Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Qupperneq 28
28
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
íþróttir
Flöskum og múrsteinum
kastað inn á í Belfast
Norski markvörðurinn hjá Lilleström stóð í ströngu í Belfast í
gærkvöldi þegar Lilieström lék þar gegn Linfield. Stöðva þurfli leik-
inn tvisvar þar sem flöskum og múrsteinum var kastað að honum.
í hátalarakerfi vallarins voru áhorfendur beðnir að halda sig á mott-
unni.
Lilleström vann sigur, 4-2, og komst áfram í Evrópukeppni meist-
araliða á samanlagðri markatölu, 5-3.
-SOS
Allofs hetja Marseille
V-Þjóðveijinn Klaus AUofs tryggði
MarseiUe rétt til að leika í 2. umferð
Evrópukeppni bikarhafa með þvi að
skora sigurmark liðsins, 1-0, gegn
Lokomotiv Leipág frá A-Þýskalandi.
39 þús. áhorfendur voru í Marseille.
Fyrri leik hðanna lauk með jafntefli,
0-0.
• Hajduk Split frá Júgóslavíu sló
danska liðiö Álaborg út í vitaspymu-
keppni, 4-2. Leik liðanna í Split lauk
með sigri Júgóslavanna, 1-0, en Dan-
imir unnu í Danmörku, 1-0.
• Ajax vann sigur, 2-0, yfir Dundalk
á írlandi og komst áfram á samanlagð-
ri markatölu, 6-0. -SOS
• Þorsteinn Þorsteinsson, Fram, reynir allt hvað hann getur til að stöðva Josef Jarolím, leikmann Spörtu frá Prag.
Simamynd/Reuter
Evrópudraumur
Diego Maradona
varð að engu
Napoii náöi ekki aö leggja Real Madrid
Spánski landsliösmaðurinn Em-
ilio Butragueno gerði Evrópu-
draum Diego Maradona og félaga
hans hjá Napoli að engu þegar
hann tryggði Real Madrid jafntefli,
1-1, i Evrópukeppni meistaraliða í
Napóli. 83 þús. áhorfendur, þar af
300 áhangendur Real Madrid. sáu
hann skora jöfhunarmarkið á 43.
mía Hann fékk þá sendingu frá
Miguel Gonzalez og sendi knöttínn
örugglega fram frjá Claudio Ga-
rella, markverði Napoli.
Það var aöeins einu sinni sem
vamarleikmenn Real sofhuðu á
verðinum - þaö var á niundu min,
þegar Giovanni Francini skoraði
fyrir Napoli. Þaö var greinilegt aö
mótlætið fór i taugamar á leik-
mönnum Napoli. Þegar aðeins
tvær mín. voru til leiksloka var
Bruno Giordano vísaö af leikvelli
eflir að hann hafði sparkað i
Frandscx) Buyo, markvörð Real
Madrid. -SOS
Butragueno er hér búlnn að senda knöttfnn i neöð h{á Napoli.
Simamynd Reuter
Framarar biðu
skipbrot í Prag
- töpuðu, 8-0,
„Við vorum einfaldlega yfirspilaöir.
Tékkamir keyrðu á fullu allan tímann
og gáfu okkur hvorki frið né tíma til
athafna. Þeir hófu leikinn með látum
og skomðu þrívegis á upphafsminút-
unum. Þegar svo var komið reyndist
þetta bara spuming um að halda aftui1
af þeim.“
Þetta sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari
Fram, en lið hans beið algert skipbrot
í Prag í gærkvöldi.
Fram tapaði, 8-0, fyrir Sparta og átti
íslenska liðið aldrei möguleika gegn
ofureflinu.
„Við vorum ekki heppnir í þessum
leik en þeir vom hins vegar afar far-
sælir í öllum sínum aðgeröum. Óneit-
anlega er Sparta fimagott félag og
sjálfur hef ég aldrei mætt sterkara Uði
í Evrópukeppni á ferlinum," hélt Ás-
geir áfram. Var hann að vonum
daufur yfir óförunum.
og féllu úr keppni með tíu
Fram-vörnin brast undan
leiftursókn Spartverja
Leikmenn Spörtu fóm hamfórum í
upphafi sennunnar í gærkvöldi eins
og áður kom fram - gerðu mikla
markaskúr í byrjun og skoraðu Tékk-
amir þrívegis á fyrstu sautján mínút-
unum.
Fyrstur skoraði Ivan Hazek á 7. mín-
útu en Peter Novak, sem gerði þrennu
í leiknum, bættí við öðm á þeirri 14.
Stanislav Griga breikkaði síðan enn
bilið milli liðanna með ágætu marki á
17. minútu. Sat þar við í hléinu.
Tvö regináhlaup í síðari hálfleik
í seinni hálfleik náðu Framarar að
svara sóknarleik mótheijanna fyrstu
ellefu mínútumar en þá hófu heima-
menn sína aðra leiftursókn.
Skoraðu þeir þá þijú mörk á ör-
skömmum tíma.
Novak var að verki í tvígang, á 56.
mörk á bakinu
og 64. mínútu, og Ivan Cabala skoraði
eitt mark á þeirri 59.
Staðan var þá orðin mjög óvænleg
hjá okkar mönnum, eða 6-0.
Lokaáhlaupið gerði tékkneska liðið
síðan undir lokin.
Josef nokkur Chovanec þandi þá
netmöskva Frammarksins á 73. mín-
útu og Ivan Hasek rak síðan smiðs-
höggið á þeirri 77, 8-0.
Leikmenn Fram em þar með fallnir
úr Evrópukeppni að þessu sinni með
tvo ósigra og tíu mörk á bakinu. Þeir
börðust en máttu sín lítils gegn ofurefl-
inu.
„Menn em auðvitað sársvekktir,"
sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram,
aðspurður um andann í liöinu í kjölfar.
ósigursins.
„Fæstir eða engir strákanna hafa
upplifað tap líkt þessu.“
JÖG
Rush skoraði
gegn Valletta
- margir kunnir kappar skoruðu í UEFA-bikarkeppninni
Rangers
lagði
Kiev
Glasgow Rangers lagði Dyn-
amo Kiev að velli, 2-0, á Ibrox í
Glasgow í gærkvöldi og tryggði
sér þar með sæti i 2. umferð í
Evrópukeppni meistaraliða.
44.500 áhorfendur sáu Mark
Falco skora fyrra markiö á 25.
mín. og síðan bættí Ally McCoist
öðm marki við á 50. mín. Hann
hefur skorað 20 mörk á keppnis-
tímabilinu. Rangers komst
áfram samanlagt, 2-1.
• Franska meistaraliðið
Bordeaux vann góðan sigur, 2-0,
gegn Dynamo Berlín í A-Berlín
og vann samanlagt, 4-0. Vujovic
og Ferreri skomðu mörkin.
-SOS
Ian Rush skoraði fyrir Juventus
þegar félagið lagði Valletta frá Möltu
að velli, 3-0, í Torino í UEFA-bikar-
keppninni. Hin mörkin skomðu þeir
Margin og Vignola. Juventus vann
samanlagt, 7-0.
• AC Milano vann sigur, 3-0, yfir
Sporting Gijon frá Spáni í Mflanó. Vir-
dis skoraði tvö mörk úr vítaspymum
og Hollendingurinn Ruud Guflit skor-
aði eitt. Mflano vann samanlagt, 3-1.
40.000 áhorfendur sáu leikinn.
• Dundee Utd vann sigur, 3-1, yfir
Coleraine frá írlandi. Gallacher,
Sturrock og Clarke skomðu mörkin.
Skoska liðið vann samanlagt, 4-0.
• Jim Bett tryggði Aberdeen sigur,
1-0, yfir Bohemians frá Dublin í
Aberdeen. Þetta mark Betts, sem hann
skoraði úr vítaspymu, kom Aberdeen
áfram, 1-0. Áhorfendur vom 14.500.
• Bröndby frá Danmörku komst
áfram með því að halda jöfhu, 0-0, við
IFK Gautaborg í Svíþjóð. Danimir
unnu fyrri leik liðanna, 2-1. Gauta-
borgarliðið er handhafi UEFA-bikars-
ins.
• Preber Elkjær Larsen skoraði tvö
mörk þegar Verona vann sigur, 3-1,
yfir Szczecia frá Póllandi. Verona
vann samanlagt, 4-2.
• Altobelli og Serena 2 skomðu
mörk Inter Milano í 3-1 sigri liðsins
gegn Besikta frá Tyrklandi. Inter vann
samanlagt, 3-1.