Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Síða 37
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 37 • Allt dettur þeim í hug í Amerík- unni. Ulla Matteson var orðin leið á því að pósturinn hyríí alltaf úr póst- kassanum áður en hún fengi hann í sínar hendur. Það var aðeins eitt ráð við því og það var að vera á staðnum þegar póstmaðurinn kæmi. Og auð- vitað var allra öruggast að fá póstinn strax í sínar hendur í bókstaflegri merkingu. Því ákvað hún að troða sér í póstkassann, þannig fengi hún örugglega póstinn beint. Og það varð úr; Ulla tróð sér í kassann eins og sjá má á myndunum. Póstmaðurinn tók ekki eftir neinu, hún fékk bréfið beint í sínar hendur og allt gekk vel. Hún notaði tröppu- stiga til að komast í og úr kassanum. Ekki fylgdi sögunni hvort stúlkan hugðist beita þessu bragði á morgni hverjum. En verði henni að því... Fyrrum James Bond-leikarinn Roger Moore brá á leik fyrir ljós- myndara á dögunum. Hann var í sumarfríi í Sviss og því í sínu besta skapi. En hann er nú bara betri eins og hann á að sér að vera, eða hvað finnst ykkur? - _______ ‘ ' Fróðleiksmolar um háðfugl. Háðfuglinum, leikstjóranum, handritshöf- undinum og leikaranum Woody Allen er margt til lista lagt. Hann hefur verið einn af umdeildari leikstjórum og myndir hans hafa hvarvetna hlotið mikla eftirtekt. Það er ann- aðhvort af eða á. Fólki stórlíkar myndir hans eða þolir þær alls ekki. Það líkar honum einmitt. Hann vill ekki vera allra en samt vill hann vera vinsæll. Woody hefur gert margt í gegnum tíðina og brugðið sér í hin ýmsu gervi. En hann hefur aldrei orðið pabbi. Ekki ennþá að minnsta kosti. Skírnarnafn hans er Allan Stewart Konigs- burg. Hann ætlaði einu sinni að verða ballett- dansari. Hvort sem það er trúlegt eða ekki, er hann mikill íþróttamaður. Hann syndir mikið, leik- ur körfubolta og fleira. Hann geymir óskarana, sem hann hefur unn- ið, ekki á heimili sínu. Þeir eru einhvers staðar í geymslu hjá foreldrum hans. Ef hann væri ekki Woody Allen vildi hann vera Louis Armstrong. Hann borðar kvöldverð úti á veitingahúsum þrjú hundruð og sextíu sinnum á ári. Hann komst oft í vandræði í skóla, alveg frá barnaskóla og upp í háskóla. Alls kyns klúð- ur elti hann í þeim stofnunum. Hann er sjúkur í súkkulaði - hitt og þetta. Woody hatar banka. Hann hefur ekki komið inn í einn slíkan í tíu ár. Ekki einu sinni til að skipta ávísun. Hann þolir ekki sveitina. Er algjört borgar- barn sem fer ekki einu sinni með Miu sinni út fyrir borgina. Woody getur ekki snætt nokkurn mat án þess að hann sé að lesa eitthvað. Hann hóf feril sinn á því að auglýsa líkjöra og sólgleraugu, hérna í þá gömlu, góðu.... Það er nú eiginlega ekkert skrýtið að hann hafi hætt við að verða ballettdansari, eða hvaö? Sviðsljós Ólyginn sagði... Burt Reynolds er orðinn dauðþreyttur á þeim sögum sem herma að hann sé með eyðni en sá orðrómur hefur gengið fjöllum hærra í Hollywood sem og annars stað- ar. Sögurnar hefur hann tekið mjög nærri sér. Segir hann þær hafa skaðað sig, einkalífið og ekki síður fjölskyldu sína. Hvað kom þessum orðrómi af stað veit hann ekki nema hann lagð- ist i flensu fyrir ári og um leið og fólk frétti að hann hefði ve- rið lasinn heima var sagt að hann væri að deyja úr eyðni. Allt þetta tal er hins vegar mesta firra. Leikarinn hefur aldrei verið hressari og leikur á als oddi. Bill Gosby fyrirmyndarfaðirinn er fyrir- myndarfaðir í raunveruleikanum líka. Fyrir nokkru kom út bók eftir leikarann þar sem hann gefur öðrum feðrum góð og holl ráð í sambandi við bar- nauppeldi. Bókin varð strax metsölubók og fólk varð ýfir sig hrifið af uppátækinu. En fólk fékk ekki nóg. Nú er bókar núm- er tvö beðið með eftirvæntingu. Bill hefur fengið ótal beiðnir um að sjónvarpsþáttur verði gerður um þetta efni. Leikarinn hefur tekið vel í þá hugmynd en mál- ið er í nefnd. Það vilja sýnilega allir verða fyrirmyndarfeður í Ameríkunni. Don Johnson hefur gengið vel að koma sér á framfæri og öðlast frægð og frama. En mikið vill meira. Nú segist hann ætla að gerast vandlátari á þá sjónvarpsþætti sem hann kemur fram í. Þá seg- ist hann helst kjósa að fá góð aðalhlutverk í góðum kvik- myndum í framtíðinni. En það verður erfitt fyrir kvikmynda- framleiðendur að semja við kappann. Fyrir leik í hverri mynd hefur hann sett upp rosalegar launakröfur. Svo miklar að framleiðendurnir brosa bara og segja: „Hvað þykist hann vera?" En Don lítur stórt á sig og stend ur fast á sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.