Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Side 7
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
7
Viðtalið
Dr. Freyr Þórarinsson við heimil-
istölvuna sína en á hana vinnur
hann visindaverkefni sin.
DV-mynd GVA
Doktor í jarðfræði:
Hvemig
rvfnar
landí
sundur?
- er aðaláhugamálið
„Það hefur verið aðaláhugamálið
mitt síðustu tíu árin að velta fyrir
mér spumingunni um það hvemig
land eins og ísland rifnar í sund-
ur,“ sagði Freyr Þórarinsson sem
varði doktorsritgerð við Colorado
School of Mines í Bandaríkjunum
28. ágúst.
Ritgerð Freys nefnist á íslensku
„Hagnýta stærðfræðin, tölvufor-
ritun og jarðfræðin".
„Ég kenni stærðfræði í Versló
nokkra tíma í viku en aðalstarfið
mitt er húsmóðurstarfið og hefur
verið um árabil. Það era ekki mörg
stöðugildi fyrir jarðfræðinga á
lausu og þeim fækkaði til muna í
gær er þrjátíu manns var sagt upp
hjá Orkustofnun.
Annars kann ég vel við mig inn-
an um kjötkatlana og þar get ég
unnið að vísindaiðkunum mínum.
Sem stendur fæst ég við rannsókn-
ir á kortum af íslandi og er að
reyna að lesa út úr þeim hvemig
landið rifnaði í sundur.
En að standa í svona rannsókn-
um er eins og að semja skáldsögu
sem ekki selst. Maður skrifar fyrir
skúffuna og lætur konuna sjá fyrir
sér. Og það er í rauninni ekki svo
slæmt."
Freyr Þórarinsson er 37 ára gam-
all. Hann varð stúdent úr Mennta-
skólanum við Hamrahlíð árið 1971.
Hann lauk jarðeðlisfræðiprófi frá
Háskóla íslands 1975.
„Eftir að ég útskrifaðist fór ég
að vinna hjá Orkustofnun eins og
allir aðrir jarðfræðingar og gegndi
herþjónustu þar þangað til ég fór
í framhaldsnám til Bandaríkjanna
árið 1981.“ Freyr skrifaði masters-
ritgerð árið 1984 og varði svo
doktorsritgerð nú í sumar.
Freyr Þórarinsson er kvæntur
Kristínu Geirsdóttur bókasafns-
fræðingi og eiga þau tvo syni. „Þeir
era orðnir þrettán og níu ára og
það gerir störf húsmóðurinnar enn
léttari.
Helstu áhugamál mín era bók-
lestur en ég er alæta á bækur. Svo
stunda ég lyftingar í húsmóður-
tímanum og velti því svo fyrir mér
hvemig landið rifnar í sundur.
Þetta tel ég vera ágætis áhuga-
mál,“ sagði Freyr Þórarinsson.
-ATA
DV
Aukafjárveitingar Jóns Baldvins:
Tíu milljón-
ir á viku
skipulagsstjóri ríkisins fékk 214 milljón króna
Aðstoðarmenn Jóns Baldvins
Hannibalssonar fjármálaráðherra
hafa sent út skrá um aukafjárveitingar
fyrstu 6 vikur hans í starfi og era þær
59,4 milljónir króna samtals á 6 vikna
timahili frá 4. ágúst til 17. september,
eða um tíu milljónir króna á viku.
Hæstu aukafjárveitinguna hefur
skipulagsstjóri ríkisins fengið, 21,1
milljón króna en næsthæstu auka-
íjárveitinguna fékk Listasafn ríkisins
10,0 milljónir króna sem er ónotuð
aukafjárveiting frá 1985.
Af einstökum ráðuneytum hefur
menntamálaráðuneytið fengið mest
eða 24,7 milljónir króna, félagsmála-
ráðuneytið 22,9 milljónir króna og
heilbrigðisráðuneytið 4,6 milljónir
króna.
í skránni er tekið fram að aðalskrif-
stofa heilbrigðisráðuneytisins hafi
fengið 4,0 milljónir króna vegna
rekstrarerfiðleika. Páll Sigurðsson
ráðuneytisstjóri sagði rekstrarerfið-
leikana stafa af því að í fyrra hafi
fjárveiting á fiárlögum til aðalskrif-
stofunnar verið vanáætluð og fjárveit-
ingin frá byijun of lág. Reynt hafi verið
að sinna öllum verkefnum skrifstof-
unnar og ekkert dregið saman og því
hafi vantaö fjármagn nú á haustmán-
uðum.
-S.dór
Ríkisendurskoðun athugar kaupleigu
„Við erum búnir að biðja ríkisend-
urskoðun um að athuga málið," sagði
Karl Th. Birgisson, blaðafulltrúj fiár-
málaráðherra, í samtali við DV þegar
hann var spurður að því hvort ríkis-
fyrirtæki hefðu átt í kaupleiguvið-
skiptum umfram heimildir.
Karl sagði ráðuneytið hafa beðið rík-
isendurskoðun um að kanna hvort
fullyrðingar í þessa átt væra réttar og
þá hvort um heimild hefði verið að
ræða fyrir fjárfestingunum, eða hvort
fjárfest hefði verið í heimildarleysi.
-ój
__________________Fréttir
Mikið byggt
á Dalvík
Gyifi Kris^ánason, DV, Akureyii
Miklar byggingaffamkvæmdir
hafa staðið yfir á Dalvík í sumar
og era þar nú um 20 íbúðir í bygg-
ingu auk framkvæmda við annað
húsnæði.
Hilmar Daníelsson er að byggja
ellefu íbúða fjölbýlishús og fyrir-
tækið Tréverk er að byggja sjö
íbúða raðhús. Þá er unnið af krafti
við byggingu iðnaðarhúsnæðis og
einnig er byggt á vegum fyrirtækja
í sjávarútvegi.
„Hér er allt á fullri ferð og við
gætum notað fleiri hendur,“ sagði
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri.
Hann sagði einnig að erfitt væri
að fá fólk til bæjarins, ekki síst
vegna þess að ekkert húsnæði
væri að fá í bænum eins og er en
það stendur væntanlega til bóta
áður en langt um líður.
Á vegum Dalvíkurbæjar hefur
verið unnið að heitavatnsborun-
um í sumar. Borað var ein hola
og gaf hún 50-60 sekúndulítra af
um 65 gráða heitu vatni. Eftir er
að kaupa dælubúnaö fyrir holuna
en þegar það hefur verið gert er
lítið mál að tengja hana við bæjar-
veituna og verður það gert í vetur.
Gjallarhorn, kr. 10.000,-
Simahlerari,
verð kr. 250,-
Magnari, kr. 1790,
Klær, kr. 20,-
Deilir, kr. 100,-
Kapall, kr. 20,-
Sjánvarpsefni
ALTMULIGT
- verslun meö hitt og þetta -
Lauyavegi 134, hinum megin við Hlemm, s. G24050.
Mælar og verkfæri
Dipmælir, kr. 6200,-
Tinsuga, kr. 300,-
Hitaprope i Avo-mæla, kr. 1000,-
Snúrur og tengi
E m headphone, kr. 210,-
20 m XLR. kr. 1500,-
2 m sjónverps. kr. 100,-
3 m RS232, kr. 700,-
Tengi.
BNC, kr. 50,-
XLR. kr. 100,-
DIN, kr. 10,-
RS232, kr. 70,-
Phono, kr. 20,-
Billjós, kr. 700,-
Vatnshitari í bil-
inn, kr. 400,-
CHEROKEE 1988
PIONEER CHIEF LAREDO LIMITED
■mrámimi 1.120 IHTiTil I 1.220 liTiTil I 1.660 IfiTiTil
VERKSMIÐJUÁBYRGÐ
n Jeep
er aðeins á
bílunum frá
okkur.
ÁBYRGÐ
er
ÖRYGGI.
n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF.
EINKAUMBOÐ A ISLANDI Smiðjuveg. 4. kop . s. 172 00 - 7 72 02