Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Page 27
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 39 3 í ást?“ deild. Þaö varð úr að ég tók inntöku- próf í myndlistaskólann.“ - Og stóðst? „Já, já, síðan hef ég verið í þessum skóla. Það er margt skynsamlegt og mjög merkilegt sem maður lærir í svona „Art School“.“ Alkalískemmdir - Það sem er að vefjast fyrir mér er hvernig þér gengur að blanda þessu saman: „Þetta helst nú allt í hendur, skal ég segja þér, myndlist og dægurlaga- gerð. Þetta er allt í einum graut. Spurningin er hvað hentar. Náttúr- lega hentar mér best, þegar allt kemur til alls, að gera texta og mús- ík, það er öruggari markaðsvara." - Hmm... „Svo er ég líka vanari því. Mér finnst voða gaman að mála en þegar allt kemur til alls á ég dýpri rætur í texta og sönglagagerð.“ - Betri markaðsvara, segir þú. Ertu þá góður listamaður? Hvað segja markaðslögmálin um þig, selst þú? „Ég hugsa ekki um það þannig. Ég er allavega góður iðnaðarmaður. Ég treysti mér alveg til að fullyrða það og ég legg mig í líma við að vera góð- ur iðnaðarmaður. Þar sem mín geta stoppar fæ ég bara „spesíalista" til að aðstoða mig. Ég er ekkert sérstaklega slunginn hljóðfæraleikari, ég er meira aö segja mjög lélegur hljóðfæraleikari. Ég heí ekkert vit á „pródúksjón" en er hins vegar mjög góður útsetjari, fyrir sjálfan mig. Eg get útsett fyrir öll hljóðfærin sem ég get ekki spilað á. I gegnum fimmtán ára tónlistarfer- il minn hef ég aldrei getað lagt á mig að pæla í hvernig takkarnir virka. Þá fæ ég mér góðan mann á því sviði. Það að semja lögin, textana og út- setja, það geri ég af stakri vand- virkni. Maður gerir ákveðnar gæðakröfur til sjálfs sín. Mér finnst svona, þegar ég horfi í kringum mig á dægurlagagerð á Islandi, að menn láti eftir sér að slaka svolítið á gæða- kröfum, til dæmis til textanna sinna, meðan músíkin er mjög góð. En þetta heitir bara góð iðnaðar- mennska. Þegar verið er að byggja hús þá verða yfirtrésmiðurinn og yfirmúrarameistarinn báðir að vera mjög góðir og gera sem þeir geta. Annars koma upp alkalískemmdir og alls konar svoleiðis.“ Og Tómas - Þú og Tómas Tómasson unnuð prýðilega saman á í góðri trú. Útsetn- ingarnar voru góðar og þetta hljóm- aði vel: „Tómas byggði þetta á mínum út- setningum. Svo byggði hann endan- legar versjónir á þeim og lagði ansi mikið af sinni pælingu í það. Hann gerði þetta mikið eftir sínu höfði svo platan bar mikinn svip af Tómasi og hans aðferðum." - Varstu sáttur við það? „Já, mjög ánægður með það. Hann fór aldrei burt frá mér í útsetningun- um. Hann beitti sinni kunnáttu, sem ég hef ekki hundsvit á, til að fá þetta ákveðna sánd. Mörgum fannst þetta hljóma mjög fágað og ég er sammála því.“ „Nett undrandi" - Já, svara ég og sýp á djúsinu. Svo svík ég loforðið og minnist aftur á nýju plötuna - segi: Gaman að vita hvað fólki finnst um hana: „Já, það er spennandi.11 - Skiptir það þig einhverju máli? „Það skiptir mann náttúrlega alltaf einhverju máli. Ef ég væri milljóna- mæringur þá myndi það skipta mig minna máli. Það er nú alltaf soldið kikk að gera eitthvað sem fólki alls ekki líkar, sérstaklega ef maður er mjög vel sannfærður um það sjálfur. Það er voða ánægjulegt að fá ein- hverjar ægilegar „reaksjónir" gagnvart því sem maður er að gera.“ - Þú fékkst svoleiðis viðbrögð nátt- úrlega hér í eina tíð: „Á köflum, jú, jú. Maður veröur stundum svona nett undrandi. En í rauninni held ég að manni sé sama. Maður hugsar sem svo að þetta sé bara þeirra misskilningur." - Þá hefur þetta líka töluvert breyst með árunum. Það er kominn nýr hópur sem er farinn að hlusta á þig, hópur sem vissi ekkert af þér fyrir fimmtán árum: „Ég kann náttúrlega engin deili á því. Hún seldist jú vel, platan, í fyrra. Ég veit það samt ekki. Nú er ég búinn að vera að flakka um landið heilmik- ið, fara í hvert einasta pláss og halda hljómleika. Þá slæðast kannski ein- hverjir inn á slíka hljómleika sem ekki hafa keypt mínar plötur áður og líst vel á þetta. Svo kemur ný plata og þá kaupa þeir hana.“ „Ekki óbærilega vondur“ - Ég átti eiginlega ekki bara við þá, þræti ég. Ég er líka að tala um þá sem voru sjö, átta ára í gúmmískóm þegar fyrsta platan kom út. „Já, já, þeir eru orðnir eldri og fara að pæla í músík. Ég kann eiginlega engin skil á því heldur. Einhverra hluta vegna finnst þeim gaman aö þessu." . - Það sem ég er að fara í sambandi við áheyrendur er að þér er núorðið nánast alls staðar tekið opnum örm- um, eins og til dæmis í fyrra. Margir tóku þig einhvern veginn í sátt eftir öll þessi ár og hugsuðu sem svo: Þetta er nú bara ekki slæmt. „Ég skil þig,“ segir Megas og hugs- ar sig örlítið um. „Það endar nú alltaf með því að maður er tekinn í sátt vegna þess að maður er í sjálfu sér ekki mjög vondur, ekkert óbærilega vondur. Þannig er það að tíminn líð- ur og allt mildast. Það eru ekki lengur neinar harðar „reaksjónir". Að lokum er ég bara venjuleg mark- aðsvara sem fólk getur valið um til þess að gera fordómalaust. Ég meina, hvað er jú um að veþa á íslenskum poppmarkaði? Það eru poppgrúppur, Stuðmenn og hinir og þessir. Svo eru einstaklingar sem eru flokkaðir sem trúbadorar, hversu mikiö af hljóð- færum sem þeir hafa í kringum sig. Það erum við Bubbi, Sverrir Storm- sker, Bjartmar og fleiri. Þetta liggur svo allt saman í rekk- um. Fólk getur gengið að plötunni minni eins og öðrum, fengið hana spilaða og sagt: Þetta er ekki svo slæmt.“ - Fólkerkannskiekkijafn-hátíðlegt og áður: „Ja, fólk hefur nú kannski ekki svo mikið breyst. Það er kominn einhver nýr í staðinn fyrir mig sem „skandal- iserar“.“ Meistari... - Svo ertu iðulega kallaður meistari Megas... „Það er uppfynding fjölmiöla. Það er ekki deilt út neinum meistara- gráðum á íslandi eins og í einhverri virðulegri stofnun. Og þú fyrirgefur og afsakar en ég tek nú ekki mikið mark á því sem á þennan hátt verður til í fjölmiðlum. Þessi titill skiptir mig ekki máli.“ - Einmitt. Maður tók eftir þessum hátíðleika í kjölfar gulu plötunnar. Þú varst kynntur mjög hátíðlega, til dæmis í útvarpi. Fólk sagði til dæm- is: „Og hér er meistari Megas með lag af plötunni í góðri trú.“ Ólíkleg- asta fólk. „Alveg rétt. Þetta hefur þú heyrt í útvarpi - meistari þetta, meistari hitt. Þetta er bara tilhneiging til aö setja í flokka.“ ' - Já, mig langaði bara til að bauna þessu á þig og athuga viðbrögðin. Megas hlær, ómóðgaður sýnist mér. - Það verður gaman að heyra Reykjavíkurplötuna. Ég ætla að minnsta kosti ekki að spyrja þig neitt um hana meira. Það er svo erfitt að tala um músík. Og biöja einhvern að lýsa tónlist sinni í orðum er náttúr- lega alveg ófært. En þegar platan hefur samlagast jólaflóðinu, hvað þá? „Mín plön ná nú ekki langt fram í tímann. Ég geri ráð fyrir að spila bara sem allra mest einn. Þessi smái markaður hér gerir það að verkum að það er flókið mál og áhættusamt " að leggja upp með eitthvert band. Potturinn er svo litill og kostnaður- inn við bandið svo mikill að það er flóknara. Ef maöur mögulega getur plummað sig með einn kassagítar þá gerir maður það.“ Eins og sagan - Svo koma páskar. Ætlar þú að hlúa að sálmum Hallgríms einu sinni enn? „Nei, veistu, ef ég hefði efni á því myndi ég hafa Passíusálmakonsert einu sinni á ári. Það gerir sig bara ekki. Það er enginn markaður fyrir Passíusálmana, bara kostnaður. Ég er í þeirri deild sem veröur fyrst og fremst að taka nótis af markaðnum. Ef ég væri byltingarsinnað ljóðskáld’ eða eitthvað svoleiðis þá myndi ég gefa út mínar ljóöabækur í trássi við markaðinn. Nú er ég dægurlagasöngvari. Þá fjármagna ég sjálfan mig náttúrlega á þann hátt. Ég get hugsanlega verið á mörgum sviðum innan þess ramma. Ég gæti sungið gömul dæg- urlög, mín eigin lög eða Passíusálm- ana. Það sem borgar sig að gera af þessu, það sem markaðurinn þolir helst, eru mín eigin lög. Passíusálm- arnir njóta ekki nægilegra vinsælda og ég treysti því ekki heldur að mark- aðurinn myndi falla fyrir mínum útgáfum af gömlum dægurlögum. Þannig að ég vel það sem fram- fleytir mér.“ - Óg fmnst gaman: „Já, ég er náttúrlega að skemmta mér,“ segir hann og hlær. Ódysseifur er enn snúinn aftur og býr við Þórs- götuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.