Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. Spumingin Hvað óttast þú mest? Hertha Árnadóttir: Ég óttast bara ekkert, hreint út sagt. Anna G. Ástþórsdóttir: Náttúruham- farir einna helst. Gísli Sveinsson: Kröfuhörku fólks, yfirleitt - og þá ekki síst hér í hinum vestrænu ríkjum. Fólk viröist ekki þola frelsið. Ingunn Valtýsdóttir: Ég óttast bara ekkert, hugsa aldrei um óttann. Guðni R. Þorláksson: Ég óttast mest verðbólguna en vona samt aö hún sé dauð. Jón Lárusson: Að deyja. Ætli það sé ekki meöfæddur ótti? Lesendur Um sjávarútveg: Útflutningur á ferskum fiski 52.608 tonn, unnin á staðnum, og meðtahnn útfluttur ferskur ílskur skipa, skrásettra í Eyjum og sem fluttur var út í gámum af skipum Eyjamanna. Af þessu magni voru flutt út 19.031 tonn eða 36% heildar- botnfisksaflans. Á Vestfjörðum var afli tekinn saman með sama hætti og Eyja- manna, 85.542 tonn. Af því magni voru flutt út 19.845 tonn eða 23%. Sjá má að Vestfirðingar fluttu út 11 þús. tonnum minna en Eyja- menn ef þeirra hundraðshluti hefði verið fluttur út, þ.e. 36%. Ekki kom Eyjamanninum um- rædda í hug að athugandi væri hvort eitthvert Vestmannaeyja- skipa ætti frékar heimafang í Hull eða Grimsby fremur en Vest- mannaeyjum. Nei, umræðuna ber að sama brunni; - verið ekki að skoða þetta hér, það er verra annars staðar! En það dreifir umræðunni og þá er tilganginum náð. Væri rétt að menn breyttu til og létu vitræna hugsun ráða. En í framhaldi þætti mér rétt að benda þessum manni á skip sem hann er mjög tengdur og fluttu út 40-50% af aflanum. Vera má, að hann hafi bent fram- kvæmdastjóra þessara skipa á að skipta um heimahöfn þeirra og láta fremur skrá þau í Bremerhaven eða Cuxhaven en í þeirra heima- höfn, eins og þau eru nú skráð - vilji hann vera samkvæmur sjálf- um sér. Frá fiskibænum Grimsby í Bretlandi. Skyldi koma að því að íslensk fiskiskip verði skráð þar? Áhugamaður skrifar: Oft hefur vakið athygh mína, þeg- ar rætt er um mál sjávarútvegsins, að umræðan snýst jafnan um það á hvern veg hitt og þetta fer úr- skeiðis í einum eða öðrum lands- hluta. Og eru þá oft til fundin hin einkennilegustu atvik. Sakargiftir ganga á víxl. í einum landshluta er dregið óheft magn af smáfiski, í öðrum er nær óhæfilegt magn drepið í netum sem svo reyn- ist óhæft til vinnslu eða er ekki flutt til lands - allt til að spara „kvóta“. Eitt dæmi þessa kom í ljós þegar Vestmannaeyingar ræddu nýlega um útflutning á ferskum fiski í gámum. Á fundi þessum ræddi einn útgerðarforkólfurinn um vandann sem hugsanlega fylgdi of miklum útflutningi á ferskum flski og sagði hann, samkv. tilvitnun í DV. hinn 28. sept. sl.: „Ég er farinn að spyija sjálfan mig hvers vegna sumir Vestfjarðatogararnir eru ekki skráðir í Huh eða Grimsby. Ég veit að hér í Eyjum munu menn aldrei sætta sig við þetta.“ Með þessum orðum er forkólfur- inn í Vestmannaeyjum að segja: „Ég er á móti of miklum útflutn- ingi á ferskum flski en verið ekki að fjargviörast út af þessu hér í Eyjum, lítið heldur til Vestijarða og skoðið þeirra útflutning því engu er líkara en þeirra skip séu skráð í Hull eða Grimsby." Lítum nú á staðreyndir; árið 1986 var botnfiskafh í Vestmannaeyjum Styrkjum íþróttimar Úr hverri spjör! 6433-4356 skrifar: Viö erum fjórar vinkonur sem fórum á dansleik um síöustu helgi og var mér falið að skrifa nokkrar linur af þvi tilefhi. Þannig var að við vorum upphaf- lega búnar að ákveða aö fara í Casablanca en þar var lokaö um helgina (laugardaginn 10. þ.m.), Þá ákváöum við að halda á Hótel Borg. Það er nú svo sem ekki i frá- sögur færandi nema vegna þess aö við vorum sammála um að Borgin heföi tekið stakkaskiptum. Einkum vifjum viö þakka plötusnúðnura fyr- ir mjög gott tónhstarval. Einnig viljum við koma efhrfar- andi á framfæri við eiganda Casa- blanca: Ef Casa á ekki að verða bóla, eins og Safari — bænum haldiö G.K. skrifar: Margar eru þær íþróttagreinamar, sem stundaöar hafa verið frá upphah, svo sem hlaup, stökk, frjálsar íþróttir og boltaleikir ahs konar. Skiljanlega kostar sitt að iðka þessa leiki. Landsmenn eru hins vegar iðnir við að styrkja drengina sína enda íþróttahetjur og stolt landsins. En betur má ef duga skal. Nú ber okkur íslendingum að herða sóknina til styrktar íþróttafélögum og einstaka mönnum því útht er fyrir að síðasta iþrótta-„fhppið“ verði mönnum hvað dýrast. Það er, samkvæmt fréttum í Tíman- um, „fatafelling" eða „úr-buxnaklæðn- ing“ og kvað vera alveg óskaplega kostnaðarsöm, kr. 26.000 á einar nær- buxur og viðbúið að um hækkun á taxta veröi að ræða þegar vinsældir aukast. Ég hvet því aha landsmenn til að gera betur þótt vel hafi verið að verki staðið fram að þessu með söfnum fyr- ir íþróttamenn okkar. Þeir þurfa á því að halda og eiga það svo sannarlega skihð. - Lengi lifi karl- mennskan og hinn sanni íþróttaandi. Framlag mitt th íþróttamála fylgir með bréfi þessu, kr. 0,10. ið“ verði hvað dýrast," segir í grein- inni. Hrefnan er minnsta tegund reyðarhvalanna. Hún er ein þeirra tegunda sem mest hafa verið veiddar hér við land á seinni árum. Lyktlr hvalveiðimálsins Samkomulagið sigur eða ósigur? Ingvar Agnarsson skrifar: Ekki munu hvalavinir fagna þessum „sigri“. Ekki er það sigur mannúðar eða vemdunarsjónarmiða að nú skuh veiðiskipum aftur att á hvah th að drepa þá eins og áour. Segja má með réttu að það hafi ver- ið sigur íslendinga gagnvart annarri þjóð þegar viðurkenning náðist um rétt okkar yfir hafsvæðinu kringum landið th eigin hagsbóta. Enn stærri sigur hefði það þó verið ef við hefðum jafnframt, að eigin frum- kvæði, tekið upp algjöra hvalfriðunar- stefnu og fylgt henni eftir í framtíðinni með áhka skörungsskap og ráðamenn okkar hafa sýnt í þessari síðustu mihi- ríkjadehu. Sú rimma og lyktir hennar sýna aö viö eigum framúrskarandi mönnum á að skipa í mhliríkjamálum en skemmtilegra væri að aðeins væri barist fyrir verðugum málstað en ekki vafasömum. Það eykur ekki áht þjóðarinnar, hvorki út á við né meðal eigin þegna, að haida áfram ónauðsynlegum hval- veiðum. Tækni og vísindi: Of seint á dagskrá Gunnlaugur hringdi: Sumir sem hafa áhuga á þættinum Tækni og vísindi og vhja ekki missa af honum þurfa að mæta snemma th vinnu eða í skóla að morgni. Það er því bón mín og margra annarra sem ég heí' rætt við að RÚV-sjón- varp reyni að koma þvi þannig fyrir að þessi þáttur verði sýndur fyrr í dagskrá kvöldsins. Þessi þáttur hefur verið með betra efni RÚV-sjónvarps aht frá upphafi þáttanna og því leiðinlegt ef hann missir marga af aðdáendum sínum fyrir það hve seint hann er á dagskránni. Kjötsög og kirkja Fyrir nokkru var sagt frá þvi hér að Guðfinna Guðmundsdóttir, bóndi í Reykjarfirði á Ströndum, hefði hringt th blaðsins og sagt aö nær væri að fá kjötsögunarvél í kaupfélagið heldur en nýja kirkju í Trékylhsvík. Guöfinna hefur beðið blaðið að skýra frá því að þetta sé ekki frá henni komið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.