Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. Menning dv Röddin gullna á Scala Kristján Jóhannsson mun syngja aðaltenórhlutverkin í Hollendingnum fljúgandi og Due Foscari á Scala í Milano á næsta ári. Alla metnaðarfulla óperusöngvara dreymir um La Scala og allir óperu- söngvarar eru metnaðarfullir. Það tilheyrir starfmu. En aðeins örfáir ná svo langt að drepa þar niður fæti, hvað þá meir. Nú hafa þær ótrúlegu gleðifréttir borist okkur að íslendingurinn Kristján Jóhannsson hafi verið ráð- inn til að fara með stór hlutverk í þessari péturskirkju og mekku söng- listarinnar. Auðvitað áttu margir von á einhverju þvílíku, eða svo er aö heyra. Þeim kom þetta ekkert á óvart. Kristján var löngu búinn að sanna mikilmennsku sína á þessu sviði og Covent Garden, Metropolit- an og Scala því aðeins tímaspursmál. Aðrir voru í vafa, ekki vegna þess að þeir vildu ekki Kristjáni allt hið besta og fyndu ekki í frama hans alls- herjar upphefð listadraumsins langa. En þeir voru smeykir; þóttust þekkja ljónin á veginum. Einhverjir voru öfundsjúkir og fóru með veggjum þegar aðrir fógnuöu innilega. En nú fara fæstar sögur af þeim. Það er ómögulegt að vera afbrýðisamur og öfunda mann sem stendur í svona stórræðum. Lífshættuleg keppnisíþrótt Þeir sem þekkja til í óvæginni ver- öld óperunnar segja óperusöng, ekki síst söng „stórtenóra", að sönnu vera mikla og magnaða list en ekki síður lífshættulega keppnisíþrótt. Sumir jafna þessu við háska nautahringsins og augnablik háasésins í lokaaríun- um við þrautir matadorsins í atinu. En þeir hljóta nú að vera Spánverj- ar. Allir ættu samt að gera sér grein fyrir að sá sem sungið hefur aðal- hlutverk í New York City Opera, óperunni í Brussel, og nú síðast í stóru húsunum í Parma og Genova á Ítalíu, hefur vaðið eld og brenni- stein í bardögum við litla og stóra í endemis hundsrössum á borð við Milwaukee, Cardiff, Spoleto og Reykjavík og borið sigur af hólmi. Og þá byrjar stundum næsti kaíli á II Teatre alla Scala, eins og það heit- ir fullu nafni upp á ítölsku. íslendingar eru miklir kappar á öllum mögulegum sviðum, ekki bara í skák og neyslu. Ætli sé nokkurt sambærilegt byggðarlag í heiminum sem á t.d. annan eins fjölda af fegurð- ardrottningum? Eða stórsvindlur- um? og það er alveg víst að miðað Tónlist Leifur Þórarinsson við fólksfjölda syngjum við allra þjóða hæst og best. Góður árangur íslendinga Það er reyndar lygilegt hvað marg- ir íslendingar hafa náð langt á alþjóðlegu óperusviði. Við höfum átt stórsöngvara í Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn, í Dresden og í Hamborg. Einn aðalhetjutenórinn í London, við Sadler Wells og Covent Garden, á fyrstu árunumeftir heims- styijöldina síðari, var íslendingur, Þorsteinn Hannesson. María Mark- an vann á sínum tíma marga söng- sigra í óperuhúsum Þýskalands og Bretlands og hún tyllti niður tánum á sviði Metropolitan. En þá hætti hún. Árið 1912 var einn aðalbarítón- inn við Vínaróperuna íslendingur; Ari Jónsson, og hann söng þar Marc- ello þegar Caruso debúteraði sem Rudolfo á þeim staö. Svo stórsöngv- arar á heimsmælikvarða eru ekkert nýnæmi á íslandi. Reyndar hefur Vincento Demetz dvalið méð okkur hátt í fjóra áratugi en hann var á sínum tíma í aðal- hlutverkum í Þýskalandi og á Ítalíu og söng Puccini og Stravinsky á Scala. En hann er ítalskur. Hins veg- ar kenndi hann Kristjáni margt og mikið norður á Akureyri og ekki síst: að stefna hátt. En hvaö er það sem gerir Scala svona sérstakt? Það er ekki bara að Scala er stórt óperuhús, með pláss fyrir 3600 áhorfendur, þau eru til stærri. Ekki bara að salur og svið La Scala eru skrautleg og hlaðin íburði. Þau gerast fallegri í heimin- um. Nei, það sem gerir Scala fremri öllum óperuhúsum heimsins eru verkin sem þar hafa verið sýnd. Svið þeirra stóru Þama voru fyrstu og síðustu óper- ur Verdis frumsýndar. Donizetti og Rossini sömdu fyrir þetta svið og Puccini vann þar sína stærstu sigra. Þar var Rakes Progress Stravinskys frumsýnd 1948. Og enn er La Scala á höttunum eftir nýjum meistaraverk- um og er óhætt að veðja á næsta vafasama hluti. T.d. var óperan Donnerstag Licht eftir Stockhausen sýnd þar fyrir fáum árum. La Scala tekur áhættu enn í dag, eitt stóru óperuhúsanna. Það er vissulega hægt að hafa mejra upp úr sér við að syngja á t.d. Metropolitan og eng- in óperustjarna fúlsar við því. En oröstír Scala hefur í flestum tilfellum meira aðdráttaraíl en Mammon. Reyndar vildi áreiðanlega margur háttskrifaður ópemsöngvarinn vinna þar kauplaust ef það stæði til Kristján Jóhannsson syngur á La Scaia á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.