Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987.
Spumingaleikur
Veistu fyrr en
í fimmtu tilraun?
Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö
spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur
stigin og sjáið hve glögg þið eruð.
5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig
Fleyg orð „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð," sagði hann þegar fundi nokkr- um lauk óvænt. Maður þessi var af mót- stöðumönnum sínum á fundi kallaður „hinn 'hvíti" til aðgreiningar frá nafna sínum sem einnig sat fundinn og var kall- aður „hinn halti". Hann var fæddur vestur á fjörðum árið 1811. Frá árinu 1944 hefur fæðingardagur þessa manns verið þjóðhátíðar- dagur Islendinga. Þetta er Jmvnd af um- v\v ræddum Haúás manni. ra
Staður í veröldinni Hið forna nafn þessa staðar er Baile Atha Cliath og er það enn notað þótt annað nafn sé mun algengara. Þessi staður er við mynni ár sem nefnist Liffey og er hið venjulega nafn staðarins dregið af dökk- um lit vatnsins í ánni. Norrænir víkingar börð- ust við heimamenn um yfirráð á þessum stað í orrustu sem kölluð hefur verið Brjánsbardagi. Frá þessum stað kemur frægur bjór og framleið- endur hans gefa reglu- lega út bók sem er ekki síður fræg. Um er að ræða höfuð- borg írska lýðveldisins.
Fólk í fréttum Til þess var tekið hvað hann var orðfár þegar rætt var við hann um málið. Hann hafði gegnt þessu embætti síðustu fjögur ár og hélt því nú. Það voru flokkssystur hans sem einkum voru mótfallnar því að hann sæti áfram í embættinu. Hann hefur um langtára- bil verið þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum.
Hann hefur veriö í frét unum vegna baráttu ui embætti í þessu húsi. tm t- Tl
Frægt í sögunni Atburðir þessir urðu til þess að stofnuð var sér- stök 120 mann sveit varalögreglu og skot- vopn og táragas keypt handa lögregiunni. Það var tillaga um að lækka kaup í atvinnu- bótavinnu á vegum bæjarstjórnarinnar í Reykjavík sem hleypti öllu í bál og brand. Þetta gerðist í nóvember árið 1932. Atburðir þessir eru jafnan kenndir við húsið þar þeir gerðust. Það var samkomuhús Góðtemplarareglunnar í Reykjavík.
Sjaldgæft orð í einni merkingu er þetta orð notað til að lýsa ofsa- kæti manna. Það er einnig notað um að gefa eitthvað í skyn eða vera með glósur. Þetta orð hefur einnig verið notað til að lýsa góðum kostum, t.d. til- þrifamiklum spretti í skáldverki. í enn einni merkingu er það notað um það að kýr beiðir. Þessu til viðbótar er orð- ið notað um það þegar fiskur glefsar í beitu.
Stjórn- málamaður Hann er fæddur á Guðnabakka í Stafholts- tungum. Hann hefurtvívegis verió ráðherra. Á yngri árum vann hann við blaðamennsku eftir að hann hætti námi í lög- fræði. Hann hefur síðustu árin verið formaður í sínum flokki og virtur fræði- maður hefur spáð að hann verði það áfram. Sjálfur hefur hann lýst því yfir að hann ætli að hætta formennsku.
Rithöfundur Hann var fæddur á Álfta- nesi árið 1888. Hann notaði skáldanafn en hét að réttu lagi Guð- mundur Jónsson. Hann var þekktastur fyrir leikrit sín. Það fyrsta heit- ir Hadda Padda. Hann var myrtur í Kaup- mannahöfn vorið 1945. árum leit - yf, hann , , svona út.
Svör á bls. 44
Islensk fyndni Leggið manninum orð í munn.
Merkið tillöguna: „íslensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík
Höfundur: Eiríkur Kristjánsson,
Bleiksárhlíð 17, 735 Eskifirði.