Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987.
11
Merming
Mozart og Wagner og alla þá, höfund-
ar á borö við Berlioz, Britten, Sjos-
takóvíts, Janacek og Schönberg.
Scala takmarkar sig nefnilega ekki
viö það venjubundna, hún er full-
komlega aristókratísk, í orðsins
fyllstu og bestu merkingu. Sumir
segja þó að risið hafi aldrei orðið þar
hærra en á árunum sem Toscanini
var þar forstjóri (1898-1903, 1906-8
og 1921-9 þegar hann lýsti frati á fas-
istana) en það var hann sem sló
Wagner í gegn á Ítalíu, kom þar á
íjalirnar Pellas eftir Debussy, Boris
Gúdinoff Mússorgskís og frum-
stjórnaöi síðustu óperu Puccinis,
Turandot. En síðan hafa allir for-
stjórar Scala verið í hópi fremstu
hljómsveitarstjóra heims: De Sabata,
Gavazzeni, Sanzogno, Abbado og nú
síðast Riccardo Muti.
Stærsta
tenórhlutverkið
Það er Muti sem mun stjórna sýn-
ingum á Hollendingnum fljúgandi
þegar Kristján Jóhannsson syngur
sitt fyrsta hlutverk á La Scala, þ.e.
Erik veiöimann, sem er stærsta ten-
órhlutverkið. Ef ég hef tekið rétt eftir
er það Gavazzeni sem á aö stjórna I
due Foscari þegar Kristján fer þar
með hlutverk Jacobos. Svo Akur-
eyringurinn okkar er ekki í slagtogi
við neina aukvisa. En þetta eru erfið
hlutverk og vanþakklát. Og Kristján
hefur mér vitanlega aldrei sungið
þau áður. Samt hefur hann sungið á
þriðja tug stórhlutverka. Erfið, já, en
af hverju vanþakklát? Þau eru stór
hlutverk, burðarhlutverk, en trag-
ísku stórhlutverkin eru barítónar.
Þannig er það reyndar oft hjá Verdi,
t.d. í Rigoletto, Macbeth og Simon
Boccanegra, fyrir utan Due Foscari
o.fl. En þetta éru glæsileg hlutverk
þar sem röddin gullna og magnaður
sviöspersónuleiki Kristjáns Jó-
hannssonar ætti aö njóta sín til fulls.
Öll þjóðin biður og bíður meö honum
og ég spái miklum sigri fyrir ísland
og Scala í febrúar 1988.
LÞ-
boða. En Scala borgar vel og getur
því einnig gert háar kröfur á verslun-
arsviðinu. Sumir segja að vísu að
launagreiðslur til stjarna í aðalhlut-
verkum hafi í seinni tíð komið
nokkuð niður á gæðum annarra at-
riða í sýningum og það er reyndar
sjúkdómur sem herjar skuggalega á
óperuna um allan heim.
Gömul og rík hefð
Teatre alla Scala í Milano var byggt
1778 og kom í stað hertogaleikhúss-
ins sem brann tveim árum áöur. Það
heitir í höfuðið á Reginu della Scala
sem var eiginkona Barnabó Visconti,
hertoga af Milano. Einn afkomandi
þeirra var kvikmyndastjórinn Luc-
hino Visconti, sem gerði m.a.
Ragnarök og Hlébarðann, en hann
setti á svið margar frægar sýningar
á Scala með Callas í aðalhlutverki,
t.d. La Traviata og La Sonnambula.
Það var á árunum kringum 1960 en
á þeim árum voru þar á efnis-
skránni, fyrir utan Verdi, Rossini,
Eftir frumsýningu á Grímudansleiknum eftir Verdi í Þjóðleikhúsinu haustið
1985.
Stemning á frumsýningarkvöldi á La Scala.
n TENsai
Þegar aðrir
hœkka
lœkkum við
verðið
20“TCT 52,
Hver býður betur? 20" TCT 52, kr. 28.500,- staðgr.
SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN
Síðumúla 2, símar 689090 - 689091
Aðrir útsölustaðir: Vestmanneyjum, Sjónver + Kjarni Breiödalsvík, Kaupfélagið Blönduós, Kaupfélagið
Reykjavík, Nesco - Kringlan Hornafirði, Hátiðni Húsavík, Radióver Hvammstanga, Kaupfélagiö
Gunnar Ágeirsson h/f Djúpavogi, Djúpið Akureyri, KEA hljómdeild Borgarnesi, Kaupfélagið
Rafbuð Sambandsins Reyðarfirði, Kaupfélagið Hljómver Akranesi, Skagaradió + Skútan
Hafnarfiröi, Radióröst h/f Neskaupstað, Nesvideo Akurvík ísafirði, Póllinn h/f
Keflavik, Radióvinnustofan + Radiónaust Seyðisfirði, Rafvirkinn s/f Siglufirði, Rafbær Bolungarvik, Jón B. Hauksson
Þorlákshöfn, Rás h/f Egilsstöðum, Kaupfélagiö Ólafsfirði, Radióvinnustofan Patreksfirði, Rafb. Jónasar Þórs
Selfossi, MM búðin Vopnafiröi, Kaupfélagiö Sauöárkrókí, Kaupfélagiö + Radíólínan Stykkishólmi, Húsiö
Heliu, Mosfell h/f + Videoleigan Þórshöfn, Kaupfélagið Hellissandi, Blómsturvellir
Vik, Kaupfélagiö Grundarfirði, Guðni Hallgrímsson