Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 18
18 Meiming MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. VOPNAFJÖRÐUR Óskum eftir að ráða umboðsmann á Vopnafirði frá og með 1. nóvember 1987. Upplýsingar gefa Þórunn Gunnarsdóttir í síma 97-31258 og afgreiðsla DV í Reykjavík í síma 91-27022. SMÁSALI ÓSKAST Erum að leita að aðila til að flytja inn og selja UNICUE mótorolíu og dísil- forhitara fyrir sendi- og fólksbifreiðar. Nánari upp. hjá Cool AB. P.O. Box 5040 18305 Taeby Svíþjóð Sími 087565940 Telex: 102442 FOTIXS S. Attensjen Cool AB. PEYKJÞNÍK"TRBORGI RH Jlaa&vi Sfödun, MT Fjölskylduheimili fyrir unglinga. Laus er staða starfsmanns við fjölskylduheimili fyrir unglinga. Um er að ræða vaktavinnu kvöld, nætur og helgar. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu á sviði uppeldismála. Upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 681836 eftir kl. 16.00. Umsókarfrestur er til 25. október. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást. FRÁ MENNTAMÁLA- RÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki er laus kennara- staða í viðskipta- og hagfræðigreinum frá 1. janúar 1988. Ennfremur er staða stærðfræðikennara laus nú þegar við sama skóla. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 10. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið Vorum að taka upp mikið úrval af skrautröndum á bíla Margir litir og úrval lita. VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER. Bifreiðavericstæói Tangcnhðföa 8-12 'ArnaGíslasonarhf SSS(««M44 HEILCVERSUJN VIDGERDIR BILALEIGA Og (91)685504 A0. Galdri magn- aður heimur lsabel Allende - Hús andanna. Þýðandi: Thor Vilhjálmsson. Útgefandi: Mál og menning 1987. Sagan Hús andanna er löng og miMl flölskyldusaga þeirra Clöru og Estebans TVueba í nokkra ættliöi. Esteban er landeigandi í stíl viö „los caciques" sem saga Rómönsku Am- eríku er full af, allt frá því er Spánveijar tóku land í álfunni og færöu með sér sitt eigið háttemi og siði, svo sem þann aö stjóma alger- lega lífi og limum landseta sinna og vinnufólks. Esteban fylgir sömu venju, en er aö auki skapofsamaður í meira lagi, hann kúgar allt sitt fólk og um hríð fer hann um sveitina ,jarðverpandi“ hverri stúlku sem fyrir verður og skilur efiir sig slóð- ina af bömum sem hann vill svo ekkert kannast við eða skipta sér af. En síðan kvænist hann Clöru, syst- ur stúlkunnar með hárið græna, er áður var unnusta hans en hafði ve- rið byrlað eitur í misgripum fyrir fóður hennar, upprennandi stjóm- málamann. Þar með hefst saga þeirra Clöra og Estebans, bama þeirra og bamabams. Margir aðrir koma við sögu á landsetrinu og í húsinu stóra í borgiimi, þar sem hin skyggna Clara stjómar miöilsfund- um með alls kyns sérkennilegu samsafni af áhugafólki um spírit- isma og geimverur. Hafsjór viðburða Þetta er sannarlega ekkert ofur- venjulegt lið sem stekkur fram á síðum bókarinnar, það er sambland af furðufuglum og fólki með sínar einkaáráttur, þótt fyrir komi að greina megi jarðbundnari persónu- leika. Sem sagt fólk með karakter, og því varla von að friðvænlegt sé eða fyllsta eindrægni ríki á heimiii þeirra hjóna. Sagan er bráðskemmtileg aflestr- ar, ævintýri líkust, frásögnin er hröð og hver viðburðurinn rekur annan. Það hendir þó stundum aö frásagn- argleðin og gáskinn verði svo hömlulaus að hugsunin týnist sem undir býr. Og merkustu atburðum hættir til að farast í hafsjó þeirra viöburða sem upp skjóta koliinum í fjölskyldusögunni. Líkt og ótal loft- bólur í velvirkum hver sem springa síðan án þess að skilja eftir önnur ummerki. Sagt er frá atburðum og persónum á listilegan hátt og víða kjammiklar lýsingar á því sem fyrir ber, svo sem ástarfundum unglinganna Blöncu og Pedros þriðja Garcia, syni bú- stjórans á landsetrinu. Þar hittast þau niðri við á og fagna frelsinu sem gefst þeim í kyrrlátum felustöðum náttúrunnar og óhefluöum lífsvenj- um sveitarinnar. Slíkt fijálsræði og jafhkröftug og takmarkalaus ástartj- áning og þau njóta hefði veriö óhugsandi í borginni þar sem ungl- ingamir pukrast með kyniífið og höfuð þeirra em full af órum. Spenna á heimilin'j Skopskyn og hlýja höfundar í garð viðfangsefnis síns og sögupersóna breytir jafnvel örgustu föntum á borð við Esteban Traeba í spaugileg- an, jafnvel dáfyndinn en skapstirðan sérvitring, sem brýtur með staf sín- um borðbúnaðinn og öskrar verstu formælingar. Því á vettvangi heimil- isins, þar sem hin andlega sfyrkta Clara ræður ríkjum og lætur eins og ekkert sé, verður minna úr óhugnanlegum ofstopa hans en ella. Þó fær lesandi að finna fyrir spenn- unni sem ríkir á heimilinu. Áhrifa- mikil er t.a.m. frásögnin af því þegar Férula birtist afturgengin í boröstof- unni þar sem Esteban Tmeba mundar hnífinn til að skera steikina, húsbóndinn á heimiiinu og bróðir hennar; hann haíði rekið systur sína í burt sex árum áður vegna þess að hún lagði ofurást á konu hans. Fér- ula hefhdi sín þannig á sínum stolta bróður að hún lifði í örbirgð síðan, í algjöru hreysi og dó loks í rúmi sínu, klædd aíkáralegustu flíkum og minnti á austurlenska drottningu Bókmenntir Berglind Gunnarsdóttir með hjálm á höfði. Hún hafði ekki notað einn eyri af peningunum sem hann hafði sent henni mánaðarlega öll þessi ár til lífsviðurværis. Ægivald landeigandans En í öllu stríöi kvennanna við Esteban Tmeba henda stundum frá- bærlega kómískar uppákomur og grátbrosleg atvik þar sem gamh skaphundurinn trónir í aðalhlut- verki. Sannarlega era lýsingar á honum sterkar og hnitmiðaðar án þess að svipta hann með öllu mann- legu yfirbragði og reisn, fremur en aðrar persónur bókarinnar. Það mætti í þessu sambandi minnast á aðra þýdda sögu frá Mex- íkó um Pedro Páramo, magnaða draugasögu eftir Juan Rulfo sem ekki hefur fariö hátt um. Þar er kom- ið inn á svipað efni, það er ægivald landeigandans, þótt frásagnarmát- inn sé ailt annar en í bók AJlende. Þar verður hæfilega illa innrættur og vonsvikinn landeigandi til að skapa ómældar hörmungar meðal landseta sinna, enda enginn megn- ugur að veita honum heilbrigt viðnám. Hús andanna er í fiokki þeirra skáldsagna sem kenndar hafa verið við töfraraunsæi, eins og það kallast á íslensku, fantasíusögur sem standa þó jarðföstum fótum í veruleika Rómönsku Ameríku. Hún minnir enda öðrum þræði á skyldar sögur eítir Gabriel Garcia Marquez, Hundrað ára einsemd og Ástina á timum kólerunnar, en Isabel hefur þó ljáð henni sinn eigin stílblæ og þokka í ríkum mæli. Smækkaður heimur Sérkenni hennar felst e.t.v. aö hluta til í því að hér fylgjum við eink- um eftir kvenlegg ættarinnar og því sem þær ágætu konur taka sér fyrir hendur og hendir þær í stormasömu samlifi með Esteban Tmeba, hvort sem það er eiginkonan Clara, dóttir- in Blanca eða dótturdóttirin Alba, en öll merkja þessi nöfn birtu eða skírleik. Allt um kring vaka svo augu sögukonunnar sem segir frá og túlkar atburðina af eigin skilningi og næmleik. í fyrirlestri, sem Isabel Allende flutti í Norræna húsinu á dögunum, sagöi hún m.a. að hræðilegir og ólýs- anlegir hlutir ættu sér staö á hverj- um degi í Rómönsku Ameríku, og að þess vegna gætu rithöfundar þar ekki annað en fundiö sig knúna til að greina frá því í bókum sínum, þeir gætu ekki leyft sér að setjast að í fíiabeinstumi. Og um bók hennar mætti segja að hún væri nk. smækk- aður heimur þar sem fyrir koma ýmis afbrigði af þjóðfélagslegri ólgu og tiifinningalegri togstreitu sem springur út í flóði af ofbeldisverkum í kjölfar valdatöku hersins í Chile 1973 og segir frá í lok bókarinnar. Á hverfanda hveli Sagan gerist á mörkum gamals og nýs tíma, nýtískulegir hættir rekast á fomar hefðir, úr þeim árekstri verður til heimur sem hvorki býr í því gamla né mun lifa áfram í nýjum tíma. Einmitt þess vegna er hann heiliandi og sérstakur, furðuheimur sem síðar meir hverfur, eins og hug- arheimur-Clöru á æskuskeiöi: „Æska Clöra leið og hún komst á legg innan heimiiisveggjanna í heimi furðusagna og kyrrlátrar þagnar þar sem tíminn mældist ekki við klukk- ur né dagatöl og þar liföu hlutimir sínu eigin lífi, svipir sátu til borðs og ræddu við mannfólkið, fortíð og framtíð vom þáttur þess sama og raunveruleiki nútíðarinnar var kviksjá ruglaðra spegla þar sem allt gat gerzt. Það er mér unun að lesa þessar stílabækur frá þeim tíma þar sem lýst er galdri mögnuðum heimi sem liðinn er undir lok. Clara bjó í veröld sem hún haföi sjálf fundið upp, og var vemduð fyrir vægðar- leysi og grimmum veðrum lífsins, þar vafðist hversdagslegur sannleik- ur efnislegra hluta saman við ólgandi sannleika drauma hennar, en þar gat bmgðizt að lögmál efhis- heims eða rökvísi væm virk. Clara lifði þetta skeið á valdi hugarburðar síns, í fylgd með öndum lofts, vatns og jarðar, svo sæl að hún sá enga nauðsyn á því að tala í níu ár... “ Isabel Allende ásamt blaðamanni DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.