Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987.
Frjálst, óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuðí 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Hókus pókus
Fjárlagafrumvarpið, lánsfjáráætlun ríkisins og þjóð-
hagsáætlun ríkisstjórnarinnar valda áhyggjum um
velferð þjóðarinnar undir handleiðslu hinnar nýju ríkis-
stjórnar. í gögnum þessum og ýmsum hliðargögnum eru
meiri sjónhverfingar og minni hagfræði en ætlað var.
Spámenn ríkisstjórnarinnar tala um aðgerðir gegn
sex milljarða viðskiptahalla á næsta ári og spámenn
Verzlunarráðs tala um allt að tíu milljarða. Aðgerðir
ríkisstjórnarinnar gegn þessum vanda eru of vægar og
munu ekki leiða til fullnægjandi minnkunar hallans.
Ráðherrar, sem standa fyrir umfangsmikilli prentun
verðlausra peningaseðla á vegum Seðlabankans, fara
villir vegar, ef þeir halda, að sífelldar yfirlýsingar þeirra
um, að gengið verði áfram fast, séu teknir trúanlegar
af þeim, sem taka þátt í kapphíaupi við gengislækkanir.
Stjórnin er að koma sér í þær ógöngur að neyðast til
að halda dauðahaldi í fastagengið miklu lengur en hollt
er, bara til að geta kennt öðrum um gengislækkunina,
er hún kemur. Stjórnin mun segja, að þeir, sem spá
gengislækkun, séu að biðja um hana ogframkalla hana.
Hins vegar hefur ríkisstjórninni næstum tekizt að
telja flestum trú um þá firru, að gerðir hennar stefni
að hallalausum ríkisbúskap á næsta ári. Þá er einblínt
á svonefndan A-hluta Qárlaga og neitað að horfast í
augu við hallann, sem felst í lántökum ríkisins.
Ennfremur er of mikið af íjárlaganiðurskurði síðustu
vikna fólgið í handahófskenndum lækkunum holt og
bolt, sem ekki fela í sér neinar efnislegar aðgerðir, er
tryggi, að hinn góði ásetningur verði að veruleika. Þetta
er ekki lækning, heldur snyrting, það er sjónhverfmg.
Reynslan sýnir, að pennastrik af þessu tagi leiða til
aukaíjárveitinga eða umframeyðslu, þegar til kastanna
kemur. Við höfum gott dæmi af niðurgreiðslum land-
búnaðarafurða, sem oft eru skornar niður í fjárlögum,
en belgjast síðan aftur út í meðförum ríkisstjórnar.
Annars er fjármögnun landbúnaðarins bezta dæmið
um vel heppnaða sjónhverfingu ríkisstjórnarinnar.
Framleiddur hefur verið stormur í vatnsglasi, þar sem
mikill fjöldi leikara hefur komið fram og grátið út af
illri meðferð á landbúnaði í fjárlagafrumvarpinu.
Staðreyndin er hins vegar þveröfug. Milli ára hækka
tveir stærstu landbúnaðarliðir frumvarpsins, niður-
greiðslur og útflutningsuppbætur, um 700 milljónir eða
tæplega 40%, sem er langt umfram verðbólgu milli ára.
Aðrir liðir eru skiptimynt í samanburði við þessa tvo.
í heild hefur verið reynt að gefa falska mynd af fjár-
málastefnu ríkisstjórnarinnar. Látið er í veðri vaka, að
hún hafi í farangrinum hallalausan ríkisrekstur, fast
gengi krónunnar, hóflegan viðskiptahalla þjóðarbúsins
og niðurskurð hins hefðbundna landbúnaðarskrímslis.
Við raunsæju fólki blasir hins vegar önnur mynd, sem
sýnir á næsta ári óvenjulega mikinn hallarekstur ríkis-
ins, hastarlega gengislækkun krónunnar, methalla á
viðskiptum þjóðarinnar við útlönd og aukna byrði skatt-
borgara og neytenda af hinum heilögu kindum og kúm.
Of snemmt er að spá, að allt fari þetta á versta veg
hjá ríkisstjórninni. En óneitanlega er uggur við hæfi,
því að allt of margt í fjármálaverkum stjórnarinnar ber
meiri keim af sjónhverfmgum en hagfræði og að á allt
of mörgum sviðum er þetta tvennt í óskýrri blöndu.
Mikilvægast í stöðunni er, að fólk átti sig á ofan-
greindum hættum og láti ekki ráðherra komast upp
með að láta sjónhverfingar leysa hagfræði af hólmi.
Jónas Kristjánsson
Villta vinstrið
„Ég óttast aö vinstri menn í heim-
inum viti ekki hvaö þeir eiga aö gera
þegar þeir komast til vaida,“ sagði
ameríski sósíalistinn Michael Harr-
ington í grein í breska blaðinu The
Guardian nýlega. Þar dró hann sam-
an helstu niðurstööur nýjustu bókar
sinnar sem fjallar um framtíð vinstri
hreyfinga. Hann telur líklegt aö
vinstri menn geti staðið frammi fyr-
ir þvi innan 5 ára að ná völdum á
Vesturlöndum.
Það kann að þykja undarleg spá,
þvi að allt um kring viröast sjást sig-
urbogar hægri stefnunnar. En
Harrington bendir á að meðaltöl um
efnahagslega velgengni á Vestur-
löndum gefi villandi mynd. Á meðan
uppsveiflan virtist mest í ríki Reag:
ans árin 1983-84 óx fátæktin. Á
meðan milljónir nýrra starfa í ný-
greinum í sumum ríkjum hjálpuðu
Reagan við aö ná endurkjöri urðu
milljónir manna atvinnulausar í
gömlu greinunum annars staðar.
Fátæktin þar er sárari en áður.
Ójöfnuðurinn vex. Rika fólkiö og
uppamir vilja ekki láta trufla lífs-
nautnir sínar með áhyggjum og
ábyrgð á þeim sem ekki „meikuðu
það“.
Harrington telur sem sagt að spila-
borgirnar hrynji og eina ferðina enn
verði þaö hlutskipti félagshyggju-
fólks að fmna leiðir tii að bæta fyrir
skelfingar ómannúðlegrar hægri-
mennsku.
Sundrung í samveldinu
Breskir stjómmála- og blaðamenn
hafa bent á hiiðstæða falska tóna í
dýrðarsinfóníu Margrétar Thatcher.
Þótt Bretar njóti efnahagslegrar vel-
gengni er lífsgæðunum sárlega
misskipt. Vöxturinn er allur í suð-
vesturhluta Englands. í Noröur-
Englandi lifa menn í vaxandi mæh
eins og Siggi sixpensari: hamingju-
snautt líf á atvinnuleysisbótum, bjór
og fótbolti um helgar. Á sama hátt
hafa Skotar, Norður-írar og Wales-
búar farið á mis við vöxtinn og
undrin.
í bók sinni „Samveldið", sem út
kom sl. sumar, leiðir David Owen
að því ýmis rök að sameinaða kon-
ungsveldið á bresku eyjunum standi
ekki undir nafni lengur. Hann bend-
ir á ört vaxandi togstreitu milli
landshlutanna, bæði af efnahagsleg-
um og pólitískum toga. Þessi spá-
sögn hans rættist í kosningunum í
sumar, því að íhaldsflokkur jámfrú-
arinnar beinlínis hrundi í Skotlandi.
Af erlendum
vettvangi
Guðmundur Einarsson
Fleiri dæmi mætti vafalaust finna
um vaxandi ójöfnuð í ríkjum þar
sem á yfirborðinu er hagvöxtur og
velgengni. Misvægið milli S-V
homsins og landsbyggðar á íslandi
er trúlega eitt þeirra.
Nokkuð nýtt?
Ef sá spádómur Harringtons er
réttur að nú færist rökkur yfir auð-
hyggjuna, svo notað sé heiti einnar
eldri bóka hans, er rétt að spyrja:
Hvað ætla vinstri menn að gera?
Harington telur þá ekki vita það.
í nýlegu hefti breska tímaritsins
„The Economist" birtist nýlega grein
sem hét: Nýjar hugmyndir fyrir vin-
strið. Bjami Sigtryggsson fréttamaö-
ur gerði þessa grein nýlega að
umræðuefni í útvarpsþætti sínum,
enda fundvis maður á athyglisverð
mál.
í greininni kennir ýmissa grasa,
þótt engin séu ný. Þar em settir fram
nokkrir punktar um markmið og
leiðir fyrir vestræna vinstrimenn til
aö ná frumkvæðinu frá hersveitum
Thatcher og Reagans. Kokhraustir
allaballar myndu vafalaust segja aö
hinir hægri sinnuðu höfundar grein-
arinnar væru einfaldlega að ráð-
leggja mönnum að taka upp
ómengaða hægri stefnu. Það má til
sanns vegar færa. Staðreyndin er
raunar sú að ríkisstjómir jafnaðar-
manna víða um heim leita nú
hergagna í vopnabúrum sem fyrir
örfáum árum hefðu verið talin
geyma hin örgustu hægri tól.
En í greininni em líka athyglis-
verðar ábendingar um margt sem
er góð pólitík og verður hvorki dreg-
ið í vinstri dilk né hægri. Þá beinast
sjónir víöa. Græningjar í Þýskalandi
hafa lagt margt gott til pólitískrar
umræðu. Breski jafnaðarmanna-
flokkurinn reyndist dijúgur
hugmyndasmiður á stuttri ævi sinni.
Síöast en ekki síst má nefna banda-
ríska þjóðmálaumræðu. Þangað er
margt að sækja þótt vinstri menn í
Evrópu telji þar fátt til fyrirmyndar.
En í Bandaríkjunum hefur náö að
þróast endurbótastefna sem er kyn-
leg blanda af áherslum á jöfnuð og
einstaklingsfrelsi.
Þolir enga bið
Harrington telur máhð ekki þola
neina bið. Hann segir að menn verði
að bretta upp ermamar og hefja
öflugar pólitískar rannsóknir. Hann
lýkur grein sinni eitthvað á þann veg
að augljóslega geti menn ekki búið
sér til fullkomiö kort af framtiðinni.
En þegar hægri múrinn hrynur og
hersveitir vinstri manna brjótast í
gegn telur hann ráðlegra að þeir
þekki höfuðáttir og helstu kennileiti.
Svo bíðum við og sjáum hvort sex-
tíuogáttavillta kynslóðin hefur
eitthvað betri kompás en hinir.
Guðmundur Einarsson
Þrátt fyrir hagvöxtinn vex fátæktin einnig.