Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 19. 0KTÓBER 1987. Sigríður Stefánsdóttir: Ósmekklegt að draga - fólk í dilka „Þaö sem mér finnst ósmekklegast í umtalinu um úrslitin í Reykjavik er aö draga fólkið sem þama var kosiö í ákveðna dilka. Mér finnst þaö fárán- legt þegar Guörún Helgadóttir þing- maöur fullyrðir aö 80% þessa hóps eigi Ólafur Ragnar. Þetta er mjög ó- smekklegt. Ég tel engan veginn ljóst hvemig þetta fólk muni kjósa á lands- fundinum," sagöi Sigríður Stefáns- dóttir, mótframbjóðandi Ólafs Ragnars til formanns Alþýöubanda- lagsins, í samtali viö DV í morgun. Hún sagði ennfremur aö þegar úr- slitin í Reykjavík hefðu legið fyrir í gær hefði hún fundiö fyrir stuðnings- bylgju af öllu landinu. Hún minnti einnig á að enn era 3 vikur í landsfund og aö þar muni úr- slitin ráöast. Þaö væri aö ljúka kosn- ingu landsfundarfulltrúa víða um land og eins og málin stæöu nú teldi hún sína möguleika til aö ná kosningu meiri en Ólafs Ragnars. -S.dór Svavar Gestsson: Gagmýni- ’ verð vinnubrogð „Vinnubrögðin á félagsfundinum em gagnrýniverö en ósmekklegast er þó þegar reynt er aö draga flokksfélaga í dilka fyrirfram rétt eins og þeir hafl ekki sjáífstæðar skoðanir. Fólk er kos- ið á landsfund tfl að taka stórar ákvarðanir um menn og málefni en ekki til aö hlýða á hershöfðingja sem kunna þó að tala friösamlega," sagöi Svavar Gestsson, formaöur Alþýöu- bandalagsins, um úrslit landsfundar- fulltrúa kjörsins í Reykjavík. Hann sagði að þaö alvarlegasta sem ■ ,y geröist á Reykjayíkurfundinum hefði verið aö sjá lista Ólafs Ragnars Gríms- sonar og þaö, hvaða fólk hann vildi ekki sjá á landsfundinum. Þaö hafl veriö fróðlegt en hann minnti á að engin úrslit ráðast aö fullu fyrr en aö leikslokum. -S.dór ÞRðSTUR 68-50-60 y* VANIR MENN LOKI Þá eru allaballar aftur komnir íTónabíó! Forniannsslagurinn í Alþýðubandalaginu: Báðir armar telja sér sigur vísan allir viðurkenna þó að Ólafur Báðir átakaarmamir í Aiþýðu- bandalaginu halda þvf fram að þeir hafi meirihluta á landsfundi flokks- ins sem hefst 5. nóvember. Þó viðurkenna ailir að við úrslitin í Reykjavxk hafi Ólafur Ragnar unnið rnjög á. Ólafsmenn halda því fram að hann sé öruggur um sigur og þaö stóran sigur. Sigriöarmenn segja að enn hafi þeir meirihiuta en aö hann sé minni en var fyrir Reykjavíkurkjö- rið. Fyrir Reykjavíkurfúndinn töldu Sigriöarmenn að þeir yrðu með 60% iandsfundarfulltrúa á sínu bandi en Ólafur 40%. Úrslit í kjöri lands- fundarfúlltrúa í mörgum flokksfé- lögum úti á landi síðustu daga hafa þó orðið á þann veg að þeir töldu hlutfóliin hafa breyst í 55% gegn 45% hjá Ólafi. Eftir úrslitin í Reykjavík tala þeir um svipað hlutfall eöa að allt standi í jámum. Ólafsmenn halda því frara að 80% þeirra sem kiömir voru í Reykjavík styöji Óiaf Ragnar. Hann hafi 50 af 70 fulltrúum í Reykjaneskjördæmi og þetfa eitt nægi honum til sigurs því vitað er um nokkur félög úti á landi þar sem fylgismenn Ólafs eru i meirihluta. Má þar nefna Akranes og Ólafsvfk, jaftit sé víða eins og í Grundarfirði, í Neskaupstað og raunar víðar. Ólafsmenn halda því fram að hlutfóllinn á iandsfúndi nú séu 60% Ólafsmenn en 40% Sigríðar- menn. Stuðningsmenn Sigríðar segja að þriðjungur Reykjavíkurfúlltrúa styðji hana, þriöjungur Ólaf en þriðj- ungur hafi ekki tekið afstöðu. -S.dór Olafur Ragnar Grímsson: Úrslitin dýrmætt veganesti „Úrslitin í Reykjavík em ótvíræð. Þau em niðurstaða einhvers fjöl- mennasta fundar sem haldinn hefur veriö í Aiþýðubandalaginu í Reykjavík um langt árabil. Hitt er þó mikilvæg- ara að á síðustu dögum hefúr verið að fæðast mjög eindreginn vilji hjá flokksfólki í öllum kjördæmum. Það er ljóst að flokksmenn era að vega og meta framtið flokksinS og svörin em eindregiö á þann veg að þeir vilja nýja sókn flokksins með skýra og afdráttar- lausa stefnu í höfuðmálum hans. Það vill flokk sem klæðir grundvallar- hugmyndir sínar í sósíalískan búning í nútíð og til framtiðar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson spurður álit um úrslitin í landsfúndarkjöri Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Hann sagði að þessi eindregni vilji væri dýrmætt veganesti til að skapa þá samstöðu sem muni duga til að gera Alþýöubandalagið að ráðandi afli í íslenskum stjómmálum. -S.dór Með stúlku í skottinu Kona nokkur, sem liklega hefur ver- ið stödd í gleðskap, reyndi að smygla sér út af hersvæðinu á Keflavíkurflug- velli með því aö fela sig í skotti Lancer bifreiðar sem var á leið út af vamar- liössvæðinu. „Ég hef nú unnið hér í hartnær 33 ár en ég hef ekki fyrr séð að fólk reyni að smygla sér út af svæðinu enda er auðsótt mál að fá að fara hér út“, sagði lögregluþjónn í viðtali viö DV. Þaö er hins vegar ekki jafnauðsótt mál aö komast inn á svseðiö og hefur stúlkan greinilega ekki viljaö aö þaö kæmist upp aö hún hefði veriö inni á svæöinu í óleyfi. Hún hefur því gripið til þess ráðs að fela sig í skotti bifreiö- arinnar með fyrrgreindum afleiðing- um. -PLP Akureyri: Drukknar ung- lingsstúlkur brutu rúður Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyii „Þetta ýtir auövitað undir það að ég hætti þessum rekstri, það er ekki hægt að standa í þessu,“ sagði Oddur Ágústssön, verslunarmaður í versl- uninni Höfn á Akureyri, en fjórar rúður vora brotnar í verslun hans um helgina. Ein rúðan var brotin aðfaranótt laugardags og ncítina eftir vora þijár rúður brotnar til viðbótar. Þá gengu tvær drukknar unglingsstúlk- ur berserksgang við verslun Odds og var aðkoman ófógur. „Þetta var lengi vel ekki vandamál en eftir að Spilahöllin kom héma við hliðina á mér fór þetta að verða ansi algengt," sagði Oddur sem er 85 ára og hefur verslað á Akureyri í yfir 30 ár. „Síðan í júlí í sumar hafa ve- riö brotnar héma 7 rúður og þetta er tugþúsunda króna tjón fyrir utan vinnuna sem, það kostar að setja nýtt gler í.“ - Er þetta ekki tryggt? „Nei, það er þaö ekki. Mér er sagt að tryggingafélögin vilji ekki tryggja svona lagað. Maður verður þvi að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti en þetta verður hugsan- lega til þess að ég gefst upp á að reka verslunina," sagði Oddur. Stelpumar tvær, sem bmtu rúð- umar hjá Oddi í fyrrinótt, náðust en þær höfðu einnig brotiö rúðu á öðrum stað í bænum skammt frá. Auk þess var svo brotin rúða í versl- uninni Amaro um helgina og segja má að ekki líði svo helgi á Akureyri að drukkið fólk geri sig ekki sekt um slíkt athæfi í miðbæ Akureyrar. Oddur Agústsson við brotinn glugga í verslun sinni: hann heldur á einu glerbrotanna. DV-mynd:GK, Akureyri. Veðrið á morgun: Bjart á Suður- og Vesturlandi Á morgun lítur út fyrir norðan- og norðaustanátt á landinu með rigningu eða slyddu á Norður- og Austurlandi en éljum á annesjum norövestanlands og á Vestfjörðum. Bjart veður verður á Suður- og Vest- urlandi. Hiti 0 til 3 stig norðantil á landinu en allt að 6 stig á Suðaustur- landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.