Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
Neytendur_______________________________________________________________________pv
Nýmalað hveiti á neytendamarkað:
Miðum við mestu
gæði og lægsta veið
- segja forráðamenn hveitímyllunnar Komax
„Við steínum að því að okkar hveiti
verði í hæsta gæðaflokki en í lægsta
verðflokki," sagði Kristján Skarphéð-
insson sem sér um gæðaeftirlit og
rannsóknarstörf hjá nýju fyrirtæki í
Reykjavik er nefnist Komax.
Þetta nýja fyrirtæki flytur inn kom,
malar það og selur, bæði beint til bak-
ara og einnig er nú farið að pakka
framleiðsluvörunum í neytenda-
pakkningar sem em að koma á
martaðinn.
Stöðugt eftirlit
„Eftirlitið með framleiðslunni er
mjög strangt. Við erum sífellt að taka
prufur og rannsaka þær. Við tökum
ekkert kom inn í verksmiðjuna nema
við séum ánægðir með það. Kómiö
hefur veriö flutt inn frá Danmörku,
Bandaríkjunum og Kanada en nú er
útht fyrir að við höldum okkur ein-
göngu við innflutning frá Vestm-heimi
vegna óþurrkanna í Evrópu í sumar.
Oþurrkatíð hefur mjög slæm áhrif á
komið. Talið er að mestöll komupp-
skeran í Evrópu í ár verði ónýt af
þessum sökum,“ sagði Kristján.
Auk þess sem Kristján tekur prufur
af framleiðsluvörunum sér hann um
tilraunabakstur og fylgist þannig með
gæðum framleiðslunnar. Kristján er
bakarameistari og hefur farið í fram-
haldsnám í rannsóknartækni. Kristj-
án sagði að í framtíðinni væri ætlunin
að fá hlutlausa aðila utan fyrirtækis-
ins til þess að annast eftirlitið.
C-vítamínbætt
Hveitið, sem Komax framleiðir, er
vítaminbætt með ascorbinsýru eða
C-vítamíni. Það er einnig bleikt með
klór og brómati bætt út í en aðeins í
rpjög litlum mæh, langt fyrir innan
leyfileg mörk, að sögn Kristjáns.
Ef breytingar yrðu gerðar á íslensk-
um reglugerðum um hverju er leyfi-
legt að bæta út í hveitið er lítill vandi
Ásgeir með þær tvær mjöltegundir sem komnar eru á markaö í neytendapakkningum, hveiti og rúgmjöl.
fyrir þessa nýju hveitimyllu að breyta
því í samræmi við breyttar kröfur.
Þá er eggjahvítuinnihald hveitisins
mismunandi. Bakarar vilja t.d. hafa
sem eggjahvíturíkast hveiti í brauðin
en hveiti, sem selt er á almennum
neytendamarkaöi, hefur lægra eggja-
hvítuinnihald.
Hvað varðar hveitibjölluna, sem oft
hefur komið upp í hveiti hér á landi,
sagði Kristján að nú ætti hún að vera
úr sögunni. Taldi hann að bjöllumar
hefur komið úr mjölgeymslum hjá
þeim sem flytja mjöl og hveiti til lands-
ins, ekki síst vegna þess að hveitið var
stundum margra mánaða gamalt en
hveiti hefur ekki ótakmarkað
geymsluþol.
Framleiðsluvörur Komax era
stimplaðar með seinasta söludegi eitt
ár fram í tímann sem tahð er hæfilegt
geymsluþol fyrir sUkar vörur.
Gæti annað ölium
markaðinum
Framleiðslugeta verksmiðjunnar er
mjög mikil. Hún getur framleitt 60
tonn á sólarhring en árleg neysla á
hveiti hér innanlands er 10-12 þúsund
tonn.
Þannig gæti þessi verksmiðja hæg-
lega framleitt aUt það hveiti sem
íslendingar nota á hveiju ári. Auk
þess aö flytja inn og framleiða hveiti
hefur fyrirtækið með höndum inn-
flutning á ýmsum tækjum varðandi
hveiti eins og t.d. sílóum sem sett era
upp við brauögerðarhús. Þá er hveitið
flutt í tankbflum tfl bakaranna og því
dælt í sflóin. Nokkur slík era nú kom-
in tfl bakara úti á landi en áður en
Komax kom til vora það eingöngu
bakarar á Stór-Reykjavíkursvæðinu
sem höfðu slík sfló.
Nú vinna sjö manns hjá Komax en
í framtíðinni er gert ráð fyrir að þar
starfi 10-12 manns. Starfsemin hófst í
júnímánuði með afgreiðslu til bakara
's í'rom Michclín-star chi
tssic rccipc
iAN McANDHÍiW
Einkar skemmtileg bók þar sem er að finna 160 uppskriftir að alls konar
fiskréttum. DV-mynd GVA
Fiskveisla úr ferskum fiski
A feast of fish nefnist matreiðslu-
bók eftir Ian McAndrew, margfræg-
an matreiðslumann breskan. í
bókinni era 160 sígildar fiskrét-
tauppskriftir auk þess sem gullfal-
legar Utmyndir era af mörgum
réttanna.
í formála að bókinni segir höfund-
urinn að flestir kunni því vel að
borða fisk en fæstir viti hvemig þeir
eigi að matreiða hann. Telur hann
að þetta eigi við víða um heim. Höf-
undurinn segir einnig að á Bret-
landseyjum, sem séu umkringdar
fengsælum fiskimiðum, sé fiskur
sjaldan notaður og það sem meira
er, það sé nærri ómögulegt að fá
hann.
Sem betur fer á þetta ekki við hér
á landi þótt við getum svo sannar-
lega haft not fyrir nýjar og skemmti-
legar fiskuppskriftir.
Ian McAndrew leggur ríka áherslu
á að menn noti ferskan fisk en ekki
frosinn. Hann segist sjálfur aldrei
nota frosin matvæU né niðursoðin á
nokkum hátt. Hann notar aðeins
ferekar matvörur.
Á flestum stöðum her á landi eig-
um við ekki í neinum erfiðleikum
með að fá ferskan fisk. Frosinn fisk-
ur hér á landi er sennilega líka aUt
önnur og betri vara en í Bretlandi
og okkur því óhætt að nota frosinn
fisk.
Við höfum flett í gegnum bókina
og er þar að finna margar skemmti-
legar uppskriítir úr fisktegundum
sem við þekkjum mæta vel. Þar era
uppskriftir aö réttum úr ferskvatns-
fiski, eins og silungi og laxi, aUs
konar sjávarfangi, sósum og loks era
nokkrar uppskriftir þar sem fiskur
og kjöt er notað saman í einn rétt.
Þá er að finna í bókinni leiðbein-
ingar um hvemig á að bera sig aö
við að flaka fisk og undirbúa fyrir
matreiðslu og leiöbeiningar um
hvemig framreiða á hina ýmsu rétti.
Við birtum hér til gamans eina upp-
skrift sem okkur leist vel á en í hana
era notuð smálúðuflök.
í réttinn fer eftirfarandi:
35(M00 g smálúöuflök
1 búnt steinselja
25 g brauðrasp
40 g sesamfræ
salt og nýmalaður pipar
25 g súrur
25 g Dijon sinnep
150 ml fisksoð
safi úr hálfri sítrónu
'A dl ijómi
115 g ósaltað srpjör, kælt
1 msk. oUa
Saxið steinseljuna fínt og blandið
saman við brauðraspið og sesam-
fræin. Takið blöðin af súrastflkun-
um, þvoið þau vel og rífið í smábita,
notið ekki hnif.
Roðflettið lúðuflakið og skerið það
í sex sneiðar. Beitið hnifiium þannig
að sneiðamar verði eins og ská-
skomar. Smyijið nú þunnu lagi af
sinnepinu á sneiðamar og veltið
þeim upp úr raspblöndunni.
Fiskurinn er léttsteiktur í oUunni
og hluta af smjörinu. í uppskriftinni
er tekið fram að steikingartíminn
megi ekki vera lengri en 3 mínútur
í aUt. Ráðlagt er að leggja stykkin á
eldhúsrúUublað til þess að láta fit-
una renna af, síðan er þremur
stykkjum raðað á disk og sósunni
heUt í kringum fiskinn.
Sósan er búin til þannig að soðið er
látið sjóða niður með sítrónusafan-
um. Þá er ijómanum og súrablöðun-
um bætt út í og látið sjóða á ný. Þá
er potturinn tekinn af hitanum og
85 g af smjörinu bætt út í. Segir að
hrista eigj pottinn þar til smjörið er
bráðnað. Sósunni er haldið heitri í
vatnsbaði á meðan verið er að steikja
fiskinn.
Þannig fer Ian McAndrew með
smálúðuflökin. Hann er staddur hér
á landi þessa dagana og starfar sem
gestakokkur í veitingahúsinu
Nausti.
-A.BJ.