Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 49 Þotuliðið kann vel að meta MiG-15 orrustuþotur. Notaðar MiG-15 orrustuþotur vinsælar í Bandaríkjuiium - stykkið kostar aðeins 6 milljónir króna Til sölu MiG-15 orrustuþota. Lítiö notuð, mjög fullkomin (getur nærri rofið hljóðmúrinn í dýfu). Verð að- eins 6 milljónir. Þetta er auglýsing frá flugvélasala sem hefur aðsetur í eyðimörkinni norður af Los Angeles. Hann segir sjáifur að engin takmörk séu fyrir hvað hann geti útvegað af flugvélum og svo virðist sem það sé ekki fjarri lagi. TU skamms tíma einbeitti þessi sölumaður sér að kaupum á gömlum vélum innanlands. Þær gerði hann upp og seldi. í ár ákvað hann að færa út kvíamar og hefja innflutning á MiG-15 orrustuþotum sem eru sov- éskar að uppruna og þóttu ógn- vænleg verkfæri á dögum kalda stríðsins. Vélar af þessari gerð voru t.d. notaöar í Kóreustríðinu og þóttu reynast andstæðingum Bandaríkja- manna svo vel að síðan fer hrollur um margan íoðurlandsvininn þegar þær eru nefndar. Bandarikjamenn hötðu lengi hug á að eignast vélar af þessari gerð til að kynna sér ýmis leyndarmál við hönnun þeirra. Nú fýrir nokkrum árum fengu þeir nýja útgáfu þessar- ar sömu vélar í hendur og rifu hana í smátt. Það sem þá kom í ljós varð að visu til að draga úr ævintýraljóm- anum sem leikið hefur um MiG- þotumar. Úr vopnabúri Kínverja MiG-þotumar sem nú em til sölu í Bandaríkjunum era flestar fengnar frá Kínverium. Þar hafa þær verið í vopnabúrum hersins undanfama áratugi en em nú taldar úreltar og því til sölu. í Bandaríkjunum em það auðmenn sem ágimast þessar þot- ur. „Þeir sem kaupa MiG-15 þotur em sama fólkið og hingað til hefur sóst eftir glæsflegum snekkjum og sjald- gæfum bílum,“ segir George Ro- berts, sem selur þotumar. „Það er alltaf markaður fyrir ný leikfóng. Ég get boðið þessu fólki MiG-15 í stað nýrrar snekkju." Þótt markaðurinn fyrir orrastu- þotur óvinarins sé hvergi nærri mettaður, eins og markaðurinn fyrir snekkjur og glæsivagna, þá fer sam- keppnin vaxandi. Nú er vitað um annan flugvélasala sem býður MiG-15 þotur sem fengnar era frá Póllandi. „Það er enginn hörgul! á MiG- þotum á markaðum," segir Bob Fay, sem vinnur að ráðgjöf hjá banda- ríska vamarmálaráðuneytinu. „Fjöldi ríkja, sem eitt sinn nutu hemaðaraðstoðar frá Sovétríkjun- um, er nú tilbúinn til að selja gamlar þotur af þessari gerð.Þessi viðskipti era í engu ólík öðram viðskiptum með flugvélar.“ Góð kaup George Roberts er á sama máli. „Það munar ekki miklu að kaupa MiG-15 og einhverja aðra gamla flug- vél. Þessar vélar era þó trúlega öraggari en flestar aðrar litlar vélar sem era á markaðnum. í þeim er minni rafeindabúnaður en nýtísku þotum og þegar vélamar eldast gánga þær handvirku síður úr sér. MiG-15 þotumar, sem George Ro- berts selur, voru smíðaðar árið 1954 og vora í notkun til ársins 1984. „Þessar vélar eru í ágætisástandi," segir hann. „Flestum þeirra hefur aðeins verið flogið í nokkur hundrað klukkustundir." Þegar þotumar komu til Banda- ríkjanna vora þær vopnaðar þungum hríðskotabyssum. Þær varð að sjálfsögðu að fjariægja áður en þær vora skráðar. Önnur skilyrði era ekki sett ef frá er tahð að sýna verður fram á að vélarnar séu flug- hæfar. Það hefur aldrei verið vandamál þegar MiG-þotur era ann- ars vegar. MiG-þoturnar eru skráðar sem til- raunavélar vegna þess að þær voru ekki upphaflega gerðar til almennra nota. Þar með lenda þær í sama flokki og Voyager-vélin sem flogið var fyrr á árinu í kringum hnöttinn án þess að taka eldsneyti á leiðinni. Þessi skráning gerir það að verkum að yfirvöld geta bannað notkun þeirra án fyrirvara ef talið er að þær geti valdið hættu. Flugherinn ekki lengur hræddur Þrátt fyrir að bandarískum hem- aðaryfirvöldum hafi á liðnum áram staðið nokkur beygur af MiG-15 þá bregður nú svo við að engar athuga- semdir hafa komið þaðan vegna flugs þeirra i bandarískri loftlielgi. Rauða stjaman á vængjum og bol hefur jafnan verið einkennismerki þessara véla og hún fær að vera á sínum stað. Roberts segir að enginn hörgull sé á kaupendum að MiG-15 þrátt fyrir að verðið sé 150 þúsund Bandaríkja- dalir á ódýrustu gerðunum. Hann býður einnig betur búnar vélar og hækkar verðið eftir því sem meira er af aukabúnaði. „Þegar alls er gætt lilýtur þetta að teljast lágt verð,“ segir Roberts. Hann ætlar heldur ekki að láta við það sitja aö flytja einungis inn MiG-15 þvi hann hefur lagt drög aö kaupum á MiG-21 sem er sambærileg við F-4 Phantom1 þotima bandarísku. „Sú þota verður öragglega dýrari. en þegar menn era á annað borö til búnir til að eyða fjármunum sínum í gamlar orrustuþotur þá skiptir verðið ekki máli,“ segir Roberts. -GK Háir vextír Grunnvextir á Kjörbók eru nú 27% á ári og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ári. Ef innstæða, eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 28,4% og í 29%> eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 31,1%) án verðtryggingar. Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þrátt fyrir háa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,8%), en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin erbæði einfaltog öruggt sparnaðarform. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.