Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. trossa, halablökk, trissa, kaðall og björgunarstóll. Allri áhöfn franska togarans Cap Fagnet var bjargað með fluglínutœki, þann 24. mars 1931. í nær sextíu ára sögu Slysavarnafélagsins hefur auðnast að bjarga á þriðja þúsund manns með björgunartækjum félagsins. 24. mars 1931 gerðist sá merki atburður í sögu Slysavarna- félagsins að slysavamasveitin Þorbjörn í Grindavík bjargaði 38 skipbrotsmönnum úr bráðri lífshættu af ¥ . franska togaranum Cap Fagnet. Togarinn hafði strandað nálægt Grinda- vík í stórviðri og brimi. Við björgunina voru í fyrsta sinn notuð fluglínutæki félagsins og höfðu björgunarmenn lært meðferð tækjanna aðeins viku áður en slysið varð. Það er áreiðanlegt að þessi atburður átti drjúgan þátt í því að opna augu al- mennings fyrir mikilvægi Slysavarnafélags íslands og upp frá þessu varð vöxtur félagsins jafn og öruggur. Nauðsynleg björgunartæki voru keypt ár hvert, send til verstöðva og sjávar- þorpa og lærðu slysavarnasveitir um land allt meðferð þeirra. Björgunarbúnaður þarfnast sífelldrar endurnýjunar og ætíð þarf að mæta kröfum tímans um þjálfun og betri tæki. Þessu fylgja vitaskuld mikil fjárútlát er kalla á framlag sem flestra landsmanna sem alla tíð hafa stutt við bakið á Slysavarnafélaginu. 24. mars 1931 var merkisdagur í sögu Slysavarnafélags íslands. Framundan eru þrír merkis- dagar í sögu þess og treystir félagið enn á þinn stuðning . . Togarinn Skúli fógeti strandaði vestanvert við Staðahverfi í Grindavlk árið 1933. Með aðstoð fluglínutœkis tókst að bjarga 24 af 37 manna áhöfn togarans. Norsk línubyssa. Eitt af fyrstu björgunartœkjunum sem Slysavarnafélagið eignaðist. Framundan eru þrír merkisdagar í sögu íslenskra sjóslysavarna. ÞESSI AUGLÝSING ER STYRKT AF SJÓVÁ, NESSKIP, SLIPPFÉLAGINU í REYKJAVÍK OG KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.