Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. Helgi Tómasson fær afburðagóða dóma í Dance Magazine Afturhvarf til grundvallar atrið a Charles Gil og Pascale Leroy, fremst, og Wendy Van Dyck og Lawrence Pech endurspegla það sigilda i dansinum sem Helgi stefnir að með stjórn sinni á San Francisco-ballettinum. í umræðum um dans, sem fram fóru viö Stanfordháskóla í febrúar, nokkrum vikum eftir að fimmtug- asta og fjórða starfsári San Franc- isco-ballettsins lauk, lýsti Helgi Tómasson, stjórnandi hans, yflr því að dansinn væri „lifandi og í fram- sókn". „En hann veröur stöðugt að taka breytingum til þess að geta ve- rið í framsókn," bætti Helgi viö. Þetta var einfóld athugasemd frá manni sem hefur gert kraftaverk með því að blása nýju lífi í þann dansflokk þjóðarinnar sem lengst hefur starfað samfleytt, San Franciscoballettinn. Á tæplega tveimur árum hefur stjórnandi flokksins, Helgi Tómas- son, endurmótað listræna tjáningu SFB. Hann hefur losað hann við svæðisbundin áhrif og gert hann að alþjóðlegum dansflokki í femstu röð. Ótrúlegur árangur Dansheimurinn er því svo vanur að hugsa um dansflokka sem þungla- malegar stofnanir sem láta illa að stjórn að þær sýnilegu breytingar sem Helgi, maður sem hætti á svið- inu aðeins fimm dögum áður en hann var skipaður stjórnandi San Franc- isco-ballettsins, hefur gert eru nánast óskiljanlegar. Helgi hefur gert SFB að framsæknum dans- flokki. Hann er að færa hann nær grundvallaratriðum sígilds balletts. Jafnframt gefur hann honum snilld- arlegt yflrbragð án glyss og hann gerir það með því að gefa fordæmi en ekki með því að gefa út stefnuyfir- lýsingu. Loforð hefur hann engin gefið. Aðeins sýnt árangur. 1987gottár Sýningartími balletsins 1987 færði honum marga viðurkenninguna en Evelyn Cisneros. aflið að baki honum var viðleitni Helga til þess að láta flokkinn til- einka sér leikræna og tæknilega fullkomna tjáningu sem hann hafði sjálfur oröið þekktur fyrir á sviöinu. Alveg eins og hann hafði sjálfur magnað sína eigin tilfinningu fyrir tónlist og taktaröð við samningu dansa þegar hann sneri sér að þeim þætti listarinnar, hefur Helgi nú gert þessa eiginleika enn meira ráðandi. í rauninni hefur hann gert þá að fag- urfræöilegum raison d’etre alls dansflokksins. Hugmyndir stjórnandans „Dansflokkur hlýtur að endur- spegla hugmyndir stjórnandans um dans,“ sagði Helgi Tómasson þegar hann var tilnefndur fjórði stjórnandi SFB. Reyndar var það í New York State Theater sem Helgi fastmótaði hugmyndir sínar um dans. Það var aftur á móti á sviði Óperuhússins í San Francisco, veturinn og vorið 1987, sem honum tókst að láta láta líkama og hug dansaranna sinna fimmtíu og eins endurspegla þær og fullkomna þannig hringinn sem hann byrjaði að draga þegar hann geröi sínar eigin uppgötvanir. Dansflokkur persóna Undir stjóm Helga Tómassonar er SFB allt í einu orðinn ballett dansara með persónuleika, allt frá alþjóöa- dansstjörnunni Jean Charles Gil til Elísabetar Loscavio, átjan ára dans- meyjar með fingerða úthmi, hlýlegt bros og arabesku sem minnir á stefni skips. Það er því þess virði að horfa á alla dansara flokksins. Helgi virðist því nú viss um að tími sé til kominn til þess aö skipa þeim í hópa því í lok sýningartímabilsins tilkynnti hann skiptingu í aðaldansara, sólódansara og hópdansara. Árangur á sviði leynir sér ekki og greinilegustu áhrif stjórnar Helga koma fram hjá karldönsurunum. Ekki síðan á dög- um Lews Christensen, sem látinn er, hefur flokkurinn haft á að skipa svo góðum og áhugaverðum karldönsur- um. Nefna má Gil, Christophér Boatwright, Timoty Fox, Simon Dow og Marc Spradhng sem Helgi réö og sömuleiðis Christopher Stowell, Christopher Anderson og Nigel Co- urtney sem voru fyrir og Helgi hefur leitt inn á nýjar brautir. Hann hefur dregið fram taktaröð þeirra en gert það þannig að áhorfendur dást frekar að ágæti útfærslunnar en glæsilegu yfirbragði. Andre Reyes sem þekktur er fyrir óvenju glæsi- leg lokaspor tók miklum breytingum á liðnu sýningartímabih. Líkja má honum við hlut sem sjónauka er beint að og verður sífellt skýrari eft- ir því sem sjónglerin eru betur stillt. Dans hans var spennulaus, vöðvarn- ir langir og óherptir aö sjá og takta- röð þannig að hann fékk tíma til að anda eðlilega, einkum í dönsum eins og Theme and Variations eftir Ge- orge Balanchine og Divertissement d’Auber eftir Lew Christensen. Tempraður glæsileiki var áberandi mikhl hjá Charles Gil sem fór með aðalhlutverkið í nýja ballettinum eft- ir Helga Tómasson, Intimate Voices, en þar fer saman rómatísk þrá, sterk- ir taktar og fallegur dans með rétta samsvörun. CharlesGil er meðalhár og jafnglæsilegur hvort sem hann stendur kyrr eða hreyfir sig. Hann stendur grafkyrr í upphafi Intimate Voices og er mjög hugsi. Hann ber við fagurlega gerðar franskar hurðir með bláan óendan- legan himin að baki en hvort tveggja eru hluti af stórfenglegum leiktjöld- um Jens-Jacob Worsaae. Hann virðist horfa út um glugga en um leiö th glataðra tækifæra og stuttrar æsku þegar kvartett sem líkist rödd- um örlaganna syngur Spring Fant- asy eftir danska tónskáldiö Niels Gade. Gil sem á eins auðvelt með að tjá sig meö andlitinu og líkamanum færir dansflokknum leikræna fyll- ingu og skerpir myndina sem dregin er fram í Intemate Voices. Það var þetta öryggi sem einkenndi öh hlutverk Gil þetta sýningartíma- bil. Einkum er minnisstætt aðal- hlutverkið í Opus 19/The Dreamer eftir Jerome Robbins þar sem Gh bregst við á kröftuglegan og snöggan hátt er fjórar konur sækja að honum og tær þeirra minna á ískróka er þær skeha á gólfmu. Hann er einnig sá sem mest ber á sakir styrks af döns- urum flokksins í uppfærslu Peters Martin á La Sylphide eftir Bournon- ville en þar fer Gh með hlutverk þjáðs manns sem er rekinn áfram af köllun sem er bundin honum einum. í þessu hlutverki, alveg eins og í In- timate Voices, gefur Gil öllum bal- lettinum leyndardómsfullt yfirbragð. Það sem gerir dans Gil svo einstak- lega hrifandi er hæfileiki hans til þess að láta renna saman tæknilega fuhkomnun og leik svo að tour de force, eins og fullkomin pírúetta sem verður að arabesku, verður eins og þáttur í persónugervi en ekki sviðs- bragð sem ætlað er að vekja athygli. Margir aðrir athyglisverðir Á liðnu sýningartímabili sýndu aðrir karldansarar svo sem Boatw- right, Fox Spradling, Dow, Stowell og Cortney nýjar hliðar. Fox í hlut- verki Mercutios í Rómeó og Júlía eftir Michael Smuin var ótrúlega kynþokkafullur á sviðinu og túlkaði vel hrokafulla ballettdansarann sem taktsetti hreyfmgar sínar svo vel að segja mátti frammistöðu hans líkam- lega hhðstæðu manns sem skarar fram úr fyrir hnyttheg thsvör. Gáfur og kímni einkenna hreyfmg- ar Boatwright. Vöðvamir klæða ótrúlega mjúkan og taktfastan lík- ama. Þótt Dow hafi aðeins komið fram þrívegis var mikið talað um hann í hlutverki Rómeós. Þá er rétt að nefna Spradling og Tracy-Kai Maier í pas de deux í Agon eftir Balanchine. Gil bestur Meðal kvendansaranna er enginn sem hægt er að bera saman við Gh þótt Ludmha Lopukova, sem lærði hjá Kirovballettinum, sé næstum eins góð. Stíll hennar einkennist af uppruna hennar. Hún stendur sig best í síghdum hlutverkum eins og Sylph í La Syphide. Frammistaða hennar í Bizet Pas de Deux eftir Helga Tómasson, þar sem hún dans- aði þjóðdansadúett með David McNaughton, sýndi hins vegar áhorfendum að undir heldur köldu yflrbragði leynist spennuminni dansari. Evelyn Cisneros, fyrrum aðaldansmær flokksins, var fögur að sjá en ekki upp á sitt besta þetta sýningartímabil. Hún þarf á sterkum mótdansara að halda eins og fram kom í Eternal Idol þar sem hún dansaði með Boatwright. í þessu verki Smuin fór vel saman styrkur hans og vald og óróinn sem einkenndi hana. Um æfingarnar og verkefnin Alhr dansarar SFB sýndu aukinn ákafa og einbeitingu þetta sýningar- tímabh. Koma þar th þær kröfur sem Helgi Tómasson og aðstoðarkona hans, Bonita Borne, gera til dansar- anna með daglegum æfmgum og með því að skipta stöðugt um viöfangs- efni. í stað þess að dansa hlutverk í Charles Gil í upphafsatriði Intimate Voices, ballett eftir Helga Tómas- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.