Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 25 r>v Sérstæd sakamál Dolores Clarke. veriö höfðu í tösku Ritu Worall. Hún reyndi að opna með þeim en enginn þeirra gekk að lásnum í útidyrahurð- inni. Brátt náði örvænting tökum á henni. Hún yrði að koma pokanum inn í húsið áður en maður hennar kæmi eða jafnvel lögreglan. Það sem Dolores Clarke vissi ekki var að handan götunnar sat við glugga Maynard Haystead, sjötugur maður, og fylgdist með öllu sem hún var að gera. Hann hafði verið góður vinur Ritu Worall og hafði ráðlagt henni að skipta um lás þegar hann frétti að lyklar hennar væru týndir. Hringdi á lögregluna Er Haystead hafði fylgst með þessu grunsamlega framferði um stund hringdi hann á lögregluna. Þegar hann lagði tólið á var Dolores horfm frá dyrunum en hún var þó enn við húsið. Hún var komin að húsabaki og reyndi að brjótast þar inn. Skömmu síðar heyrði hún að bíl var lagt framan við húsið. Hún var grip- in hræðslu. Var þetta lögreglan? Eða var það Greg? í rauninni var þetta lögreglubíll. Lögregluþjónarnir gengu aftur fyrir húsið þegar enginn svaraði dyra- bjöllunni. Þar fundu þeir Dolores Clarke. Hún kvaðst hafa komið tii þess að tala við mann sinn. Hann væri horfinn að heiman og byggi sennilega með Ritu Worall. Lög- regluþjónarnir gerðu henni að sýna persónuskilríki en slepptu henni síð- an. Leitin að morðingjanum hefst Skömmu síöar varð ljóst að Rita Worall hafði verið myrt. Svo ein- kennilega vildi til að það var Greg Clarke sem fann líkið. Hann hafði beðið eftir Dolores heima hjá henni í um klukkustund en síðan haldið heim til Ritu sem kom ekki heim. Þá fór hann að leita að henni. Á ferð sinni sá hann bíl Ritu og fór að svip- ast um eftir henni. Sá hann þá alblóðugt lík hennar. Hann gerði lögreglunni strax að- vart en honum fannst afar furðurlegt að hann skyldi hafa fundið úr sitt á morðstaðnum. Hann sagði lögregl- unni að það hefði horfið viku áður. Svo sagði hann frá óþekktu konunni sem hafði mælt sér mót við Ritu en hún hafði sagt honum frá þvi. Lög- reglunni fannst þetta allt grunsam- legt og kvöldinu lauk með því að Greg Clarke var handtekinn fyrir að hafa myrt ástmey sína. Fötin finnast Næsta dag fundust svo blóðug fót Gregs við hús Ritu og þá að sjálf- sögðu morðvopnið, hamarinn um leið. Greg gat að sjálfsögðu enga skýringu gefið á þessum fundi. Sagan um ferðalagið sögð Lögreglan fékk hins vegar aö heyra söguna um hvernig gengið hefði til er starfsmenn fyrirtækisins, sem Greg og Rita höfðu starfað hjá, fóru í vorferðina að ánni. Brátt kom í ljós að Greg var að segja satt. Er rætt var við Dolores neitaði hún hins vegar að hafa mælt sér nokkurt mót við mann sinn til að ræða væntanlegan skilnað. Hún endurtók bara söguna sem hún hafði sagt lögregluþjónun- um í garðinum á bak við hús Ritu Worall. Þá beindist athyglin að henni fyrir að hafa verið við hús Ritu kvöldið sem hún var myrt. Netið þrengist Lögreglan tók nú að gruna Dolor- es. Voru nú tekin af henn fingraför. Reyndust þau þau sömu sem fundist höfðu á hurðarhúni á húsi Ritu. Svo kom í ljós að á tröppunum var blóð úr sama blóðflokki og Rita hafði verið í. Segja má svo að málið hafi verið leyst er plastpokinn, sem Dol- ores hafði geymt fót manns síns í, alblóðug, fannst í fórum hennar ásamt lyklunum sem verið höfðu í eigu Ritu. Greg Clarke hefur verið látinn laus en Dolores bíður dóms. Er talið víst að það verði til að þyngja dóm henn- ar að hún reyndi að fá mann sinn sakfelldan fyrir morðið sem hún framdi. Maynard Haystead. TANNLÆKNIR Hef opnað tannlæknastofu að Garðatorgi 3, Garðabæ. Engilbert Ó. H. Snorrason tannlæknir, sími 656844 HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Staða hjúkrunarfræðings er laus til umsóknar í Skjól- garði - heimili aldraðra Höfn í Hornafirði. Húsnæði er til staðar. Skjólgarður er elli- og hjúkrunarheimili með 25 hjúkr- unarsjúklinga og 23 ellivistmenn. Að auki er fæðing- ardeild á heimilinu. Allar upplýsingar veita Amalía Þorgrímsdóttir hjúkr- unarforstjóri og Ásmundur Gíslason ráðsmaður. Símar 97-81221 og 97-81118. Skjólgarður - heimili aldraðra HAFNARFJÖRÐUR VIÐIVELLIR Stuðningsfóstra, fóstra eða þroskaþjálfi, óskast í 37,5 prósent starf. Uppl. gefur Þórelfur Jónsdóttir for- stöðukona í síma 52004. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði FJÁRVEITINGANEFND ALÞINGIS Þeir sem kynnu að óska eftir viðtali við fjárveitinga- nefnd vegna styrkumsókna þurfa að panta viðtal hjá starfsmanni nefndarinnar Ásdísi Sigurjónsdóttur í síma 11 560 (213 eða 200), í síðasta lagi 23. októb- er. Viðtöl þessi munu eiga sér stað dagana 28! október - 6. nóvember. Skrifleg erindi skulu hafa borist nefndinni í síðasta lagi 20. nóvember nk. Fjárveitinganefnd ítalskir GÖTUSKÓR Litir: Svart, grátt, brúnt Verð 2.506,- Mjúkir, vandaðir leðurfóðraðir Opið 10-16 laugardaga Póstsendum ffSfj llURð !■■! KREDIT Austurstræti 6 - sími 22450 - Laugavegi 89 - sími 22453

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.