Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
/ leit að formanni
Atgangurinn í Alþýöubandalaginu fer ekki framhjá
neinum sem fylgist meö pólitík. Gífurleg átök eiga sér
nú staö innan flokksins vegna væntanlegs formanns-
kjörs í næsta mánuði. Svo viröist sem þau átök séu
meiri og alvarlegri heldur en venja gerist um lýðræðis-
legar kosningar. Alþýðubandalagiö logar í illdeilum og
jafnvel beinu hatri og eru þó ekki nærri öll kurl komin
til grafar. Enn á mikið eftir aö ganga á og hugsanlega
byrja átökin fyrst fyrir alvöru þegar nýr formaöur hef-
ur verið kjörinn. Sjónarmiöin virðast nefnilega vera
ósættanleg og gætu valdið klofningi eöa varanlegum
vinslitum á hvorn veginn sem úrslitin verða.
Svavar Gestsson hefur veriö hinn óumdeildi foringi
Alþýöubandalagsins allan þennan áratug. Hann hefur
hins vegar ákveðið að taka á sínar herðar ábyrgðina
af kosningaósigrinum í vor og innri vandamálum
flokksins og dregur sig í hlé. Nú er ljóst að vandi Al-
þýðubandalagsins er stærri og meiri heldur en tilvist
Svavars í formannssætinu og raunar má segja að hann
hafi margt til brunns að bera og sé betur til forystu fall-
inn en ýmsir aðrir sem trónað hafa í pólitískri forystu.
Vandi Alþýðubandalagsins er sá að flokkurinn rekur
pólitík sem er engan veginn í takt við tímann. Sósíalismi
og harðlínustefna í hans anda á ekki upp á pallborðið
í samfélagi nútímans. Meðan Alþýðubandalgið situr
uppi með drauga og afturgöngur ríkishyggjunnar og
afturhald í viðhorfum til framtíðarinnar nær flokkurinn
sér ekki á strik. Einhvers staðar á leiðinni hefur Al-
þýðubandalagið sömuleiðis orðið viðskila við alþýðuna
sem það kennir sig við og talar ekki lengur hennar mál.
í utanríkismálum og viðhorfum til vestrænnar sam-
vinnu er flokkurinn einnig að berjast gegn straumnum.
Ráðandi öfl í flokknum hafa stillt upp Sigríði Stefáns-
dóttur frá Akuryeri sem formannsefni. Sigríður er
sjálfsagt hin mætasta kona en hún er allsendis óþekkt
og óskrifað blað í stjórnmálum og fyrirfram verður að
reikna með því að þar sé teflt djarft, bæði af henni og
stuðningsmönnum hennar, að ætlast til að svo óreynd
persóna geti unnið Alþýðubandalgið upp úr öldudaln-
um.
Hinn frambjóðandinn er Ólafur Ragnar Grímsson.
Enginn frýr honum vits og maðurinn þaulreyndur og
sjóaður stjórnmálamaður. Óneitanlega virkar hann lík-
legri til stórræðanna enda sópar að Ólafi. Ólafur er hins
vegar flökkumaður í pólitík og hefur ekki þann bak-
grunn sem gamlir og gegnir sósíalistar og alþýðubanda-
lagsmenn sætta sig við. Hann er og af öðru sauðahúsi
en menn eiga að venjast hjá stjórnmálaforingjum í
verkalýðsflokki.
Hér verður engum getum leitt að því hver beri sigur
úr býtum. Síðustu fréttir eru reyndar þær að nú sé ver-
ið að leita að þriðja frambjóðandanum sem geti sætt hin
stríðandi öfl. Alþýðubandalagsmenn hræðast þá niður-
stöðu að sárin og heiftin af þessum slag kljúfi flokkinn
í herðar niður. Þá er til lítils að fórna Svavari og endur-
hæfa forystuna ef afleiðingin verður sú ein að magna
upp deilur í stað þess að setja þær niður.
Átökin í Alþýðubandalaginu eru forvitnileg fyrir ut-
anaðkomandi. Þau skemmta auðvitað skrattanum en
þau eru hka enn ein vísbendingin um að flokkarnir all-
ir eru að leita sér að fótfestu í pólitísku tómarúmi af
því að þeir eru sjálfir tímaskekkjur. Það væri nær að
segja að Alþýðubandalagið væri ekki að leita að for-
manni heldur að sjálfu sér.
Ellert B. Schram
Margir félagshyggjumenn, eink-
um hinir íhaldssamari og siða-
vandari, halda því fram, að frelsi
leiði jafnan til siðleysis, þar sem
það feli í sér kröfu um afskipta-
leysi ríkisins af mannlegum
samskiptum. Þetta sé kalt og hart
gildi, ekki heitt og mjúkt eins og
umhyggja þeirra sjálfra um náung-
ana. A frjálsum markaði njóta sín
aðeins þeir hæfileikar, sem eru
seljanlegir, segja félagshyggju-
menn í hneykslunartón. Þar sigrar
því sá, sem er háværastur, frekast-
ur eða duglegastur. Dægurlaga-
söngvaranum kann til dæmis að
græðast miklu meira fé en háskóla-
kennaranum, þótt allir skynsamir
menn séu sammála um, að starf
kennarans sé miklu meira virði.
En félagshyggjumenn eru sann-
færðir um, að ríkið megi hins vegar
ekki vera og geti ekki verið hlut-
laust um verðmæti. Við vitum, að
sumt er gott og annað Ult, og okkur
ber að breyta samkvæmt þeirri
vitneskju okkar, en leggja ekki allt
að jöfnu. Við verðum þess vegna
að hafa taumhald á frjálsri sam-
„Þetta sjónarmið félagshyggjufólks, sem frú Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vig-
ur hefur einkum gerst talsmaður fyrir opinberlega, er auðvitað ekki út í
bláinn," segir greinarhöfundur. - Frú Sigurlaug Bjarnadótir, fyrrverandi
alþingismaður, i ræðustól.
Leiðir frelsi
til siðleysis?
keppni og halda uppi siðferöi í
mannlegu samlífi.
Hlutleysi um verðmæti getur
verið kostur
Þetta sjónarmið félagshyggju-
fólks, sem frú Sigurlaug Bjarna-
dóttir frá Vigur hefur einkum gerst
talsmaður fyrir opinberlega, er
auðvitað ekki út í bláinn. Markað-
urinn hefur takmarkaðan áhuga á
því, hvort þú sért góður maður í
hefðbundinni merkingu þeirra
orða, heldur á hinu, hvaða hæfi-
leika þú hefur að selja öðrum.
Hann er því í vissum skilningi hlut-
laus um verðmæti. En að mörgu
er að hyggja og málið miklu flókn-
ara en félagshyggjumenn gera sér
grein fyrir, því að þeir eru flestir
kátir karlar, sem halda, að heimur-
inn sé á við hálft kálfskinn.
Það getur í fyrsta lagi verið kost-
ur, en ekki galli, að markaðurinn
er hlutlaus um margvísleg verð-
mæti lífsins. Það merkir, að hann
lætur það fólk í friði, sem velur
önnur verðmæti en viðtekin eru
með öllum almenningi. Ef þú getur
boðið eitthvað fram, sem aðrir vilja
kaupa, skiptir markaðurinn sér
ekki af þvi, hvort þú ert gyðingur
eða kristinn maður, karl eða kona,
hvítur eða svartur, kynvís eöa kyn-
hverfur, félagshyggjumaður eða
frjálshyggjumaður. Þetta er ástæð-
an til þess, eins og Milton Friedman
bendir á í bókinni Frelsi og framtak
(sem komið hefur út á íslensku),
að ýmsir hópar, sem hafa ekki
fundið náð fyrir augum valdhaf-
anna, hafa að miklu leyti getað rétt
hlut sinn á markaðnum, svo sem
gyðingar gerðu á miðöldum og
Bandaríkjamenn af japönsku bergi
brotnir nú á dögum. Og í Suður-
Afríku hafa blökkumenn, Indverj-
ar og kynblendingar náö miklu
lengra úti á markaðnum en inn: í
stofnunum ríkisins. Hinn frjálsi
markaður spyr ekki, hvemig bak-
arinn er á litinn, heldur hvernig
brauðið er á bragðið.
Frelsið krefst verndar
sumra verðmæta
Það er í annan stað ekki alls kost-
ar nákvæmt að segja, að frjáls
markaður sé hlutlaus um öll verð-
mæti, þótt vissulega standi honum
á sama um litarhátt þinn, trú,
stjórnmálaskoðun og aðra einka-
hagi. Til þess að markaðurinn fái
staðist, verður að vemda ýmis
verðmæti. Frelsið getur þrátt fyrir
allt ekki verið hlutlaust um sig
sjálft. Þú mátt breyta á þann hátt, •
sem þú telur réttan og ég rangan,
en þú mátt á hinn bóginn ekki
skerða frelsi mitt til að breyta á
þann hátt, sem þú telur rangan og
Eymd félagshyggjunnar
KjaUaiinn
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
ég réttan - auð'dtað að því tilskildu
að hvorugur okkar geri öðrum
mein með gerðum okkar. Svo dæmi
sé tekið: Þú mátt nota hníf, sem þú
hefur eignarhald á, til þess að skera
brauðið þitt, en þú mátt ekki nota
hann til að reka í kvið mér (nema
þú sért skurðlæknir og um það
samið).
Enginn frjálshyggjumaður krefst
þess, að ríkið gæti hlutleysis í við-
ureign glæpamanns og venjulegs
löglilýðins borgara. Vitanlega
verður það að halda uppi lögum og
reglu og vernda líf, frelsi og eignir
borgaranna gegn misindismönn-
um. Það verður að tryggja fullt og
jafnt frelsi allra borgaranna. En
sannur frjálshyggjumaður gerir
strangan greinarmun á vernd
slíkra verðmæta, sem ætla má, að
almennt samkomulag sé um, og
öllum tilraunum ríkisins til að
skipta sér af málum, sem ber að
telja fullkomin einkamál fólks. Af-
skiptaleysi er ekki siðleysi, heldur
felst í þvi þáð umburðarlyndi, sem
er aðal vestrænnar menningar.
Frjáls markaður stuðlar
að ýmsum dygðum
í þriðja lagi ber að benda á, að
ýmsar dygðir þrífast best í frjálsri
samkeppni á markaðnum, svo að í
vissum skilningi stuðlar markað-
urinn þrátt fyrir allt að góðu
siðferði. Það er eitt einkenni venju-
legra viðskipta, að þau eru sam-
felld, en eiga sér ekki stað í eitt
skipti fyrir öll. En til þess að sami
maður geti stundað viðskipti um
langt skeið, má hann ekki missa
traust viðskiptavina sinna. Hann
verður því að standa í skilum við
bankann og framleiðendur, opna
búðina sína á réttum tíma og geta
sér almennt orð fyrir heiðarleika.
Allir vita, hvað gerist, ef þjónusta
þykir slæm og matur vondur í
venjulegu veitingahúsi. Þá minnk-
ar aðsóknin smám saman, uns
eigendumir verða gjaldþrota. (Og
þar er líka komin skýringin á því,
að þjónusta er jafnan heldur slök
og matur ekki nema í miðlungi
góður á veitingahúsum á flugvöll-
um og járnbrautarstöðvum. Þar
þarf ekki að halda í viðskiptavin-
ina, því að þeir breytast frá degi til
dags.)
Eins og franski félagsfræðingur-
inn Alexis de Tocqueville benti á
fyrir eitt hundrað og fimmtíu árum
í hinu gagnmerka riti sínu, Lýð-
ræði í Vesturheimi, drýgja menn
ógjarnan miklar hetjudáðir úti á
markaðnum, heldur verða þeir þar
sjálfs sín vegna að temja sér hver-
dagslegar borgaralegar dygðir eins
og skilvísi, stundvísi, orðheldni,
hófsemi, iðjusemi og áreiðanleika.
Skipulag séreignar og frjálsrar
samkeppni krefst ekki stórkost-
legra sjálfsfórna af okkur, en
ávinningsvonin fær okkur hins
vegar á hverjum degi til einhverrar
sjálfsafneitunar.
Ég dreg þá ályktun, að vísa beri
á bug þeirri röksemd félagshyggju-
manna gegn óheftu einstaklings-
frelsi, að það leiði ætíð til siðleysis.
Hér sem annars staðar blasir
fræðileg eymd félagshyggjunnar
við. Stundum getur afskiptaleysi
falið í sér umburðarlyndi; frelsi
krefst að minnsta kosti verndar
sjálfs sín; og i frjálsri samkeppni
er visst siðferðilegt aöhald fólgið.
Það er forn og ný viska úr hfsins
bók, að við getum að vísu ekki neytt
aðra til góðverka, en við getum lík-
lega haft hemil á tilhneigingu
þeirra til illra verka og eigum und-
ir venjulegum kringumstæðum að
láta okkur það nægja.
Hannes H. Gissurarson
„Hinn frjálsi markaður spyr ekki, hvem-
ig bakarinn er á litinn, heldur hvemig
brauðið er á bragðið.“