Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 40
A-> Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62.-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Oreifing: Sími 27022 Frjálst,óháö dagblaö ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Báðirábatavegi Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyii Pilturinn, sem hrapaði 7-9 metra er hann var að sýna sig á húsi við Ráðhústorg á Akureyri á laugardag, mun vera minna meiddur en álitið var í fyrstu. Hjálparsveit skáta var með sýn- ingu á sigi utan á húsinu er pilturinn hrapaði og horfðu þúsundir manna á atburðinn sem einnig var útvarpað í beinni útsendingu Hljóðbylgjunnar á Akureyri. Samkvæmt heimildum DV mun pilturinn hafa tvíhand- leggsbrotnað, hælbrotnað og hlotið fleiri minni háttar áverka. Þá er það að frétta af Dalvíkingn- um, sem varð fyrir hnífsárás Portúg- ala á Dalvík um helgina, að meiðsli hans voru mun minni en óttast var í fyrstu og hefur hann þegar fengið að fara heim af sjúkrahúsinu á Ak- ureyn. Hvalveiðamar DregUr til tiðinda f dag mun ríkisstjómin greina frá hvort hvalveiðar verða leyfðar á ný eða ekki. Fregnir hafa hermt, að stjómin muni þegar hafa tekið ákvörðun um að hvalveiðum verði haldið áfram. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki segja í gær hvort yrði ofan á, veið- ar eða áframhaldandi hlé á hval- veiðum. Halldór sagði að ekki hefðu bo- rist mótmæli erlendis frá vegna frétta í fjölmiðlum um að veiðar hæfust á ný í þessari viku. Hann sagðist ekki eiga von á viðbrögðum fyrr en ríkisstjórnin tilkynnti um afstöðu sína til hvalveiðanna. Hvort það þýddi að veiðar yrðu leyfðar á ný vildi ráðherra ekkert segja um. -sme Frá og með 1. september hækkar áskrift DV í kr. 600,-. Lausasöluverð virka daga verður kr. 60,- og Helgarblað DV kostar kr. 75,-. Grunnverð auglýsinga verður kr. 400,- hver dálksentímetri. LOKI Það er enn hægt að fá miða í bankalottóinu. Valur Amþórsson um Útvegsbankamálið: „Okkur kom saman um á fúndin- um í i skýra frá því hvað þar gerðist. En ég játa að lagaskýring ráðherrans að fúndinum loknum kom mér á óvart. Hann er ráðherra, en ég vek athygli á því að hann er ekki dóm- ari og ekki einu sinni lögfræðingur. Við hjá Sambandsfyrirtækjunum höfúm lögfræðilega álitsgerð sem við treystum og það hefúr engin breyt- ing átt sér stað á okkar afetöðu. Við teljum okkur hafa keypt hlutaféð og að ekki hafi komið fram nein fram- bærileg ástæða fyrir því að staðfesta ekki þau kaup,“ sagði Valur Am- þórsson, stjómarfonnaður Sam- bandsins, í samtali við DV í morgun. þeim aðferðum sem hann gæti fallist á fyrir þvi að menn tali saman. Hann sagðist viðurkenna þær staðreyndir að uppi væri hnútur í málinu, sem ekki væri tilkominn að undirlagi Samvinnufyrirtækjanna, en þyrfti að leysa. Ennfremur sagðist Valur ekkert hafa á móti þeim einstakling- um og fyrirtækjum sem væru í 33ja manna hópnum og því væri sjálfeagt að tala við þá, til hvers sem það svo myndi ieiða. „Ég endurtek það sem ég sagði áðan, við höfúm ekkert gefið eftir, þótt við föllumst á viðræður við mótaðila okkar ef það mætti leiða til þess að ágreiningurinn, sem uppi er vegna þessa raáls, yrði settur nið- ur,“ sagði Valur Amþórsson. Kristján Ragnarsson, talsmaður þrjátíu og þremenninganna, sagðist ekkert vilja segja um þetta mál fyrr en að loknum firndi sem þeir ætla að halda um raálið í dag. -S.dór Kfnverski utanrikisráðherrann, Zheng Tuobin, er nú staddur hér á landi eins og fram hefur komið í fréttum. Hann þáöi i gærkvöldi kvöldverðarboð Steingrims Hermannssonar utanrikisráðherra í ráðherrabústaðnum. Hér sést Steingrímur taka á móti ráðherranum kínverska, sem heldur aftur utan á morgun. DV-mynd JAK Malagakonan: Þetta hefur verið hræðilegt „Ég sit hér hjá konsúlnum og hef það gott. Þetta hefúr allt verið hræði- legt. Meira segi ég ekki við blaða- menn,“ sagði konan, sem átt hefúr í útistöðum við lögreglu og íslenska konsúlinn í Malaga undanfamar vik- ur, í símtali við DV í gær. Eins og skýrt var frá í DV á laugar- daginn varð konan óð og barði ís- lenska konsúlinn niður á fimmtudag- inn. Síðan fór hún af sjúkrahúsi sem henni hafði verið komið á og enginn vissi hvar hún var á föstudaginn. Hún er nú aftur komin í leitimar og dvaldi í gær hjá konsúlnum í Malaga. Konan mun væntanleg heim til Is- lands með flugvél frá Malaga í dag. -S.dór Ungur maður fékk í sinn hlut 5.4 milljónir í Lottóinu um helgina. Hann er ásamt unnustu sinni að stofna heim- ili og hafa þau verið að leita sér að íbúð. Þeim mun reynast auðveldara að festa sér fasteign nú en þau hugðu fyrir helgi. Hæsti vinningur í Lottóinu nú var 10.8 milljónir króna og vom tveir mið- ar með fimm rétta. Annar miðinn var í eigu mannsins sem áður er getið um, en hinn miðann áttu þrír menn saman og skipta þeir því á milli sín 5.4 millj- ónum. Þeir hafa áður unnið hæsta Veðrið á morgun: Norðanátt um land altt Á morgun verður norðanátt um allt land með súld eða rigningu norðan- og norðaustanlands. Þurrt og sums staðar bjart veður verður syðra. Hiti verður á bilinu 5 til 8 stig norðanlands en 8 til 12 stig á Suður- og Suðausturlandi. Akranes: Eldurí strætisvagni i i i i i i i i i i i i vinmng. Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár, sagði að vinningshafamir hefðu allir óskað nafiileyndar. -sme Eldur varð laus í strætisvagni á Akranesi í gærkvöldi. Vagninn var mannlaus þegar eldurinn kviknaði. Eldsupptökin > eru ókunn. Það var laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi sem lögreglunni barst tilkynning um að eldur væri í vagninum. Lögreglan réðst að eldinummeð sín- um tækjum og síðar kom slökkvilið og tók við slökkvistarfinu. Vagninn mun vera töluvert skemmdur eftir óhappið. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.