Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987.
47„
hálka í Seljahverfi sem varð til þess >
að íbúar Hólahverfis og Fella prís-
uöu sig sæla fyrir hálkuleysi sitt
alveg þangað til þeir fóru aö
hringsnúast á götum hverfanna
jafnhratt og nágrannar þeirra í
Seljunum.
Svo eru vextir orðnir frjálsir og
auðvitað ríkir hér ritfrelsi, mál-
frelsi og frelsiö til athafna er svo
mikið að fólk finnur sig knúið til
að taka sér ferð á hendur niður í
bæ í góðu veðri um helgar til að
brjóta rúður og að rúðubrotum
loknum kemur lögreglan á vett-
vang og telur hvað tekist hefur að
mölva margar og síöan er þessu
öliu komið skilmerkilega til skiia í
fjölmiðlabyltingunni.
Ég hef alitaf verið unnandi frelsis
þótt mín vegna megi banna fólki
að bijóta rúöur en nú er svo komið
að manni virðist það geta gengið
út i öfgar ekki síður en innflutning-
ur á erlendu vinnuafli en svo eru
þær konur nefndar sem fengnar
eru hingað til lands til að vinna í
fiski og halda niðri kaupi íslenskra
kvenna sem fá ekki lengur pláss
fyrir börnin sín á dagheimilum. í
nútímaþjóðfélagi er nefnilega tahð
hollt fyrir böm að alast upp í sand-
kassa þótt þau séu löngu búin að
gefast upp á rólunum og vegasölt-
unum.
Vonandi leiðir allt þetta frelsi til
þess að hér verði í framtíðinni fleiri
útvarpsstöðvar en rúðubrot.
Kveðja
Ben. Ax.
Sannleikurinn
mun gera yður...
Og ég man ekki betur en að því
hafi verið haldið fram forðum daga
aö frjáls álagning yrði til þess að
lækka vöruverð, frjálsar ástir áttu
að bæta mannlífið og nú síðast er
frjálst fiskverð það sem koma skal
Nú er aöeins vika síðan Alþingi
kom saman til að setja lög um sölu-
skatt og vísitölubætur handa
bændum sem eiga birgðir af kjöti
víöa um land enda sláturtíð lokið
og dýrtíð tekin við og finnst mörg-
um við eiga hana skihð fyrir þá
frekju að fara fram á að fólk geti
lifað af laununum sínum ogjafnvel
keypt sér bíl til að elska og lenda í
árekstri á þótt niðri á þingi sé lítið
um slíka hluti enda hafa nýir al-
þingismenn eytt sumrinu í aö
kynna sér Alþingishúsið.
í salarkynnum Alþingis ríkir
fullkomið frelsi eins og annars
staðar í þjóðfélaginu og eru menn
að 'vonum ánægðir með það enda
er nú svo komið að menn geta gert
næstum því hvaða vitleysu sem er
og síðan er hrópað ferfalt húrra
fyrir þeim og þeim er hælt svo mik-
ið að þeir flýta sér eins og þeir
hfandi geta að gera helmingi meiri
vitleysu en áður og ef mönnum
dettur ekkert nógu vitlaust í hug
næghega fljótt sjálfum er bara sett
nefnd í málið.
Margir minnast þess th dæmis
trúlega þegar ungir og áhugasamir
menn um innflutning á stígvélum
nauðuðu í stjórnvöldum daginn út
og inn um að þau gæfu innflutning
á skótaui fijálsan og þegar þau
veittu mönnunum loks leyfi til að
flytja inn eins mikið af stígvélum
og þeir frekast gætu fluttu þeir inn
kex.
Háaloft
Benedikt Axelsson
en á uppboðsmörkuðum eru dæmi
þess að menn hafi sett sig fimm
sinnum á höfuöið vegna þess eins
að þeir voru með kæk.
Og svo má ekki gleyma frjálsu
útvarpsstöðvunum sem hafa að
minnsta kosti sannað okkur að það
er hægt að spila plötur allan sólar-
hringinn og segja fréttir af veðri
og færð og sem dæmi um hvað
fréttaflutningurinn er nákvæmur
og vandaður var sagt frá því á einni
stööinni þegar fyrsti snjór vetrar-
ins féll í höfuðborginni að það væri
Frelsi
iw
65
Finnurðu
átta breytingar?
Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst,
ails á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar
breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trú-
um við því að ailt komi þetta að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og
sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að
þeim tima liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum
þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautarholti 2. Þau
eru Supertech ferðatæki (verðmæti 3.860,-), LED útvarpsvekj-
ari (verðmæti 2.350,-) og Supertech útvarpstæki (verðmæti
1.365,-).
í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en
ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
„Átta breytingar - 65, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík.
Verðlaunahafar reyndust vera fyrir 63. gátu: Silja R. Gunn-
arsdóttir, Strandgötu 17 a, 450 Patreksfirði (ferðatæki), Jón
Mars Ámundason, Húnabraut 25,540 Blönduósi (útvarpsvekj-
ari), Ásta Imsland, Búðagerði 4,110 Reykjavík (útvarpstæki).
Vinningamir verða sendir heim.
-------
NAFN .......
HEIMILISFANG
PÚSTNÚMER .