Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987.
Erlend bóksjá
rwd ócmatvc, ktorri«t« onri
itflt nxnful, mognonimoui onrlmeun ...o
l«-nx.'mk;vity t»p*rr novm' - Mortin Ami*
irt Obtervtr
ROGER’S
'Maitig, olnorvan), orrkukjl*,
Bffvrfyinir.g. op 1010101*0 onri <lw<r fy
«•> Cfioíimj dtttyttt' - Dovid !ío«lon
<n m* Uurfurt
'Dpri-ke íf **>• John ‘Uofi or m* «<if i»ii.:l<'
- Jokn Cortf -n ik* $i.W»y T<«■«*
Updike í
fínu formi
ROGER'S VERSION.
Höfundur: John Updike.
Penguin Ðooks, 1987.
Þaö slá ekki margir bandarískir
höfundar John Updike við í bein-
skeyttri og fyndinni skoðun á
samskiptum kynjanna þar vestra.
í skáldsögum sínum. sérstakiega
þeim sem Qalia um söguhetjumar
Beck og Rabbit, hefur hann af-
klætt bandaríska smáborgara sem
eru að stríða við að komast áfrcim,
verða ríkir, komast yflr aðrar kon-
ur en sína eigin og hreiniega að
drepast úr leiðindum.
í næstsíðustu skáldsögu sinni,
The Witches of Eastwick, var Up-
dike háðskari og beinskeyttari en
nokkru sinni fyrr og heldur þvi
striki fyllilega í nýjustu sögunni,
Roger's Version. Hér er guðfræði-
prófessor, 52 ára að aldri, höfuð-
persónan. Að honum steðja
vandamál úr tveimur áttum. Ann-
ars vegar á hann í höggi við frels-
aðan tölvusérfræðing sem vinnur
að viðamiklu rannsóknarverkefni
sem hefur það að markmiði að
sanna með aðstoð tölvu aö guð sé
til. Hins vegar er það 19 ára gömul
frænka sem vekur aliharkalega
upp gimdir holdsins í þessum
virðulega, kvænta prófessor.
Svo sannanlega er Updike hér i
sínu flnasta formi.
A FÁNÁTIC HEART
i EDNAO'BRIEN!
írskar ástir
A FANATIC HEART.
Höfundur: Edna O'Brien.
Penguin Books, 1987.
írski rithöfundurinn Edna
O'Brien er einkum kunn fyrir op-
inskáar sögur sínar um ástarmál
írskra kvenna. í skáidsögum og
fjölmörgum smásögum hefur hún
flallað um þörf konunnar fyrir lík-
amlega, engu síður en andlega, ást
og um þau vonbrigði og þá ein-
semd sem fylgir í kjölfar mis-
heppnaðra manniegra samskipta.
Hér hafa verið valdar tuttugu og
fimm smásögur úr flómm smá-
sagnasöfnum O’Brien, auk þess
sem birtar em flórar smásögur
sem ekki hafa áður komið út á
bók. Þetta em smásögur úr The
Love Object (frá árinu 1968), A
Scandalous Woman (1974), sem er
eitt besta smásagnasafn O’Brien,
Mrs. Reinhardt (1978) og Retuming
(1982). Nýjustu smásögumar flórar
eru frá árunum 1979-1981.
í þessu úrvali em margar þær
sögur þar sem Ednu O’Brien tekst
hvað best að lýsa því hvemig sár
fuilorðinsáranna skilja eftir djúp
tilfinningaleg ör þar sem áður ríkti
sakleysi æskunnar.
Enn ný skáldsaga um
Holmes og Moriarty
EXIT SHERLOCK HOLMES.
Höfundur: Robert Lee Hall.
Graffon Books, 1987.
Rithöfundum ætlar seint að lærast
að láta Sherlock Holmes í friði. Eftir
að Conan Doyle varð allur, og þar með
ljóst að faðir einkaspæjarans mikla
myndi ekki skrifa fleiri sögur um hann
(þrátt fyrir alla andatrúna), hafa
margir orðið til þess að búa til smásög-
ur og skáldsögur þar sem Holmes er
í aðalhlutverki. Þessi verk hafa verið
afar misjöfn að gæðum og sum hver
verið í litlu samhengi við söguhetju
Doyle.
Um þessa nýjustu skáldsögu er
margt hægt að segja. Sherlock Holm-
es, dr. Watson og erkióvinurinn
Moriarty em hér í aðalhlutverkum
enn á ný. Höfundur sögunnar hefur
sýnilega sett sig afar vel inn í sögur
Doyle um Sherlock Holmes þvi hann
leggur mikia áherslu á að allar lýsing-
ar falli vel aö þvi sem lesa má í
The Great Detectives Final
‘A HK3HLY ORKJCN At T<
r.O.JAMl
II m tjsi I lll ím
upprunalegu sögunum. Reyndar verð-
ur þetta stundum tfl nokkurra leiðinda
við lestur sögunnar þar sem mikiö er
um tilvísun til og upprifiunar á eldri
málum Holmes. En að þcssu leyti er
frásögnin þó nær hinni raunverulegu
fyrirmynd en í mörgum öðmm síðari
tíma sögum um spæjarann.
Söguþráðurinn sjálfur er hins vegar
af slappara taginu og lausnin í sögu-
lokin, þar á meðal skýringin á tilvist
Holmes og Moriarty, er í ætt við það
flarstæðuragl sem virðist harla vin-
sælt í kvikmyndum og spennusögum
nú til dags þótt ekki sé réttlátt að
ljóstra nánar upp um þau leyndarmál
söguþráðarins hér.
Þetta er reyfari sem vekur allnokkra
athygli lesandans og áhuga framan af
en þróast út í tóma vitleysu þegar nær
dregur endalokum.
Hvemig væri annars að höfundar
létu Sherlock Holmes í friöi og sköp-
uðu sínar eigin sögupersónur?
Kenningar um eðli lífsins
THEORIES OF LIFE.
Höfundur: Wallace Arthur.
Penguln Books, 1987.
Eitt af þvi sem tahð er aö skilji
manninn frá öðmm lífverum á jörð-
inni er hæfileikinn til þess að velta
fyrir sér spumingum um eðh tilver-
unnar. Hvers vegna er maðurinn til?
Hvemig hefur hann þroskast og breyst
í tímans rás? Er maðurinn afrcikstur
langvarandi þróunar sem átt hefur sér
stað í samræmi við skflgreinanleg lög-
mái eða vera sköpuð af æðri máttar-
völdum eins og haldið er fram í
Bibliunni og ýmsum öðrum fomum
trúarritum?
Svarið er hvorki einfait né um þaö
samkomulag. í voldugasta ríki jarðar-
mnar, Bandaríkjunum, em flarska
öflugir þrýstihópar sem knýja á um
að sköpunarsaga Biblíunnar, sagan
um Adam og Evu, verði viðurkennd
sem hin rétta og sem slík kennd í skól-
um.
Á hðnum öldum hafa merkh vís-
indamenn unnið þrekvirki við að sýna
fram á mikflvæga þætti í þróun
mannsins og skilgreina ýmis þau lög-
mál sem þar gflda. Þar ber hæst menn
á borð við Mendel og Darwin. En mik-
ið vantar samt á aö fyrir hggi hefldar-
kenning um þróun lifs. Vísindamenn
hafa þvert á móti sökkt sér sífellt
dýpra niður í þrengri og þrengri sér-
svið. Þar hafa þeir vissulega náð
merkum áfóngum á leiöinni tfl auk-
innar þekkingar, eins og rakið er á
greinargóðan hátt í þessari bók. En
heildarsýn skortir.
Wahace Arthur, sem er háskóla-
kennari í líffræði (sérgrein hans er á
sviði erfðafræðinnar), gerir hér tfl-
raun tfl þess aö bæta úr þessu. Hann
rekur meginniðurstöður visinda-
manna á hinum ýmsu sviöum líffræð-
innar og reynir síðan að flétta þær
saman í eins konar drög að hefldar-
kenningu um þróun lífsins.
Þetta er hin forvitnflegasta lesning.
Fyrir þá sem htið hafa sett sig inn í
þessar vísindagreinar er í upphafi bók-
arinnar gefið stutt yfirht um helstu
hugtök og viðfangsefni líffræðinga.
Þeir, sem htt em lærðir í þessum fræð-
um, geta þvi haft fufl not af bókinni
til þess að átta sig betur en áður á
þeim svörum sem vísindamenn telja
sig hafa fengið við spumingunum um
þróun lífs á jörðinni.
Metsölubækur
Bretland
1. Stephen King:
IT.
2. Jack Higgins:
NIGHT OF THE FOX.
3. Jeffrey Archer:
A MATTER OF HONOUR.
4. Catherine Cookson:
BILL BAILEY.
5. Jackie Collins:
HOLLYWOOD HUSBANDS.
6. Lena Kennedy:
DOWN OUR STREET.
7. Patrick Suskind:
PERFUME.
8. Paul Theroux:
O-ZONE.
9. Howard Jacobson:
REDBACK.
10. Danielle Steel:
WANDERLUST.
Rit almenns eðlis:
1. Keith Floyd:
FLOYD ON FRANCE.
2. Dirk Bogarde:
BACKCLOTH.
3. Mike Wilks:
THE ULTIMATE ALPHA
BET.
4. Lionel Blue:
BOLTS FROM THE BLUE.
5. Gerald Durrell:
MY FAMILY AND OTHER
ANIMALS.
(Byggt á The Sunday Times.)
THE ROAD LESS
TRAVELED.
3. Judith Viorst:
NECESSARY LOSSES.
4. Bill Cosby:
FATHERHOOD.
5. M. Mathabane:
KAFFIR BOY.
(Byggt á New York Times Book Review.)
Danmörk:
1. Hanne M. Svendsen:
GULDKUGLEN.
2. Isabel Allende:
ÁNDERNES HUS.
3. Jean M. Auel:
HULEBJÖRNENS KLAN.
4. Jean M. Auel:
HESTENES DAL.
5. Isabel Allende:
KÆRLIGHED OG MÖRKE.
6. Karen Blixen:
BABETTES GÆSTEBUD.
7. John Mortimer:
PARADIS I MORGEN.
8. Inge Eriksen:
VICTORIA OG VERDENS-
REVOLUTIONEN.
9. Umberto Eco:
ROSENS NAVN.
10. Anders Bodelsen:
REVISION.
(Byggt á Politiken Söndag).
Bandaríkin:
1. Stephen King:
IT.
2. Tom Clancy:
RED STORM RISING.
3. Sally Quinn:
REGRETS ONLY.
4. Karleen Koen:
THROUGHAGLASS
DARKLY.
5. P. D. James:
A TASTE FOR DEATH.
6. W.E.B. Griffin:
CALL TO ARMS.
7. Danielle Steel:
WANDERLUST.
8. Tom Clancy:
THE HUNT FOR RED OCTO-
BER.
9. Piers Anthony:
VALE OF THE VOLE.
10. Jackie Collins:
HOLLYWOOD HUSBANDS.
Rit almenns eðlis:
1. Kitty Kelley:
HIS WAY.
2. M. Scott Peck:
Umsjón Elías Snæland Jónsson
The
Flaimngo’sSmHe
Beflwilons In Natural 88100'
risaeðlanna
THE FLAMINGO’S SMILE.
Höfundur: Stephen Jay Gould.
Penguin Books, 1987.
Fyrir um 65 milijónum ára urðu
stórfelldar breytingar á öllu lifi á
jörðinni. Eftirtektarverðast er að
risaeðlurnar, sem höfðu ráðið ríkj-
um í mflljón ár eða meir, dóu út á
skömmum tíma. Hvers vegna?
Þetta er ein þeirra spuminga
sem Stephen Jay Gould hefur leit-
ast við að svara í greinum sem
hann hefur skrifað reglulega i
bandaríska tímaritið Naturai Hi-
story Magazine og síðan hefur
verið safnað saman í bækur. Þetta
er flórða slíkt greinasafn höfund-
arins og hefur að geyma 31 ritgerö
um ólíkustu efni sem hafa þaö þó
allt sameigirflegt að snerta sér-
kennflega þætti í þróun lífs á
jörðinni.
Einna forvitnilegust er greinin
um dánarorsök risaeðlanna en um
það efni hafa verið settar fram
ýmsar kenningar. Gould er einna
hrifnastur af þeirri skýringu að
risastór halasflama eða loftsteinn
hafi lent á jörðinni fyrir um 65
mifljónum ára. Við áreksturinn
hafi orðið tfl slíkt rykský að það
hafi lokað að verulegu leyti fyrir
sólarljós og skapað hér ástand sem
nú á dögum er gjaman kennt við
hugtakið „kjarnorkuvetur".
Kaldir kallar
EDGED WEAPONS.
Höfundur: Willlam Goldman.
Grafton Books, 1986.
William Goldman er handrita-
höfundur í Hollywood, skrifaði
meðal annars handrit að kvik-
myndunum All The Presidents
Men og A Bridge Too Far. Einnig
hefur hann skrifað reyfara sem
sumir hverjir hafa verið kvik-
myndaðir. Marathon Man og
Magic era dæmi þar um.
Edged Weapons er ein nýjasta
spennusaga Goldman og gerist í
Las Vegas. Söguhetjan er af þeirri
gerð sem kunn er úr einfóldum
reyfumm og kvikmyndum og
kannski er einfaldast að kenna við
fiöldaframleiðslu Sylvesters Stall-
one, kaldir kaflar sem era afar
klárir að berja á öðrum köldum
kölium.
Kaldasti kailinn í þessari sögu
heitir Escaiante, er stæðiiegur bar-
dagahestur sem munar ekkert um
að ganga frá nokkrum andstæð-
ingum í einu og skiptir þá engu
þótt þeir hafi byssur en hann ekki.
Það hafa vist margir gaman af að
lesa um slík ofurmenni sem era
skflgetin afkvæmi ódýrra kvik-
mynda.
Wiiiiam Goldman hefur hins
vegar sýnt áð hann getur skrifað
miklu áhugaverðari reyfara en
þennan.