktuelt er það leiði á stjómmálamönnum sem ein- kennir viðhorf hinna nýju kjósenda til kosninganna. Segja kosningasér- fræðingar að um þriðjungur þeirra muni kjósa 8. september. Við tilraunakosningar í tveimur menntaskólum urðu úrslitin mjög í samræmi við áður kunngerðar skoð- anakannanir. Sósíalíski þjóðar- flokkurinn og íhaldsflokkurinn fá flest atkvæði unga fólksins og meðal smáflokkanna em það græningjar og húmanistar eða Flokkur manns- ins sem hafa náð einhverjum tökum. Segja ungu kjósendumir að Jafnað- arflokkurinn höfði alls ekki til þeirra og vanti trúverðuga foiystumenn. Krefjast skaðabóta Haukur L. Hauksuan, DV, Kaupmaimahofn: Kvikmyndafyrirtækið UIP, er framleiðir nýjustu James Bond myndina, krefst skaðabóta frá félagi ungra jafnaðarmanna, þar sem fé- lagið hefur notað auglýsingavegg- spjald Bond-myndarinnar til að auglýsa Jafhaðarflokkinn og þá sérstaklega Anker Jörgensen. Framkvæmdastjóri Danmerkur- deildar UIP segir að horfið hafi verið frá því að láta fógeta banna vegg- spjaldið þar sem slíkt hefði verið óframkvæmanlegt. Hárrar en óþekktrar skaðabótaupphæðar verði þó krafist vegna brota á höfundar- rétti. Formaður ungra jafnaðarmanna segir að UIP hafi einungis krafist skaðabótanna til að fá ódýrt umtal f evrópsku pressunni. Telur hann bæði James Bond og Anker Jörgens- en hafa grætt á stymum í kringum veggspjaldið. 'had heitir hefndum á Líbýu Chad viðuricenndu í gær að her landains hefói misst bæ- inn Aouzou, í norðurhluta Chad, f hendur líbýskra hersveita. Aouzou hefur verið að meetu í höndum Iibýumanna undanfarin górtán ár en Chad nóði bænum í síðaata mán- uði. Talsmenn stjómarinnar í Chad hétu því jafhframt í gærkvöldi að borginni yrði innan skamms náð af Líbýumönnum að nýju. Friðarvonir dofna í Ð Salvador Vonir manna um viðræður, sem bundið gætu enda á stríðsástand í £1 Salvador, dofriuðu verulega í gær þegar tímamörk þau sem ríkisstjóm landsins hafói sett uppreÍBnarmönn- um liðu án þees að deiluaðilum tækist að koma sér saman um til- högun samræðna. Stjómarherinn í E1 Salvador skýrði frá því í gær að tólf hermenn og fimm skæruliðar hefóu fallið f árás uppreisnarmanna á stöðvar hersins í austurhluta landsins und- anfama daga. Er það mesta mannfall sem oröið hefur á svo skömmum tima sfðan forseti landsins, Napoleon Duarte, og fjórir aðrir leiðtogar Mið-Ameríkuríkja undirrituðu frið- arsáttmálann í byrjun ágústmánað- ar. Hátíðin endaði með blóðsúthellingum Mesta útihótíð Evrópu endaði í óeirðum og blóðsúthellingum síðastliðinn sunnudag þegar lögreglan f London reyndi að dreifa hálfri milljón manna sem stefridi í slagsmál við óeirðaseggi. Meira en sextíu manns meiddust þegar til átaka kom í lok kjötkveðjuhá- tíðar í London um helgina og lögregla í borginni segir að átökin hafi verið þau mestu sem séat hafi um árabil. Tilkynnt var urn nokkiu tilvik þar sem hnífum var beitt, í einu tilviki með þeim afleiðingum að fómarlambið lét Iffið. Var það liðlega tvítugur piltur sem stunginn var eftir rifrildi út af bjór- dós. Einn lögreglumaður meiddist alvarlega í átökunum. Hafa fellt nær fmim hundruð Skæruliðar kontrahreyfingarinn- ar, sem berjast gegn stjómvöldum í Nicaragua, segjast hafa fellt og sært nær fimm hundruð stjómarhermenn á tíu daga tímabili í lok ágústmánað- ar. Skæruliðamir, sem befyast með fidltingi Bandaríkjamanna, segja að komið hafi til átaka í fimmtíu og sjö tiivikum þessa daga. Ekki var tiltek- ið hvert mannfall skæruliðar sjáifir hefóu þurft að þola. I tilkynningu skœruliðaima segir að þeir hafi lagt herstöð sandinista í Matagalpa héraði, í miðju Nicaragua, f rúst þann 25. ágúst og að þeir hafi tekið herskildi vopnað samyrkjubú í norðurhluta landsins tveim dögum siðar. Dole hittir Ortega að méli Til harðra orðaskipta kom milli Daniel Ortega, forseto Nicaragua, og Robert Dole, öldungadeildar- þingsmanns frá Bandaríkjunum, á íundi þeirra tveggja í gær en Dole er nú í heimsókn til Nicaragua. Þeir Ortega og Dole áttu klukku- stundarlangan fund og að sögn fréttamanna lá oíl við að viðræðum- ar milli þeirra breyttust í öskur- keppni, því báðum mun hafa hitnað í hamsi. Að sögn viðstaddra skýiði Ortega Dole frá því að það væri ekki hlutverk Bandaríkjamanna að segja þjóð Nicaragua fyrir verkum. Vísaði forsetinn þar til kröfugerðar Bandaríkjamanna um brej'tingar í átt til lýðræðis í Nic- aragua. Var sagt að Dole hefói greinilega verið orðinn ergilegur og að þeir heföu akilið að skiptum án verulegrar vinsemdar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.