Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. Útlönd Felklu 22 stjómarhermenn Skæruliðar kontrahreyflngarinn- ar feUdu í gær tuttugu og tvo stjórn- arherraenn í fyrirsát sem þeir veittu lest af herilutningabifreiöum um hundrað og áttatíu kflómetra austur af Managua, höfuðborg Nicaragua. Talið er að um fjögur hundruð skæruliöar hafi ráðist á flutningabíl- ana og eyðilögðu árásarmennirnir tvo þeirra með eldflaugum og vél- byssuskothríð. veðurspár Breskir veðurfræðingar neituðu í gær alfarið að þeir væru eftirbátar starfsbræðra sinna á meginlandi Evrópu og að þeir hefðu orðið seinni til en hinir að spá storminum sem gekk yfir Bretlandseyjar í síðustu viku. Stormurinn var hinn versti sem þar hefur komið í þrjú hundruð ár og varð hann að minnsta kosti þrettán manns að bana. Breskt dagblað sagði í gær að hol- lenskir veðurfræöingar hefðu spáð fyrir um storminn sólarhring á und- an breskum veöurfræðingum og hefðu þeir þó byggt spá sina á upp- lýsingum frá breskum veðurstofum. Deila um Ætlar að mæta fyrir rétti Bandaríski Mðhlaupinn og flóttamaðurinn Wade Roberts, sem fengið hefúr pólitískt hæli í Sovétríkjunum, skýrði frá því um helgina aö hann myndi fara til Bandaríkjanna og mæta fyrir réttí í máii sinu um leið og tryggt væri að hann fengi réttlát réttarhöld. Kvaðst Roberts ætla að gera þetta tfl að stöðva aðkast það sem móðir hans hefur oröið fyrir vegna flótta hans. Átök við mótmælendur Mikfll fjöldi mótmælenda var handtekhm og tfl verulegra átaka kom mflli þeirra og iögreglu þegar hópur andstæðinga kjarnorkuvopna; reyndi aö komast inn í bandaríska herstöð nærri Alice SpringsíÁstral- íu í morgun. Lögreglan handtók um eitt hundr- að manns vegna mótmælanna en þau voru liður í baráttu fyrir því aö bandaríska herstöðin verði lögð nið- ur. Jessica við sæmilega heilsu Jessica McClure, stúlkubarnið sem í lok síðustu viku var bjargað úr sjö metra djúpum brunni við bæinn Midland i Texas, eftir þriggja sólarhringa dvöl í honum, er talin við sæmilega heilsu. Bandaríkjamenn hyggja á hefndir Forseti írans, Ali Khameini, segist efast um að Bandaríkjamenn séu í þeirri stöðu að þeir geti gripið til of- beldisaðgerða gegn írönum á Persa- flóa. Greint var frá þessum ummælum forsetans í útvarpinu í Teheran í morgun. Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði tekið ákvörðun um að meintum árásum írana á tvö olíu- flutningaskip, sem sigldu undir bandarískum fána á Persaflóa í síö- ustu viku, yrði svarað en hann neitaði þó að tilgreina nánar til hverra að- gerða yrði gripið. Khameini sagði að Bandaríkjastjóm yrði að grípa til aðgerða til að sýna vald sitt en hins vegar myndu ofbeldis- aögerðir á Persaflóa skaða sameigin- lega hagsmuni ríkjanna tveggja. Iranir hafa harðlega mótmælt upp- byggingu bandaríska flotans á Persaf- lóasvæðinu og hafa hótað hefndarað- gerður hvarvetna um heiminn ef Bandaríkjamenn geri árás. Khameini sagði einnig að til þess aö vopnahlé kæmist á þyrftí nefnd að úrskurða hver væri hinn upphaflegi árásaraðfli í Persaflóastríðinu. Kuwaitmenn kanna nú leiðir til að efla vamir landsins gegn eldflaugaár- ásum eftir árásimar á oliuflutninga- skip í landhelgi Kuwait. Símamynd Reuler Oliuflutningaskipið Sea Isle City, sem varð fyrir eldfiaugaárás á föstudaginn í landhelgi Kuwait. Ellefu þeirra átján skipverja sem særðust liggja nú á sjúkra- húsi. Gizui Helgason, DV, Lubeclc Dönskum fiskiskipum tókst í gær- kvöldi að stöðva Vulcanus II við brennslu eiturefna í Norðursjó. Skip- ið slökkti undir brennsluofnunum seint í gærkvöldi og gaf merki um vélarbilun eftir aö troll frá dönskum fiskibáti hafði flækst í skrúfu skips- ins. Skipið hefur nú lagst fyrir akkeri og kveikt hefur verið á skutljósker- unum og það túlka fiskimenn á nærliggjandi bátum sem svo að ekki verði brennd meiri úrgangsefni í bili. Þar sem skipið hefur lagst fyrir akk- eri er því ekki siglt á meðan og getur þar með ekki siglt í skjól við reykinn frá eigin brennslu. Þegar kveikt hafði verið á ljósker- unum á skut skipsins hljómaði allt nágrennið af flautum frá fiskiskipun- um og stemningin um borð í þeim jókst um allan helming. Á næstunni munu fjögur flskiskip frá Grimsby slást í hóp dönsku skip- anna. Þau halda til móts við þau árla í dag ef veður leyfir. Á fundi, sem haldinn verður á bryggjunni í Grims- by í dag, er hugsanlegt að ákveðið verði að fleiri skip haldi til Norður- sjávar til stuðnings við danska stétt- arbræður. Umhverfismálaráðherra Dana, Christian Christiansen, hófst handa í gærkvöldi og skrifaði bréf til um- hverfismálaráðherraþeirra landa er liggja að Norðursjó. í bréíinu leggur hann til að samstundis verði lögleitt bann við brennslu úrgangsefna og sé það ekki mögulegt þá verði banniö komið á 1. janúar 1989. Hann vill sömuleiðis að komið verði á eftirliti með þessum skipum. „Ég skil mæta- vel að fiskimenn séu fokvondir,“ segir ráðherrann. „Danir eru ekki vanir að taka málin í sínar hendur en það eru takmörk fyrir öllu segir hann.“ Tuttugu og tvö dönsk fiskiskip gengu i lið með Siriusi, skipi Grænfriðunga, í gær og umkringdu efnaúrgangsbrennsluskipið Vesta úti fyrir hollensku ströndinni. Simamynd Reuter ENSKA ÞÝSKA FRANSKA SPÆNSKA DANSKA ÍTALSKA PORTÚGALSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga Upplýsingar og innritun i síma 10004/21655/11109 Mímir ■ÁNANAimUM 15HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.