Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Side 11
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987.
pv Útlönd
Mótmæli vegna
fjáriagafrumvarps
Snoni Valsson, DV, Vín:
Þaö er víðar en á íslandi sem skipt-
ing fjárlagakökunnar góðu veldur
deilum. Við háskólann hér í Vínar-
borg hófust mótmæli gegn fjárlaga-
frumvarpi austurrísku stjómarinn-
ar sama dag og þau voru birt.
Hafa stúdentar yfirtekið aðal-
kennslusal skólans og neitað að
yfirgefa hann fyrr en úrbætur hafa
fengist í skólamálum. Einnig hafa
þeir hótað allsherjarverkfalli næstu
daga og hafa mótmælin fengið góðan
hljómgrunn í öðmm skólum. Meira
að segja prófessorar háskólans hafa
lýst yflr stuðningi við námsmenn.
Það sem veldur öllu umrótinu er
auðvitað mikill niðurskurður á
framlögum ríkisins til skólamála og
námsstyrkja. Meðal annars á að
skerða núverandi lán til íjölskyldu-
fólks eftir tuttugu og fimm ára aldur
en hingað til hafa mörkin verið við
tuttugu og sjö ár.
Meirihluti með
lestargongum
Haukui L. Hauksson, DV, Kaupmaiuiaha&u
Frode Nör Christensen, samgöngu-
ráðherra Dana, er hissa á skyndilegri
löngun Svía til að taka ákvörðun um
fastar samgöngur milli Kaupmanna-
hafnar og Malmö. Er meirihluti í
danska í þinginu fyrir lestargöngum
þeim sem um er að ræða.
Viröast danskir og sænskir jafnað-
armenn hafa orðið sáttir um málið
en sænski samgönguráðherrann,
jafnaðarmaðurinn Sven Hult-
erström, hafði talað um að engin
ákvörðun yrði tekin fyrr en að ári
liðnu.
Fagnar Frode Nör hugarfarsbreyt-
ingu Svía og sættir sig við að bílaum-
ferð verði látin bíða fyrst um sinn.
Þróunin í Evrópu sýni að þungan
farm eigi að senda með jámbrautar-
lestum og verði ekki um bílagöng eða
brú að ræða fljótlega verði bílar að
keyra frá Helsingjaeyri yfir Sjáland
sem fyrr.
Frode Nör reiknar með að lestar-
göngin verði tilbúin 1995 ef fram-
kvæmdir hefjast bráðlega.
Handteknir með
bensínsprengjur
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaimahö&u
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur
handtekið tvo menn sem grunaðir
eru um aðild að skemmdarverkum á
bensínstöðvum Shell fyrr á árinu.
Eru þeir einnig grunaðir um náin
tengsl við hópa hústaka.
Voru mennirnir handteknir fyrir
tilviljun er lögreglan stöðvaði mótor-
hjól í útjaðri Kaupmannahafnar. Við
nánari athugun komu flöskur með
eldfimum vökvum og bensínsprengj-
ur í ljós í bakpoka eins þeirra og
hhðartösku mótorhjólsins.
Leit út fyrir að mennimir ætluðu
að kveikja í einhvers staðar. Voru
þeir settir í þriggja daga gæsluvarð-
hald sem reynt verður að framlengja.
Ung móöir í Reykjavík:
„Dóttur minni
var rænt“ .
Interpol í málið Æ
„Hæstánægður
með íslenska
áheyrendur
iK Æ ofneysla
^ , jurtafitu á
í 1 \ I / -JI \ áwy I / j “1 \ 1 1 w * *nær öllum
w * ~ íslenskum
Ný og gjörbreytt Vika ó nœsta blaðsölustað
Sama gamla verðið: Aðeins 150 krónur
Fimm sinnum í viku til Amsterdam
- Og þaðan með KLM til yfir 130 borga í 76 löndum
f 6 heimsálfum.