Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. Frétdr □dsvoði í íbúðahúsi við Drápuhlíð: Bnum íbúanna bjargað út meðvHundarlausum Eins og sjá má á myndinni lagði mikinn reyk út úr íbúðinni. Myndin er tekin í þann mund sem slökkvistarf hófst. DV-mynd S Rólegra í miðbænum: Óeinkennisklæddir lögregluþjónar á ferli Borgin greiði miskabætur og útiagðan kostnað Hæstiréttur hemr staðfest dóm undirréttar um læknamistök á Borg- arspítalanmn og dæmt Reykjavíkur- borg til að greiöa miskabætur og útlagðan kostnað. Mábð snerist um það aö ung stúlka, Áslaug Óskarsdóttir, hafi að óþörfit tapað tönnum í efri górni vegna mistaka læknis á slysavarö- stofunni ígræðsla tveggja tanna í efri gómi heffii sennilega tekist ef læknirinn heíði visað Áslaugu strax til tannlæknis i stað þess að segja henni að leita til tanniæknis morg- uninn eftir atvikið. Móöir Ásiaugar, Lovísa Einars- dóttir, varð fyrir nokkrum gárútlát- um vegna þess að smíða þurfti brú í stúlkuna árið 1981. Taldi Lovísa eðlilegt að Reykjavfkurborg greiddi það því mistökin voru læknisins. Reykjavíkurborg neitaði hins vegar að greiða þessa upphæð og ákvað því Lovísa að leita réttar 9Íns fyrir dómstólum. Hún fékk Guðriði Þor- steinsdóttur til þess að taka málið að sér og féll dómur þeim í hag í undirrétti. Þar var Reykjavíkurborg gert aö greiða miskabætur, kostnað við brúarsmíðina og væntanlegan kostnað sera leggja þyrfti út í vegna Reykjavíkurborg áfrýjaði þessum úrskuröi til hæstaréttar, og þann annan október var dómurinn að mestu leyti staðfestur. Þó fékkst ekki staðfesting á skyldu Reykjavikur- borgar til aö græða væntanlegan kostnaö. í samtali við DV taldi Guöríöur lik- legt aö sá kostnaður fengist lfka greiddur er að því kæmi Efsvo færi ekki væri ófrjákvæmilegt aimað en að sækja það einnig fyrir dómi. Guö- ríður sagöi einnig að töluvert væri um það að þannig mál væru leyst áður en til kasta dómstóla kæmi. En að þessu sinni hefði ekki verið vilji fyrirþvi af hálftt Reykjavíkurborgar. Lovísa kvaö þetta mál allt hafa verið hrikalega pfslargöngu fyrir sig og sína en hún sæi ekki eftir tíman- um í þetta. Sem slikt væri þetta prófinál og myndi eflaust þjálpa mörgum í svipaöri aðstöðu að leita réttar síns ef fordæmi væru fyrir þvi að það væri mögulegt. Norðuriand: Mikíð af rjúpu en hún er stygg Eldur kom upp í íbúðarhúsinu að Drápuhlíð 1 aðfaranótt sunnudags. íbúðin, þar sem eldurinn kom upp, skemmdist töluvert. Slökkviliðs- menn náðu einum íbúanna meðvit- undarlausum út úr húsinu og er hann enn á gjörgæsludeild. Slökkviliðinu barst tilkynning um bruna í Drápuhlíð 1 kl. 53 í gær- morgun. Þar sem stutt er frá Slökkvi- stöðinni yfir í Drápuhlíð var liðið komið á staðinn tveimur mínútum síðar, eða kl. 5\ Þá stóðu reykjar- bólstrar út um glugga íbúðarinnar. Flestir heimilismanna voru komn- ir út, eða fimm talsins, en grunur lék á að einn væri eftir inni í reykjarkóf- inu. Samstundis voru sendir inn fimm reykkafarar, tveir til að slökkva eldinn, og tveir til að finna manninn. Hann fannst fljótlega sof- andi í herbergi viö hliðina á herberg- inu sem logaði í og gekk vel að koma honum út. Hann var umsvifalaust sendur á slysadeild vegna reykeitr- unar. Maðurinn er nú á gjörgæslu- deild. Á meðan réð slökkviliðið niðurlög- um eldsins og gekk það vel. Þó var ljóst að eldurinn hafði logað í nokk- urn tíma áður en slökkviliði var gert viðvart og íbúðin því mikið brunnin. Ekki er ljóst hvað eldinum olli en málið er nú í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Á neðri hæð var ekki mikið um skemmdir að sögn húsráðanda. Þó hafði einhver vatnsagi verið en allt það vatn, sem notað hafði verið við slökkvtistarfið, haföi verið sogað upp furðufljótt og skemmdir því óveru- legar. -PLP Óvenju lítið var um rúðubrot í mið- borg Reykjavíkur. Aðfaranótt sunnu- dags var t.d. ekki brotin nema ein rúða. Að sögn lögreglunnar er venjan að um hægist um þetta leyti árs, skólam- ir hafnir fyrir alvöru, og menn búnir að hlaupa af sér homin eftir sumar- vtinnuna. Einnig hefur lögreglan tekið upp nýja starfshætti. Vakthafandi lög- regluþjónar em famir að fara út í borgaralegum klæðum með labbrabb- tæki. Þeir ganga um miðborgina og þegar þeir sjá einhverja vera að brjóta rúður kalla þeir til lögreglubifreið og em rúöubrjótar handteknir. Nokkrir brjótar hafa náðst á þennan hátt und- anfamar helgar. Gyifi Kristjánsson, DV, Akuieyit Þeir rjúpnaveiðimenn á Norður- landi, sem DV hefur rætt vtið, em sammála um að talsvert sé af rjúpu rqjög víða en hún hefur verið mjög stygg og veiði hefur þvti ekki verið , mikil enn sem komið er. Menn, sem fóm til rjúpna í Ljósa- vatnsskarð, sáu gífurlega mikið af rjúpu. Töldu þefr að þær hefðu ekki verið hundruðum saman heldur í þús- undatali. En þær vora geysilega styggar og engin leið að nálgast þær. Víða annarstaðar hafa menn séð til rjúpna en þar hefur sama sagan verið uppi á teningnum, rjúpan stygg og þvti ekki mikil veiði enn sem komið er. Þá hefur veðurfar á Norðuriandi ekki verið hagstætt til veiða síðan veiði- tíminn hófst sl, fimmtudag. Mestur, bestur og stærstur Það hefur lítið heyrst í Davtið borgar- stjóra að undanfómu. Eitthvað hefur hann verið að rífast vtiö fóstr- umar út af dagvtistunarmálum og svo hefur hann ákveðið að snúa gamla miðbænum vtið með ráðhúsi úti í Tjöminni. En þetta em smámál sem varla nokkur maður tekur eftir vegna þess að þjóðin hefur verið upptekin af nýrri ríkisstjóm og þeirri mikilvægu spumingu hvort Jón Baldvtin fær sér ráðherrabfl eða hvort Þorsteinn sé búinn að skipta um bros. Davíð borgarstjóra leiöist þófið. Hann nennir ekki lengur að vera settur til hliðar vegna einhverra manna sem ekki skipta neinu máli í samanburði við hann sjálfan. Helg- arpósturinn fékk borgarstjóraxm í viðtal og þar segir Davíð: „Forsætis- ráðherra hefur hlægilega lítil völd. Menn átta sig ekki á því og það bjarg- ar honum. Forsætisráðherra fær að vísu að vera fundarstjóri og getur komið fram út á vtið gagnvart fjöl- miðlum en hann hefur sáralítið forvald. Ég hugsa aö það sé hvergi til valdalausara forsætisráðherra- embætti í veröldinni." Um sjálfan sig segir borgarstjórinn hins vegar: „Ég hef aðgang að þús- und starfsmönnum. Mér reynist létt að stjóma. Ég hef góð stjómunarleg tök og það gengur undan mér.“ Davíð segir að það sé ragl að vera með ellefu ráðherra. Það væri nægi- legt að hafa fimm og hann bendir á að hver og einn ráðherra hafi ekki nema fimm til sjö starfsmenn í sín- um ráðuneytum, þannig að það er ekkert ráðherraembætti sem jafnast á vtið borgarstjóraembættið. Þannig lætur Davtið borgarstjóri móðan mása og það fer ekki á milli mála hvaða álit hann hefur á þessum ráð- herrum sem sífellt era í svtiðsljósinu eins og þeir ráði einhveiju. Það var löngu orðið tímabært að einhver segði þennan sannleika. Auðvtitað hefði verið betra að ein- hver annar hefði gert en það en borgarsljórinn sjálfur vegna þess að hann er í eðli sínu lítillátur og ekki gefinn fyrir að vekja á sér athygli. En úr þvti enginn tekur af honum ómakið þá sér Davíð ekki ástæðu til að fara dult með þá staðreynd að það er hann sem skiptir máli í þjóðfélag- inu, ekki einhverjir litlir karlar í ráðherrastólum sem em að gera sig breiða. Þorsteinn Pálsson er að vísu for- maður flokksins og Davtiö ætlar að leyfa honum að vera það áfram því það er algjört aukatriði hver er for- maður meðan Davíð er borgarstjóri og ræður ferðinni. Þorsteinn er líka forsætisráðherra þar sem hann fær stundum að halda ræður og koma fram í sjónvarpi. En forsætisráð- herra er barasta fundarstjóri og blaöafulltrúi og valdalausasti mað- urinn í veröldinni. Hann hefur í mesta lagi fimm eða sjö starfsmenn meðan Davíð hefur þúsund. Hvað eiga svona menn að vera ybba gogg og vera með mannalæti í fjölmiöl- um? Almenningur á að vtita að Þorsteinn er ekkert, akkúrat ekkert, vtið hliðina á Davtið borgarstjóra og má raunar þakka fyrir að fá að vera formaður í gustukaskyni af því Dav- íð má ekki vera að þvi eins og er. Þetta er kannski leiðinlegt að spyrjist, Þorsteins vegna, en úr því hann er að trana sér fram í fjölmiðl unum og þykist vera eitthvað kemst Davið ekki hjá því að senda honum skilaboðin í gegnum Helgarpóstinn og minna hann á hver er sterki maðurinn. Hingað og ekki lengra, Steini minn, segir Davtið og vtill að skiljist fyrr en skellur í tönnum. Það finnst enginn maður á jarðríki sem er eins valdalaus og Þorsteinn. Hvergi. Ekki einu sinni í svörtustu Afríku em forsætisráðherrar sem ráða eins litlu. En þá er líka þess að geta að þar er enginn borgarstjóri á borð vtið Davíö með þúsund manns í vtinnu og hefur fuilkomna stjóm á öllu liðinu. Það er mikil huggun í því að lesa það í þessu viðtali að Davíð hefur ekki hugsað sér að hætta. Hann ætl- ar að vera borgarstjóri lengi, lengi. Sem þýðir að Þorsteinn verður áfram valdalausasti maður í heimi en Davíð situr að völdum, sterkur og stór. Þetta em ánægjuleg tíðindi og nú verður fólk að muna að í hvert skipti sem ráðherramir eða forsæt- isráðherrann sést eða heyrist þá tala menn sem engu ráöa. Þeir era bara fundarstjórar. Það er Davtiö sem er mestur og bestur og stærstur. Hann er búinn að segja frá þvti sjálfur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.