Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. Fréttir Undirbúningsstofnfundur Eldeyjar var fjölmennur. DV-mynd HB, Keflavik Undirbúningsstofnfundur Eldeyjar hf.: Hlutafjáiioforð upp á 28 miiyónir „Við vorum bjartsýnir áður en eftir fundinn í gær erum við enn bjart- sýnni. Þetta var langfjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið um útvegsmál á Suðumesjum ámm sam- an og fundarmenn voru einhuga um að þetta hlutafélag skyldi stofnað," sagði Logi Þormóðsson, sem er í undir- búningshópi aö stofnun almennings- hlutafélags um útgerö fiskiskipa á Suðumesjum, en undirbúningsstofn- fundur var haldinn í Kefiavík í gær. „Það komu um þrjú hundmð manns á ftmdinn og þar af skráðu 117 sig á blað og gáfu vilyrði fyrir því að leggja fram hlutafé að upphæð 28 milljónir króna.“ Logi sagði að stofnfundur hlutafé- lagsins yrði haldinn fyrir 1. desember og er ætiunin að þá verði búið að safna hlutafjárloforöum fyrir þeim hundrað milljónum sem hlutafélagið, sem væntanlega mun nefhast Eldey hf., ætlar að leggja upp með. -ATA Birgir ísleifur: Bind vonir „Ef Federico Mayor verður fram- kvæmdastjóri bindur maður auðvitað vonir við að honum takist að breyta starfseminni. Við íslendingar studd- um hann og vonumst til að hann reynist farsæll og reyni að setja niður deilur,“ sagöi Birgir ísleifur Gunnars- son menntamálaráðherra, spurður um hvort kjör nýs framkvæmdastjóra UNESCO, Menningarmáiastofnunar við Mayor Sameinuðu þjóðanna, breytti afstöðu íslenskra stjómvalda til stofnunarinn- ar. Birgir ísleifur tók fram að ekki væri ömggt að Mayor yrði næsti fram- kvæmdastjóri UNESCO. Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna kysi endanlega framkvæmdastjórann 6. eða 7. nóvemher. -KMU Fjórhjólaslys á Sandskeiði Ungur maður slasaðist á fæti er íjór- Reykjavík sóttí manninn og flutti hjól, sem hann lék sér á, valt yfir hann. hann á slysadeild. Maðurinn var að leik á Sandskeiði í Maðurinn slasaðist minna en haldið gær þegar slysið varö. Sjúkrabill úr var í fyrstu. -sme Misnotaði dóttur sína í fimm ár? Bóndi og ekkjumaður á fertugs- 28. október og er manninum gert missti konu sína i fyrra. Auk shilk- aldri úr RangárvaUasýslu var að sæta geðrannsókn. unnarámaöurinnlnjúönnurböm. úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn er grunaður um að Maðurinn var handtekinn um vegna gruns um að hafa misnotað hafa sængað með dóttur sinni miðbik síðustu viku og gekk gæslu- dóttur sína kynferðislega undan- nokkuö reglulega undanfarin fimm varðhaldsúrskurður í máli hans farin fimm ár. Úrskurðurin nær til ár en hún er nú 14 ára. Maöurmn síðastliðinn föstudag. -PLP/-sme Grænlenskur bátur: Strandaði við Sandgerði Grænlenskur bátur, Ejnar Mik- kelsen, strandaði á Bæjarskerseyri við Sandgerði í nótt. Báturinn er 180 tonn að stærð. Hann var fastur á skerinu í eina klukkustund. Einhver leki kom að bátnum. Það vora björgunarsveitarmenn frá Sandgerði sem komu til hjálpar. Þeir fóm á björgunarbát sínum, Sæbjörgu, með dælur til skipveija á Ejnari Mikkelsen og vora til taks þar til báturinn losnaði. Eftir að hann var laus fylgdu björgunarsveitar- menn honum til Sandgerðis þar sem báturinnverðurþéttur. -sme Fyrsta skák Jóhanns í Belgrad: Jafntefli við Gligoric Stórmeistaramir Jóhann Hjartar- son og Svetoszar Gligoric sömdu um jafntefli eftir 33 leiki í fyrstu umferð alþjóðlega skákmótsins í Belgrad, sem tefld var í gær. Jóhann hafði svart í skákinni og hafði lengst af örlítið lakari stöðu en náði að rétta sinn hlut. Er þeir sættust á jafntefli hafði Jóhann síst lakari stöðu en hann kaus aö taka ekki áhættu í upphafi móts. Mótið í Belgrad er af sama styrk- leikaflokki og IBM-mótið í Reykjavík í febrúar. Keppendur era tólf og allir stórmeistarar. Samkvæmt töfluröð era þeir þessir: 1. Kortstnoj (Sviss) 2. Timman (Hollandi) 3. Ljubojevic (Júgóslaviu) 4. Gligoric (Júgóslavíu) 5. Maijanovic (Júgóslavíu) 6. Salov (Sovétríkjunum) 7. Short (Englandi) 8. Ivanovic (Júgóslavíu) 9. Jóhann Hjartarson 10. Popovic (Júgóslavíu) 11. Nikolic (Júgóslavíu) og 12. Beljav- sky (Sovétríkjunum). Hátt í þúsund áhorfendur klöpp- uðu skákmeisturunum lof í lófa við upphaf umferðarinnar í Sava-sýn- ingarhöllinni í gær, þar sem aðstæð- ur til taflmennsku era hinar glæsilegustu. Aldursforseti mótsins, Gligoric, var hylltur mest allra enda maður vinsæll í heimalandi sínu. Þá hefúr yngstu stórmeisturunum, Jó- hanni, Short og Salov, verið vel tekið. Er DV sló á þráðinn til Belgrad í gær mátti greina rödd Jóhanns í sjónvarpi í fjarska. Skák Jón L. Árnason Önnur úrsht í gær urðu þau, að Tim- man vann Nikolic og Ivanovic vann Marjanovic. Jafntefli sömdu Ljubojevic og Popovic og Salov og Short en skák Kortsnoj við Belavsky var frestað. Kortsnoj var ekki kom- inn til Belgrad er umferðin hófst en undir lok setunnar sást honum bregða fyrir á skákstað. Hann á ein- mitt að kljást við Jóhann í fyrstu umferð áskorendakeppnninnar í Kanada í byijun næsta árs. Tilviljun olli því að þeir urðu samferða í aftur- sæti bifreiðar eftir umferðina frá skákstaðnum að hóteli sínu og fór vel á með þeim. Báðir héldu á plast- poka með taflmönnum og borði, sem þeir höfðu fengiö að láni. Jóhann gleymdi taflinu sínu heima en Kortsnoj kvaðst aldrei hafa með sér tafl á skákmót. Það ættu mótsstjórar að útvega. í 2. umferð, sem tefld verður í dag, mætir Jóhann Maijanovic og hefur hvítt. Síöan bíða hans erfiðir mót- heijar. í 3. umferð hefur hann svart gegn Salov og hvítt gegn Short í 4. umferð. -JLÁ Heimsmeistaraeinvígið í Sevilla: Samhverfutaflmennska í þriðju skák í heimsmeistaraeinvíginu í fyrra í London og Leningrad kom Kasparov rækilega á óvart með þvi að beita svonefndri Grúnfelds-vöm reglu- bundið er hann hafði svart og oftast með góðum árangri. Hann heldur enn tryggð við þessa byrjun og bæði í fyrstu og eins þriðju skákinni, sem tefld var á föstudag, hélt hann auð- veldlega jöfnu. Karpov hefur í bæði skiptin beitt litlausu samhverfúaf- brigði án þess að hafa neitt nýtt til málanna að leggja. í fyrstu skákinni sömdu þeir um jafntefli eftir 30. leik Karpovs en í þeirri þriðju bauö Ka- sparov jafntefli eftir sinn 29. leik. Einvígi þeirra félaga tók óvænta stefnu á miðvikudag í liðinni viku er Karpov náði forystu með þrótt- mikilli taflmennsku. Þá reyndi Kasparov heimsmeistari að koma Karpov á óvart með fyrsta leik sín- um - tefldi enskan leik í fyrsta skipti á skákferlinum - en Karpov hristi sjálfur nýjung fram úr erminni. Fómaði peði, sem Kasparov afréð að láta kyrrt liggja eftir að hafa hugs- að sig um í klukkustund og nífján mínútur. Þetta var mikill sálfræði- legur sigur fyrir Karpov og ekki bætti úr skák er Kasparov gerði sig sekan um mistök sem era einsdæmi í heimsmeistaraeinvígi. Eftir að hann hafði leikið sinn 26. leik gleymdi hann að styðja á skákklukk- una og Karpov gat því rólegur hugleitt leik sinn á meðan tími Ka- sparovs rann út. Er Kasparov loks náði áttum hafði hann innan við mínútu eftir til þess að ná 40 leikja markinu. Þá var staða hans reyndar slæm. Sumir telja að hann hafi alls ekki gleymt að styðja á hnappinn heldur hefði leikurinn veriö til þess gerður að koma Karpov úr jafnvægi. Lítum á stöðuna í 2. skákinni, eins og hún var er Kasparov gleymdi sér: Kasparov (hvítt) lék síðast 26. Hfl-el og auðvitað notaði Karpov tækifærið til þess að skoða stöðuna á meðan klukka Kasparovs gekk. Karpov á peði meira og þrátt fyrir tvípeð er kóngsstaða hans traustari en hvíts. Þar að auki era menn hans Skák Jón L. Árnason virkari. Karpov vann mjög örugg- lega úr yfirburðunum. 26. - He8 27. Da5 b5 28. Rd2 Dd3 29. Rb3 Þama er riddarinn haldlítill í vöminni kóngsmegin og Karpov lætur kné fylgja kviði. 29. - Bf3! 30. Bxf3 Dxf3+ 31. Kgl Hxel+ 32. Dxel Re3 Og Kasparov gafst upp því að hann veröur að gefa drottninguna til þess að afstýra máti. Fjórða skákin verður tefld í dag og þá hefúr Kasparov hvítt. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann bryddar aftur upp á enskum leik eða hvort hann lætur 2. skákina sér að kenningu verða. í einvígjum þeirra félaga hefur yfirleitt verið meira líf í þeim skákum þar sem Kasparov hefur haft hvítt. Þetta einvígi virðist ekki ætla að verða nein undantekn- ing. A.m.k. ekki ef samhverfúaf- brigðið verður aðalvopn Karpovs gegn Grúnfelds-vöminni. Þriðja skák einvígisins tefldist þannig: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Griinfelds-vörn. 1. d4 RfB 2. c4 g6 3. g3 c6 4. Bg2 d5 5. cxd5 cxd5 6. Rf3 Bg7 7. Rc3 0-0 8. Re5 e6 9. 0-0 Rfd7 10. f4 Rc6 11. Be3 Rb6 12. Bf2 Re7 Breytir út af fyrstu skákinni, sem tefldist 12. - Bd7 13. e4 Re7 14. Rxd7 Dxd7 15. e5 Hfc8 16. Hcl BfB 17. Bf3 Hc718. b3 Hac8 og Kasparov jafnaði taflið auðveldlega. Sennilega er leik- ur hans nú nákvæmari því að hann tekur broddinn úr 13. e4 vegna 13. - dxe4 ásamt Rbd5. 13. a4 a5 14. Db3 Bd7 15. Hfcl Bc6 16. Rb5 Rbc8 17. e3 Rd6 18. Rxd6 Dxd6 19. Bel Hfb8 20. Bfl ffi 21. Rf3 Dd7 22. Dc2 Rf5 23. Bd2 Rd6 24. b3 Hc8 25. Ddl h6 26. Bel g5 Ljóst er að Kasparov hefur jafnað taflið þægilega og hann hefur jafnvel efni á að sækja fram á kóngsvæng. Það kæmi á óvart ef Karpov beitti þessu afbrigði aftur í einvíginu. 27. Ha2 De8 28. Hac2 Bf8 29. Bd3 g4 Kasparov bauð jafntefli um leið og hann lék og Karpov þáði. Eftir að riddarinn víkur sér undan kemur 30. - f5 og hvorugur getur brotist í gegn. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.