Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. 7 Stjómmál verið er að leggja síðustu hönd á ellefu nýja ráðherrastóla sem settir verða I þinghúsið á föstudag. Þessi mynd var tekin í gær þegar starfs- menn GÁ-húsgagna voru að bólstra stólana. DV-mynd Brynjar Gauti. Alþingi saman á ný eftir hálfs árs hlé: Alþingismenn hrópa húrra á laugardag Alþingi, 110. löggjafarþing, verður sett á laugardag, 10. október. Þá koma saman í fyrsta sinn þeir 63 þingmenn sem kjörnir voru í þing- kosningunum 25. apríl síðastliðinn. Fimmtán þeirra hafa ekki áður setið á þingi og þurfa því að vinna dreng- skaparheit. Óvepjulangur tími er hðinn frá því Alþingi sat síðast. Hálft ár er frá því síðasta þingi var shtið, 19. mars. Að venju hefst þingsetningin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13.30. Að henni lokinni ganga þingmenn til Alþingishússins. Þar -mun forseti íslands sefja Al- þingi. Forsætisráðherra mun hrópa: „Heih forseta vorum og fóstuijörö. ísland lifi!“ Þingheimur mun taka undir með ferfoldu húrrahrópi. Aldursforsetinn, Stefán Valgeirs- son, stýrir þessum fyrsta þingfundi. Að lokinni formlegri þingsetningu er líklegt að hann fresti fundi fram á mánudag. Þá verður forseti Sam- einaðs þings kjörinn og kjörbréf þingmanna rannsökuð. -KMU HÁSKÓLIÍSLANDS Velkomnir í Háskóla Islands NÝNEMAHÁTÍÐ í HÁSKÓLABÍÓI FÖSTUDAGINN 9. OKTÓBER 1987 Dagskrá Kl. 14.00 Hátíðin sett Háskólakórinn syngur stúdentasöngva. Stj. Árni Harðarson Ávarp - háskólarektor Sigmundur Guðbjarnason Ávarp - fomaður Stúdentaráðs Ómar Geirsson Námsráðgjöf og námstækni - Ásta Kr. Ragnarsdóttir Námslán - Theódór Grímur Guðmundsson Bókasafnsþjónusta - Halldóra Þorsteinsdóttir Heilsugæsla/læknisþjónusta - Jóhann Ág. Sigurðsson Mataræði, matseld - Margrét Þorvaldsdóttir Iþróttir - Valdimar Örnólfsson Ur sögu Háskólans, kvikmynd Háskólakór og stúdentar taka lagið Hátíðinni slitið Veitingar Kvikmyndasýning: „Radiodays“ - Woody Allen Fjárveitinga- nefnd á fullu Fjárveitinganefnd Alþingis hefur þegar hafið störf þótt Alþtngi hafi ekki ennþá kosið hana. Hver þingflokkur hefur tilnefnt einn fuhtrúa til starfa í nefndinni. Alþýðuflokkur, sem samkvæmt samkomulagi stjómarflokkanna fær formennsku í íjárveitinganefnd, hefur tilnefnt Sighvat Björgvinsson. Frá Framsóknarflokki er Alexander Stef- ánsson, frá Sjálfstæðisflokki Pálmi Jónsson, frá Alþýðubandalagi Margr- ét Frímannsdóttir, frá Borgaraflokki Óh Þ. Guðbjartsson og frá Kvennahsta Málmfríður Sigurðardóttir. Málmfríður sagði DV að hálfur mán- uður væri síðan nefndin kom fyrst saman. Þessa dagana væra það aðal- lega fuhtrúar sveitarstjóma og sjúkra- húsa sem kæmu fyrir nefndina. -KMU ítrekar stefnu um fóstureyðingar Þmgflokkur Borgaraflokksins hefur sent frá sér fréttathkynningu þar sem ítrekuð er sú stefna sem sett var fram í stefnuskrá fyrir kosningamar í vor um fóstureyðingar. Telur þingtlokkur- inn að nýafstaðinn landsfundur Borgaraílokksins „hafi í raun staðfest þessa stefnuyfirlýsingu í meginatrið- um“. Harmar þingílokkurinn „það ófremdarástand sem núverandi lög- gjöf um fóstureyðingar hafi skapað“. í stefnuskránni segir að umhyggja fyrir mannlegu lifi, gagnstætt eyðingu þess, sé æðsta markmið góðrar ríkis- stjómar. Því muni Borgaraflokkurinn beita sér fyrir því að sett verði ný lög- gjöf um fóstureyðingar og ófrjósemis- aðgerðir. -KMU ICAMOUFLAGE FATNAÐUR1 REGNGALLAR SAMFESTINGAR JAKKI 0G BUXUR VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76, s. 15425, Hverfisgötu 26, s. 28550.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.