Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 19. OKTÖBER 1987. 45 Sandkom Fóðrið var ekki með Gísli Sigurgeirsson, frétta- maöur sjónvarpsins á Akureyri, er meö hávaxnari mönnum sem ganga um göt- ur þar nyröra og það fara ekki allir í fotin hans. Þó varö hann fyrir því óláni á dögun- um aö frakkinn hans var tekinn í fatageymslu á veit- ingahúsi í bænum. Nú var ekki gott í efrú en Gísli aug- lýsti strax eftir frakkanum á þennan hátt í smáauglýsinga- dálki: „Herramaðurinn!?, sem tók frakkann minn í fata- hengi Fiðlarans, er vinsam- lega beðinn um að hafa samband við mig. Mig langar riefnilega til að koma til hans fóðrinu sem hægt er að festa innan á hann með rennilás. Þannig verður hann hlýrri. Ég þarf líka að segja mannin- um að hverju lyklamir ganga sem voru neðarlega í hægri utanverðum vasanum. En - ef maðurinn vill ekkert með frakkann minn hafa lengur þá kæmi sér vel ef hann skil- aði honum aftur í fatahengið. Meðkveðju. Þorvaldurá ferð og flugi Svar Ingimars Eydal hér í blaðinu á dögunum við þeirri spurningu hvaða persónu hann vildi helst hitta var nokkuð dæmigert fyrir það sem Ingimar er að gera þessa dagana. Svar hans var að hann vildi helst hitta Þorvald Halldórsson eftir hádegi á föstudögum því þá vissi hann að það hefði verið flogið frá Reykjavík til Akureyrar. Þor- valdur er nefnilega eitt aðalnúmerið í sýningunni „Stjömur Ingimars í 25 ár" sem hefur slegið í gegn í Sjall- Þorvaldur Halldórsson er i loftköst- um þessa dagana og er jafnframt æðsta ósk félaga sins, Ingimars Eydal. anum á Akureyri að undan- fömu. En vandamálið er að Þorvaldur er búsettur í Reykjavík ogþarf því að fljúga norður á hveijum fóstudegi. Það er þ ví óhætt að segja að hann sé á ferð og flugi þessa dagana og þegar hann kemur fram á sviðið í Sjallanum og kyijar „Ó, hún er svo sæt...“ eða „Á sjó...“ þá fara hlutimir í Sjallanum einnig heldur betur á ferð og flug. Dúndrandi fjör og von- andi sér Ingimar Þorvald sem oftast eftir hádegi á fostudög- um. Fyrsti maí talinn með Eyþór Tómasson, hinn kunni athafnamaður og for- stjóri Lindu á Akureyri, hefur oft vakið kátínu með tilsvörum sínum sem þykja hin skondnustu. Ein saga, sem af honum er sögð, er þeg- ar hann var staddur í bankastofnun á Akureyri. Þá spurði hann einhver hvort reksturinn gengi ekki vel. Eyþór var snöggur upp á lag- ið og svaraði hástöfum: „Gengur vel! Hvemig haldið þið að það sé hægt að reka fyrirtæki í þessu þjóðfélagi? Sjáið þið nú bara. Það em til dæmis átta frídagar í apríl ef fyrsti maí er talinn með.“ Jón Baldvin í Lottóið Þá er fjármálaráðherra far- inn að spila í Lottói fyrir hönd ríkissjóðs og var ekki lengi að krækja í hæsta vinning- inn. Þegar Lottóið hóf göngu sína lá ljóst fyrir að þar myndi hin ftárvana íþrótta- hreyfmg fá aukið fé til starfs- ins og menn sem em þar í forsvari gætu aðeins farið að hægja á göngu sinni með betlistafmn. En ÍSÍ var ekki lengi í paradís því nú hefur „Maðurinn með niðurskurð- arhnífmn" látið sverfa til stáls. Jón Baldvin hefur lækkað framlag ríksins til íþróttasambands íslands um 45 prósent og skýringin sem gefin er er sú að tekið sé tillit til tekna íþróttahreyfmgar- innar á Lottóinu. Það er því alveg óhætt að segja að ríkis- kassinn græðir mest á Lottó- inu því telja verður víst að ekki hefði verið hróflað við framlagi ríksins til íþrótta- hreyfmgarinnar ef Lottóið heföi ekki verið fyrir hendi. Pálmi ákveðinn Eins og fram hefur komiö í fréttum er fyrirhugað að halda alþjóðlegt handknatt- leiksmót á Norðurlandi á næstunni með þátttöku landsliða islands, Póllands, Portúgals og ísraels. Var ákveðið að halda mótið á Akureyri og einnig að einn leikur mótsins yrði haldinn á Húsavik. Fyrir skömmu gerðist það svo að forráða- menn handboltamála á Akureyri höfðu samband við Pálma Pálmason, íþróttafull- trúa á Húsavík, og föluðust eftir ákveðnum leikdegi í íþróttahúsinu þar fyrir um- ræddan leik sem skyldi vera H> V leikur Póllands og Portúgals. Pálmi Pálmason, sem er gam- all „handboltarefur", -lék hér áður fyrr með Fram og landsliðinu - var hins vegar fljótur tU og sagði að það þýddi ekkert fyrir Akur- eyringa að skammta Húsvík- ingum úr hnefa leik með portúgalska liðinu sem er ekki hátt skrifað á alþjóðleg- an mælikvarða. „Við vftjum engan þriðj a klassa lands- leik,“ sagði Pálmi ákveðinn og nú er að sjá hvort Húsvík- ingar fá eitthvað betra í nýja iþróttahúsið sitt. Jónf séra Jón og Jón ráðherra Amfirðingar eru argir þessa dagana og fullyrða að persónuleg óvild yfirdýra- læknis í þeirra garð komi í veg fyrir að þeir fái leyfi til að slátra fé sínu í sláturhús- inu á Bíldudal. Gefa þeir i skyn að yfirdýralæknir sé að koma fram hefndum vegna þess að hann vildi fyrir nokkrum árum láta fella allt fé í Amarfirði vegna órök- studds gruns um riðuveiki, en þaö náði ekki fram að ganga. Jón Helgason land- búnaðarráðherra hefur ekki getað leyst úr þessu máli fyr- ir Amfirðinga. - Ráðherrann leysti hins vegar mál slátur- hússins í Vík í Mýrdal. Mat þriggjadýralæknavarað sláturhúsið stæðist ekki kröf- ur sem gerðar em til slátm-- húsa. En þetta sláturhús er í kjördæmi landbúnaðarráð- herrans sem leysti málið með því að heimila slátrun þrátt fyrir álit dýralæknanna. Er nema von að menn segi að það sé sitthvað að vera Jón, séra Jón eða Jón ráðherra. Umsjón: Gylfi Kristjánsson ______________________Merming Útrás að mála stórt Um síðustu helgi opnaði Margrét Jónsdóttir myndlistarkona málverka- sýningu í FÍM-salnum við Garðastræti 6 í Reykjavík, en sýningin stendur til 25. þessa mánaðar. Þetta er önnur einkasýning Margrétar hér heima á jafnmörgum árum, en áður hafði hún haldið tvær einkasýningar í London Myndlist Jón Karl Helgason þar sem hún stundaði framhaldsnám í myndlist við St. Martin’s School of Art á árunum 1974 til 1976. Auk einka- sýninganna hefur Margrét tekið þátt í fjölda samsýninga, hérlendis sem erlendis. Stórform Á sýningunni í FÍM-salnum eru 25 olíumálverk sem öll eru unnin á þessu ári. Margrét er að vísu í fullu starfi sem auglýsingateiknari en tók sér þriggja og hálfs mánaðar „frí“ til að vinna að sýningunni. Hún var fyrst innt eftir því hvort verkin væru að einhveiju leyti frábrugðin því sem hún hefði fengist við áður. „Þetta er að mörgu leyti svipað, nema hvað ég hef yfirleitt unnið á pappír. Nú vinn ég á striga. Verkin eru líka stærri. Helst vildi ég getað málað ennþá stærra, en vinnuplássið setur mér skorður. Stærstu verkin á þessari sýningu eru þannig um það bil jafn- stór og plássið leyfir í vinnustofu minni.“ - Hvað heillar þig við stærðina? „Ég finn að stærðin hæfir mér bet- ur. Bæði er að ég vinn svo mikla nákvæmnisvinnu daglega að það veit- ir mér ákveðna útrás að mála stórt og annað er að þessi form sem ég fæst við njóta sín betur í stórum verkum. Vil ekki predika Þegar Margrét var spurð hver væri drifkrafturinn í myndsköpun hennar sagði hún að þetta væri eitthvað sem hún réði ekki við. „Fyrir mér er þetta einhvers konar andleg hreinsun. Það leggst þannig þungt á mig ef ég hef ekki getað málað í einhvem tíma. í stað þess að tjá mig í orðum eða bók- stöfum tjái ég hugsanir mínar og til- fmningar á striga; Fyrir vikið em þessi verk mjög persónulég.“ - Hvernig tilfmning fylgir því þá að koma þessum verkum á framfæri? „Ég finn engan mun. Sú merking sem ég legg í verkin er í sjálfu sér aukaatriði fyrir alla aðra en sjálfa mig. Þess vegna gef ég verkunum ekki nafn. Ég vil að áhorfendur geti upplif- að þau sjónrænt, óháð einhverjum nafngiftum.“ - Hefur þú engar áhyggjur af því að verða misskilin? „Nei, í raumnni pr ekki um neitt slíkt að ræða. Ég vil ekki ákveða hvað áhorfandinn upplifir, ég vil ekki vera predikari." Hugsa ekki um stefnur Aðspurð sagðist Margrét ekki vilja setja verk sin i einhvem flokk eða stefnu. „Ég held að flestir myndlistar- menn séu á móti flokkunum. Þegar myndlistarmenn vinna em þeir ekki að hugsa um einhverjar stefnur. Ekki nema þeir vilji tolla í tískumii. Ég er ekki að reyna það.“ - Hvað er svo fram undan þjá þér? „Brauðstritið; ég kem til með að vinna við auglýsingagerð fram að ára- mótum. í janúar og febrúar verð ég hins vegar í Kjarv'aisstofu í París og get þá væntanlega einbeitt mér að myndhstinni. Þar vonast ég til að hafa nóg rými til að mála ennþá stærri verk.“ -JKH Margrét Jónsdóttir ásamt einu málverka sinna. DV-mynd GVA OPIÐ ALLA DAGA FRA KL. 9.00 TIL 18.00. _____ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 16.00._ VOLVO-salurinn Skeifunni 15, s. 691600. NOMÐIIB w* 35 E53 vi VOLVOSALURINN SKEIFUNN115, S. 691600 ★ Nýjar hugmyndir. ★ Góð kjör. ★ Llrval notaðra bíla ★ Heitt á könnunni. Volvo 760 GLE, árg. 1983, Ijós- grænn metallic, sjálfsk., m/od vökvast., rauður, ralmagn í læsing- um og speglum, plussáklæði og fleira. Verð 790.000. Góð kjör, ath. skipti ó ódýrari. Volvo 740 GLE, árg. 1985, ek. 27 þús., silfur metallic, sjálfsk., m/od vökvastýri, álfelgur, plussáklæði og fleira. Verð 860.000. Góð kjör, ath. skipti ódýrari. Volvo 360 GL, árg. 1986, ek. 31 þús., grænn metallic, beinsk., 5 gira, plussáklæði, fallegur bill. Verð 555.000, góð kjör og ath. skipti á ódýrari. Ford Taunus 1600 GL, árg. 1981, ek. 116 þús., blár metallic, beinsk. Verð 190.000, ath. skuldabr. Volvo 240 GL, árg. 1986, ek. 21. þús., rauöur, beinsk., 5 gira, vökv- ast. Verð 685.000. Góð kjör, ath. skipti á ódýrari. Volvo 740 GLE, árg. 1986, ek. 12 þús., vinrauður metallic., beinsk., 5 gira, vökvastýri, rafmagn i rúðum að framan, læsingum og speglum, topplúga, plussáklæði, loftkæling. Verð 930.000. Volvo 740 GLE, árg. 1984 , ek. 35 þús., vínrauður, beinsk., 5 gíra, vökvastýri, topplúga og plussá- klæði. Verð 740.000. Volvo 240 GL, árg. 1985, ek. 17 þús., Ijósblár metallic, beinsk., 5 gíra. grár, beinsk. Verð 310.000, góð kjör. Volvo 345 GL, árg. 1980, ek. 86 þús., gulur, beinsk., álfelgur. Verð 190.000, ath. skuldabr. Volvo 244 GL, árg. 1982, ek. 67 þús., Ijósbrúnn, sjálfsk., vökvastýri. Verð 400.000, ath. skipti á ódýrari. NÝIR BÍLAR ISÝNINGARSAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.