Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987.
Stjómmál___________________________________________dv
Formannsslagurinn í Alþýðubandalaginu:
Ólafsmenn fagna sigri
- en andstæðingar þeirra segja þá fagna of snemma, þeir hafi gengið of langt með nafnalistanum
Úrslitin í landsfundarfulltrúakjöri
Alþýöubandalagsfélagsins í Reykjavík
hafa vakiö raikla athygli fyrir margra
hluta sakir. Út úr þeim lesa pólitískir
spekúlantar hin margvíslegustu skila-
boð til einstakra forystumanna flokks-
ins. Ólafsmenn telja að um 80%
landsfundarfulltrúanna í Reykjavík
styöji Ólaf Ragnar til formanns. Aörir
haida þvi fram aö þriðjungur styðji
Ólaf, þriöjungur Sigríöi Stefánsdóttur
og þriöjungur fulltrúanna sé óákveð-
inn.
Eins greinir menn mjög á um hvort
þeirra Olafs eða Sigríðar sé meö meiri-
hluta úti á landi. Stuðningsmenn
Sigríðar telja að hún sé með meiri-
hluta í fleiri félögum en Ólafur og að
í nokkrum þeirra séu þau svo tíi jöfn.
Eftir fulltrúakjörið í Reykjavík séu
þau nær jöfn að atkvæðum þegar til
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækur ób. 14-17 Lb.Úb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-19 Ub
6 mán. uppsögn 16-20 Úb.Vb
12mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Allir
Sér-tékkareikningar 6-17 nema Vb Ib
Innlán verðtryggö
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Úb
14-24,32 Úb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 5,5-£,5 Ab.Vb
Sterlingspund 8.25-9 Ab.Úb.
Vestur-þýskmörk 2,5-3,5 Vb Ab.Vb
Danskar krónur 9-10,5 lb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 30,5-31
Almenn skuldabréf eöa kge 29,5-31 Lb
Viöskiptaskuldabróf(1) kge Allir
. HlaupareikningarMirdr.) Utlán verötryggo 30 Allir
Skuldabréf 8-9 Lb
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 28-29 Vb
SDR 8-8,25 Bb.Lb,
Bandarikjadalir 8,5-8.75 Úb.Vb Bb.Úb.
Sterlingspund 11,25- Vb Sp
Vestur-þýsk mörk 11.75 5,5-5,75 Bb.Sp.
Húsnæðislán 3,5 Úb.Vb
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42
MEÐALVEXTIR
överötr. sept. 87 29,9
Verötr. sept. 87 8.4%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 1778stig
Byggingavísitala 1 sept. 324 stig
Byggingavlsitala 2 sept. 101.3 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaöi9%1.júll
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóöa
(uppl. frá Fjárfestingarfélaginu):
Avöxtunarbréf 1,2651
Einingabréf 1 2,301
Einingabréf 2 1,356
Einingabréf 3 1,422
Fjölþjóöabréf 1,060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,332
Lífeyrisbréf 1,157
Markbréf 1.186
Sjóösbréf 1 1,141
Sjóösbréf 2 1,103
Tekjubréf 1,228
HLUTABRÉF
Söluverö aö lokinni jöfnur m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiöir 196 kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóöurinn 119 kr.
lönaöarbankinn 143 kr.
Skagstrendingurhf. 182 kr.
Verslunarbankinn 126 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaöarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavlxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaöarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, 0b= Otvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýslngar um penlngamarkaö-
Inn blrtast I DV á flmmtudögum.
landsfundarins kemur. Fulltrúar á
landsfundi eru 350, þar af 100 úr
Reykjavfk.
Stuðningsmenn Ólafs Ragnars fagna
sigri eftir fuiltrúakjörið í Reykjavík.
Þeir halda þvi fram að meirihluti
landsfundarfuiltrúa utan af landi
styðji Ólaf og að hann hafi stuðning
yfirgnæfandi fjölda Reykjavíkurfull-
trúanna.
Tap flokkseigendafélagsins
Hvort sem Ólafsmenn eða Sigríðar-
menn fagna sigri í Reykjavík liggur
fyrir að sá hópur, sem kailaður hefur
verið flokkseigendafélagið og hefur
verið mjög virkur og sterkur í félaginu
í Reykjavík, beið mikið afhroð í lands-
fundarfulltrúakjörinu.
Nokkrir forystumanna þeirra til
margra ára féllu í kosningunni nú. Þar
má nefna menn eins og Inga R. Helga-
son, forstjóra Brunabótafélags íslands,
Ásmund Stefánsson, forseta Alþýðu-
sambandsins, Pálmar Halldórsson,
ritara flokksins, Gísli B. Bjömsson
auglýsingateiknara, Úlfar Þormóðs-
son, fyrrum blaðamann, Helga
Guðmundsson trésmið, Guðmund
Ágústsson bankastjóra, Snorra Jóns-
son, fyrrum forsetí Alþýðusambands-
ins, Jakob Benediktsson, Margrétí
Guðnadóttur prófessor, Gunnar Gutt-
ormsson vélsmið, Jón Snorra Þorleifs-
son, fyrrum formann Trésmiðafélags
Reykjavíkur, Þráin Bertelsson, fyrr-
um ritstjóra Þjóðviljans, Áma
Bergmann, ritstjóra Þjóðviljans, og
Sigurjón Pétursson, leiðtoga flokksins
í borgarstjóm, svo dæmi séu tekin.
Guðrún Hallgrímsdóttir matvæla-
fræðingur, Stefania Traustadóttir,
Þórurm Sigurðardóttir leikari, Guðr-
ún Ágústsdóttir borgarfulltrúi og
Bima Þórðardóttir vora fyrir aftan 100
en náöu kjöri vegna reglunnar um að
minnst 40% fulltrúa skuli vera konur
og minnst 40% karlar.
í félögunum í nágrannabyggðum
Reykjavíkur hafa fulltrúar flokkseig-
enda líka fallið unnvörpum, Óttar
Proppé, ritstjómarfulltrúi Þjóðviljans,
Guðmundur Hilmarsson, formaður
Félags bifvélavirkja, og Logi Kristíáns-
son, fyrrum bæjarstjóri í Neskaup-
stað, féllu allir í Kópavogi. Þetta hefðu
einhvem tímann þótt stórtíðindi í Al-
þýðubandalaginu.
Verkalýðsforingjar og
frambjóðendur
Það vekur ekki litla athygli að for-
seti Alþýðusambands íslands,
Ásmundur Stefánsson, nær ekki kjöri
á landsfund. Aftur á móti fékk Þröstur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Dags-
brúnar, tíundu bestu kosninguna.
Þessir tveir verkalýðsforingjar kepptu
grimmt um 3ja sætíð á lista flokksins
við alþingiskosningamar í vor. Þar
hafði Ásmundur betur. Nú sigrar
Þröstur. Það vekur einnig athygli að
Grétar Þorsteinsson, formaður Tré-
smiðafélags Reykjavíkur, er í 4. sæti
og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður
Iðju, er í 6. sæti. Sumir túlka þetta sem
ábendingu um að félagar Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík séu að skipta
um verkalýðsforystu í flokknum.
Einnig er athyglisvert að Álíheiður
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
Ingadóttir, sem var í 4. sæti í Reykja-
vík við alþingiskosningamar í vor og
fyrrum borgarfulltrúi, lendir í 100. og
síðasta sætí á listanum með 187 at-
kvæði og Ásmundur Stefánsson, sem
var í 2. sætínu við alþingiskosningarn-
ar, fékk 193 atkvæði. Aftur á mótí fékk
Olga Guörún Ámadóttir, sem var í 5.
sætínu í vor, næstflest atkvæði nú eða
346 af 378 gildum kjörseðlum. í efsta
sætinu varð Bríet Héðinsdóttir leikari
með 352 atkvæði. Þessar tvær konur
afhentu fólki kjörgögn á fundinum síð-
astliðinn fimmtudag og segja gárungar
að þess vegna hafi allir munaö eftir
þeim!
Fullkomið hatur
Flestir era þeirrar skoðunar að
hvort þeirra sem verður kjörið form-
aöur Alþýðubandalagsins, Sigríður
eða Ólafur Ragnar, þá klofni flokkur-
inn endanlega. Einn af andstæðingum
Ólafs orðaði það svo í samtali við tíð-
indamann DV að Ólafur Ragnar verði
aldrei formaður flokksins, þótt hann
nái kjöri á landsfundi. Hann sagði
vinnubrögð Ólafsmanna með nafna-
listann á fundinum á fimmtudaginn
forkastanleg og að aldrei geti gróið um
heilt innan flokksins eftir þaö. Ef Ólaf-
ur nái kjöri muni stór hluti virkasta
fólksins í flokknum neita að viima
með honum, hann hafi með nafnalist-
anum gengið of langt. Þeir vona einnig
að með því að ganga svona langt hafi
Ólafur hrakiö frá sér fólk úti á landi
sem annars hefði verið tilbúið að
styðja hann.
Það sem andstæðingum Ólafsmanna
sviður sárast við þennan nafnalista,
með 91 nafni, er að þar var ekki að
finna nafn Svavars Gestsson, for-
manns flokksins. Það segja þeir slíkan
dónaskap að annað eins þekkist ekki.
Ólafsmenn benda aftur á mótí á að
þeir hafi skilið eftir 9 auð sæti á listan-
um svo fólk hafi getað sett þar hvem
sem það vildi ef það óskaði eftír aö
bæta einhverjum við sem Ólafsmenn
mæltu ekki með.
Ólafsmenn segja að með landsfund-
arftdltrúakjörinu í Reykjavík hafi í
raun átt sér staö kynslóðaskipti í
flokknum. Ungt fólk og miðaldra styðji
Ólaf. Þeir segjast hafa fundið fyrir
bylgju sem saxmi þetta. Nafhalistinn
var gerður fyrir fólk í flokknum sem
allt í einu nú var tilbúið að taka þátt
í kosningu innan hans í þeirri von að
geta gert Ólaf að formanni hans. Þetta
fólk hafi ekki þekkt nöfn þess fólks
sem líklegast vær' til að veita Ólafi
brautargengi og því hafi það beðið um
að svona nafnalisti yrði gerður.
Klofnar flokkurinn?
Það er alveg ljóst að átökin innan
flokksins era komin á það stig að hann
er á barmi formlegs klofnings. Hörð-
ustu andstæðingar Ólafs í flokkseig-
endafélaginu, og þar er að finna marga
áhrifamestu menn flokksins um þess-
ar mundir, munu ekki vinna með Ólafi
sem formanni.
Einnig er ljóst að hörðustu stuðn-
ingsmenn Ólafs, og margir þeirra era
áhrifamenn, munu yfirgefa flokkinn
ef Ólafur fellur viö formannskjör. Þeir
segja sem svo: Falli Ólafur er fullreynt
með að hægt sé að breyta þessum
flokki úr 6-8 þingmanna flokki í stærri
og áhrifameiri flokk.
Andstæðingar Ólafs segja að ef sá
ófriður, sem af Ólafsmönnum hlýst í
flokknum, verði settur niður skapist
friður til að rétta flokkinn við.
Þriðji frambjóðandinn
Ýmsir sem rætt hefur verið við halda
þvi fram að reynt verði að fá einhvem
þriðja frambjóðandann til formanns á
landsfundi. Það yrði að vera maður
sem allir geta sætt sig við. Margir
horfa til Ragnars Amalds í því sam-
bandi. Hann mun sjálfur vera því
algerlega mótfallinn. -
Enn aðrir segja að flokkseigendafé-
lagið sé nú fullt efasemda um að
Sigríður nái að sigra Ólaf Ragnar á
landsfundi og leggi hart aö Svavari
Gestssyni að endurskoða afstöðu sína
með að hætta. Svavar hefur viður-
kennt að til sín streymni áskoranir í
þá vera. Hann segist þó ekki muni
endurskoða afstöðu sína. Andstæðing-
ar Ólafs segja að Svavar Gestsson
myndi sigra Ólaf í formannskjöri, jafn-
vel þótt tillit sé tekið til þess hveijir
hafa náð kosningu nú sem lands-
fundarfulltrúar. Ýmsir spá því að svo
hart verði lagt að Svavar að fara í slag-
inn að hann hreinlega komist ekki
undan því, hversu óljúft sem það er
honum að fara fram. Landsfundur
Alþýðubandalagsdins hefst 5. nóv-
ember.
-S.dór
Briet Héðinsdóttir hlaut flest atkvæði
í kosningu landsftmdarfulltrúa í Jónsson, formaður Iöju, 332, Erling- flokksfólki hve aftarlega formaður- lenti f 98. sæti með 188 atkvæði og
Alþýðubandalagsfélaginu í Reykja- ur Viggósson skipasmiöur 326, innlenfi. dettur út. Álfheiöur Ingadóttír þing-
vík hlutu þijár konur flest atkvaeði. Vilborg Haröardóttir blaðamaður Aðrir stórmeistarar í flokknum frambjóðandi lentí í 100. og sföasta
Það var Bríet Héðinsdóttir leikari, 325, Jóhannes Gunnarsson, formað- fóru þó enn verr út úr kosningunnL sætí með 187 atkvæöi.
sera Qest atkvæðin hlaut, eða352 af ur Neytendasamtakanna, 319, Þröst- Árni Bergmann ritsijóri lenti f 88. Vegna kynjaskiptíngar komst
378 gildum atkvæöaseðlum. 12. sætí ur Olafsson, framkvæmdastjóri sæti með 208 atkvæði en dettur út Guðrún Ágústsdóttir borgarfuUtrúi
kom Olga Guðrún Arnadóttir rithöf- Dagsbrúnar, 314, Valgerður Eirfks- vegna kynjaskiptíngarreglunnar. Inn, en hún lentí í 102. sæti með 183
undur með 346 atkvæði og f 3. sætí dóttir 311, Ragna Ólafsdóttir 310, Fyrram samritstjóri hans, Þráinn atkvæðL ÍSvavar Jakobsdóttir, fyrr-
Soffia Guðmundsdóttir, fyrram bæj- Haraldur Steinþórsson 309, Gfsli Bertelsson, lentí í 95. sæti meö 204 um alþingismaöur, komst líka inn á
arfulltrúi á Akureyri, 339 Sváfnisson 307 og Auður Sveins- atkvæði og dettur líka út af sömu kynjaskiptingarreglunni en hún
atkvæði. dóttir 304. Fleiri fengu ekki yfir 300 ástæðum og Árni. Ásmundur Stef- lenti í 101. sætí raeö 186 atkvæöi.
NæsturkomsvoGrétarÞorsteins- atkvæðL ánsson, forseti Alþýöusambandsins, Margir nafhfræglr úr flokkseigenda-
son, formaöur Trésmiðafélags Svavar Gesfsson, formaöurflokks- lenti í 96. sæti með 193 atkvæði og félaginu náðu ekki kjöri. Sjá frétta-
Reykjavíkur, meö 337, Sigrún Val- ins, lenti f 44. sæti með 253 atkvæöi dettur út. Sigtujón Pétursson, leið- ijós um fuBtrúakjörið hér að ofen.
bergsdóttir 336, Guðmundur Þ. og vekur þaö ekki litla athygli hjá togi flokksins í borgarstjóm i 20 ár, -S.dór
Hér má sjá félaga í Alþýðubandalagsfélaginu i Reykjavik bíða eftir að röðin komi að þeim að kjósa landsfundarfulltrúa
á fimmudaginn. Sennilega hafa fáir þeirra átt von á því fyrirfram að kosningin yrði jafnsöguleg og raun bar vitni.
DV-mynd KAE