Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Síða 22
22
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
Iþróttir
Guný með
- skoraði
átta mörk
gegn Val
1. deild kvenna hófst í gærkvöldi
með viöureign Vals og íslands-
meistara Fram. Leikurinn fór fram
í hinu nýja, gkesilega íþróttahúsi
Vals aö Hiíöarenda og var jaöi-
framt fyrsti opinberi leikurinn sem
þar fer fram. Endaði leikurinn meö
sigri gestanna, 17-14.
Fram kom mjög ákveðið til þessa
leiks og byrjaði af miklum krafti.
Strax á fynstu mínútu leiksins
skoraöi Guöriður Guöjónsdóttir
fyrsta mark leiksins og jafnframt
fyrsta mark þessa íslandsmóts
j meðþrumuskotiutanafvelli.Hún
álti eftir að verða mjög atkvæöa-
mikil í leiknum. Eins og áður sagði
komu Framarar ákveðnir til leiks
og höfðu undirtökin allan leikinn.
Staöan 1 hálfleik var 10-6 Fram í
vil.
Fram hélt uppteknum hætti í síð-
ari hálfleik og hélt forskoti sínu
alveg þar til um fjórar mínútur
voru eftir af leiknum að Valsstúlk-
umar vöknuðu til lifsins og náðu
að minnka muninn með góðum
kafla niður í tvö mörk en það var
of seint og sigur Fram orðin stað-
reynd.
I hði Fram átti Guðríður Guö-
jónsdóttir stórleik ogvarjafnframt
besta manneskjan á vellinum.
Einnig var Kolbrún Jóhannsdóttir
góð og varði oft mjög vel.
Valsliðið átti ekki góðan dag og
tapaði leiknum á sínum eigin mi-
stökum. Sóknarleikurinn var í
molum og vömin opin. Meðal-
mennskan var í fyrimimi og engin
sem skaraði fram úr.
• Mörk Fram: Guðriöur Guð-
jónsdóttir 8, Ingunn Bemódus-
dóttir 5, Hafdis Guðjónsdóttir,
Jóhanna Halldórsdóttir, Ama
Steinsen og Ósk Víðisdóttir eitt
mark hver.
• Mörk Vals: Kristín Amþórs-
dóttir 4, Guðrún Rebekka Kristj-
ánsdóttir 3, Ema Lúðvíksdóttir og
Katrin Friöriks. tvö mörk hvor,
Ásta Björk Sveinsdóttir og Björg
Guðmundsdóttir eitt mark hvor.
Leikinn dæmdu þeir Kristján
Þór Fjeldsted og Birgir Ottósson
og dæmdu þeir þokkalega.
-ÁS/EL
• Geir Sveinsson, fyrirliði Vals, skorar hér eina mark sitt gegn Fram í Laugardalshöll í gærkvöldi.
DV-mynd Brynjar Gauti
Öster á
eftir Óla
Þórðar
Sænska úrvalsdeildarliðið Öst-
er er nú á höttunum eftir Ólafi
Þóröarsyni Skagamanni eftir því
sem heimildarmenn DV telja.
Ólafur vakti á sér mikla at-
hygli í fyrri leik Akraness og
Kalmar, sem fram fór á Skagan-
um, og svo aftur ytra í gærkvöldi.
Þá átti Ólafúr stjömuleik með
íslandi í viðureigninni við Norð-
menn fyrir skemmstu en sá
leikur vakti mikla athygli á
Norðurlöndum.
Öster er fomfrægt lið og hefúr
lengi verið í fremstu röð i Sví-
þjóð. Teitur Þórðarson, bróðir
Olafs, lék um árabil með félag-
inu. Var hann einn lykilmanna
og aðalmarkavél liðsins.
-JÖG
„Jafhteflið má túlka
sem sigur fyrir okkur'1
- Framarar unnu upp 5 marka forskot Valsara og náðu jafntefli, 19-19. Lokamínútumar æsispennandi
„Þessi úrslit má auðvitað túlka sem
sigur fyrir okkur. Nú held ég að menn
séu famir að sjá að þetta er hægt þrátt
fyrir að lykilmenn hafi forfallast. Bar-
áttan hjá okkur á lokakaflanum var
virkilega góð og hún skóp árangur aö
þessu sinni,“ sagði Hermann Bjöms-
son, fyrirliði Fram, eftir að Fram og
Valur höfðu gert jafntefli, 19-19, í leik
liðanna í íslandsmótinu í handknatt-
leik í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Vals-
menn ömgga forystu og vora fimm
mörkum yfir, 18-13 þegar um tíu mín-
útur vora til leiksloka. Þrátt fyrir að
staðan væri vonlítil og Atli Hilmars-
son hefði meiðst í byrjun leiksins,
sýndu leikmenn Fram einstaka bar-
áttu og á þessum tíu mínútum skoraði
Fram sex mörk en Valur eitt. í lokin
var stiginn mikill darraðardans á íjöl-
um Hallarinnar. Þegar tæpar þrjár
mínútur vora til leiksloka skoraði
Hermann Bjömsson 18. mark Fram
og staðan þá 18-19, Val í vil. Þá vora
leikmenn Fram einum færri og vora
það nánast til leiksloka vegna undar-
legra brottvísana Gunnlaugs Hjálm-
arssonar dómara. Þegar rúmar tvær
mínútur vora til leiksloka fengu Vals-
menn kjörið tækifæri til að tryggja sér
sigurinn þegar Jón Kristjánsson fram-
kvæmdi vítakast fyrir Val. En
Guðmundur A. Jónsson gerði sér lítiö
fyrir og varði skot Jóns og Framarar
skoraðu jöfnunarmarkið þegar ein og
hálf mínúta var eftir. Valsmenn hófu
sókn sem endaði mínútu fyrir leikslok
með stangarskoti Theodórs Guöfinns-
sonar. Framarar héldu síðan fengnum
hlut og knettinum út leiktimann.
Ágætur árangur hjá væng-
brotnu liði
Óheppni Framliösins ríður ekki við
einteyming. Þeir Haxmes Leifsson og
EgUl Jóhannesson vora ekki með í
gærkvöldi vegna meiðsla og svo bætt-
Veiðimenn
nú er tækifærið
Höfum opnað útsölu á veiðifatnaði, þ.ám. jakkar, vesti, kuldafatn-
aður, regnfatnaour, peysur og m.fl.
20-40% afsláttur
Hausttilboð
Bjóðum viðskiptavinum vor-
um 10% afslátt á öllum veiði-
vörum verslunarinnar meðan
á útsölunni stendur.
Verslunin
eiöiv(
Langholtsvegi 111
104 Reykjavík 0; 6870'90
ust slæm meiðsli Atla Hilmarssonar
(sjá nánar annars staðar á íþróttasíð-
unum) ofan á allt saman. Agnar
Sigurðsson tók stöðu Atla og var ekki
búinn að vera lengi með er hann fékk
skurð á augabrún. Varð að sauma
hann saman eftir leikinn. Þrátt fyrir
þessi áfóll lék Framliðið mjög kröftug-
an handbolta á lokamínútunum og
náðu í dýrmætt stig. Guðmundur Am-
ar Jónsson markvörður var besti
maður liðsins í leiknum og varði alls
16 skot, þar af eitt vítakast. Þá áttu
þeir Hermann Bjömsson, Ragnar
Hilmarsson, sem skoraöi tvö glæsi-
mörk, og Ólafur Vilhjálmsson en hann
var mjög drjúgur er á leikinn leið. Þá
var barátta Birgis Sigurössonar gífúr-
leg eins og venjulega.
Framvörnin framar og Valsliðið
hrundi sem spilaborg
Um miðjan síðari hálfleik brugðu
Framarar á það ráð að leika vömina
framar og koma vel út á móti Vals-
mönnum. Sérstak'ega náðu þeir að
velgja Júlíusi Jónassyni undir uggum
og við það hrundi leikur Valsmanna
algerlega til grunna. Það var nánast
ótrúlegt hve Valsliðið var utangátta í
sóknarleik sínum á mikilvægasta kaf-
lanum í lokin og vömin var engu
skárri. „Þessi lokakafli sýnir einfald-
lega hversu íslandsmótið á eftir að
verða spennandi. Við slökuðum á í
lokin þegar staðan var 18—13 fyrir okk-
ur og það gera lið ósjálfrátt í slíkri
stöðu. En það getur ekkert lið leyft sér
að slaka á í eina einustu mínútu. Það
kom vel fram í þessum leik,“ sagði
Júlíus Jónasson, Valsmaður, eftir leik-
inn. Valsmenn mega taka sig á í næstu
leikjum ef þeir ætla ekki að klúðra
málum eins og svo oft áður þrátt fyrir
mjög sterkan mannskap. Einar Þor-
varðarson markvörður var besti
maður Valsliðsins og varði 15 skot, þar
af eitt vítakast. Þá kom Theodór Guð-
finnsson vel frá leiknum en hann lék
að mestu í stað Valdimars Grímssonar
sem ekki var með vegna meiðsla.
Hann verður þó öragglega orðinn góð-
ur af meiðslunum um aðra helgi.
Mörk Fram: Hermann Bjömsson 4,
Birgir Sigurðsson 4, Júlíus Gunnars-
son 3, Olafur Vilhjálmsson 3, Atli
Hilmarsson 2, Ragnar Hilmarsson 2
og Agnar Sigurðsson 1.
Mörk Vals: Jón Kristjánsson 5/1 The-
odór Guðfinnsson 4, Júlíus Jónasson
4/1, Jakob Sigurðsson 4, Geir Sveins-
son 1 og Einar Náby 1.
• Gunnlaugur Hjálmarsson og Ámi
Sverrisson dæmdu leikinn og vora
slakir. Misræmi í dómum þeirra og
vora þeir alls ekki yfirvegaðir á loka-
kaflanum. Valsmenn vora reknir út
af í 2 mínútur en Framarar í 8 mínút-
ur.
-SK
Gladbach fékk skell
V-Þýsku félögunum gekk þoklcalega
á E vrópumótunum ef fra er talinn stór
skellur Mönchengladbach í Barcelona
og 0-1 ósigur Bremen heima gegn
norska liðinu Mjöndalen.
í Barcelona óðu bæði lið vatn og aur
í ökkla enda rigndi heiftarlega í borg-
inni, bæði vatni og mörkum.
Heimamenn, kappar Espanol, skor-
uðu fjórum sinnum en Borassia
Mönchengladbach klóraði í bakkann
með einu.
V:þýska liðið fellur úr UEFA-keppn-
inni með tvo ósigra á bakinu og
markatöluna 1-5.
Þótt leikmenn Werder Bremen hafi
aldrei sýnt sitt rétta andlit telst sigur
Norðmanna á liðinu frækilegur. Mar-
kussen skoraði eina mark leiksins
undir lokin.
Afrek hans hrökk þó skammt því
Míöndalen lá heima í fyrri rimmunni,
0-5.
• Meistaramir frá Bæjaralandi
unnu nauman sigur á Sredetz Sofia í
Búlgaríu. Gerði Ludwig Kögl eina
mark leiksins um miðbik síðari hálf-
leiks.
Bayem vann einnig í fyrri viðureign
liðaxma, 4-0, og fer því áfram í aðra
umferð.
Þá vann HSV 3-0 sigur á heimavelli
sínum en félagið mætti Avenir Beggen
frá Lúxemborg.
Viðureignin var liður í Evrópu-
keppni bikarhafa. Hamborgarar unnu
fyrri leikinn, 0-5, og fara því áfram í
næstu umferö. -JÖG