Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Page 26
26
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987.
Jarðarfarir
Gertrud Hauth Ásgrímsson, Skriðu-
stekk 27, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 2.
september kl. 10.30.
sonar, vinnusími 686125 Oieima 37392) eða
Ástvalds Guðmundssonar, vinnusími
686312.
Vettvangsferð
Aðalstræti 16, elsta hús Reykjavíkur við
elstu götu landsins.
Á fimmtudagskvöldið kl. 20.00 stendur
Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands fyrir
kynningu á Aðalstræti 16 (á homi Aðal-
strætis og Túngötu).
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur mun
lesa með okkur húsið sem er sennilega
elsta húsið að stofni til í Reykjavík. Hug-
takið að lesa hús er ættað frá Þórbergi
Þórðarsyni. Guðjón mon segja sögu húss-
ins og nánasta umhverfis. Með leyfi
húseiganda gengur Guðjón með okkur um
húsið, sýnir okkur það sem þar er að sjá
frá fyrri tíð og getur um atburði er því
tengist. Hann mun svo svara spurningum.
Allir em velkomnir. Þátttökugjald er ekk-
ert. Áætlað er að vettvangsferðin taki 1
til l'/i klukkustimd.
I gærkvöldi
Díana Mjöll, Hrafnagilsstræti 21, sem
lést 25. ágúst, verður jarðsungin frá
Glerárkirkju á Akureyri 2. septemb-
er kl. 13:30.
Kristín Jóhannsdóttir, fyrrum hús-
freyja að Gestsstöðum í Norðurárdal,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 2. september
kl. 15.00.
Pétur Vigfússon frá Hægindi verður
jarðsunginn frá Reykholtskirkju
miðvikudaginn 2. september kl.
14.00.
Benedikt Halldórsson, Kjarrvegi 10,-
verður jarðsettur frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 2. september kl. 1.30.
TiBcynningar
Haustferð
Hin árlega „13. september ferð“ Jökla-
rannsóknafélagsins í Jökulheima verður
farin föstudaginn 11. september 1987 kl.
20 frá Guðmundi Jónassyni hf. (austurdyr).
Þátttaka tilkynnist til Stefáns Bjama-
Bjami Hinriksson teiknari:
Utvarpsrásimar vantar stfl
Ég horfði á Taggart í gærkvöldi
og hafði gaman af. Annað sá ég nú
ekki. Ég hef lítið fylgst með útvarpi
og sjónvarpi þar sem ég er búsettur
erlendis á vetrum og geri flest annað
á sumrin en setjast fyrir framan
kassann. Ég hef þó reynt að fylgjast
með því helsta með því að lesa dag-
skrá ef ekki vill betur.
Ég held að öll þessi útvarps- og
sjónvarpsframleiðsla fari að taka á
sig einhverja mynd nú í vetur en það
er komin fremur lítil reynsla á þetta
enn sem komið er.
Stöð 2 er nú búin að sanna tilveru-
rétt sinn og að dæmið gangi upp
fjárhagslega. Það hlýtur því að fara
að koma að því að það leggist á þá
sú ljúfa kvöð að fara að huga meir
að innlendri dagskrárgerð og því
miður virðist ríkissjónvarpið ætla
að veita þeim litla samkeppni á því
sviði. Ég vona að þessi íslenska
sápuópera, sem er að hefja göngu sín
á Stöð 2, verði góð, ég gæti trúað
því að hún verði með fagmannlegum
hætti, nokkuð sem oft hefur skort
með íslenska grínþætti. Mér finnst
það alvarlegt mál hvað innlend
framleiðsla ríkissjónvarps hefur ver-
ið lítil og léleg og að ekkert virðist
framundan.
Sjónvarpið hefur þó að ýmsu leyti
Bjami Hinriksson.
haft gott af samkeppninni við Stöð
2 og hefur hún veitt því hressara
yfirbragð. Mér finnst þó að fyrst
þessir ríkisfjölmiðlar eru til á annað
borð þurfi hið opinbera að veita þeim
samkeppnisgrundvöll. Fyrst og
fremst þyrfti sjónvarpið þó að sinna
þáttum sem útundan eru hjá Stöð
2. Af því sem ég hef verið að sjá í
sjónvarpinu finnast mér þættimir
um meistaraverkin á sunnudags-
kvöldum t.d. mjög góðir og hefði
viljað sjá meira af slíku.
Mér finnst Ríkisútvarpið hafa
komið mjög vel út úr samkeppninni,
og sýnist að þar sé margt framund-
an. Hvað hinar stöðvamar varðar
þá em þær fullungar til að hægt sé
að dæma um þær en ég held að þær
þurfi óhjákvæmilega að fara að
skapa sér einhvem stíl hver um sig.
Ég er spenntur fyrir hugmyndinni
um grasrótarútvarp það sem tekur
til starfa nú um áramótin. Það vant-
ar hins vegar gersamlega einhverjar
„underground" stöðvar, eitthvert
mótvægi við allt listapoppið.
Fréttatilkynning
Hljómsveitin Gildran heldur tvenna tón-
leika í þessari viku. Þeir fyrri verða
miðvikudaginn 2. sept. í Duushúsi og þeir
seinni fimmtudag 3. sept. í Casablanca.
Firmakeppni
Hin árlega firmakeppni lK í knattspymu
utanhúss verður haldin á Vallargerðis-
velli í Kópavogi 5.-6. september.
Leikið verður á þveran völlinn, 7 leik-
menn í liði, auk 3-4 varamanna. Leiktími
er 2x15 mínútur.
Leikið er um vegleg verðlaun, fallegan
eignarbikar og verðlaunapeninga fyrir
þrjú efstu sætin.
Þátttaka tilkynnist í síma 681333 (Logi)
og 75209 (Víðir) fyrir fimmtudaginn 3. sept-
ember.
Skáldakvöld
Besti vinur ljóðsins heldur skáldakvöld á
Hótel Borg kl. 21.00 í kvöld.
Þar verður lögð megináhersla á að kynna
bækur sem eru nýútkomnar eða væntan-
legar. Þessi skáld lesa úr verkum sínum:
Sigfús Daðason, Jón Egill Bergþórsson,
Steinunn Sigurðardóttir, Þorgeir Þor-
geirsson, Jóhann árelíuz, Þorsteinn frá
Hamri, Gunnar Hersveinn, Kristín Ómars-
dóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Isak
Harðarson.
Að auki mun Ámi Ibsen lesa þýðingu sína
úr verkum Samuels Beckett.
Kynnir verður Viðar Eggertsson leikari.
Seldar verða veitingar á Hótel Borg eins
og endranær. Miðaverðið á skáldakvöldið
er krónur 300,-
Islendingar með tvo Evrópu-
meistara í karate karla
- á EM-móti í London í gærkvöldi
Tveir íslenskir karatekappar
tryggðu sér Evrópumeistaratitil í Lon-
don í gærkvöldi. Það eru þeir Ámi
Spakmælið
Ef ríkur maður er hreykinn af auðæfum sínum ætti ekki að
lofa hann fyrr en vitað er hvernig þau eru fengin.
SIGLUFIRÐI
Blaðbera vantar víðs vegar um bæinn.
Upplýsingar í síma 96-7108.
Ólsal hf
Hreinlætis- og ráðgjafarþjónusta auglýsir eftir starfs-
fólki, körlum og konum, til starfa í Kringlunni.
1. Almenn þrif í Kringlunni, vaktavinna á bilinu kl.
10-22.
Aðlaðandi vinnuaðstaða.
2. Hreingerningar, föst störf, mikil vinna
Ólsal hf.,
Dugguvogi 7 - sími 33444
Einarsson og Atli Erlendsson sem
náðu þessum góða árangri. Keppt var
í Go ju-kai-afbrigðum. Ámi varð sigur-
vegari í -60 kg flokki í kumite og Atli
Erlendsson í -65 kg flokki í kumite.
Jónína Olsen tryggði sér silfurverð-
laun í kata kvenna og þá varð íslenska
kvennasveitin í öðru sæti. íslendingar
fengu þrenn bronsverðlaun í kumite
karla og íslenska karlasveitin hafiiaði
í þriðja sæti.
Nánar verður sagt frá Evrópukeppn-
inni í blaðinu á morgun.
-sos
Leiðrétting
...flýgur örn yfir...“
Hinn 20. ágúst sl. ritaði Öm Ólafsson langt
svar við stuttri athugasemd við ritdóm
Amar um útgáfu undirritaðs á Hávamál-
um og Völuspá. öm fer mörgum orðum
um varðveislu kvæða á munnlegu stigi og
meðferð okkar nútímamanna á fornum
uppskriftum slíkra kvæða en segir undir
lokin:
„Ég sagði að það væri ósamræmi í því hjá
Gísla að hafna á einu bretti erindunum
sem Hauksbók hefúr fram yfir Konungs-
bók, en taka þó „stundum" texta Hauks-
bókar fram yfir texta Konungsbókar, í
einstökum línum. í svari sínu vill Gísli
aðeins kannast við að hann geri þetta einu
sinni, í 58. erindi. En annað dæmi blasir
þó við þegar í upphafi kvæðisins þótt þess
sé ekki getið í skýringum. Gísli prentar
2. erindi (s.hl.): „Níu man ég heima / níu
íviðjur / mjötvið mæran / fyr mold neð-
an“ eftir Hauksbók, en í Konungsbók
stendur: „Níu man ég heima / níu íviði..."
sem er torskilið mjög.“
Hér er farið rangt með.
Árið 1979 birti Stefán Karlsson stutta
athugasemd í Griplu 3, bls. 227-28, undir
fyrirsögninni: „íviðjur". Þar bendir hann
á að úr Konungsbókartextanum skuli ein-
mitt lesa „niu íviðjur" en ekki „níu íviði"
eins og útgefendur hafa löngum gert. Stef-
án lýkur athugasemdinni með þessum
orðum: „Rétt mun þvi að leggja fyrir róða
þær skýringar á Völuspá 2.6, sem eru reist-
ar á leshættinum „iviþi“. Nóg er samt.“
Gísli Sigurösson
Vrfilfell og Akra:
„Spennandi markaður
- segir Lýður Friðjónsson
„Þetta getur ekki talist hefiidarráð-
stöfun, þetta er spennandi markaður
með hagnaðarmöguleika," sagði Lýð-
ur Friðjónsson, fjármálastjóri Vífilfells
í gær, þegar ummæli Davíðs Scheving
Thorsteinsson um kaup Vífilfells á
Akra voru borin undir hann en Davíð
hafði kallað kaupin hefndarráðsstöfun
og nefndi sérstaklega að Vífilfell hefði
tapað samkeppninni á milli Svala og
Hi-C og væri Vífilfell því með hefndar-
ráðstöfun á hendur sínum fyrirtækj-
um.
Lýður sagði það ekki vera rétt að
Vífilfell hefði tapað í samkeppni við
Svala. Vífilfell hefði náð 40% af mark-
aðnum á tveimur árum og bætti við
að ef þeir stæðu sig jafii vel í smjörlík-
issölunni þá væri það vel.
Viðtaliö
Hjörtur Hjartar:
Toppurínn á
kransakökunni
- segir nýráðinn forstöðumaður markaðsdeildar Bmskips
„Þegar það kom upp að þessi staða
var laus og að ég hefði möguleika á
því að fa hana sló ég til því að mér
finnst alltaf spennandi að takast á
við eitthvað nýtt,“ sagði Hjörtur
Hjartar sem tók við starfi forstöðu-
manns markaðsdeildar Eimskipafé-
lags íslands um síðustu mánaðamót.
„Það sem dró mig fyrst og fremst
hingað er að þetta er stórt fyrirtæki
sem beitir háþróuðum stjómunarað-
ferðum. Það er ekki víða sem menn
fá tækifæri til að taka þátt í svona
samhæfðum og vönduðum stjómun-
araðferðum. Hvað stjómun varðar
er Eimskip toppurinn á kransakök-
unni.“
Hjörtur sagði að markaðsdeildin
væri ábyrg fyrir stefiiu fyrirtækisins
gagnvart viðskiptavinunum, eða að
koma markaðsstefhu fyrirtækisins
niður á sölumannsplanið.
„Það er því hlutverk forstöðu-
manns deildarinnar að taka þær
hugmyndir sem hann og fyrirtækið
hefur, móta þær og hanna vinnuað-
ferðir fyrir einstaka starfsmenn.
Mér líst mjög vel á þetta starf, það
virðist bæði vera fjölbreytt og
skemmtilegt."
Hjörtur er 39 ára gamall rekstrar-
hagfræðingur. Hann lauk námi frá
háskólanum í Álaborg árið 1979 og
réð sig þá til starfa hjá Hagvangi.
Síðan vann hann í tvö ár hjá OLlS
og fór þaðan til Félags íslenskra iðn-
rekenda þar sem hann starfaði sem
hagfræðingur í þrjú ár eða þar til
hann fór til Eimskips.
Hjörtur er kvæntur Jakobínu Sig-
tiyggsdóttur og eiga þau tvö böm,
17 ára son og 4 ára dóttur. Hjörtur
hefur gaman af að fara til rjúpna
og fær alltaf fiðring þegar veiðitíma-
bilið hefet. Sumarfríið notaði hann
til gönguferðar og jeppaferðar um
hálendi íslands.
„Ég er hrifinn af útiveru þó ég
verði að viðurkenna að þetta er í
fyrsta skipti sem sumarfríi mínu er
varið á þennan hátt.“
Þá segist Hjörtur hafa mikinn
áhuga á tölvum og tölvuvinnslu og
einnig tekur hann þátt í félagsmál-
um.
„En fyrst og fremst hef ég gaman
af faginu og mikið af mínum frítíma
fer í lestur og athuganir varðandi
fagið,“ sagði hjörtur.
-ATA
Hjörtur Hjartar, nýráðinn forstööu-
maður markaösdeildar Eimskipafé-
lags íslands.
DV-mynd BG