Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 13 Angela Lansbury í Morðsögu: sem sigraði að lokum Angela Lansbury er orðin vel þekkt leikkona hér á landi sem Jessica í sjónvarpsþáttunum Morðsaga, sem Stöð 2 hefur sýnt á miðvikudögum. Morðsaga var á dagskrá Stöðvar 2 allan fyrravetur og þegar sýningar vopu lagðar niður 1. júní sl. komu ákaflega margar kvartanir frá sjón- varpsáhorfendum. Það var því ekki um annað að ræða fyrir Stöðvar- menn en taka þráðinn upp að nýju og sýningar á Morðsögu hófust aftur í byrjun september. Morðsaga hefur oftsinnis verið til- nefnd til verðlauna. Angela Lans- bury fékk Golden Globe verðlaunin á síðasta ári fyrir leik sinn í þáttun- um. Hún hefur einnig hlotið Tony verðlaun. Morðsaga hefur unnið til nokkurra Emmy verðlauna og marg- sinnis hefur Angela verið tilnefnd. Reyndar er Angela Lansbury ekki óvön því að vera tilnefnd til verð- launa því hún hefur þrisvar verið tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik í kvikmyndum en aldrei fengið þau eftirsóttu verðlaun. Missti allt Árið 1979 fékk Angela tvo skelli á sig. Fyrst var það sonur hennar sem hafði verið í meðferð á hæli fyrir eit- urlyíjasjúklinga án þess að það bæri árangur og síðan kom upp eldur í húsi hennar þar sem hún missti allt sitt. „Slíkur missir er svo rosalegur að því getur enginn lýst." segir Ang- ela. „Það er ekki hægt að láta sem ekkert sé og halda áfram. Maður missir móöinn ósjálfrátt.” útskýrir hún. Þegar allt þetta haföi dunið yfir ákváðu Angela og maður hennar. Peter Shaw. að yfirgefa Bandaríkin og flytja til írlands. Angela hafði tvisvar áöur komið til írlands og ver- iö ánægð með dvölina í bæði skiptin. Hún sagði að það væri rétti staðurinn fyrir þau og börnin. Nú ætlaði hún aö gerast húsmóðir í sveit og hugsa um heimili og fjölskylduna. langt í burtu frá Broadway, sviðum og kvik- myndaverum. „Ég trúði því sjálf að ég myndi aldrei aftur fara út á vinnu- markaðinn,“ segir hún. stórverslun en það var rétt áður en ljóskan hún Angela komst á samning hjá MGM kvikmyndafyrirtækinu. Hún frétti að þcð vantaði enska leik- konu í kvikmyndina Dorian Grey. Fyrst lék hún þó smáhlutverk í kvik- myndinni Gaslight og síðar í Natio- nal Velvet áður en hún fékk hlutverkið í Dorian Grev. Eins ogs áður hefur komið fram var Angela Lansbury þrisvar tilnefnd til óskars- verðlauna. Þar á meðal fyrir leik sinn í Gaslight og Dorian Grey. Giftist tvítug Árið 1945 varð Ángela Lansbury Angela með dóttur sinni, Deirdre. Þessi mynd var einnig tekin árið 1979 i samkvæmi sem haldið var á Waldorf-Astoria hótelinu í New York. hennar og dóttir hættu eiturlyfja- neyslu og fóru að vinna. Dóttirin. Deirdre. fékk vinnu i eldhúsi i ná- lægu gistiheimili og sonurinn fékk vinnu sem þjónn á bar. Allt gekk vel utan að Angela missti móður sina er hún bjó á írlandi. Með leikhæfiieika i blóðinu Móðir Angelu Lansbury. Moyna Macgill. hafði haft mikil áhrif á hana strax frá fæðingu. Moyna var vel þekkt leikkona í Englandi. Hún missti mann sinn ung. Edgar Lans- bury. en hún átti þá tjögur börn. Dæturnar Isoldu og Angelu og tví- burana Edgar og Bruce. Angela var 9 ára og seinni heimsstyrjöldin um það leyti að skella á. Nokkru áður en innrás var gerð í England sendi Moyna bréf til laföi Eleanor Roose- velt og óskaði eftir því að hún hjálpaði sér og fjölskyldu sinni að komast til Ameríku. Tengdafaðir Moynu. George Lansbury. var bresk- ur stjórnmálamaður og hafði eitt sinn haldið fyrirlestur fvrir sjálfan Roosevelt og Moyna vonaði að þaö gæti haft áhrif. Það haföi áhrif því nokkru seinna var Movna á leið til Bandaríkjanna rneð Angelu og tvíburasynina. Elsta dóttirin. Isolda. sem hún átti frá fyrra hjónabandi, var orðin nógu gömul á þessum tíma til að vera eftir. Hún giftist reyndar síðar leikaranum Pet- er Ustinov. Allt frá því Angela Lansbury var sextán ára vann hún fyrir sér í næturklúbbi. Moyna fékk störf í leikhúsum í Hollywood með hjálp breskra vina. Fékk hlutverk hjá MGM Þær mæðgur björguðu síðan fjár- hag heimilisins með því að vinna í ástfangin af leikaranum Richard Cromwell. þá tvítug að aldri. Þau giftu sig en hjónabandið stóð aðeins í niu mánuði. Tveimur árum síðar hitti hún þann rétta. Peter Shaw. sern einnig var leikari hjá MGM og sem einnig var breskur. Þau voru saman í tvö ár áður en þau gengu í hjóna- band en brúðkaupið fór fram í Englandi. Þrjátiu og sjö ár eru síðan og ennþá eru þau hamingjusamlega gift. Að gera hlutina og gera þá rétt. hefur verið nokkurs konar slagorð fyrir Angelu Lansbury. Það var ekki fyrr en hún hafði fullvissað sig um aö börnin hennar hefðu náð sér upp úr erfiðleikunum að hún gat með góðri samvisku flutt aftur til Banda- ríkjanna frá írlandi. Vel fagnað í Bandaríkjunum Angela Lansbury fékk strax hlut- verk á sviði á Broadway er hún flutti vestur. Hún lék i tveimur stórum verkum á Broadway áöur en henni bauðst hlutverk í kvikmvnd að n\ju. Fyrst var það Agöthu Christie mynd- in The Mirror Crack'd og síðan Death on the Nile. Þar á eftir kom boð um hlutverkið Jessica Fletcher í Morð- sögu í sjónvarpsþáttamyndaflokki. Nú er Morðsaga „Murder, She Wrote" vinsælasti myndaflokkur sem CBS sjónvarpsstöðin framleiðir. Dóttir Angelu, Deirdre, er gift og búsett á Ítalíu þar sem hún rekur veitingahús með manni sínum. Ant- hony, sonurinn, hefur einnig komið sér vel fyrir og starfar sem fram- kvæmdastjóri. Og Angela og Peter hafa byggt sér fallegt hús í Kaliforníu þar sem eru ensk antikhúsgögn og ýmsir munir frá írlandi. samantekt/-ELA Nýir þættir Það var árið 1984 sem fyrstu þættir Morðsögu voru sýndir. Þá þætti horfðum við á í fyrravetur. Þriðja og nýjasta syrpa þáttanna verður sýnd hér á landi eftir áramótin þannig að í raun fylgjum við Bandaríkjamönn- um fast eftir i sýningum þáttanna. Enginn átti von á því í byrjun að þættir um rithöfund sem leysir morðgátur ættu eftir að reynast vin- sælir. En annað kom á daginn. Þessi rúmlega sextuga kona hefur sýnt slíka snilld í þáttunum að þeir eru með vinsælasta sjónvarpsefni í Bandaríkjunum í dag. „Jessica Fletc- her er Angela Lansbury því i Jessicu kemur fram allt það sem Angela hef- ur til að bera. Hún er vingjarnleg, gáfuð, fyndin og umfram allt aðlað- andi persónuleiki," segir framleið- andi þáttanna. í Morðsögu byggist söguþráðurinn venjulega á því sama. Jessica Lange er rithöfundur sem í hverjum þætti lendir óvænt í því að leysa morðgátu. Það er eins og morðmálin elti hana á röndum þvi það er sama hvar Jessica er stödd hún fær alls staðar mál til rannsóknar. Hún hefur einnig Angela Lansbury ásamt eiginmanni sinum, Peter Shaw. Þau hafa gengið i gegnum súrt og sætt þau þrjátíu og sjö ár sem þau hafa verið gift. Sveitalíf á írlandi Þau fundu rétta húsið í County Cork á írlandi. Hús sem var byggt árið 1825, í sveit og hafði stóra jörð, þar sem voru tré og blóm. Angela lét búa til nýtt eldhús og lagði sig alla fram í matargerð og garðrækt. Sonur Peter, Angela og sonur þeirra, Anthony. Myndin var tekin i New York árið 1979, rétt áður en Angela lagði leiklistina á hilluna til að sinna heimili og börnum. lúmskt gaman af því að snúa á lög- reglustjóra. Börnin í eiturlyfjum í hinu raunverulega lífi hefur Ang- ela Lansbury einnig fengist við að glíma við vandamál þó ekki snúist þau um morð. Hún hefur þótt jafn- snjöll í einkalífmu að ráða í vandann. Móðir hennar fékk krabbamein, bæði dóttir hennar og sonur hafa átt við eiturlyfjavandamál að stríða og hús sem hún átti í Kaliforníu, með öllum hennar persónulegu munum, brann til kaldra kola. Verst hafa henni þó fundist vanda- mál barna sinna. Sonur hennar, Anthony, var farinn ”að reykja marijúana 12 ára, taka inn LSD 14 ára og 17 ára var hann orðinn heróín- isti. „Malibu, þar sem við bjuggum árið 1960, var yfirfull af eiturlyíjum. Fyrir þessi tvö börn voru eiturlyf rétt eins og tyggigúmmí,“ segir Ang- ela. Á sjöunda áratugnuin voru eiturlyf þjóðarvandamál og komm- únur voru allsráðandi. En Angela lét vandamálið til sín taka. Kannski það hafi verið einmitt þá sem hún leysti stærsta vandamálið. Hún gaf leiklist- ina frá sér og byrjaði upp á nýtt. Þetta var einmitt um það leyti sem Angela var að ná sér upp á stjörnu- himininn. Allt síðan á fimmta áratugnum hafði hún leikið smá hlutverk en í vinsælum bíómyndum. Meðal þeirra voru The Long Hot Summer. The Dark at the Top of the Stairs og Manchurian Candidate* Upp úr 1960 fór hún að leika á Broad- way og náði þar strax miklum vinsældum. Fyrst í Anyone Can Whistle og síðan fékk hún boð um að leika í nýjum söngleik. Mame. þar sem hún varð stjarna. Angelu þótti vænt um starfið og lék þannig að hún átti hug og hjarta allra þeirra sem sáu hana á sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.