Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. Menning Af nátttröllum Sýning Margrétar Jónsdóttur í FÍM-galleríinu Margrét Jónsdóttir var á sínum tíma ein af stofnendum og drifööðr- um Gallerís Suðurgötu 7, en hefur haft hægt um sig sem myndiistar- maður síðan galleríið lagði upp laupana árið 1980. Hún hafði nokkra sérstöðu innan þess hóps sem stóð að galleríinu, þar sem hún hafði meiri áhuga á veru- leika hlutanna, og þá helst á rang- hverfunni á veruleikanum, heldur en hugmyndalist, enda hafði hún stundað nám í jarðbundnum bresk- um listaskóla, St. Martíns, en ekki í Hollandi. Margrét var líka eina konan í hinu upprunalega Suðurgötugengi, sem virðist hafa haft einhveija mæðu í för með sér, að minnsta kostí ganga ansi mörg myndverk hennar frá þessum tíma út á þröngsýni, rembu, já og heimsku karla - ef ég er ekki að gera listakonunni rangt til með þessari túlkim. Sú myndgerð sem hún hefur þróað hin síðari ár, og birtist svo eftir- minnilega á sýningu hennar í FÍM galleríinu um þessar mundir, á ræt- ur að rekja í aðskiljanlegar áttir. í skrípamyndastílnum Hvað sköpulagið varðar, eiga fig- úrur hennar ýmislegt skylt við skrípamyndastflinn, sem var í tísku meðal ungra íslenskra listamanna í lok áttunda áratugarins en sá stfll Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson barst svo aftur hingað með ísiands- vinum eins og Dieter Roth og Jan Voss. Eitthvað af sótsvörtum húmor þeirra, sérstaklega hvað varðar lík- amlegar þarfir, hefur sennilega einnig síast inn í Margréti á ein- hveiju stigi málsins. Áhugi Margrétar á sjónbrellum, eða sjónrænum tvískinnungi, minnir eilítíð á háþróuð súrrealísk myndhvörf, ekki síst á þá endur- skoðun náttúrulögmálanna sem á sér stað í málverkum René Magritte. En markviss framsetning listakon- unnar á sjónrænum hugmyndum bendir einnig til þess að hún hafi ekki horft alveg framhjá konsept- listinni. Valdið strítt Aflir þessir þættir ganga síðan í eina sæng saman á einkasýningu Margrétar í FÍM-salnum. Salurinn hentar ekki aflri mynd- list, en mjög vel fer um verk Margrétar. Eru þó mörg þeirra í stærra lagi. Flest málverka hennar sýna ein- stakar, steinrunnar figúrur, sem eru eins og nátttröll sem dagað hafa upþi. Ekki nóg með það, heldur er þeim fyrirmunað að hafa stjóm á líkams- starfsemi sinni. Þær pissa eða æla mjög skraut- Margrét Jónsdóttir ásamt tveimur málverka sinna. DV-mynd Raggi Vestmann lega, eða þá að þær fara skyndilega að fúngera eins og plöntur, bæta við sig útlimum, verða rótarlegar í fram- an og þar fram eftír götunum. Þetta era umfram allt elegant og tilfyndin málverk, en stutt er samt í alvöruna í þeim. Mér segir svo hugur að enn sé tfl- gangur Margrétar sá að draga burst úr nefi karlaveldisins, sem þykist hafa allt á hreinu, en er svo afltaf með buxurnar á hælunum þegar á reynir. Jafnframt verða bergnumdar karlfígúrur hennar að eins konar líkingum fyrir valdið sjálft, strítt og ómennskt, alveg burtséð frá því hver fer með það. Þessi nýju málverk Margrétar eru sérstæð og kærkomin viðbót við is- lenska myndlistarflóru. -ai Ný tónlist fyrir klarínettu Hljómplata með verkum eftir Pál Pampic- hler Pálsson, Jón Nordal og Werner Schulze. Flytjendur: Slgurður Ingvi Snorrason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sinfóníuhljómsveit íslands. Eitt sinn áttí að nota upptöku á nýju íslensku tónverki á plötu. Þegar til átti að taka fannst hún ekki. Aftur var - verkið tekið upp. Enn týndist upptaka, en fannst aftíir og komst að lokum á plötu. Nú skyldu menn halda að svona fúrðusögur gerðust aðeins á íslandi. Ekki aldeilis. Ég heyrði um það leyti sem hljómplata sú er hér um ræðir var að koma úr pressunni, samlfljóma sögu úr músíklandinu Austurríki. - Nema, bætti sögumaöur við, óforbetr- anlegur íslandsvinur, „á íslandi gerist svona nokkuð og hlutimir finnast aft- ur - hér glatast þeir fyrir fifllt og fast“. Vilja aðeíns þaö besta Það er sem sé afls ekkert einsdæmi og alíslenskt fyrirbæri að einstakling- ar, listamennimir sjálfir, brjótist í að gefa nýja tóitiist út á plötum á eigin spýtur. Meðal þeirra sem til þekkja erlendis, nýtur íslensk plötuútgáfa, þ.e.a.s. á klassísku sviði og þá fyrst og fremst að sjálfsögðu útgáfa á nútíma- tónlist, mikils álits. „Þeir vflja aðeins hið besta og láta þar af leiðandi ein- ungis þá bestu skera og pressa fyrir sig,“ sagði fagmaöur á því sviði eftir að hafa heyrt nokkrar af nýjustu út- gáfiun á íslenskri nútímatónlist. Þeirra á meðal var umrædd lfljóm- plata og læt ég það nægja til umsagnar um tæknflegan frágang hennar. Það sakar ekki kannski að geta þess líka að allt það hrós, sem maður hefur út úr sér látið um tónmeistarann Bjama Rúnar Bjamason, hefur maður fengið staðfest á sama vettvangi. Tónlist Eyjólfur Melsted Kynngimagnaöur konsert En vikjum nú að tóiflistinni á plöt- unni. Á A hlið er Klarínettukonsert Páls Pampichlers. Undirritaður sagði eitthvað á þá leið, þegar hann var frumfluttur - að hann væri albesta verk Páls tfl þessa og merkt framlag til klarínettubókmenntanna. Við þaö stend ég. Því oftar sem ég hlýði á þenn- an konsert, þeim mun kynngimagn- aðri finnst mér hann. Það eykur á ánægjuna að flutningurinn á plötunni er góður. Hann er afar lifandi - svo að maður hyggur í fyrstu að um kon- sertupptöku sé aö ræða. Kannski stafar það líka af því að á leiknum er eflitla agnúa að finna, en svo smáa að þeir gera leikinn kunnugum eyrum aðeins meira lifandi. En þar komum við líka að ásteytingarsteini. Hvers vegna ekki að ætla meiri tíma til aö vinna hlutina, svo þeir verði ekki bara næstum því fullkomnir? Líktogrúnir Á B hflö plötunnar em Ristur Jóns Nordal og Steflaus tilbrigði Wemers Schulze. Ristur bera nafn með rentu. Líkt og rúnir era þær einfaldleikinn uppmálaður í gerð sinni, en innibera margslungna merkingu. Þær standa sanflfliða öðrum dúóum, sem Jón Nordal hefur samið á undanfomum árum, til að mynda Dúóinu fyrir fiðlu og sefló. Það segir sína sögu að Ristur hafa oftlega verið leiknar og þijá klarí- nettuleikara veit ég að minnsta kosti, sem við þær hafa glímt. Leikur Sigurð- ar Ingva og Önnu Guðnýjar á þessari plötu er frábær. Stundum kann þaö að verka tvíbent að út komi svo ágæt ifljóðritun á nýju verki - hún getur orðið að stöðluðu fordæmi um titikun. Þessi ifljóðritun ber þá hættu með sér. Sjaldgæft úrval Tflbrigði án stefs. Er það ekki bara einhver samtíningur óunninna stefja sem annars heföu lent í ruslakörf- unni? Má vel vera, eða undir það gæti maður tekið þar til Steflaus tilbrigði Wemers Schiflze óma af plötunni. Þau era níu talsins og bera sum hver skondin nöfn eins og hið fyrsta þeirra sem nefhist Dans margfætlanna. Hreint ekki út í bláinn því stundum hendir það að maður sjái klarínettuna og henni skyldar ómpípur sem ómandi orma með ótal anga. Þar bregður líka fyrir íslenskum hætti í einu tilbrigð- anna, sem Lfljulag nefhist Aflar væm þó nafngiftimar harla lítils virði ef ékki leyndist að baki klár „insturmen- tal“ hugsun og skýrt stuðlaður skáld- skapur í tónum. Eiga raunar öll verkin á plötunni sér það sammerkt. - Á þess- ari vönduðu plötu er aö finna sjaldgæft úrval afbragðs nútímaverka fyrir klarínettu. -EM Leirform Sýnlng Guðnýjar Magnúsdóttur i Galleril -Hailgerði Fyrir örfáum árum breytti Guðný Magnúsdóttir leirlistamaður um stefhu, lagöi tfl hliðar koppa og kimur til að gerast frjáls og óháður listamað- ur í þrívídd og með góðum árangri. Nú hefur Guðný aftur snúiö sér aö koppum og kimum ef marka má litla og netta einkasýningu hennar, Leir- form, í Galleríi Hallgerði við Bók- hlöðustíg. Þó segir mér svo hugur að Guöný Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson hafi ekki snúið baki við skúlptúmum fyrir fifllt og allt, heldur noti hún þá þekkingu sem hún hefur aflað sér í fijálsri myndlist til endumýjunar keramikur sinnar. En það er kannski einum of mikið sagt að sýningin í Hallgerði sé undir- Tveir leirmunir eftir Guðnýju Magnúsdóttur. DV-mynd Brynjar Gauti lögð af nytjakeramík því þar er einnig að finna tvær lágmyndir eða leirhengi í frjálsu formi og óhlutbundnum stfl. Út af fyrir sig notar Guðný tiltölu- lega hefðbundna formgerð í flátum sínum en hnykkir á henni með óvænt- um tilbrigðum, stölluðum brúnum eða ydduðum jöðrum og svo auðvitað með sjálfri skreytingunni. Skreytingin er raunar eins og sjálf- stæð viðbót við hvem hlut, þar sem hún fylgir sjaldnast forminu, heldur gengur í flestum tflfeflum þvert á það. Skreytingin er eiginlega aðalmáliö á þessari sýningu Guðnýjar. Hún getur verið bæði rúðustrikuð og kvik, yfir- gripsmikil og einfóld, og það á einum og sama hlutnum. Átökin í skreytingunni stuðla að líf- legu yfirbragði þessarar sýningar en sjálfum þykir mér hún einnig stuðla aö óróleika, jafnvel sundurþykkju í sjálfum hlutunum. Ég held að afTarasæfla sé að láta form og skreytingu haldast í hendur að minnsta kosti þegar um brúkshluti er að ræða. Annars verður óæskilegur klofningur mifli útlits og notagildis hlutarins. Á sýningu Guðnýjar em 15 hlutir. Hún verður opin til 25. október. -ai Ijóðræn strang- flatarlist Ásgeir Lárusson heitfr einn af huldumönnum íslenskrar myndlist- ar. í röskan áratug hefur hann öðra hvora verið aö halda litlar og hóg- værar einkasýningar í miöbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á svæði sem takmarkast annars vegar við Skólavörðustíg, hins vegar við Vatnsstíg. Ég hef grun um að þessar sýningar hafi lengi vel vakið litla athygli enda var listamaðurinn allt í senn, bráð- ungur, óþekktur og nánast sjálf- menntaöur í list sinni. Þar að auki held ég að honum sjálfum hafi tæp- ast þótt ástæða tfl að gera veður út af þessu sýningarstússi. Engu aö síður höfðu þessar sýn- ingar ýmislegt til síns ágætis, ekki síst algjört hleypidómaleysi lista- mannsins gagnvart liststefhum allra tíma, aöferöum og efniviöi. Myndlíkingar Asgeir hirti það úr samtíma sínum og umhverfi sem honum sýndist og lagaði að listrænum þörfum sínum. Þær þarfir vora fyrst og fremst Ijóðrænar (sjá einnig konkretljóða- bók hans, útg. Iðunn), miðuðust að því að magna upp margræð tákn, sefja fram snjallar myndlíkingar, raða saman myndrænum hending- um, hvort sem er í formi tvívíðra verka, skúlptúra eða gripa (objekta). Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Þó er engin leið að kalla þessi myndverk „bókmenntaleg", svo næmur er skilningur Ásgeirs á þörf- um myndflatarins og sjálfstæði myndverksins. Helstu myndrænu einkenni á verkum Ásgeirs er nettleg meö- höndlun hans á öflum innviðum, ekki síst áferð þeirra. Iistamaðurinn gælir við sérhvem flöt og sérhvem hlut. Á sýningu þeirri sem Ásgeir held- ur um þessar mundir í Gallerí Gijót á Skólavörðustígnum, heldur hann uppteknum hætti. Ásgeir Lárusson - Olíuverk, 1987. Klink í karrí í þetta sinn er hann upptekinn af málaralistinni þótt nokkrir skondnir objektar fái að fljóta með, þar á meðal lítifl „skógur" á stafli, „Klink í karrí“, sem er nákvæmlega það sem nafiúö segir til um, og brennd „lágmynd". Sérstaklega beinir Ásgeir sjónum sínum að nýju strangflatarbylgj- unni, „Neo geo“, en gefur henni allt aö því munúðarlegt yfirbragð með heitum litum og ríkulegri áferð, teiknar auk þess og klístrar ofan á hinn málaða flöt. Helst bregst Ásgeiri bogalistin þeg- ar hann þarf að hantéra með flókna myndskipan eða beita alvöra teikn- ingu. Þá segir sjálfsmenntun hans til sín. Ekki ætti það að hafa nokkur áhrif á náttúratalent Ásgeirs þótt hann yrði sér úti um formlega myndlistar- menntun. Það fer vel um sýningu hans í Galleríi Gijót, sem nú hefur verið breytt, þanrúg að meira rými er lagt undir einkasýningar en áður. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.