Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. 41 Sviðsljós Ólyginn sagði... Brigitte Bardot hugsar nú stíft um hvort hún eigi að skrifa endurminningar sínar. Bardot, sem nú stendur mest í dýraverndunaráróðri, hefur fengið tilboð upp á 40 milljónir króna fyrir ævisög- una og Bardot getur vel hugsað sér að nota þá pen- inga. En hver skyldi hafa boðið kynbombunni upp á 40 milljónir? Það er engin önnur en Jacqueline Kennedy, fyrrverandi forseta- frú, og núverandi bókaútgef- andi. Timothy Dalton, hinn nýi James Bond, fékk ekki hátt kaup fyrir frumraun sína sem njósnari hennar há- tignar, aðeins 28 milljónir króna. Það þykir ekki mikið í þessum bransa. En framleið- endur myndanna voru ánægðir með frammistöðu Daltons og bjóða honum þrefalt kaup fyrir næstu kvik- mynd. Það má því segja að Timothy sé kominn upp fyrir verkamannataxtann. Díana prinsessa reynir allt til þess að tolla í tískunni en það gengur þó ekki alltaf jafn vel. Um daginn brá hún sér í verslun og keypti sér rándýran leóparðaklæðn- að sem er víst í hátísku um þessar mundir. En þá komst Karl prins að því að leikarinn og söngkonan Grace Jones átti nákvæmlega eins föt. Kalli setti því blátt bann við því að Díana sýndi sig í þess- um fatnaði svo nú rykfellur hann inni í konunglegum fataskáp. Kanínu- bændui Þessa hressu stráka hitti ljósmynd- ari DV er þeir voru aö rogast með poka heim á leið. Þeir sögðust vera með spæni í pokunum sem þeir höfðu fengið í Slippnum handa kan- ínunum sínum. Kristján Geir, 12 ára, á þrjár kanínur, Almar Gunnarsson, 11 ára, á einnig þrjár kanínur og Sindri Pétursson, sex ára, segist eiga hlut í kanínum Kristjáns. Kanínu- bændurnir eiga allir heima á Boöa- granda. DV-mynd S 'x&Ú **.**&Æ Þessifjögurraára stúlka. Cecilia Cichan. er eina manneskjan sem lifði af er þota hrapaði nálægt Detroit 16. ágúst síðastliðinn. Alls létust 156 manns í slysinu. Cec- ilia litla var útskrifuð 10. október síðastliðinn eftir nær tveggja mánaða sjúkrahúslegu. Cecilia Cichan lá á Mic- higansjukrahúsinu Mynd Reuter NAMSKEID ENSKA ÞÝSKA FRANSKA SPÆNSKA DANSKA PORTÚGALSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga Uppl. i simum 10004/21655/11109 Mímir 28 - 29. október. Dag-, síðdegis og „Happy Hour“ námskeið hefjast 2.-3. nóvember. INNRITUN STENDUR YFIR NÝTT! NÝTT! LEIKSKÓLATÍMAR FYRIR 4-6 ÁRA E ★ Sérmenntaðir ★ Alltnámsefni ★ Sanngjarnt erlendir innifalið kennarar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.