Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
Utlönd
Vopnahlé í Nicaragua
Daniel Ortega, forseti Nicaragua, kynnir einhliöa vopnahlé stjórnvalda í baráttunni við skæruliða kontrahreyfingarinn-
ar. Ortega sýnir á korti svæði þau sem stjórnarhermenn eiga að yfirgefa. Simamynd Reuter
Ríkisstjóm Nicaragua lýsti í gær
vopnahléi í baráttu sinni gegn skæra-
liöum kontrahreyfingarinnar sem
berst gegn ríkisstjóm sandinista í
landinu með fulltingi og íjárhagsleg-
um stuðningi bandarískra stjóm-
valda. Lýstu talsmenn ríkisstjómar
landsins því yfir að hersveitir stjóm-
arhersins yrðu fluttar á brott af þrem
átakasvæðum í Nicaragua á næstu
viku.
Daniel Ortega, forseti Nicaragua,
sagði í útvarpsávarpi í gær að vopna-
hlé þetta myndi standa í einn mánuð,
frá 7. október að telja. Myndu stjómar-
hermenn draga sig til baka frá
svæðum í Jinotega, Nueva Segovia og
Zelaya héraðum.
Vopnahlé þetta er nýjasti liðurinn í
framkvæmd stjómvalda í Nicaragua á
friðaráætlun þeirri sem forsetar fimm
Mið-Ameríkuríkja samþykktu og und-
irrituðu í Guatemala þann 7. ágúst
síðastliðinn. Samkomulag þetta gerir
ráð fyrir að vopnahléi verði komið á
í þeim þrem skæruliðastyrjöldum sem
standa á svæðinu, það er í E1 Salva
dor, Guatemala og í Nicaragua.
Ortega sagði í gær að ef árangur
næðist af þessu vopnahléi yrði það
útvíkkað þar til það næði til alls lands-
ins. Skæruliðar kontrahreyfingarinn-
ar hafa þegar hafnað vopnahléinu
alfarið og krefjast þeir beinna samn-
ingaviðræðna við fulltrúa ríkisstjóm-
arinnar áður en þeir faUast á að taka
þátt í því.
Stjómvöld í Nicaragua hafa einnig
hafið framkvæmd áætlunar þar sem
skæruliðum kontrahreyfingarinnar er
gefinn kostur á því að leggja niður
vopn sín og snúa aftur til heimila
sinna án þess aö verða sóttir til saka
á nokkum hátt. Ortega sagðist í gær
vonast til þess að margir skærulið-
anna myndu nota vopnahléið til þess
að hætta baráttu sinni og nýta þannig
sakaruppgjöf þá sem í boði er nú.
Chun varar við kommúnistum
Forseti Suður-Kóreu, Chun Doo
Hwan, lýsti í morgun yfir áhyggjum
sínum yfir kommúnistum sem hann
sagði að væm að reyna að grafa undan
sjtómmálakerfi landsins og varaði for-
setinn menn við að styðja þá.
Lét forsetinn þessi orð falla í ræðu
á degi hersins. Að tilefni dagsins gengu
tuttugu þúsund hermenn fylktu liði
um götur í Seoul, höfuðborg landsins.
Er það stærsta fylking hermanna sem
gengiö hefur um götur borgarinnar
síðan vopnahléð var komið á 1953 í
Kóreustríðinu.
Her Suður-Kóreu var settur í sér-
staka viðbragðsstöðu í gær vegna
mögulegrar áreitni úr norðri í tilefni
af frídögum í Suður-Kóreu næstu tvær
vikumar, að því er sagt var.
Á hersýningunni í morgun lagði for-
setinn áherslu á að efldar hefðu verið
eldflaugavamir ríkisins og fjölgað
hefði veriö oirustuþotum. Sagði hann
að eftir fáein ár væm Suður-Kóreu-
menn ekki einungis færir um að
hrinda hverri árás kommúnista held-
ur gætu þeir ráöist á Norður-Kóreu.
12} Electrolux
Ryksugu-
úrvalið
D-720
1100 WÖTT.
D-740
ELECTRONIK.
Z-165
750 WÖTT.
Aðeins
1.500 kr. út
og eftirstöðvar til allt
að 6 mánaða.
Vörumarkaðurinn hf.
Kringlunni, sími 685440.
Chun Doo Hwan, forseti Suður-Kóreu, sagði á hersýningu í Seoul í morgun að eftir nokkur ár hefði landið farið fram
úr Norður-Kóreu hvað varðar hernað. Simamynd Reuter
Kosningar
Búist við almennum
kosningum í Surinam
Yfirmaður hersins i Surinam, Desi Bouterse, er hann greiddi atkvæði í
þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjómarskrá í gær. Simamynd Reuter
Þjóðaratkvæðagreiðsla var í gær í
Surinam um nýja stjómarskrá eftir
sjö ára stjómartíð hersins.
Leiðtogar stjómarinnar og stjóm-
arandstöðunnar spáðu því að kjós-
endur í þessari fyrrverandi
hollensku nýlendu myndu einróma
samþykkja stjómarskrána sem hefði
í for með sér almennar kosningar
þann 25. nóvember næstkomandi.
Kjörsókn var sögð mikil meðal
hinna flögur hundmð þúsund íbúa
landsins.
Búist er við harðri kosningabar-
áttu fyrir komandi vikur en kosið
verður um fimmtíu og einn þing-
mann sem síðan velur nýjan forseta.
Fyrrverandi forsætisráðherra
landsins, Henk Arron, sem steypt
var af stóli 1980, er nú leiðtogi stjóm-
arandstöðunnar. Leggur stjómar-
andstaðan aðaláherslu á bættan
efnahag en fæðuskortur er nú í
landinu. Vonast er til að Holland
veiti á ný hundrað milljón dollara
aðstoð á ári sem hætt var 1982 eftir
að fimmtán leiðtogar sljómarand-
stöðunnar létu lífið í gæslu stjómar-
innar.
Minni
möguleikar
fyrir
Willoch
PáD Vilhjálmsson, DV, Osló:
Það dregur úr líkum þess að
Norðmaöurinn Káre Willoch fái
embætti framkvæmdastj óra Nató,
segja norsk dagblöð. Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, er sagður beita
sér mjög fyrir því að Wömer, vest-
ur-þýski vamarmálaráðherrann,
fái embættið á eftir Carrington lá-
varði.
Norsk dagblöð, sem fylgjast náið
með baktjaldamakkinu, segjast sjá
þess teikn að Bandaríkjamenn
muni styðja framboð Wömers.
Ástæðan sé sú að Bandaríkjamenn
taki meira tillit tii Vestur-Þjóð-
veija en Norðmanna og mikiivæg-
ara sé að haida þeim fyrmefhdu
góðum í Natósamstarfi. Norðmenn
séu smáþjóð og vegi ekki þungt í
alþjóðapólitík.
Ef Wömer fær stuðning Banda-
ríkjamanna, sem stærsta Nató-
landsins, era mjög góðar líkur á
að hann hreppi stöðu fram-
kvæmdastjórans í haust.
Willoch hefur hingað til aðeins
fengið stuðning tveggja landa utan
Noregs, þaö er íslands og Dan-
merkur. Wömer er hins vegar
studdur af Ítalíu og, að því er norsk
blöð segja, Bandaríkjamönnum.
Fleiri
konur
í norskri
pólitík
Páll Vilhjálmsson, DV, Osló:
Konum fjölgaði í norskum sveit-
arstjómum og fylkisþingum í
kosningunum fyrir háifum mán-
uði. í sumum sveitarstjómum em
konur ailt að helmingur kjörinna
fulltrúa.
Þverpóhtísk samtök kvenna
unnu að því fyrir þessar kosningar
að koma konum í ömgg sæti á öll-
um framtioðslistum. Á blaða-
mannafundi, sem samtökin héldu
í gær, kváðust konur vera ánægð-
ar með árangurinn.
Konum fjölgaöi um átta prósent
í sveitarstjómum og fylkisþingum
í kosningunum 14. september.