Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. Neytendur Hvað kostar bifreiðastillmg? Reikningurinn var greiddur én þess að greiðandi áskildi sér rétt til að endurskoða hann. RÆÐUMENNSKA OG MANNLEG SAMSKIPTI KYNNINGARFUNDUR Kynningarfundur verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 14.00 að Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meiraSJÁLFSTRAUST ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfæringar krafti í samræðum og á fundum. ★ StækkaVINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI - heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. FJÁRFESTING i MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT INNRITUN OG UPPLÝSINGAR I SÍMA 82411 0 STJÓRI\IUI\IARSKÓLII\II\I Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin" Til okkar kom maður sem var heldur óhress með gjald sem hann þurfti að greiða verkstæði fyrir still- ingu á vél og hreinsun á blöndungi bifreiöar sinnar. Aðgerðin kostaði hann tæpar tuttugu þúsund krónur (sjá mynd af reikningi). DV hafði samband við FÍB vegna þessa máls og þar varð Ævar Frið- riksson fyrir svörum. „Mér sýnist þetta nokkuð hátt en málið virðist vera að þarna eru tíu tímar í vinnu. Verðlagning á þessari þjónustu er frjáls og ætti neytandinn alltaf aö spyrja um verð áður en hann lætur gera nokkuð. Frjálst verð þýð- ir aö það er neytandans að veita aðhald og það gerir hann með því að kynna sér verð á fleiri en einum stað áður en farið er út í viðgerðir. Hins vegar mega hlutirnir alls ekki kosta meira en upp var gefið í byrjun og sjái viðgerðarmaður eitthvað fleira, sem þarfnast viðgerðar, er honum með öllu óheimilt að gera við það án leyfis eiganda, enda væri hann þá aö ráðskast með fé hans. Maður, sem er að stilla vél, má því ekki hreinsa blöndunginn án sam- þykkis eiganda bifreiðarinnar og veit ég náttúrlega ekki hvort það hefur verið gert í þessu tilfelli eða ekki. Fólk á alltaf að kynna sér hvað hlut- irnir kosta áður en verslað er.“ En getur neytandinn hugsanlega fariö fram á að reikningurinn verði endurskoðaður eftir að hann hefur verið greiddur? Við spurðum Andra Árnason, lögfræðing FÍB, að þessu. „í tilfelli sem þessu eiga menn að greiða með fyrirvara, það er áskilja sér rétt til að láta endurskoða reikn- inginn. Menn hafa ótvíræðan rétt til að áskiija sér rétt. Þá er venjan að menn láti krota fyrirvara á reikning- inn þegar hann er greiddur, en neiti reikningshafi þessu þá geta menn sent skeyti samdægurs til viðkom- andi um aö þeir áskilji sér rétt til endurskoðunar. Ef þetta er ekki gert er ekkert hægt að gera hafi reikning- ur verið greiddur, enda felur greiðsla reiknings í sér samþykki á honum.“ DV hafði samband við Birgi hjá Bílastillingu Birgis, en það er verk- stæðið þar sem viðgeröin fór fram. „Þetta er ekki svo lítil aðgerð. Ef litið er á reikninginn sést að þarna eru tíu tímar í viðgerðarvinnu. Þetta var ’82 árgerð af bíl og þurfti því að leggja talsverða vinnu í að koma honum í sæmiiegt lag. Ef ég man rétt var þarna um tvo blöndunga að ræöa. Að hreinsa þá gerir það náttúr- lega að verkum að maður þarf að stilla bensíngjöf og loftskrúfur til að blöndungarnir fái jafnt inn á sig og kostar það töluverða vinnu. Hvað sjálfa hreinsunina varðar þá er hún fólgin í því aö blöndungamir eru teknir í sundur, stykki fyrir stykki, og baðaðir í sýru. Síðan eru hlutarn- ir teknir úr sýrubaðinu, þvegnir með sjóðandi vatni og þurrkaöir. Því næst eru þeir settir saman og stilltir. Hvaö vélarstillinguna sjálfa varðar sýnir reikningurinn að hún er um fimm þúsund krónur með söluskatti. Hvað vélarstilling er fer alveg eftir því hversu mikla aðgætni menn leggja í verkið. Það er hægt að láta stilla vél fyrir tvö þúsund krónur og segir það sig sjálft að í slíkri stillingu getur ekki legið mikil vinna. í mínu tilfelli fer ég yfir öll kerfi og athuga hvort þau virki eins og þau eiga að virka. Ég þríf kveikjuna og hreinsa kertagengjur. Þetta er ekki alls stað- ar gert því þetta útheimtir talsverða vinnu en er samt sem áður nauðsyn- legt eigi verkið aö vera sómasamlega unnið.“ -PLP Ðilasti11ing Birgis Smidjuvegi 62 200 Kópavogi S: 79799 Nnri 1109-0575 23. SoptMibar 1987- 904 01AB32C 20 09 701 702 701A 707 910 Vélastilling 4 cyl. KERTI Ðlöndungahrainsiefni ViAgeráir dagvinna Viógeróir Yfirvinna VerkferagJald •- 11 — Ðlöndungasyra Trygging pr.tima 7 3 -10 1 10 3.600,00 126,00 381,00 696,00 1.215,00 -'-174,00 500,00 70,00 3. 600, 00 504,00 381,00 4. 872, 00 3.645,00 1.740, 00 500,00 700,00 Söluskattur Samtals . 15. 942,00 3.811,00 19.753,00 Er dýrt að láta vélarstilla bifreið? Tvær góðar súpur Eg ætla að koma hér með upp- 2 tsk. smjör skriför að tveim góðum súpum sem tilvaiið er að hafa með sér í nesti á hitabrúsa. Það þarf ekki nema rétt að koma vel upp suðunni á þeim því þær halda áfram að sjóða á brúsan- um. Tíu mínútna kjúklingasúpa 2 bollar Kjúklingasoð 2 bollar vatn 1 'A bolli rifið grænmeti (gulrætur, rófur, laukur) 1 bolli rifið, grænt grænmeti (spínat, salat, hvítkál) Vi bolli ferskar eggjanúðlur Zi bolli kjúklingur í bitum (soðinn) 1 hvítlauksbátur, fínsaxaður 1 msk. sítrónusafi salt og nýmalaður pipar Svanfríður Hagvaag skrifar Blandið saman kjúklingasoði og vatni í nokkuð stórum potti. Látið suðuna koma upp. Hrærið græn- metinu saman við og látið suðuna koma upp aftur. Bætið út í núðlum og kjúklingabitum og látið suðuna koma upp. Látið út í hvítlauk, smjör, sítrónu- safa og salt og pipar eftir smekk. Setjið súpuna á forhitaðan hitabrúsa og lokið vel. Súpan er soðin þegar hún hefur staðið í brúsanum í nokkra klukkutima. Þetta er nóg handa 5 og hver skammtur er um 90 hitaeiningar. Chilisúpa Zi msk. matarolía 250 g hakkað kjöt 1 lítill laukur, saxaður Vi-1 msk. chiliduft Va tsk. malaö kúmen V, Lsk. oregano salt og nýmalaður pipar 1 lítil dós tómatar 1 bolli kjötsoð eða vatn 1 bolli soðnar nýmabaunir Hitið oliuna í þykkbotna potti. Lát- ið hakkaða kjötið í hana og steikið þangað til það er brúnað. Bætið út í lauk, hvítlauk, chilidufti, kúmeni, oregano og salti og pipar eftir smekk. Steikið þangað til laukurinn er brún- aður. Látið nú tómatana og vök- varrn, sem fylgir þeim, ásamt kjötsoði eða vatni út í. Látið suðuna koma upp. Bætið baununum út í látiö suðuna koma upp aftur. Ef súpan ætlar að veröa of þykk er meira soði bætt út í. Látiö malla í um það bil 5-10 mín- útur. Hellið henni síðan yfir á forhitaðan hitabrúsa. Súpan er soðin þegar hún hefur staðið í hitabrúsan- um í nokkra klukkutíma. Þessi uppskrift er nóg handa 4 og hver skammtur inniheldur um það bil 160 hitaeiningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.