Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Side 37
FIMMTUDAGUR 1. OKTÖBER 1987.
37
Menning
Skólasystkin í vestursal
A laugardag var opnuð sýning í
vestursal Kjarvalsstaða. Þrír mynd-
listarmenn eiga þar verk, Jón Axel
Bjömsson, Björg Örvar og Valgarð-
ur Gunnarsson. Þau eiga það
sameiginlegt að hafa verið í 1979 út-
skriftarárganginum frá Myndiista-
Myndlist
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
og handíðaskólanum. Þetta er þó
ekki eiginleg samsýning - öllu held-
ur þijár einkasýningar í einum sal.
„Jú, mikil ósköp, við höfiim hist
eftir að við útskrifuöumst," segir Jón
Axel, aðspurður um hvort sýningin
sé skipulagður endurfundur þeirra
þriggja. „Við höfum aftur á móti
aldrei sýnt saman áður.“
Engin skilgreining
DV velti vöngum ásamt Jóni Axel
og Björgu Örvar í vestursalnum
skömmu áður en sýningin var opn-
uð á laugardaginn. Valgarður
Gunnarsson var í Noregi.
- Hvaða verk sýnið þið hér?
„Öll mín verk eru máluð á þessu
ári. Það er eitt ákveðið þema í þeim
öllum. Ég kalla þau fyrirboða," segir
Björg.
- Fyrirboðar hvers?
„Fyrirboðar góðs og ills. Ég hafði
í huga þverstaeður og samstæður í
lifinu. Það var meginhugmyndin
sem lá að baki þegar ég byijaði að
vinna þessi verk.“
„Mér finnst ég alltaf vera að mála
sömu myndina, í mismunandi út-
færslum," svarar Jón Axel spum-
ingunni.
- Og hvemig er sú mynd?
„Eg veit það varla sjálfur. Ein-
hvem tímann svaraði ég þessari
spumingu á þá leið að ég væri að
mála sjálfan mig á röngunni. Hitt er
svo annað mál aö ef maður gæti
gert ríkulega úttekt á sjálfum sér og
verkum sínum þyrfti fólk ekki að
koma á sýningamar. Sýning gefur
manni ákveðið hlutleysi. Þegar verk
er komið á sýningu er maður nokk-
um veginn laus við það.“
Nýja málverkið
„Eg er sammála Jóni hvaö varðar
nákvæmar útlistanir á eigin verk-
um,“ segir Björg. „Ég hef lokið
mínum þætti. Síðan er komið að
áhorfendum. Fólk verður sjálft aö
vega og meta verkin. Hvað mig sjálfa
varðar missi ég ákveðin tengsl við
verk um leið og ég lýk við það. Ég
vinn heldur ekki eins og Jón, sem
glögglega má sjá á sýningunni. Þó
viö höfum svipað myndlistarlegt
uppeldi erum við gerólík."
- Nú tilheyrið þið bæði hinum svo-
kallaða hópi ungra listamanna.
„Nýja málverkið," botnar Jón.
„Þetta var hreyfing í málaralist
sem kom upp í kringum 1980. Hún
hafði ákveðin áhrif í myndlist án
þess að allii tækju þau hrá upp.
Jón Axel Bjömsson og Björg Örvar í vestursal Kjarvalsstaóa.
Hreyfinguna hefur raunar dagað
uppi sem slíka," bætir Björg við.
„íslendingar eiga erfitt með að
greina á milli áhrifa og kópía,“ held-
ur Jón áfram. „Menn eru famir að
vinna úr þessum áhrifum, hver á
sinn hátt Helsta breytingin frá því
1983-84 er sú að listamönnum er
ekki lengur ætlað aö hafa að leiðar-
ljósi einhveijar viðteknar hugmynd-
ir. Núna gefst tækifæri til að vinna
persónulegri verk. Það er enda eng-
inn einn viðtekinn sannleikur í
myndlist."
„Þetta breytist alltaf með tíman-
um,“ segir Björg. „Nýtt fólk kemur
inn með aðrar og nýjar hugmyndir.
Kynslóðaskipti kalla á þróun."
annan ekki eftir geðþótta."
„Já, ég er sammála þessu,“ segir
Jón. „Gagnrýnendur eru þeir aðilar
sem geta breytt þessu skrýtna
ástandi. Erlendis er mun erfiðara
fyrir listamenn að koma verkum
sínum á framfæri. Þar sjá sýningar-
salirnir um að velja verk til sýning-
ar. í Þýskalandi hafa galleríin til að
mynda rpjög afinarkaða stefhu. Eitt
þeirra tekur til dæmis einvörðungu
til sýningar verk ungra listamanna
frá Berlín.
Auðvitað á öll myndlist rétt á sér
en hlutverk gagnrýnenda hlýtur aö
vera að vekja athygli fólks á þvi at-
hyglisverðasta sem er að gerast í
myndlist hveiju sinni.“
Mikióaf sýningum
Myndlist hefur verið býsna áber-
andi í þjóðfélaginu að undanfomu,
sérílagi í fjölmiðlum.
„Það er vegna þess hversu auðvelt
er að setja upp sýningar," svarar
Jón, „og gagnrýnendur skrifa um
allar sýningar. Ég held að það hljóti
að vera slæmt í svona litlu samfé-
lagi.“
„Það er skrifað um allt. Allar sýn-
ingar fá ákveðið pláss," bætir Björg
við. „Með þessu er ég alls ekki að
segja að það sé sýnt of mikið af
myndlist á íslandi. Öðm nær. Ég
álít hins vegar að það sé í höndum
listfræðinga og gagnrýnenda að
benda fólki á hvar vaxtarbroddur
er til staðar. Það er í þeirra verka-
hring að vekja athygli á því sem
skiptir máli, án þess þó að þeir taki
sér vald til að dæma einn úr leik og
Auknar auglýsingar
- En kemur aukin umfjöllun um
myndlist ekki listamönnum til góða,
almennt?
„Ég held aö myndlistarumfiöllun
hafi ekki aukist með tilkomu nýrra
fjölmiðla. Það sem hefur gerst er að
listamennimir sjálfir em meira í
sviðsljósinu en áður,“ svarar Björg.
„Það er auðveldara að selja andlit
en að rýna í verkin sjálf.“
Jón tekur í sama streng. „Mér
finnst myndlistargagnrýni ekki hafa
aukist neitt. Umræðan er miög yfir-
borðsleg. Þetta er ekki umfjöllun
heldur miklu frekar auglýsing fyrir
sýningar. Fleiri fjölmiðlar, fleiri
tækifæri til að auglýsa. Fólk er litlu
nær um sýningamar sjálfar. Lósta-
maðurinn á aukin heldur ekkert að
hafa með málið að gera. Verkin em
hans niðurstaða."
„Það þarf kjark til að vinna að
myndlist," segir Björg ennfremur.
„Og það krefst ekki síður hugrekkis
að horfa á myndlist. Það þarf að
hjálpa fólki við það. Við eigum
menntað fólk, skólagengiö eða sjálf-
menntað, sem er fært um slíkt.“
Saman á sýningu
- Svo við beinum sviðsljósinu frá
myndlistinni og að ykkur. Hvers
vegna ákváðuð þið þijú að sýna sam-
an núna?
„Það var eiginlega tilviljun," svar-
ar Jón. „Salurinn var pantaöur íyrir
þrem árum en reyndist alltaf upp-
tekinn þegar til átti að taka. Upphaf-
lega ætlaði Bjöig að vera með einn
sal og Valgaður, Kjartan Ólason og
ég ætluðum að að hafa annan sam-
an. Þá hætti Kjartan við en við þijú
smelltum okkur saman á þennan
tíma sem okkur bauðst svo óvænt.
Þannig atvikaðist það að við þijú
sýnum hér saman þó verk hvers og
eins séu afmörkuð og blandist aldr-
ei.“
„Ég hélt að það væri meiri skyld-
leiki með okkur,“ segir Björg.
„Já, samanburðurinn kom manni
á óvart. Viö höfðum vitaskuld fylgst
hvert með öðru,“ bætir Jón við. „En
viö höfðum kannski ekki gert okkur
grein fyrir hvað við vorum í raun-
inni að fást við ólíka hluti.“
- Hvað tekur svo við eftir þennan
endurfund?
„Þá tökum viö upp þráöinn þar
sem frá var horfið. Aframhaldandi
vinna.“
-ÞJV
GERIÐHAGSTÆD
MATARINNKAUP
SALTKJÖT
299,“kr.kg.
LONDON-
LAMB
435, “ kr. kg.
ÚRBEINAÐUR
HANGIFRAM-
PARTUR
435,-
kr. kg.
FRAMPARTAR
Ý2
239,- kr. kg.
HRYGGIR
299,- kr. kg.
SVIÐ
125,-
kr. kg.
O
NÖATÚN
NÓATÚNI17-ROFABÆ 39
17260 17261 S 671200 671220
Arnarflug hefur nú náð þeim langþráða áfanga að flogið er alla daga vikunnar til Evrópu. ■ Við
fljúgum fimm sinnum í viku til Amsterdam og tvisvar í viku til Hamborgar. ■ Brottfarir eru þannig settar
upp að við lendum á Schiphol flugvelli í Amsterdam á hádegi. ■ Þá er einmitt besti tíminn til að
ná tengiflugi áfram, til allra heimshorna. ■ Hjá Arnarflugi fœrðu farmiða hvert sem er í heiminum.