Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Jarðarfarir Jóhann Jóhannsson hárskerameist- ari, Álfheimum 54, Reykjavík, sem lést 23. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. sept- ember kl. 13.30. Þórdís Stefánsdóttir, Holtagerði 48, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. sept- ember kl. 15.00. Guðrún Jónsdóttir verður jarðsung- in frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 1. september kl. 13.30. TiJkyimingar Fréttatilkynning Fimmtudaginn 3. sept. verða haldnir stór- tónleikar í Hollywood undir nafninu „Heilagt strið“ Hljómsveitirnar Óð- menn, Sykurmolarnir, Björn Thorodds- en kvintett, Halldór Pálsson saxófón- leikari og Johnny Triumph munu sjá gestum fyrir ógleymanlegri kvöldstund. Sú útgáfa Óðmanna sem spilar nú var stofnuð árið 1969 og var aðalsmerki þeirra flutningur tónsmíða Hendrix og Hljóm- sveitarinnar Cream ásamt frumsömdu efni. Ljóst er að tilkoma þeirra nú er tíma- mótaviðburður í íslensku tónlistarlífi. Björn Thoroddsen mun flytja frumsamið efni með kvintett sínum sem skipaður er þeim Jóhanni Ámundssyni, Gunnlaugi Briem, Kjartani Vaidemarssyni og Stefáni Stefánssyni en þeir munu fara með Bimi til frænda okkar Norðmanna í tónleikaför. Undanfarin 12 ár hefur Halldór Pálsson dvalið í Svíaríki og spilað mikið í leik- húsum og við upptökur á hljómplötum og sjónvarpsþáttum, m.a. með hljómsveitinni ABBA ásamt fleiri frægum listamönnum. Það er góður hvalreki á fjörur okkar Is- lendinga þegar samlandar okkar sem gert hafa garðinn frægan erlendis sjá sér færi á að koma heim og spila. Halldór mun spila frumsamin lög og útsetningar ásamt því að „jamma“ með Óðmönnum. í kjölfar hinnar meintu heimsfrægðar Sykurmolanna hafa þeir ákveðið að hefja „Heilagt stríð" gegn heimsfrægð. Þeirra fyrsta skref í því stríði verður stigið í Hollywood lifandi tónlistar. Mikill kurr er um þessar mundir í kring um Molana í Bretlandi og víðar vegna smáskífu þeirra „afmæli" sem kosin var single of the week í hinu virta popptímariti Melody Maker og er það í fyrsta skipti sem íslensk hljóm- sveit hlýtur þaxrn heiður. Með Sykurmolunum þetta kvöld mun hin heilladi persóna Johnny Triumph birt- ast í eigin persónu en hann er nú þegar plánetufrægur á reikistjömunni Plútó. I dag eru Sykurmolamir álitnir ein besta tónleikahljómsveit Islands og því má fast- lega búast við heilögu stríði í bókstaflegri merkingu sem hefst stundvíslega kl. 21.53 fimmtudaginn 3. sept. Hljómsveitin Óðmenn verður að æfa í Hollywood þriðjudaginn 1. sept. kl. 20.00 til 22.00 og verður Halldór Pálsson með þeim. Listamennimir verða allir að hljóðprufa fimmtudaginn 3. sept. kl. 14.00 til 17.00. Námskeið fyrir læknanema Dagana 2. til 11. september næstkomandi verður haldið námskeið fyrir stúdenta sem em að hefja nám í læknisfræði við Há- skóla lslands. Námskeiðið, sem ber yfir- skriftina „Læknisfræði, hvað er það?“, er haldið á vegum læknadeildar og er valn- ámskeið, ætlað til þess að kynna háskóla- nám í læknadeild. Fluttir verða 16 fyrirlestrar um efni sem ætla má að gagni þeim sem em að hefja háskólanám í fyrsta skipti. Forseti læknadeildar, prófessor Ásmundur Brekkan og prófessor Helgi Valdimarsson, formaður kennslunefndar, kynna læknadeild, starfsemi hennar og skipulag og Sigurður V. Siguijónsson adjúnk ræðir um hlutverk háskóla. Ásta K. Ragnarsdóttir, námsráðgjafi Hl, talar um vinnubrögð í háskóla. Jón Júlíusson phil. kand og læknamir Jóhannes Björns- son og Sigurður Ámason tala um orðaf- orða læknisfræðinnar með sérstöku tilliti til latínu. Þá mun Sólveig Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur tala um notkun bóka- safna. Prófessor Páll Skúlason ræðir um siðfræði Iæknisfræðinnar og kennarar í lyflæknisfræði, handlæknisfræði, geð- læknisfræði og heimilislækningum kynna greinarnar. Þá munu fulltrúar frá Félagi læknanema kynna félagsstarf læknanema. Námskeiðið er haldið í stofu 101 í Lög- bergi og hefst miðvikudaginn 2. september en lýkur föstudaginn 11. september. Haldnir verða tveir fyrirlestrar daglega klukkan 17.15-19. Eins og að ofan greinir er námskeiðið fyrst og fremst ætlað þeim sem eru að hefja nám í læknadeild en öll- um læknanemum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Umsjón með nám- skeiðinu hefur Sigurður Árnason læknir, kennslustjóri læknadeildar. Ættfræðinámskeið Ný ættfræðinámskeið hefjast senn hjá Ættfræðiþjónustunni í Reykjavík. Standa þau frá fyrstu eða annarri viku september fram undir lok október. Markmið námskeiðanna er að gera menn færa um að rekja ættir sínar og annarra af öryggi og kunnáttusemi með notkun aðgengilegra heimilda. Annað starfsár Ættfræðiþjónustunnar er nú að hefjast en starfsemi hennar er fyrst og fremst fólgin f námskeiðahaldi. Áðsókn var mikil fyrsta starfsárið og því hefur tækjabúnaður og gagnasafn Ætt- fræðiþjónustunnar verið stóraukið svo að þar er nú fyrsta flokks aðstaða til rann- sókna jafnt sem kennslu. Boðið er upp á 8 vikna grunnnámskeið og 5 vikna framhaldsnámskeið. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við átta manns í hverjum námsflokki. Geta menn valið um að vera í námsflokki að kvöldi dags eða á laugardögum. Kennslan fer að hluta fram í fyrirlestr- um en umfram allt í rannsóknum á frumheimildum um ættir þátttakenda sjálfra. Leiðbeint er um ættfræðileg vinnu- brögð, heimildimar, gildi þeirra og meðferð, hjálpargreinar ættfræðinnar, að- ferðir við samantekt ættartölu og niðja- tals, uppsetningu ættarskráa o.s.frv. Þátttakendum eru útveguð þau frumgögn, sem til þarf, s.s. ættartré, heimildaskrár og aðrir leiðarvísar. Þá er veitt sérstök handleiðsla í þeim rannsóknarverkefnum sem þátttakendur velja sér. Forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar og leiðbeinandi á þessum námskeiðum er sem fyrr Jón Valur Jensson. Skráning á námskeiðin er nú hafin hjá forstöðumanni í síma 27101. Eiðfaxi, 8. tbl ársins 1987, er kom- inn út. Þar er að fmna margar góðar greinar um hesta og hestamennsku. Eiðfaxi á 10 ára afmæli um þessar mundir og vandar því útgáfu sína af því tilefni. Ásdís Haraldsdóttir skrifar leiðara um útflutning og vin- sældir íslenska hestsins, sagt er frá aðstöðu hestamanna á ísafirði og aðstöðu og úrslitum móts á Söndum á Vestfjörðum. Rætt er við Tómas Jónsson á Þingeyri, Hafliði Stefán Gíslason skrifar um íslandsmótið, sagt er frá héraðssýningu og Geysis- móti á Gaddstaðaflötum, Leifur Jóhannesson, formaður Landssam- bands hestamanna, fjallar um næsta 1 landsmót L.H., Ármann Gunnarsson dýralæknir fjallar um sama mót, sagt er frá vígslu Reiðhallarinnar hf. og skýrt er frá starfsemi Skugga, félags hestaeigenda í Borgarnesi. Þráinn Bertelsson skrifar um fjölföldunar- tilhneigingu hrossa og leitina að kvenhestinum og Sigrún Björgvins- dóttir skrifar þriðja þátt framhalds- sögunnar um Perlu. Einnig er sagt frá vaxandi áhuga á íslenska hestin- um í Svíþjóð, Ómari Sverrissyni, járningamanni í Danmörku og ýmsu fleiru sem varðar hesta og hesta- menn. Hjartans þakklæti til allra þeirra sem glöddu mig á níræðisafmæli mínu með heimsóknum, gjöfum, blóm- um og skeytum. Guð blessi ykkur öll. ANDREA BJARNADÓTTIR, LINDARGÖTU 41 í gærkvöldi Gunnar Atlason sölumaður Allt of mikið popp Ég hlusta á útvarp allan daginn í vinnunni og þá á þessar popprásir sem fara svona inn um annað eyrað og út um hitt. I gær fór ég að leggja eyrun við útvarpi til að geta talað um það og ég held bara að mér hafi þótt mest gaman að rás eitt ríkisút- varpsins. Þar voru fróðlegir þættir og tók ég sérstaklega eftir jassþætti sem ég hafði gaman af að heyra. Hvað sjónvarp varðar þá finnst mér bamaefhi á báðum stöðvum í seinna lagi og það ber upp á þeim tíma sem allt venjulegt fólk notar til að borða kvöldmat. Eftir kvöld- mat horfði ég á Bjargvættinn á Stöð 2. Hann er góður en þar sem hann er svona snemma á dagsskránni þá mætti að skaðlausu geta þess í dags- skrárkynningu að hann sé ekki við hæfi bama. Eitt sem ég tók eftir í gær var auglýsingar. Það var t.d. auglýst kvikmyndin Lethal Weapon sem sýnd er í einu af bíóhúsum bæjarins Gunnar Atfason. en hún er bönnuð innan 16 ára. I auglýsingunni em sýnd ein þrjú at- riði sem mér finnst vafasamt að séu við hæfi bama. Ég hafði aldrei tekið eftir þessu fyrr en í gær að ég horfði með gagnrýni. Ég skrapp út um tíma í gærkvöldi og kom aftur í tæka tíð til að horfa á lokaþáttinn um dagbækur Ciano greifa. Ég hef gaman af leiknum heimildarkvikmyndum um söguleg efhi. Að lokum horfði ég á Dallas sem er alltaf sent út ótruflað. Þessi þátt- ur er alltaf samur við sig, alltaf sama vælan, en það er þó vel horfandi á hann. Annars er ég einn af þeim sem velur og hafnar ef mér líkar ekki eitthvert efni í sjónvarpi sný ég mér frekar að því að gera eitthvað annað heldur en að horfa. Spakmælið Þú kveikir aldrei í annarra sálum ef ekki nema rétt rýkur úr þinni. H. Redwood Vitni vantar ' Ökumaður á bifreiðinni R-62367, sem varð fyrir ákeyrslu á mótum Bústaðavegar og afrennslis írá Kringlumýrarbraut (við brúna) um 11.00 leytið á þriðjudag 25.ágúst óskar eftir vitni að árekstrinum sem þarna varð. Vitni að árekstrinum hringi í síma 76882. Hallgrímskirkja Fyrirhuguð er ferð til Þingvalla næstkom- andi fimmtudag 3. september. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13.00. Farið verð- ur um Grafning og Mosfellsheiði heim. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í kirkjunni í dag milli kl. 11.00 og 16.00 í síma 10745 og heima í síma 39965. Fréttatilkynning frá gatnamálastjóra Miðvikudaginn 2. september kl. 14.00 verða tekin í notkun ný umferðarljós á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíð- ar. Ljósin hafa þegar verið tengd og látin blikka gulu fram að opnun til að vekja athygli vegfarenda á hinum nýju umferð- arljósum. Norræna myndlistarsam- bandið hefur starfað frá 1945 I ringulreið stríðsins fannst norrænum myndlistarmönnum full ástæða til að taka saman höndum og leggja brýr milli Norð- urlandanna 5 og hefja samstarf. Hlutverk bandalagsins hefur verið að kyxma norr- æna myndlist á Norðurlöndum og á alþjóðlegum vettvangi. íslendingar geta verið stoltir af mynlistarlegu framlagi sínu og hefur þetta opnað mörgum íslenskum myndlistarmanninum leið út í heim og hefim íslenska birtan skinið víða. Á áttunda áratugnum stóð Norræna myndlistarbandalagið að stofnun Mynd- listarmiðstöðvarinnar á Sveaborg í Finnl- andi, sem sér um samnorrænar sýningar. Þar eru vinnustofur sem Islendingar hafa nýtt sér í ríkum mæli. 1 Hafnarborg, Hafn- arfirði, er eina gestavinnustofan á Islandi sem hýsir norræna myndlistarmenn og er aðsókn að henni mikil. Ætti þetta að vera liður í jákvæðri landkynningu. Samar voru teknir inn í samstarfið 1982 og nú liggja fyrir umsóknir frá Færeying- um, Grænlendingum og Álendingum. I tengslum við aðalfund Norræna mynd- listarbandalagsins, sem haldinn er hér á landi dagana 4., 5. og 6. sept. 1987, höldum við námsstefnu um efnið Myndlist í fjöl- miðlum (Konsten í multimedia) dagana 7. og 8. sept. 1987. Ættarmót í Svarfaðardal Afkomendur Sigfúsar Jónassonar, bónda á Grund í Svarfaðardal og konu hans, Önnu Sigríðar Bjömsdóttur, halda ættar- mót á Dalvík 5. september nk. en þann 6. sept. em liðin 150 ár frá fæðingu Sigfúsar. Hópferð um Svarfaðadal verður farin frá Víkurröst kl. 13.30 á laugardag og stansað á Tjöm. Þar verður sóknarnefnd færð minningargjöf um þau hjón. Þá verður einnig stansað á Gmnd og minningarreit- ur Eiríks Hjartarsonar skoðaður og nesti, sem fólk hefur sjálft með sér, snætt úti verði veður gott. Um kvöldið kl. 18 verður hóf í Víkurröst og heldur Anna Sigrún Snorradóttir hátíð- arræðuna og sitt hvað verður sér til gamans gert. Börn Sigfúsar og Önnu Sigríðar voru: Guðlaug, Björn, Ingigerður, Halldór, Arn- grímur, Þuríður og Snorri og áðúr átti Sigfús soninn Jón. Stefnt er að því að taka saman niðjatal þeirra að ættarmótinu lo- knu. Þátttakendur úr Reykjavík fara í hópferð norður föstudaginn 4.9 kl. 15 (áhugafólk hringi til Bjarkar Guðjónsdóttur í síma 91-35314) og til baka á sunnudag. Áhugafólk um hringferðina um Svarfað- ardal hafi samband við Maríu Snorradótt- ur á Dalvík (sími 96-61163) og hún selur einnig miða að hófinu í Víkurröst um kvöldið. Firmakeppni Hin árlega firmakeppni ÍK í knattspymu utanhúss verður haldin á Vallargerðis- velli í Kópavogi 5.-6. september. Leikið verður á þveran völlinn, 7 leik- menn í liði, auk 3-4 varamanna. Leiktími er 2x15 mínútur. Leikið er um vegleg verðlaun, fallegan eignarbikar og verðlaunapeninga fyrir þijú efstu sætin. Þátttaka tilkynnist í síma 681333 (Logi) og 75209 (V íðir) fyrir fimmtudaginn 3. sept- ember. Hundrað fyrirburðir Þorvaldur Þorsteinsson. Ot er komin bókin „Hundrað fyrirburðir" eftir Þorvald Þorsteinsson myndlista- mann. Hún hefur að geyma 50 svart/hvítar ljósmyndir af málverkum og vatnslita- myndum eftir höfundinn, auk fimmtíu smátexta. Þorvaldur Þorsteinsson útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Islands nú í vor. Á undanfömum þremur árum hafa komið út eftir hann nokkur bókverk í takmörkuðu upplagi, auk bama- bókarinnar „Skilaboðaskjóðan" sem Mál og menning gaf út á síðasta ári. Bókin „Hundrað fyrirburðir" er um það bil einn sentimetri á þykkt, rúmlega 20 sentimetrar á hæð og tæplega 15 senti- metrar á breidd. Hún er gefin út í 200 tölusettum og árituðum eintökum og er til sölu í Hafnargallerýinu (yfir Bókpversl- un Snæbjarnar í Hafnarstrætinu) og í bókabúð Máls og menningar. Affingrum fram. Unnur Svavars sýnir í Þrastarlundi yfir 20 myndir, akrýl og pastel. Sýningin stend- ur yfir frá 31. ágúst til 20. sept. Þetta em Stevie Wonder aðdáendur í ferðahug Ferðaskrifstofan Terra og Útvarpsstöðin Stjarnan efna í sameiningu til skemmti- ferðar til London. Hápunktur ferðarinnar verða hljómleikar með Stevie Wonder, sem haldnir verða á Wembley Arena fimmtu- dagskvöldið 3. september. Ýmislegt annað verður einnig gert sér til skemmtunar þessa 5 daga. Má þar nefna ferð á hinn fræga skemratistað Hippodrom. Knattspymuáhugamenn fá einnig eitt- léttar myndir og verðið létt í vasa. Nafnið á sýningunni er tilkomið vegna þess að myndirnar koma af sjálfu sér eða ósjálf- rátt. Þetta er fjórtánda einkasýningin. hvað við sitt hæfi. Laugardaginn 5. september fer fram leikur milli Westham og Liverpool á Uptown Park sem án efa verður eftirminnilegur. Fararstjóri í þessari ferð verður hinn góð- kunni hljómlistarmaður Magnús Kjart- ansson, sem sagt er að sé mesti Stevie Wonder aðdáandi allra tíma og öllum fróð- ari um þennan merka tónlistarmann. Gist verður á Hótel Mount Royal, sem stendur á besta stað við Oxford Street. Þetta er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.