Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 28
40
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987.
IþróttapistiU
• Geir Sveinsson, fyrirliði Vals, til hægri á myndinni, á hér I höggi við varnarmenn Þórs. Valsmenn hafa
ekki enn tapað lelk á heimavelli sinum en hafa leikið gegn Þór, ÍR og KA. DV-mynd Brynjar Gauti
• •
Oldos og spjold
eru dýrt spaug
og leika betur en þeir hafa gert
íslensk knattspyrnulið, Valur og
ÍA, voru tekin í karphúsið af aga-
nefnd UEFA á dögunum og voru
bæði liðin sektuð vegna slælegrar
framkomu annars vegar og gulra
spjalda hins vegar. Aganefndin tók
ekkert tillit til þess að íslensku fé-
lagsliðm voru þama að brjóta af sér
í fyrsta skipti og upphæð sek+arinn-
ar hjá Val vegna öldósarinnar er
alltof há. Slíkt hetur ekki gerst áður
hjá íslenskum félagsliðum og því
verður ekki á móti mælt að leiðin-
legt er þegar íslensk félagslið komast
í heimsfréttir með þessum hætti.
Vaismenn voru sem kunnugt er
dæradir í sekt vegna öldósar sem
datt í höfuð eins andstæðinganna á
Laugardalsvelli og gulra spjaida sem
Valsmenn fengu í fyrri leik liðanna
í Áustur-Þýskalandi. Undirritaður
var staddur við hlið austur-þýska
leikmannsins sem fékk öldósina í
höfuðið og brá mikið þegar hann
henti sér í jöröinaæpandi af kvölum.
Siðan stóð hann fljótlega á fætur og
gekk til búningskiefans. Undir stú-
kunni eru gluggar búningsherbergj-
anna og þar hafði ég tækifæri til að
fyigjast með því þegar umræddur
knattspymumaöur austur-þýska
liðsins kom skælbrosandi inn í klef-
ann. Þetta var þá auövitað uppgerð
og ekkert annað. Hér er ekki verið
að halda því fram að í lagi sé að leik-
menn sem leika á Laugardalsvelli fái
í sig alis kyns hluti að leik loknum.
Slikt er óhæfa sem ber að koma í
veg fyrir. Þeir sem stjóma málum á
Laugardalsvellinum verða aö hugsa
sinn gang. Minnstu munaði nefni-
lega að vellinum yrði lokað og það
hefði auðvitaö orðið enn meira áfall.
Rússneskur trúður tryllti Vals-
menn
i fyrri leik liðanna, sem fram fór
í Austur-Þýskalandi, kom rússnesk-
ur dómari mikið viö sögu. Var hann
sem trúður inni á vellinum og þáði
blómvendi fyrir leikinn og f leikhléi.
Og f leikhléinu sýndi hann knatt-
tækni sína fyrir framan áhorfendur.
Austur-Þjóðveijamir héldu áfram
aö múta dómaranum sem dæradi
leik liðanna hér heima. Fyrir leikinn
kom einn af forráðamönnum aust-
ur-þýska liðsins tU dómarans með
stóran poka og sagði sera svo að ef
hann stæði sig vel þá fengi hann þær
gjafir sem væm í pokanum að leik
loknum. Þetta sáu og heyrðu for-
ráðamenn Vals en þeir sem vom í
aðstöðu til að gera eitthvað í málun-
um og taka mótmæli Valsmanna til
greina hrærðu hvorki legg né lið.
Þetta er vægast sagt undarleg frá-
sögn en sönn. Hvort þetta tíðkast hjá
forráðamönnum liöa víöar um heim
veit maður ekki en sá grunur læðist
að manni. Virðingarleysi dómarans,
sem dæmdi hér á Laugardalsvelli,
við íþrótt sína var algert. Hann not-
aði tækifærið skömmu fyrir leikslok
og dæmdi fáránlega vítaspymu á
Val og þar með hafði hann tryggt sér
pokann með gjöfunum eftir leikinn.
Auðvitaö á að gera eitthvað í svona
málum. Þetta er hreint óþolandi og
á alls ekki að líöast Valsmenn eiga
hiklaust að kæra þetta til UEFA og
fá umfjöllun um málið. Það gæti þá
ailavega orðið til þess að umræddur
dómari yrði settur út af sakrament-
inu.
Umsjón:
Stefán Kristjánsson
Norski dómarinn sá ofsjónir
Auövitað er alltaf leiðinlegt að vera
að jagast út í dómara og þeirra störf
en svo vill verða að ekki verður hjá
því komist. Skagamenn fengu einnig
sekt hjá aganefnd UEFA vegna
ósæmilegrar hegðunar. Þar að auki
fékk Guðbjöm Tryggvason þriggja
leikja bann í Evrópuleikjum vegna
brottreksturs í fyrri ieik liðanna.
Norski dómarinn, sem dæmdi leik-
inn, skilaöi inn skýrslu eftir leikinn
til aganefndarinnar og sagði þar aö
brot Guðbjöms hefði verið ákaflega
gróft og hann hefði tæklaö sænska
leikmanninn aftan frá. Þetta er auö-
vitað í engu samræmi við það sem
geröist og allir þeir sem sáu um-
ræddan leik auk mín geta vitnaö um
þaö.
Körfuknattleiksmenn taka
fram skóna
Keppnin í úrvalsdeidinni í körfu-
knattieik hófst í gærkvöldi og heil
umferð er á dagskrá um helgina.
Körfuknattleiksmenn eiga eflaust á
brattann að sækja í vetur og þeir eru
margir sem spá því að karfan muni
standa í skugganum af skemmtílegu
íslandsmóti í handknattleiknum
Úrvalsdeildarkeppnin í fyrra var
með leiöinlegra raótí enda keppnis-
fyrirkomuiagiö úrelt svo vægt sé
tekið til oröa. Nú hefur liðunura ve-
rið fiölgað úr 6 í 9 og útlit er fyrir
mun skemmtilegra mót en í fyiTa.
Tii þess að hægt sé aö rífa körfu-
knattleikinn upp úr þeirri lægö sem
liann hefur verið í verða leikmenn-
imir sjálfir að standa sig í sfykkinu
Góðir leikmenn og góð lið eru besta
auglýsingin fyrir körfúna og von-
andi verður íslandsmótið skemmti-
legt og spennandi.
Handboltinn fer vel af staö
Nú er fiórum umferðum lokið í
íslandsmótinu í handknattleik og
upphafið lofar svo sannarlega góðu.
Svo virðist sem FH-ingar séu firna-
sterkir um þessar mundir undir
stjóm Viggós Sigurössonar. FH-
ingar hafa ekki enn tapað leik í
mótinu og verma efsta sætið. Slakir
leikir íslandsmeistara Víkings hafa
komið á óvart en svo virðist sem lið-
ið riái ekki saman þessa dagana
hveiju sem um er að kenna. En það
á örugglega eftir að breytast og eins
á Valsliðið eftir að koma mun sterk-
ara út í næstu leikjum ef hinn nýi
pólski þjálfari liðsins veit hvað hann
er að gera.
Frammistaða Framliðsins heftir
einnig vakið athygli en flestir vom
á einu máii um að liðiö myndi tapa
öllum leikjum sínum eftir Vaisleik-
inn í fyrstu umferð með nfiög
mikium mun. Staðreyndin er hins
vegar sú að þeir leikmenn sem eftir
eru hafa staðið sig vonum framar
og með smáheppni hefði liðinu átt
að takast aö sigra bæði KA og
Breiðablik.
i botnbaráttunni virðast línur
nokkuð ljósar. Þór og ÍR virðast vera
með slökustu höin en þó er ÍR-liöið
mun sterkara. Þá gætu meiösli lykil-
manna hjá KA sett strik í reikning-
inn en svo viröist þó sem Gísfi
Helgason, ungur og mjög efriilegur
markvörður liösins, ætli að fylla það
skarö sem Brynjar Kvaran skilur
eftír sig en hann er meiddur ásamt
Jakobi Jónssyni sem er handarbrot-
inn.
Harka við dyrnar í Höilinni
Fastagestir á íslandsmótinu 1
handknattleik, sem ætið hafa lagt
leið síria í Hölfina og hafa einhverra
hluta vegna sloppið við að greiða
aðgangseyri, hafa nú mátt taka upp
veskið og borga sig inn á leikina.
Ástæðan er sú að forráðamenn fið-
anna hafa tekið upp stranga gæslu
í dyrunum og hleypa engum inn
nema þeim sem hafa tilskylda papp-
íra í höndunum. Mikið hefur verið
um það að alls kyns fólk hafi sloppið
við aö greiða aðgangseyri og því eru
þessar hertu aðgerðir félaganna til-
komnar með auknar tekjur af
innkomu i huga.
Stefón KrLstjánsson
SÍLDARNÓT
Til sölu 230x73 faðma síldarnót.
Upplýsingar gefa Kristinn Jóhannsson eða Aðalgeir
Jóhannsson í síma 92-68358
Netagerðin Möskvi,
Grindavík
VOPNAFJÖRÐUR
Óskum eftir að ráða umboðsmann á Vopnafirði frá
og með 1. nóvember 1987.
Upplýsingar gefa Þórunn Gunnarsdóttir í síma
97-31258 og afgreiðsla DV í Reykjavík í síma
91-27022.
ðððð SJÓEFNAVINNSLAN HF
FUNDARBOÐ
Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf. boðartil hluthafafund-
ar laugardaginn 31. október 1987 kl. 14.00 í
Glaumbergi, Keflavík.
Rætt verður um stöðu og framtíðarhorfur félagsins.
Á dagskrá eru tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins:
1. Tillaga um lækkun hlutafjár'um kr. 36.000.000,
þ.e. úr kr. 40.000.000 í kr. 4.000.000 til jöfnunar
taps.
2. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað aó
auka hlutafé þess um allt að kr. 50.000.000 í kr.
54.000.000 með nýju hlutafjárútboði og selja það
hlutafé jafnt núverandi hluthöfum sem öðrum
aðilum með þeim kjörum að 'A hluti þess greiðist
í peningum en eftirstöðvar þess greiðist með veð-
tryggðu veðskuldabréfi til 5 ára er beri 5% ársvexti.
Stjórn félagsins ákveði áskriftarfrest að aukningar-
hlutum. Engar viðskiptahömlur verði á sölu hluta
til innlendra aðila í samræmi við 8. gr. samþykkta
fyrir félagið.
Reykjavík 16. okt. 1987,
Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf.
c
LANDSVIRKJIIN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í fram-
leiðslu og afhendingu á aflspennum fyrir Búrfellstöð
og aðveitustöðina við Hamranes og 220/132 kV SF6
gaseinangruðum rofabúnaði fyrir nýja aðveitustöð
við Hamranes sunnan Hafnarfjarðar.
Útboósgögn eru:
4601 aflspennar,
4602 220/132 kV SF6 gaseinangraður rofabúnaður.
Gögnin verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánu-
deginum 19. október 1987 gegn óafturkræfu gjaldi,
kr. 3000 fyrir útboðsgögn 4601 og kr. 5000 fyrir
útboðsgögn 4602.
Tilboðum samkvæmt útboðsgögnum 4601 skal skila
á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 11.30
mánudaginn 18. janúar 1988.
Tilboðum samkvæmt útboðsgögnum 4602 skal skila
á sama stað fyrir kl. 11.30 þriðjudaginn 19. janúar
1988.
Tilboðin verða opnuð á skiladögum tilboða á skrif-
stofu Landsvirkjunar kl. 14.00.
Reykjavík, 17. október 1987