Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 59- Fólk í fréttum Siguigeir Sigurðsson Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamamesi, var í fréttum DV á fimmtudaginn vegna umdeildrar samþykktar sjálfstæðismeirihlutans þar um byggingu átján húsa á Val- húsahæð. Sigurgeir fæddist 14. desember 1934 á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki 1951 og var í V.í. 1951- 52. Sigurgeir var starfsmaður vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli 1952- 59 og sölumaður hjá Ford- umboðinu Kristján Kristjánsson hf. 1959-65. Hann var sveitarstjóri á Seltjamamesi 1965-74 og bæjarstjóri Seltjarnarneskaupstaðar frá 1974. Sigurgeir hefur verið í sveitarstjóm Seltjamamess frá 1962 og varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi í nokkur ár. Hann hefur verið formaður íþróttafélags- ins Gróttu á Seltjamamesi. Kona Sigurgeirs er Sigríður Gyöa Sigurðardóttir, f. 13. desember 1934. Foreldrar hennar vora Sigurður, kaupmaður í Reykjavík, Sigurðsson og kona hans, Þórey kaupkona Þor- steinsdóttir, kaupmanns í Keflavík, Þorsteinssonar. Böm Sigurgeirs og Sigríðar Gyðu: Margrét, f. 1956, gift Héðni Valdi- marssyni, jarðeðlisfræðingi og starfsmanni hjá Hafrannsóknastofn- un, og eiga þau tvær dætur; Sigurður Ingi vélstjóri, f. 1958, giftur Lóu Hjaltested og eiga þau tvö böm; Þór, f. 1967, nemi. Bróðir Sigurgeirs er Eiríkur, vöra- bílstjóri á Sauðárkróki, giftur Margréti Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni. Foreldrar Sigurgeirs vora Sigurður P. Jónsson, kaupmaöur á Sauðárkróki, og kona hans, Ingi- björg Eiríksdóttir. Faðir Sigurðar var Jón, verslunarmaður á Sauöár- króki, Daníelsson, b. á Skáldsstöðum í Eyjafirði, Daníelssonar. Móðir Jóns var Guðrún Sigurðardóttir, b. í Gröf í Kaupangssveit, Randverssonar, bróður Halls Þórðarsonar, langafa Jóns Sigurðssonar, alþingismanns á Reynistað. Móðir Sigurgeirs, Ingibjörg, var dóttir Eiríks, b. í Djúpadal í Skaga- firði, Jónssonar. Móðir Eiríks var Valgerður Eiríksdóttir, b. í Djúpa- dal, bróður Bjama á Bakka í Viðvík- ursveit, fóður Eiríks, föður Páls Valdimars, fóður Emils Walters list- málara og Bill Cody sem er talinn faðir Ronalds Reagan. Faðir Eiríks var Eirikur, prestur á Staðarbakka, Bjamason. Móðir Ingibjargar var Sigríður Hannesdóttir, b. á Axlar- haga, Þorlákssonar. Móðir Hannes- ar var Sigríður Hannesdóttir, prests á Ríp, bróður Eiríks, prests á Staðar- bakka. Móðir Sigríðar í Djúpadal var Ingibjörg Þorleifsdóttir, b. á Botna- stöðum í Svartárdal, Þorleifssonar, ríka í Stóradal, af Skeggstaðaætt- inni, bróður Salóme, langömmu Pálma á Akri. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg, fóðursystir Indriða Ein- arssonar rithöfundar. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, prests í Glaumbæ, Sigurgeir Sigurðsson. Magnússonar og Sigríðar Halldórs- dóttur Vídalín, systur Benedikts. langafa Einars Benediktssonar skálds og Bjargar, langömmu Sig- urðar Nordal prófessors. Afmæli Bóthildur Jónsdóttir Bóthildur Jónsdóttir, Hverfisgötu 104A, Reykjavík, veröur níræð á morgun. Bóthildur fæddist á Ragn- heiðarstöðum í Gaulverjabæjar- hreppi og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs en þá fluttu foreldrar hennar að Syðri-Sýrlæk, þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1915. Bóthildur var því í Reykjavík 1918 og lá þá átta vikur rúmfóst í spönsku veikinni. Þegar til Reykja- víkur kom bjó fiölskyldan fyrst hjá fóðurforeldrum Bóthildar að Spít- alastíg 10 en þegar Bóthildur fór sjálf að búa flutti hún og maður hennar á Grettisgötu en síðan eftir nokkur ár á Hverfisgötuna þar sem hún hefur nú búið í ein sextíu ár. Maður Bóthildar var Sumarliði Gíslason, f. 14. mars 1892, er lést fyr- ir fimmtán árum. Sumarliði var sjómaður alla sína tíð, fyrst á skút- um og síðan á togurum. Þau Bóthildur og Sumarliði eign- uðust átta böm en Bóthildur átti eina dóttur fyrir hjónaband: Guð- rúnu Magnúsdóttur. Böm Bóthildar og Sumarliða eru: Lára, gift Poul Guess bílamálara, búa í Bandaríkj- unum og eiga tvö böm; Gíslína, gift Guðbjarti Jónssyni, starfsmanni hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, og eiga þau fjögur böm; Gunnar, starfsmaður hjá Áburðarverksmiðj- unni, býr í Reykjavík, giftur Bryn- hildi Jónsdóttur og eiga þau tvær dætur; Hildur, gift bandarískum manni, Chester að nafni, rafmagns- verkfræðingi, býr í Bandaríkjunum; Unnur Kristín, gift Hreini Sigurðs- syni, bflstjóra í Reykjavík; Ingibjörg, býr í Bandaríkjunum, gift rafvirkja sem heitir Bob og eiga þau tvö böm; Gísli, starfsmaður í Straumsvik, býr í Hafnarfirði, giftur Guðrúnu Marsi- bil og eiga þau flögur böm; Ásgeir, verkamaður í Hafnarfirði, giftur Valgerði Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú böm. Bóthfldur var einbimi en foreldrar hennar vom Jón Arason, b. á Ragn- heiðarstöðum í Flóa, og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir frá Þing- hóli í Hvolhreppi. Olafur Þorgrímsson Ólafur Þorsteinn Þorgrimsson hrl. og tónskáld er áttatíu og fimm ára á morgun. Ólafur fæddist í Reykjavik og ólst upp í Laugarnesi. Hann lauk embættisprófi i lögfræði frá H.í. 1928 og stofnaði málflutningsskrifstofu 1928 sem hann rekur enn. Ólafur varð hrl. 1940 og var einn af stofn- endum Strætisvagna Reykjavíkur 1931 og formaður þar frá stofnun tfl 1938 en framkvæmdastjóri 1934-38. Hann var einn af stofnendum Tón- listarfélagsins og hefur setið í stjórn þess frá upphafi og formaður síðustu árin. Hann hefur setið í skólanefnd og síðar skólaráði Tónlistarskólans og hann var einn af stofnendum Sambands íslenskra karlakóra 1929. Kona Ólafs var Ásdís Ingiríður, f. 27. nóvember 1909, sem lést 1987, Pét- ursdóttir, sjómanns í Reykjavík, Sigurðssonar, og konu hans, Guð- rúnar Gróu Jónsdóttur. Börn Ólafs og Ásdísar eru: Ema Guðrún, giftist Einari Inga Jónssyni prentsmiðjueiganda sem lést 1987. og Kjartan Reynir hrl., giftur Krist- ínu Ónnu Sigurðardóttur. Foreldrai’ Ólafs vom Þorgrímur Jónsson, söðlasmiður í Laugarnesi, og kona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir. í til- efni af áttatíu og fimm ára afmæli Ólafs hafa afkomendur hans gefið út nótnahefti með tónverkum hans. 75 ára_____________________ Geir Vilbogason, Brávallagötu 20, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. 70 ára_____________________ Kristinn Morthens, Ásenda 13, Reykjavík, verður sjötugur á morg- un. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Guðjón O. Bjarnason, Ennisbraut 18, Ólafsvík, verður sjötugur á morgun. Bára Ásbjarnardóttir, Furulundi 1D, Akureyri, verður sjötug á morgun. 60 ára Sérverslun Magnús Jónsson, Álftatröðum, Hörðudalshreppi, verður sextugur á morgun. með blóm og skreytingar. Jón Helgason framkvæmdastjóri, Kambsmýri 2, Akureyri, verður sextugur á morgun. p,0E>lóm '^Qskncjtingar Laugauegi 53, sími 20266 Sendum um land allt. Sigrún Ásbjarnardóttir, Hafnar- götu 22, Siglufirði, verður sextug á morgun. Kristín Inga Benediktsdóttir, Barðavogi 32, Reykjavík, verðúr sextug á morgun. 80 ára________________________ Inger María Nilsen, Vallargötu 31A, Keflavík, er áttræð í dag. Bjarni Sveinsson, Brúarlandi, Öng- ulsstaðahreppi, er áttræður í dag. 75 ára_______________________ Sigurður Jóhannesson bóndi. Þor- valdsstöðum, Hvítársíöu, er sjötíu og fimm ára í dag. Ólöf Guðmundsdóttir, Byggðavegi 111, Akureyri, er sjötíu og fimm ára á dag 70 ára_______________________ Metúsalem Sigmarsson bifvéla- virki, Garði, Reyðarfjarðarhreppi. er sjötugur í dag. 60 ára______________________ Eyvindur Ásmundsson eftirlits- maður. Borgarbraut 18. Borgar- nesi, er sextugur í dag. Ólafur Jóhannsson. Suðurgötu 76. Siglufirði, er sextugur í dag. 50 ára_______________________ Pétur Lárusson. Káranesi. Kjós. er fimmtugur í dag. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Sveinn Þorkelsson. Arahólum 4. Reykjavík. er fimmtugur í dag. Einar O. Valgeirsson. Túngötu 17. Miðneshreppi. er fimmtugur í dag. 40 ára_________________________ Óskar Þór Þráinsson. Leirubakka 10. Reykjavík. er fertugur í dag. Heiða Sigurðardóttir. Víðihlíð 4. Sauðárkróki. er fertug í dag. Guðmundur Sigurðsson. Sunnu- braut 8. Hafnarhreppi. er fertugur í dag. Guðjón Hreiðar Árnason. Ugluhól- um 4. Reykjavík, er fertugur í dag. Ólafur Óskar Einarsson. Snælandi 3. Reykjavík. er fertugur í dag. 50 ára________________________ Erla ívarsdóttir. Skarðshlíð 28F. Akureyri. verður fimmtug á morg- un. 40 ára________________________ Gunnhildur Magnúsdóttir, Kamba- seli 27, Reykjavík, verður fertug á morgun. Emil Róbert Karlsson, Miðstræti 90, Vestmannaeyjum, verður fer- tugur á morgun. Baldvin Baldvinsson, Sólvallagötu 27, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Ingunn Pálsdóttir, Gerðavegi 16, Gerðahreppi, verður fertug á morgun. Steingrímur Níelsson Steingrímur Níelsson, Höíðahlið 17, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. Steingrímur fæddist á Æsu- stöðum í Eyjafirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann fór til Reykja- vikur 1929 og var þar í fimm ár. Hann gekk þá í Verslunarskólann en stundaði einnig almenn verka- mannastörf á eyrinni og í bygginga- vinnu. Eftir að Steingrímur kom aftur norður stundaði hann leigu- bílaakstur á Akureyri um nokkurt skeið en fór síðan að búa. Hann bjó nokkur ár að Núpufelli við Eyjafjörð en kev'pti jörðina að Æsufelli 1940 og hóf búskap þai- fimm árum síðar. Þar bjuggu þau hjónin til ársins 1970 en þau em nú búsett á Akureyri. Kona Steingríms er Sigríður Pálmadóttir. f. 1. október 1919. For- eldrar hennar: Pálmi. b. og oddviti að Núpufelli. Þórðarson og kona hans. Áuður Þorsteinsdóttir. SvTiir Steingríms og Sigriðar eru: Auðuim Smári. f. 1945. er b. að-Æsu- stöðum. giftur Hrefnu Guðjónsdótt- ur, en þau eiga tvær dætur og einn son; Bragi, býr á parti af Æsustöð- um. f. 1947, ógiftur: Baldur. f. 1949. vinnur við jámsmiðar á Akureyri. giftur Jóhönnu Hafdisi. ættaðri úr Skíðadal. og eiga þau tvö börn. Foreldrar Steingríms eignuðust sex börn en hann á nú eina systur á lfli. Tveir drengir. sem báðir hétu Valdimar. dóu komungir en systur Steingríms: Jónina Hólmfríður píanókennari. sem er látin. gift Sveini Frímannssv-ni. sjómanni á Siglufirði. þau áttu tvö böm: Helga. ljósmóðir í Reykjavik, sem er látin. hún átti tvær dætur: Jónheiður. er eina systkini Steingríms á lifi. gift Hailiða Jónssyni. píanóleikara í Rvík. og eiga þau þijár dætur. Foreldrar Steingríms: Níels Sig- urðsson. b. á Æsustöðum í Evjafirði. bróðir Magnúsar á Grund í Evja- firði. og kona hans. Sigurlína Sig- tryggsdóttir. Jón E. Sigurgeirsson Jón E. Sigurgeirsson skipstjóri. Völusteinsstræti 14. Bolungarvík. er fimmtugm- í dag. Jón fæddist í Bol- ungarvik og er alinn þar upp í foreldrahúsum. Hann hefur veriö sjómaður frá fimmtán ára aldri. Jón var lengi háseti og stýrimaður á vél- bátum frá Bolungarvík og þá lengst af á Guðmimdi Pétui's sem var tvö hundruð og fimmtíu lesta linuskip. en hann hefur verið skipstjóri á Heiðrúnu. ásamt Einari Hálfdánar- svmi. frá þvd að togarinn kom til Bolungarvdkur. Kona hans er Jónína Kjartans- dóttir. f. 29. september 1940. en foreldrar hennar fluttu tfl Bolungar- víkur frá Ólafsfirði. Faðir hennar. Kjartan sjómaður Guðjónsson. er ættaður frá Hlíð undir EyjaíjöDum en móðir hennar. Halldóra Maríus- dóttir. sem nú er látin. átti ættir að rekja norður á Strandir og frá Bol- ungarvík. Jón og Jónína eiga fimm uppkom- in böm: Víðir. f. 31. janúar 1956. er skipstjóri á Dagrúnu frá Bolimgar- vík. Sambýliskona hans er Jóna Amórsdóttir. Þau búa í Bolungarvík og eiga fjögur börn: Margrét. f. 25. desember 1959. er gift Guðmundi Jóni Matthíassyni tæknifræðingi. Þau búa í Reykjavik og eiga einn son: Guðmmidur. f. 19. desember 1960. er fyTsti stýTÍmaður á frystitog- aranum Margréti frá Akureyri. Sambýliskona hans er Vigdis Hialta- dóttir. ættuð af Árskógsströnd. en þau eiga tvö börn og búa á Akur- e\TÍ: Friðgerður Brynja. f. 4. mars 1963. starfar í lögreglunni í Reykia- vik: Svala. f. 12. mars 1967. býr í Bolunganik. Hennar maður er Birkir Hreinsson. 1. stýrimaður á Sóh'únu. Jón á sjö systkini. sex systur og einn bróður. Foreldi'ar hans: Sigur- geir. skipstjóri í Bolungarvik. Sig- urðsson. og kona hans. Margrét Guðfmnsdóttir. systir athafna- mannsins góðkunna. Einars í Bolungarvik. «. Guðrún Eiríksdóttir Guðrún Eiríksdóttir frá Sand- haúgum í Bárðardal verður áttræð á morgun. Guðrún er mörgum ís- lendingum að góðu kunn efdr þijátíu og átta ára búsetu í Kaup- mannahöfn og þrjátíu og þriggja ára setu í stjóm Islendingafélagsins þar en hún hefur lengi unnið ötullega að félags- og hagsmunamálum ís- lendinga í Höfn. Guðrún mun taka á móti gestum á afmælisdaginn í félagsheimili ís- lendinga í Kaupmannahöfn, Jóns- húsi, 0ster-Voldgade 12, 1350 Kobenhavn K. Andlát’ Marteinn Jónasson, fyrrum skip- Halldóra Sigurjónsdóttir, Barrholti stjóri, lést 14. okt. 12, Mosfellsbæ, lést 4. okt. Jarðarfór- Ebba Þorsteinsdóttir, Hofslundi 9, in hefur farið fram. Garðabæ, lést að heimili sínu 14. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.