Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 7 _________________Fréttir Kolsýra: Um 1200 tonn seld á árinu Notkun á kolsýru hérlendis hefur tvöfaldast frá því að Sjóefnavinnslan hf. hóf kolsýruvinnslu í ársbyijun. Kolsýruverð lækkaði um helming og þar með opnaðist miklu stærri mark- aður. Nú er kolsýrunni hleypt í gróðurhúsin í vaxandi mæh og gróð- urinn þýtur upp. Byrjað er að nota hana við slátrun á eldislaxi og næst verður kolsýran líklega notuö með sama hætti við slátrun loðdýra og svína. Allt árið í fyrra voru seld um 650 tonn af kolsýru, samkvæmt heimild- um DV. Tahð er að salan verði ekki undir 1.200 tonnum á þessu ári. Fram- leiðslugeta þeirra sem eru í kolsýrunni hér er um 3.200 tonn. Aukin notkun snýr ýmist að því að lífga gróður eða deyða dýr, eins og fyrr segir. Kolsýran er notuð tíl þess að svæfa dýrin sem síðan eru afhfuð. Þá er kolsýran einnig notuð í föstu formi til kælingar. Forsetamaturinn er th dæmis fluttur um ailar jarðir kældur í þurrís. Hann hefur þann kost að bráðna ekki niður heldur gufa upp. Af honum er því engirm sóða- skapur og þess vegna hentar hann vel í gáma og flugvélar, svo dæmi séu nefnd. Loks má nefna að kolsýra er notuð við snöggfrystingu matvæla, svo sem matarskammta. Ef Hitaveita Suðumesja kaupir Sjó- efnavinnsluna er reiknað með aö hún leiti samvinnu við fyrirtæki sem hafa hagsmuna að gæta á þessu sviði. -HERB Raufarhöfh: Miklar framkvæmdir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyit Mjög mikh atvinna hefur verið á Raufarhöfn á þessu ári. Auk mikiha framkvæmda við höfnina, sem voru stærsta verkefnið á staðnum, voru gangstéttir lagðar víða og myndarlegt tjaldstæði útbúið. Tvö einbýhshús á vegum verka- mannabústaða eru í byggingu og á að taka þau í notkun á næsta ári. Þá verð- ur hafin bygging á tveimur öðrum og haldið áfram á þann hátt næstu árin. Auk þess eru nokkrir einstakhngar á Raufarhöfn að byggja einbýhshús. Lokið er hönnun á fjórum íbúðum fyrir aldraða og hefjast byggingar- framkvæmdir á næsta ári. I sumar hefur verið unnið að viðgerðum og endurbótum á hehsugæslustöðinni auk annarra verkefna og að sögn Gunnars Hhmarssonar sveitarstjóra hefur verið meira en nóg að gera og einungis vantar fleira fólk th starfa. Ríkisendurskoðandi: Flugstöðin í rannsókn „Við stefnum að því að ljúka rann- sókn á reikningum og samanburði á áætlunum og niðurstöðum varðandi Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en lánsfjárlög koma th lokameðferðar á Alþingi," segir Hahdór Sigurðsson rík- isendurskoðandi. Fjármáiaráðherra fól embætti hans þessa rannsókn. Hahdór segir að auk nokkurra manna hjá embættinu sem koma að þessari rannsókn vinni tveir verk- fræðingar að henni sem sérstaklega voru fengnir th verksins. „Við höfum ekkert vit á tæknimálum hér og urð- um því að leita annað th þess að leggja mat á tæknhegar hhðar málsins," seg- ir ríkisendurskoðandi. Samkvæmt þessum upplýsingum er varla von á niðurstöðum rannsóknar- innar fyrr en í desember. -HERB NISSAIVI PATHFINDER NISSAN PATHFINDER VERÐUR FÁANLEGUR INNAN SKAMMS í ÖLLUM GERÐUM ★ Nissan Pathfinder er með 6 strokka bensínvél (sama vél og er í Nissan sportbílnum 300 zx). ★ Nissan Pathfinder er einnig með 2.4 lítra bensínvél, þrælöflugri. ★ Nissan Pathfinder er fáanlegur með sjálfskiptingu eða 5 gíra. ★ Nissan Pathfinder er fáanlegur með ótal aukahlutum. Ef hinir kröfuhörðu jeppagagnrýnendur Bandaríkjanna eru á einu máli um að Nissan Pathfinder sé sá besti, þá hlýtur að vera fótur fyrir því. PATHFINDER VERÐUR TIL SÝNIS í REIÐHÖLLINNI NÚ UM HELGINA - 17. OG 18. OKTÓBER - KL. 10-20 BÁÐA DAGANA 03 tí Ill i \ dí 1957-1987 Ny Í3„°Í :i| IIMGVAR HELGASON HF ■ HR Sýningarsalurinn/Rauðageröi, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.