Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Síða 15
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
15
Gegn kjamorku í Dounreay
í heimi sívaxandi iðn- og tækni-
væðingar, með tílheyrandi mengun
og umhverfisröskun, verður hreint
loft, hreint vatn og ómengað um-
hverfi dýrmætara með degi hverj-
um. Við íslendingar búum þannig
að miklum fiársjóði sem eykst stöð-
ugt að verðmætí í samræmi við
minnkandi framboð. Annar fjársjóð-
ur, heldur áþreifanlegri, er fiskurinn
okkar sem við, af alkunnu lítillætí,
teljum þann besta í heimi og gerir
okkur kleift að lifa hér mannsæm-
andi lífi á þessum annars heimsins
mesta vindrassi.
' Margirþeirrasemtölduokkurhér
í óvinnandi vígi, umlukin af geysi-
stóru haffiæmi, vöknuðu þó upp við
vondan draum þegar þeir fréttu af
fyrirhuguðum áformum breskra
yfirvalda í Dounreay í Skotlandi.
Áformin í Dounreay
Síðustu árin hefur verið starfrækt
í Dounreay lítíð kjamorkuver sem,
þrátt fyrir smæð sína, dælir u.þ.b.
1,5 milljónum lítra af geislavirku
vatni í sjóinn á hveijum klukku-
tíma. í sjónum taka svo við straumar
sem bera geislavirknina norður í höf
og m.a. upp að ströndum íslands.
Sú mengun, sem af þessu hlýst, hef-
ur þó hingað til ekki þótt umtals-
verð, a.m.k. ekki hér nyrðra, þar sem
geislavirknin hefúr dreifst svo mikiö
þegar hingaö er komið. En nú á að
bæta um betur svo um munar.
KjaUariim
Kjartan Jónsson
verslunarmaður og félagi í
samtökum græningja
Áformaö er að nokkur iðnaðar-
lönd í V-Evrópu, Stóra-Bretland,
Frakkland, V-Þýskalandi, Belgía og
Ítalía, sameinist um stóra endur-
vinnslustöð á Dounreay og á hún að
vera 10-15 sinnum stærri en sú sem
er þar fyrir. Þessi áform hafa vakið
mótmæli í Noregi, Færeyjum og á
skosku eyjunum, enda allt staðir
sem eiga mikið undir sjávarútvegi
komið, og núna er að kvikna eldur
mótmæla hér á landi. Við eigum líka
hagsmuna að gæta í þessu máli því
að ef geislavirkni mælist í fiski ein-
hvers staðar í nágrenni við okkur
þá munu almannarómur og sögu-
sagnir sjá til þess að það verður
verfall á fiski hjá okkur. Við höfum
skýrt dæmi um það frá Þýskalandi
núna nýverið þegar verðfall varð á
öllum fiski vegna sjónvarpsþáttar
um síldarorminn og áhrif hans. Ef
eitthvað alvarlegt gerðist, s.s. slys á
borð við Chemobyl, þá fer landið á
hausinn því þá fáum við ekkert fyrir
fiskinn okkar.
Slys er mögulegt
Sumir segja að slys á borð við
Chemobyl sé óhugsandi á Vestur-
löndum; hér sé miklu meira öryggis
gætt heldur en hjá barbörunum í
austri. Því má svara með því að það
hafa orðið minni háttar lekar á Vest-
urlöndum og ekkert kerfi er 100%
ömggt. í kjamorkuverum er verið
að fást við hluti sem við höfum ekki
almennilega stjóm á og kunnum
ekki alveg að fara með, hluti sem á
að fást við eingöngu á rannsóknar-
stofum enn um sinn. Stórslys í
Dounreay myndi ekki koma ifia nið-
ur á neinni þeirra þjóða sem ætlaö
er að standi að þessu veri en þeim
mun verr nágrannaþjóðunum í
norðri og gerir það áform þessi al-
gjörlega siðlaus. Auk þess bendir
staðsetning versins til þess að mögu-
leikinn á slysi sé tekinn með í
reikninginn.
Það þarf ekki stórslys til
Raunar þarf ekki stórslys til. Þau
geislavirku efiú, sem nú er dælt í
sjóinn við Dounreay og munu vænt-
anlega margfaldast, aö magni í
samræmi við fyrirhugaða stækkun,
em næg ástæða til mótmæla í sjálfu
sér. Eins og Qestir vita hefur geisla-
virkni þá ónáttúm að hún eyðist
seint í umhverfi okkar. Helmingun-
artími hennar er allt frá nokkrum
tugum ára upp í nokkur þúsund ár.
Þannig er verið aö skapa vandamál
fyrir komandi kynslóðir að kljást við
fyrir stundarhagsmuni og græðgi. í
grein, sem nefnist Umhverfisvemd
og geislavirkni og birtist í Þjóðviijan-
um miðvikudaginn 23. sept., er
minnst á að helmingunartími þess
efnis, sem varasamast þykir í geisla-
virkum úrgangi, eins og þeim sem
kemur frá Dounreay, cesin-137, sé
30 ár og þykir greinarhöfundi það
ekki mikið. Það þýðir að ef stöðugt
er dælt jafnt og þétt í 30 ár verða 75%
af því magni af cesin-137, sem dælt
hefur verið í sjóinn á þeim tíma, enn
til staðar að þeim tíma liðnum. Og
þetta er efni sem hefur helmingun-
artíma aöeins 30 ár.
Gegn kjarnorku í Dounreay
Eins og áður segir þá hafa Færey-
ingar, Norðmenn og íbúar skosku
eyjanna mótmælt þessum áformum
og nú nýverið var hér staddur með-
limur skoska andstöðuhópsins og
vildi hann fá íslendinga með. Eitt-
hvað mun hafa verið skrifaö um
þetta hér á landi, aðallega á síðum
Þjóðvjjjans, en betur má ef duga
skal. í dag, 1. okt., hefst því, á vegum
Samtaka græningja á íslandi, undir-
skriftasöfnun undir yfirskriftínni: -
Gegn kiamorku í Dounreay. Hefst
hún með hljómleikum á Lækjartorgi
í dag, 1. okt., kl. 16 og stendur út
októbermánuð. í þessari undir-
skriftasöfhun er skorað á íslensku
ríkisstjómina að mótmæla við
bresku ríkisstjómina fyrirhuguöum
áformum við Dounreay. Það er mjög
nauösynlegt að viö mótmælum
þessu harðlega því það getur haft
áhrif. Það ríkir mikill ágreiningur
um þessi áform á Bretlandi þannig
að hvert lóð á vogarskálamar gegn
þessum áformum getur gert gæfu-
muninn. Ég skora því á sem flesta
að taka þátt í þessari undirskrifta-
söfnun fýrir okkur sjálf, nágranna-
þjóðir og komandi kynslóðir.
Kjartan Jónsson
„Raunar þarf ekki stórslys til. Þau geislavirku efni sem nú er dælt í sjóinn viö Dounreay og munu væntanlega margfaldast að magni i samræmi
viö fyrirhugaða stækkun, eru næg ástæöa til mótmæla i sjálfu sér.“
„Við eigum líka hagsmuna að gæta í
þessu máli því að ef það mælist geisla-
virkni í fiski einhverstaðar 1 nágrenni
við okkur þá munu almannarómur og
sögusagnir sjá til þess að það verður
verðfall á fiski hjá okkur.“
Vanmetin störf
í nútímasamfélagi vinna báðir for-
eldrar úti, bömin alast upp á
bamaheimilum og mestan part
dagsins taka fóstrur við því hlut-
verki sem áður var hlutverk mæðra,
þ.e. að sjá um bamið. Böm em þess
vegna ekki einungis alin upp á heim-
ilum, heldur sjá dagvistarstofnanir
um hvemig uppeldinu er háttað.
„Mamma, hvar er dótið mitt?“ eða
„Mamma, gemmér mat?“ em því
spumingar sem flestar mæður
heyra ekki fyrr en eftir vinnutíma.
Fóstrur hafa tekið við þessum
spumingum og þurfa að svara þeim.
Það segir sig sjálft aö þessu fylgir
mikil ábyrgð, það vita allir að böm-
um er ekki sama hvemig mamma
svarar, það vita líka flestir að
mamma áttí að vita allt og gera allt
sem gera þurfti. Þetta átti mamma
að gera um leið og hún skúraði,
vaskaði upp, þvoði þvott, gerði
hreint, verslaði o.s.frv. Hún gerði
þetta kauplaust og svaraði líka
spumingum, aUavega stundum.
Fóstrur hafa 30.000 kr. mánaðar-
laun. Og svo segir fólk; leiðinlegt
fýrir þá sem hafa lagt þetta starf
fyrir sig. Það Ufir enginn á 30.000 kr.
á mánuði, það er ekkert sælubros á
fóstrunni, sem tekur á móti krakk-
anum að morgni, þótt hún gretti sig
og hugsi um skuldimar. Það er ekk-
ert ánægður krakki sem fer heim tíl
þreyttra foreldra á kvöldin eftir að
hafa verið bitbein skuldugra fóstra.
Fóstrumar era ekki ánægðar, for-
eldramir era ekki ánægðir, bömin
era ekki ánægð. En hvað það er leið-
inlegt fyrir þetta fólk að hafa vaUð
sér svona starf, eiginlega bara vit-
laust!
Kjallariim
Magnús Einarsson
nemi
miklar um að afla sér starfsreynslu,
vera út á við og kynnast fóUd en
vera ekki rígbundinn heima yfir
bömum og búi og fá skeUt framan í
sig uppnefninu „bara húsmóðir".
Foreldramir vinna mikið þvi Ufs-
gæðakapphlaupið gerir þannig
kröfur að til þess aö spUa með verð-
ur maður að eiga pening. Videoið,
Stöð 2 og dagvistarstofnanir hafa
tekið við uppeldinu á bömunum sem
þykja emfaldlega þreytandi og of dýr
í rekstri. Foreldramir þurfa að
vinna. Þaö þykir jafnvel eðUlegt að
velta dæminu hamstur eða bam fyr-
ir sér, hvort er ódýrara? Hamsturinn
er í búri, skítur aUtaf á sama stað,
borðar á sama stað og svo heyrist
bara vinalegt tíst, hvort sem hann
er svangur, reiður eða ánægður. Það
viU til að margir velta því ekki svona
„Hvernig væri aö meta að verðleikum
þá eiginleika sem áður töldust kvenleg-
ir og er nú krafist af fóstrum og borga
þeim laun í samræmi við mikilvægi
starfs þeirra?“
Geta ekki verið
án dagvistunar
Ef bömin fá ekki dagvistun verður
annað foreldriö aö vera heima með
baminu. Hvort foreldriö á það að
vera, hvemig á þá aö taka á öUum
skuldunum? Laun annarrar fyrir-
vinnunnar duga ekki. Það segir sig
sjálft aö foreldramir geta ekki án
dagvistunar verið. Kröfumar era
fýrir sér ef þeir ætla að eignast bam.
Það er ekki í tísku að meta innri
verðmæti ofar þeim ytri, það er of
dýrt og gæti orðið á kostnað utan-
landsferðarinnar eða sundlaugar-
innar í garðinum. FóUc sem talar of
núkið um bömin sín og hugsar
vandlega um uppeldi þeirra fær
gjaman á sig stimpilinn „hugsandi
fólk“, sem þykir mjög slæmt á ís-
„Það er ekkert ánægður krakki sem fer heim til þreyttra foreldra á kvöld-
in eftir að hafa verið bitbein skuldugra fóstra. Fóstrurnar eru ekki
ánægðar, foreldrarnir eru ekki ánægðir, börnin eru ekki ánægð.“
landi og þykir fyrst og fremst fjár-
hagslega ruglaöur lífsmáti.
Bömin þurfa ástúð, skilning og
þolinmæði til þess að þeim líði vel.
Það liggur í augum uppi aö bömin
þurfa líka mat og húsaskjól sem
kostar pening. Það er nú reyndar
þannig að ástúð, skilningur og þolin-
mæði kostar pening á vissan hátt,
kannski eitthvað sem er aldrei hægt
að meta til fjár.
Metum kvenlega eiginleika
aö verðleikum
Þegar konur fóra að sækja fram á
vinnumarkaðinn og fá aukiö sjálfs-
traust til að vera meiri þátttakendur
í atvinnulífinu myndaöist gjá, þar
sem þeir eiginleikar kvenna sem
áöur tilheyrðu húsmóðurhlutverk-
inu og vora taldir sjálfsagðir, svo
sjálfsagðir að þeir urðu undir í þess-
um breytingum vegna þess að þeir
urðu ekki metnir til fjár og gleymd-
ust til þess að breytingin gæti átt sér
stað.
Þetta var fómin! Móðirin gaf ástúð,
skilning og þolinmæði endurgjalds-
laust. Er ekki kominn tími til að
meta að verðleikum þessa eiginleika
kvenna, svo að karlmenn geti ekki
síður tileinkað sér þá og aö bæði
konur og karlar geti unnið sem fóstr-
ur, án þess aö fóma sér á svipaðan
hátt og móðirin gerði fýrir heimilið
áður.
Eða viljum við vakna upp eftir tíu
ár með óreiðu á öllum stigum skóla-
kerfisins, með böm sem geta ekki
lært vegna tilfinningalegrar van-
rækslu? Vifjum við vandamál á
öllum sviöum atvinnulífs vegna for-
eldra með áhyggjur? Viljum við
sálfræðiþjónustu til jaftis við sjávar-
útveg að umfangi? Hvemig væri að
meta aö veröleikum þá eiginleika
sem áður töldust kvenlegir og er nú
krafist af fóstrum og borga þeim
laun í samræmi viö mikilvægi starfs
þeirra? Gildin era vitlaust metin!
Fóstrur eiga skiliö lágmark 50.000
kr. mánaöarlaun.
Magnús Einarsson