Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 43 I>V Tk V ýlega lést hinn virti leik- 1% stjóri og dansahöfundur Bob Fosse, sextugur aö % aldri. Hann er kannski % sá leikstjóri sem hefur 1 \ tekist hvað best að nýta A 1 hæfileika sína jöfnum höndum á Broadway og í kvik- myndum. Og víst er að það verður seint leikið eftir honum að fá sama árið óskarsverðlaun sem besti kvik- myndaleikstjórinn, Tony-verð- launin sem besti leikstjóri á Broadway og Emmy-verðlaunin sem besti sjónvarpsleikstjórinn. Heiður þessi féll Bob Fosse í skaut 1973 og verkin eru kvikmyndin Cabaret, Leikverkið Pippin og sjónvarpsþátturinn Liza With A „Z“. Bob Fosse fæddist 23. júní 1927 í Chicago. Hann var snemma hvatt- ur af foreldrum sínum, sem voru áhugaskemmtikraftar, til að ger- ast skemmtikraftur. Hann var því aðeins fimmtán ára þegar hann fór fyrst að koma fram einn á sviði. Hann vakti fljótlega athygli fyrir skemmtilega sviðsframkomu en það var dansinn sem átt hug hans allan á þessum árum og táningur að aldri leggur hann leið sína til Hollywood og fær nokkur minni- háttar hlutverk í kvikmyndum, sem nær allar voru dans- og söngvamyndir. Ekki var Fosse hrifmn af þessu tímabili í lífi sínu þótt sumum hafi þótt ástæða til að telja hann arf- taka Fred Astaire. Það varð nú aldrei enda þeir Fred Astaire og Bob Fosse mjög ólíkir. 1954 hættir hann kvikmyndaleik, heldur til Broadway og fær það verkefni að semja dansa fyrir nýjan söngleik Pajama Game. Söngleikur þessi varð feikivinsæll, sýndur 1063 sinnum og atvinnutilboðum Bob Fosse fjölgaði til muna. Hófst nú tímabil þar sem hann samdi nær eingöngu dans fyrir kvikmyndir og leikrit. Það er svo 1959 að hann leikstýrir sínu fyrsta sviðsverki, Redhead. í aðalhlut- verkinu var þáverandi eiginkona hans, dansarinn og leikkonan Gwen Verdon. Fleiri leikrit fylgdu á eftir og eru nokkur verka hans talin meðal klassískra uppsetn- inga á Broadway, má nefna How To Success In Buisness Without Realy Trying, Sweet Charity, Pipp- in og Chicago. Hans fyrsta kvikmyndaverk er Sweet Charity sem hann leikstýrði 1969 með Shirley MacLaine í aðal- hlutverki. Sweet Charity hefur með árunum öðlast þá viðurkenn- ingu sem hún á skilið, en þegar Kvikmyndir Hilmar Karlsson hún kom á markaöinn var hún rökkuö niður af gagnrýnendum og aðsókn var nánast engin. Ótrúlegt en satt og sjálfsagt er eina skýring- in að áhorfendur voru ekki búnir undir þá framúrstefnu í söng- og dansmyndagerð sem Bob Fosse kynnti. Það er svo með Cabarett sem Bob Fosse öðlast heimsfrægð. Það má með sanni segja að Cabaret hafi valdið byltingu í kvikmyndagerð. Aldrei áður hafði komið söngva- mynd á markaðinn sem ýtti jafn- rækilega við áhorfendum. Hér voru engin sykursæt andlit fyrri söngvamynda heldur úrhrak Ber- línar á fjórða áratugnum. Það var ekki'eingöngu Bob Fosse er hlaut heimsfrægð fyrir Cabaret. Myndin gerði Lizu Minnelli að stórstjörnu og fengu þau bæði óskarsverðlaun fyrir. Næsta mynd Fosse, Lenny, var ólík hans fyrri myndum. Lenny er dramatísk mynd sem byggir á ævi gamanleikarans Lenny Bruce er varð eiturlyfjum að bráð. Lenny er áhrifamikil kvikmynd og á ekki sístan þátt snilldarleg svarthvít kvikmyndataka Bruce Surtees og stórleikur Dustin Hoffman í titil- hlutverkinu. Bob Fosse leikstýrði á þessum árum jöfnum höndum kvikmynd- um sem nýjum stykkjum á Broadway. Þessi vinnuharka tók sinn toll því meðan hann var að klippa Lenny og æfingar á Chicago stóðu yfir fékk hann alvarlegt hjartaáfall og var nær dauða en lífi á tímabili. Hann náði sér þó á strik og tók áminningar læknanna um að hætta pilluáti og drekka minna alvarlega. En hann gat ekki hætt að vinna og tekur til við að æfa Dancing á Broadway og byrjar undirbúning All That Jazz, mynd sem hann byggir að nokkru leyti á ævi sjálfs sín. Fjallar hún um leikstjóra á Broadway sem fær hjartaslag og nær sér að hluta en í stórkostlegu lokaatriöi Bye Bye Life hverfur hann á braut úr lif- anda lífi. Eftir á getur maður ekki varist þeirri hugsun að Bob Fosse hafi séð fyrir örlög sín. All That Jazz er oft á tíðum frábær og gefur svo sannarleg til kynna hversu mikl- um hæfileikum Fosse var búinn. Með All That Jazz og Dancing lýkur skeiði meistarans Bob Fosse. Hann á ekki eftir að senda frá sér verk í líkingu við þessi. Síðustu kvikmynd sína, Star 80, gerði hann 1983 og var hún byggð á stuttri ævi Playboykanínu sem var á upp- leið í Hollywood þegar afbrýði- samur eiginmaður myrti hana og framdi síðan sjálfsmorð. Þrátt fyr- ir að Star 80 hafi fengið ágæta dóma og væri að mörgu leyti vel gerð þá missti hún marks og svo var einnig um síðasta nýja söng- leikinn er hann setti upp á Broadway, Big Deal. Það er mikil eftirsjá í þessum snillingi sem helgaði leiksviði og kvikmyndum allt sitt líf. Það liggja ekki margar kvikmyndir eftir Bob Fosse en hver einasta þeirra ber því samt vitni að það var enginn meöalmaður sem stóð á bak við kvikmyndavélina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.