Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. 25 dv Fólk í fréttum Olafur Olafsson Ólafur Ólafsson, verkamaður á Grundartanga, komst í hann krapp- an er mjög öflug sprenging varð í jámblendiverksmiðjunni á laugar- dagskvöldið. Olafur fæddist á Akranesi 22.7. 1950 og er alinn upp hjá foreldrum sínum á Innstavogi við Akranes. Hann sótti bama- og ungiingaskóla á Akranesi en hefur síðan unnið ýmis almenn verkamannastörf. Hann hefur unnið í fiski og keyrði olíubíl hjá Skeljungi í sjö ár. Hann hóf svo störf við verksmiðjuna á Grundartanga seinni hiuta árs 1979 <og þar er hann nú ofhgæslumaður. Kona hans er Ingiríður, f. 30.11. 1953, en þau giftu sig árið 1974. For- eldrar hennar em Kristján Hagal- ínsson, sem starfar hjá Kristjáni og Þorgeiri á Akranesi, og Helga Guð- jónsdóttir. Ólafur og Ingiríður eiga son og dóttur: Ólafur er f. 1975 en Kristjana Helga 1978. Systkini Ólafs em fimm og búa öll á Akranesi: Halldór húsasmiður, f. 1947, giftur Guðlaugu Siguijónsdótt- ur og eiga þau fjögur böm; Jóhannes sjómaður, f. 1948, giflur Herdísi Þórðardóttur og eiga þau fjögur böm; Þráinn húsasmiður, f. 1952, gjftm- Helgu Jónu Ársælsdóttur og eiga þau þijú böm; Láms sjómaður, f. 1954, giflur Valgerði Sveinbjöms- dóttur og eiga þau þrjú böm; Stein- unn, f. 1958, gift Halldóri Haukssyni sjómanni og eiga þau tvö böm. Foreldrar Ólafs em Ólafur verka- maður, f. 23.11. 1926, og kona hans, Lilja, f. 14.3. 1926. Föðurforeldrar Ólafs á Grundartanga em Ólafur, b. í Litla-Lambhaga, f. 1902, d. 1984, Sig- urðsson, b. á Fiskilæk í Leirársveit, Sigurðssonar, og Ólafína, sem nú dvelst á Dvalarheimflinu Höfða á Akranesi, f. 1902, Ólafsdóttir, vél- smiðs á Akranesi, Ólafssonar. Systir Ólafs, b. í Litla-Lambhaga, var Hall- dóra, móðir Sigrúnar, konu Matthí- asar samgönguráðherra. Kona Sigurðar á Fiskilæk var Guðrún Diljá, hálfsystir Ingibjargar, móður Péturs Sigurðssonar, fv. forstjóra Landhelgisgæslunnar. Önnur systir Guðrúnar var Þórunn, tengdamóðir Sigurðar skólameistara á Akureyri. Faðir Guðrúnar var Ólafur, hrepp- stjóri í Mýrarhúsum á Seltjamar- nesi, Guðmundsson, en kona Guðmundar var Karitas Runólfs- dóttir, systir Sigríðar, móður Ágústs Flygenrings alþingismanns. Önnur systir Karitasar var Guðrún, kona Matthíasar skálds Jochumssonar en bróðir þeirra systra var Þórður á Móum, faðir dr. Bjöms forsætisráð- herra. Móðurforeldrar Ólafs vom Hall- dór, vömbílstjóri á Akranesi, Óla- son, b. í Ólafsvik, Amgrímssonar, og Lára Jóhannesdóttir, b. í Fitja- koti, Þorlákssonar. Kona Jóhannes- ar var Steinunn Ijósmóðir Þórðardóttir, b. í Skiphyl, Svein- bjömssonar, prests á Staðarhrauni, bróður Þórðar háyfirdómara og Guðmundar, langafa Jónasar Rafn- ar, fv. bankastjóra og tengdafóður Þorsteins Pálssonar forsætisráð- herra. Kona séra Sveinbjöms var Rannveig, systir Bjama skálds og amtmanns á Möðmvöllum. Faðir þeirra var Vigfús, sýslumaður á Ólafur Ólafsson. Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórarinsson, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, ættfóður Thorarensenanna. Stein- unn, kona Vigfúsar, var dóttir Bjama Pálssonar landlæknis en kona Bjama var Rannveig, dóttir Skúla fógeta. Guðný Krístjánsdóttir Guðný Kristjánsdóttir er áttræð í dag. Guðný er fædd á Kaldabakka á Bíldudal og fór fjórtán ára að heiman og settist að í Reykjavík. Árið 1926 giftist hún Jóharini Byström Jóns- syni vélstjóra en hann lést árið 1955. Foreldrar Jóhanns vora Jón Magn- ússonar, vélstjóri í Rvík, og kona hans, Guðlaug Margrét Þórðardótt- ir. Jóhann starfaði hjá Landhelgis- gæslunm en var síðar á flutninga- skipum og þá lengst af á ms. Heklu. Árið 1942 settust þau Guðný og Jóhann að á Siglufirði þar sem hann starfaði sem vélstjóri hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Þau fluttust síöan aftur til Reykjavíkur árið 1953 en þar hefur Guðný búið síðan. Þeim Guðnýju og Jóhanni varð fimm bama auðið. Þau era: Ester Anna, f. 1930, gift Skarphéðni Guð- mundssyni, skrifstofustjóra í Samvinnubankanum í Hafharfirði; Kristján rafsuöumaður, f. 1932, gift- ur Mattheu Jónsdóttur frá Drangs- nesi, nú búsettur í Þorlákshöfn; Ástríður, f. 1936, gift Helga Ó. Bjöms- syni offsetprentara, ættuðum frá Skagaströnd; Öm múrarameistari, f. 1943, giftur Eygló Ólafsdóttur ffá Húsavík en þau era búsett þar; Jón Rafn kortagerðamaður, sem nú starfar sem hönnuður á DV. Systkini Guðnýjar vom átta: Magnús sjómaður; Sigrún sem er látin en var gift Karli Jörgensen tré- smíðameistara; Guðbjörg, gift Agnari Milner kaupsýslumanni; Hanna, gift Jónasi Ásgrímssyni raf- virkjameistara; Viktoría sem er látin en var gift Guðmundi Bjömssyni húsasmíðameistara; Þórður, kvænt- ur Þóm Sæmundsdóttur leigubíl- stjóra, og Jakobína sem er látin en var gift Olafi Péturssyni hamóniku- leikara. Foreldrar Guðnýjar: Krislján Magnússon, skipstjóri á Bíldudal, og kona hans, Guðmundína Ámadóttir. Kristján var sonur Magnúsar, b. á Sellátrum í Tálknafirði, síðar skip- stjór^ á Bíldudal, Kristjánssonar, b. á Lokinhömrum, Oddssonar, b. í Stóra-Garði í Dýrafirði, Gíslasonar. Móðir Kristjáns var Sigrún ljósmóð- ir Ólafsdóttir, b. á Auðkúlu í Amarfirði, Jónssonar og Guðnýjar Jónsdóttur, b. og hreppstjóra í Guðný Kristjánsdóttir. Haukadai í Dýrafirði, Ólafssonar, b. og hreppsfjóra í Haukadal, Bjama- sonar. Móðir Guðnýjar, Guðmundína, var dóttir Áma Kristjánssonar frá Hrafnseyri við Amarfjörð, en hann starfaði lengi sem verkstjóri hjá Thorstensenútgerðinni á Bfldudai. Guðný dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavik. Hún mun taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu, Linnet- stíg 6, Hafnarfirði, eftir kl. 7 á miðvikudagskvöldið. Páll Gunnarsson Páll Gunnarsson, Reykjavikur- vegi 27, varð sjötugur í gær. Páll er fæddur á Reyðarfirði og ólst þar upp til nítján ára aldurs. Hann fluttist þá til Siglufjarðar og átti þar heima í fimm ár. Páfl var í Samvinnuskólanum í tvö ár og út- skrifaðist þaðan 1939. Hann var sjómaður og landmaður í Sandgerði í þijátíu og eitt ár til 1971 og hefur síðan unnið á skrifstofu hjá Eim- skipafélaginu í Reykjavík. Kona Páls var Ingflaug Sigurðar- dóttir, f. 22. janúar 1918, en hún lést 6. október 1983. Böm þeirra em: Svavar Hreindal, f. 13. október 1939, býr í Svíþjóð, giftur Aðalheiði Sig- urðardóttur. Gunnar, f. 8. mars 1947, sjómaður í Rvík, giftur Ásu Guðna- dóttur, eiga þau einn son. Sigur- bjöm, f. 7. janúar 1950, sendibílstjóri í Rvík, gifúr Elsu Skarphéðinsdótt- ur, eiga þau einn son. Sigríður Pálína, f. 27. maí 1951, lést sjö vikna. Guðbjörg, f. 28. maí 1953, vinnur hjá Eimskipafélaginu, á tvö böm. Öm, f. 14. september 1955, sjómaður í Njarðvik, giftur Herborgu Harðar- dóttur, eiga tvö böm. Systkini Páls era: Anna, verka- kona í Rvík, en hún er látin, Sigur- björg, látin, var gift Jörgen.Hólm, verkamanni á Siglufirði, Jón, verk- stjóri við sfldarsöltun á Siglufirði, hann er látinn, Lára, gift Eðvald Ei- ríkssyni, verkamanni á Siglufirði, en hann er látinn, Sólborg, gift Þor- keli Jónssyni, leigubflstjóra í Rvík, hann er látinn, Ásgeir, bæjarstarfs- maður á Siglufirði, látinn, var giftur Guðrúnu Hafliðadóttur, Hjalti. skip- stjóri og útgerðarmaður á Reyðar- firði, giftur Aðalheiði Vflbergsdótt- ur, þau em bæði látin, Páll, lést ungur, Ingvar, vélstjóri á Eskifirði, giftur Dagmar Sigurðardóttur, hún er látin. Systkini Páls, samfeðra, em Friörik, lést átta ára, Reynir, vél- stjóri á Reyðarfirði, giftur Guðnýju Pálsdóttir, Bóas, starfsmaður Kísfls- verksmiðjunnar í Mývatnssveit, giftur Kristínu Sigfúsdóttur, Sigríð- ur, gift Ámmar Andréssyni, verka- manni á Reyðarfirði, en hann er Páll Gunnarsson. látinn, Sigrún, gift Guðmundi Ara- syni, starfsmanni kaupfélagsins í Breiðdalsvík, Aðalheiður, gift Halli Sigurbjömssyni, fyrrv. skattstjóra á Akureyri, Fjóla, gift Pétri Valdi- marssyni, tæknifræðingi á Akur- eyri, Ragnhfldur, gflt Ólafi Oddssyni, tæknifræðingi í Rvík, en hann er látinn, og Sólveig, gift Emi Indriða- syni, húsasmið á Akureyri. Foreldrar Páls vora Gunnar Bóas- son, f. 11. maí 1884, d. 28. júlí 1945, útgerðarmaður á Reyðarfirði, og fyrri kona hans, Sigríður Jónsdóttir, f. 11. júní 1884, d. 22. janúar 1922. Andlát Sesselja Eysteinsdóttir, Ingólfs- stræti 16, Reykjavík, lést á heimili sínu 5. október. Bragi Jónsson framkvæmdastjóri er látinn. Jensey Kjartansdóttir frá Hesteyri andaðist að Garðvangi 5. október. 80 ára Guðný Sigríður Gísladóttir, Nóatúni 29, Reykjavík, er áttræð í dag. Hún mun taka á móti gestum í Domus Medica laugardaginn 10. okt. milli kl. 14 og 17. 75 ára Kristín Sigurðardóttir, Fagurhlíð, Álftavershreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Ásgeir Sigurðsson járnsmiður, Gmndagötu 6, ísafirði, er sjötíu ára í dag. Pétur G. Jóhannsson, Sæviðarsundi 9, Reykjavík, er sjötugur í dag. 60 ára Ólafur Einarsson kennari, Frosta- skjóli 13, Reykjavík, er sextugur í dag. Afmæli Bjöm Jónsson Bjöm Jónsson sóknarprestur, Laugarbraut 3, Akranesi, er sextug- ur í dag. Bjöm er fæddur á Þverá í Blöndu- hiíð og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1952 og var í fram- haldsnámi í kirkjusögu, trúfræði og kennimannlegri guöfræði við há- skólann í Tubingen í Þýskalandi 1956-1957. Hann var sóknarprestur í Keflavík 1952-1974 og sóknarprest- ur í Garðaprestakaili á Akranesi frá 1975. Hann var stundakennari við gagnfræðiskólann í Keflavik 1953-1956, 1957-1959 og 1962-1975. Bjöm var stundakennari við bama- og unglingaskólann í Ytri-Njarðvik 1960-1962 og 1964-1975 og við Iðn- skóla Suðumesja 1969-1975. Hann var varaformaöur bamavemdar- nefndar Keflavíkur 1956-1962 og formaður hennar 1963-1970. Bjöm var formaður áfengisvamanefndar Keflavikur 1954-1975 og formaður sáttanefndar Akraneskaupstaðar frá 1975. Hann var í bamaheimilisnefnd þjóðkirkjunnar 1954-1974 og hefur verið í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands frá 1976. Bjöm hefur verið í stjóm samvinnunefndar bindindis- manna frá 1979 og í stjórn Hallgríms- defldar Prestafélags íslands frá 1975. Kona Bjöms er Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir, f. 14. nóvember 1934. For- eldrar hennar em Jón M. Guðjóns- son, prófastur á Akranesi, og kona hans Jónína Lilja Pálsdóttir. Böm þeirra em: Margrét Soffia, f. 9. febrú- ar 1954, myndmenntakennari, gift Ólafi Jóni Ambjömssyni, konrektor Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Ingibjörg Jóna, f. 1. aprfl 1955, launa- fulltrúi Akranesbæjar, gflt Herði K. Jóhannessyni umsjónarmanni. Páll, f. 7. janúar 1961, lést ungur. Jón Páll, f. 10. maí 1962, tæknimaður í Þjóð- leikhúsinu. Gunnhfldur, f. 25. maí 1970, nemi í Fjölbautaskólanum á Akranesi. Bróðir Bjöms er Stefán, b. á Grænumýri í Blönduhlíð, giflur Ingu Ingólfsdóttur. Foreldrar Bjöms vom Jón Stefánsson, b. í Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð, og kona hans Gunn- hfldur Bjömsdóttir. Móðir Bjöms, Gunnhfldur, var dóttir Bjöms, pró- fasts í Miklabæ í Skagafirði, Jóns- sonar og konu hans, Guðfinnu Jensdóttur. Bjöm og Sjöfn kona hans ætla að taka á móti gestum laugardaginn 10. október eftir kl. 15 á heimili sínu á Laugarbraut 3. Ragnheiður Guðrún Guðjónsdóttir Ragnheiður Guðrún Guðjónsdótt- ir Norðdahl, Úlfarsfelli 2, Mosfells- bæ, er sjötíu og fimm ára í dag. Ragnheiður er fædd á Suðureyri við Súgandafiörð og ólst þar upp ásamt systkinum sínum, Bjama, síð- ar vélstjóra, og Ágústu, nú kennara í Svíþjóð. Hún fór í Menntaskólann á Akureyri en varð að hætta vegna heilsubrests. Ragnheiður giftist Að- albimi Péturssyni og bjuggu þau á Siglufirði. Böm þeirra: Vera, sauma- kona í Rvík. Hún á sex böm. Sverrir, sjómaður í Rvik. Hann á fiögur böm. Seinni maður Ragnheiöar er Grímur S. Norödahl. Foreldrar hans em Skúli Guðmundsson Norðdhal, b. á Úlfarsfelli í Mosfellssveit, og kona hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir. Þau hófu búskap í Reykjavík og vora meðal frumbyggja í Kópavogi en íluttu að Úlfarsfelli 1961 og hafa búið þar síðan. Böm þeirra: Skúli, iðn- verkamaöur á Álafossi. Guðmund- ur, iðnverkamaður á Álafossi, giftur Kolbrúnu Sigríði Guðmundsdóttur og eiga þau eitt bam. Guðjón, iðn- Ragnheiður Guðrún Guðjónsdóttir Norðdahl. verkamaður í Rvik, giftur Sesselju Auðbjörgu Pálsdóttur. Ingibjörg, flugfreyja, gift Daníel Þórarinssyni viðskiptafræðingi og eiga þau þijú böm. Foreldrar Ragnheiðar: Guðjón Jó- hannsson, skósmiður á Suðureyri, og kona hans, Ágústa Bjamadóttir. 50 ára Jón H. Ólafsson málarameistari, Gaukshólum 2, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Hann tekur á móti gestum eftir kl. 20 í Skipholti 70. Stefán Vagnsson, Minni-Ökrum, Akrahreppi, er fimmtugur í dag. Benedikt Bragi Pálmason, Suður- byggð 25, Akureyri, er fimmtugur í dag. Kristín Guðmundsdóttir, Skriðufelli, Gnúpverjahreppi, er fimmtug i dag. Hún verður aö heiman. Jón Árni Jónsson, Sölvabakka, Engi- hlíðarhreppi, er fimmtugur í dag. Helga Halldórsdóttir, Fljótsbakka, Reykdælahreppi, er fimmtug í dag. 40 ára Vilhelmína Ragnarsdóttir, Alfhóls- vegi 109, Kópavogi, er fertug í dag. Elínrós Guðmundsdóttir, Kirkju- braut 5, Njarðvik, er fertug í dag. Lilja Hjörleifsdóttir, Lyngfelli, Vest- mannaeyjum, er fertug í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.