Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987.
3
DV
Fréttir
AJþýðubandalagið:
Til mín hefur verið
leitað um framboð
- segir Ólafar Ragnar Grímsson prófessor
„Á undanfomum vilcum hafa fjöl-
margir félagar í Alþýðubandalaginu
farið þess á leit við mig að ég gefi
kost á mér í framboð til formanns á
landsfundinum í haust. Þessir aðilar
hafa fært fyrir þessu ýmis rök og
þama er um að ræða fólk á öllum
aldri,“ sagði Ólafar Ragnar Gríms-
son um formannsframboðið í Al-
þýðubandalaginu í samtali við DV.
Ólafur sagði að á meðan Svavar
Gestsson, formaður flokksins, hefði
ekki verið búinn að gefa út yfirlýs-
ingu um það hvað hann ætlaði að
gera hefði ekki verið tímabært að
svara umleitunum þessa fólks. Nú
hefði komið yfirlýsing frá Svavari
um að hann færi ekki fram.
„Ég hef verið erlendis síðustu tvær
vikur en mun nú ræða þetta mál við
félaga mína í flokknum og síðan
gefa út yfirlýsingu um hvað ég geri
að því loknu,“ sagði Ólafúr Ragnar.
Þótt Ólafur vilji ekki segja af eða
á um það hvort hann gefi kost á sér
hefur DV heimildir fyrir því að nær
ömggt sé að svo verði.
-S.dór
Olafur Ragnar Grímsson.
Enn langt í svar
Hvalveiðar hefjast á föstudag;
Kvótinn minnkaður
Frá blaðamannafundi sjávarútvegsráðherra þar sem hann kynnti ákvörðun
rikisstjómarinnar um hvalveiðar. DV-mynd Brynjar Gauti
Ríkisstjómin hefur ákveðið að hval-
veiðar í vísindaskyni hefjist aftur á
föstudag. Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra gerði grein fyrir
þessari ákvörðun á blaðamannafundi
í gær. I máli ráðherrans kom fram að
ákveðið hefði verið að falla frá hrefhu-
veiðum og að veiddar verði helmingi
færri sandreyðar en ákveðið hafði ver-
ið, eða tuttugu í stað fjörutíu.
Nú em tvö hvalveiðiskip á miðunum
við hvalatalningu. Á föstudag geta
þau hætt talningu og snúið sér að
veiðum þar sem ríkisstjómin hefur
ákveðið að þá megi veiðar heíjast á
ný.
Ráðherra sagði að vegna þessa nið-
urskurðar á veiðum væri hætta á að
rannsóknaráætlunin, sem á að ljúka
á árinu 1990, drægist eitthvað. Ráð-
herra sagði að þetta væri pólitísk
ákvörðun og hún væri ekki byggð á
mati Hafrannsóknastofnunar.
Halldór Ásgrímsson sagði að ekki
hefðu borist viðbrögð frá Bandaríkj-
unum vegna þessarar ákvörðunar
ríkisstjómar íslands. Halldór sagði að
ekki væri að vænta viðbragða frá
Bandaríkjunum strax, þar hefði verið
haldinn formlegur fundur um málið í
gær og viðbragða væri ekki að vænta
fyrr en að einhverjum dögum liðnum.
Ráðherra sagðist ekki vilja til þess
hugsa að Bandaríkjastjóm gripi til
viðskiptaþvingana vegna hvalveið-
anna.
Ráðherra sagði að ísland hefði aldr-
ei brotið stofhsamning eða samþykktir
Alþjóða hvalveiðiráðsins en segir að
ályktun, sem samþykkt var á síðasta
þingi þess að frumkvæði Bandaríkj-
anna þar sem mælt er með þvi að
íslendingar endurskoði rannsóknará-
ætlunina, sé ólögmæt.
Islendingar, Japanir og Norðmenn
hafa átt samræður um sameiginlega
hagsmuni í hvalveiðum og líklegt er
að þjóðimar þijár haldi fund hér á
landi fyrripart vetrar. Á þeim fundi
er ætlunin að ræða starfið innan Al-
þjóða hvalveiðiráðsins og hvemig
halda megi áfram vísindastarfsemi.
-sme
Ferskfiskútflutningurinn frá Vestmannaeyjum:
- segir Steingrímur J. Sigfússon
„Ég neita því ekki að það hefur
verið orðað við mig hvort ég væri
tilbúinn að gefa kost á mér til for-
manns á landsfundi. Ég get aðeins
sagt það að enn er langt í að ég svari
þessu og ég mun gera það á réttum
stað, sem er innan flokksins," sagði
Steingrímur J. Sigfússon alþingis-
maður í samtali við DV.
Samkvæmt heimildum DV er hart
lagt að Steingrími að gefa kost á sér
við formannskjörið á landsfundi i
nóvember.
Hann sagði að menn yrðu að skoða
máhð í nýju ljósi þar sem Svavar
Gestsson hefði nú skýrt frá því opin-
berlega að hann gæfi ekki kost á sér
áfram. Sagði Steingrímur eðlilegt að
það tæki nokkum tíma að átta sig
á þessu nýja viðhorfi, jafnvel þótt
það kæmi ýmsum ekki mjög á óvart
að Svavar ætlaði að hætta.
-S.dór Steingrímur J. Sigfússon
Boða til fúndar
um skýrsluna
„Við teljum ferskfiskútflutninginn
og niðurstöðu skýrslu sem unnin var
fyrir atvinnumálanefnd Vestmanna-
eyja það alvarlegt mál að við höfum
ákveðið að boða til fundar um málið.
Til fundarins verður boðið öllum aðil-
um sem málið varðar, þar á meðal
fulltrúa frá sjávarútvegsráðuneytinu,"
sagði Magnús Magnússon, formaður
atvinnumálaneíhdar Vestmannaeyja,
í samtali við DV.
Eins og skýrt var frá í DV á laugar-
daginn kemur fram í skýrslu, sem
Hilmar Victorsson viðskiptafræðingur
hefur unnið fyrir atvinnumálanefnd-
ina í Eyjum, að þjóðarbúið tapi 800
milljónum á þvi að flytja fisk út í gám-
um í stað þess að vinna hann hér
heima. Skýrslan hefur enn ekki verið
birt opinberlega. Magnús var spurður
hvernig þessi upphæð væri fundin?
„Hún er fundin með þeim hætti að
taka þá upphæð sem fékkst fyrir fersk-
fisksöluna á erlendum markaði og
síðan hvað fjTÍr þetta sama magn hefði
fengist ef fiskurinn hefði verið unninn
hér heima og seldur á Bandaríkja-
markaði," sagði Magnús.
Hann sagði að í skýrslunni kæmi
einnig fram að fyrir utan 100 ársverk,
sem töpuðust í Vestmannaeyjum
vegna gámaútflutnings, tapaði Vest-
mannaeyjabær 10 milljónum króna í
minni tekjum fiskvinnslufólks og þar
af leiðandi lækkuðu útsvör og að-
stöðugjöld sjómanna. Á móti væru
teknar hærri tekjur sjómanna og út-
gerðarmanna en samt væri tap
bæjarins þetta mikið.
..Við teljum þetta svo alvarlegt mál
fyrir atvinnulíf Vestmannaevja að
ekki verður hjá þvi komist að halda
fund um málið." sagði Magnús Magn-
ússon.
-S.dór
Hef ekki léð máls á því
að gefa kost á mér
- segir Sigríður Stefánsdóttir
„Ég neita því ekki að það heíúr
verið fært í tal við mig að ég gefi
kost á mér til formanns á lands-
fundinum í haust. Ég hef aftur á
móti ekki léð máls á þessu og þann-
ig standa málin nú,“ sagði Sigríður
Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins á Akureyri, í samtali
við DV.
Eins og áður hefúr verið skýrt frá
í DV hefúr verið leitað stíft eftir þvi
við Sigríði að hún gefi kost á sér við
formannskjörið. Hún var spurð að
því hvort það væri búseta hennar á
Akureyri sem réði því að hún hefði
ekki léð máls á framboði?
„Nei, enda lít ég svo á að það sé
ekkert sjálfgefið að formaður flokks-
ins búi í Reykjavík. Það eru aðrar
ástæður fyrir þessu sem ég hirði
ekki um að skýra frá,“ sagði Sigríður
Stefánsdóttir.
Á það má minna að enn eru tveir
mánuðir til landsfúndar og tveir
mánuðir eru langur tími í pólitík.
-S.dór
Sigríður StefánsdóRir
BMAHÚSID
Laugavegi 178
sími 68-67-80
Næsta hús við sjónvarpestöö 1.