Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987.
31
Sandkom
Á brauðfótum
til Seoul?
Atgangurinn í Handknatt-
leikssambandi íslands tekur
engan enda og ekki við því
að búast í bili þar sem karla-
landsliðið á að leika 50 leiki
fram að næstu ólympíuleik-
um, eftir tvö ár, og ekki er
meiningin að leggja aðra
handknattleiksiðkun niöur,
hvað sem verður. Það nýjasta
er að HSÍ vélaði bakara til
þess aö hnoða saman bolta-
brauði og gefa sér 3 krónur
af hveiju stykki sem gengur
oní landann. Með þessu er
ætlunin að ná inn allt að
tveim milljónum króna sem
er góð búbót þótt hún dugi
skammt í allt ævintýrið.
En þar með hefur HSÍ
tryggt að karlalandsliöið
standi á brauðfótum í Seoul
og spumingin er sú hvort það
var í raun og veru meiningin.
Jaki frá
Júgóslavíu
Handknattleikssambandið
hefur legið undir ámæh frá
konum, sem iðka handknatt-
leikinn, fyrir tómlæti í þeirra
garð. Nú hefur HSÍ tekið á
honum stóra sínum og ráðið
í skyndi heilan Júgóslava til
þess að þjálfa kvennalands-
Uðið enda þótti orðið alveg
sýnt að konumar sættu sig
ekki við neina eskimóa til
þess að stjórna sér. Þessi ráð-
stöfun er auðvitað ekki
ókeypis og segir sagan að
Júgóslavinn með öllu kosti
tvær milljónir króna, eða
álíka og karlalandsUðið fær
fyrir smn snúð af boltabrauð-
inu. Og nú vona menn bara í
lengstu lög að nýi þjálfarinn
UggiekkiáUðisínu.
KaupirTrab-
antumboðið
eftirlitið?
Ógnvekj andi fréttlr hafa nú
borist þeim mörlöndum sem
láta skynsemina ráða í bíla-
kaupum. Einhveijir speking-
ar í BifreiðaefdrUtinu hafa
fundið út að banna eigi inn-
flutning á Trabantbílum af
því að bensíntankurinn sé
undir einu sætinu í þeim og
þess vegna sé stórhætta á að
sá sem situr þar fuðri upp eða
springi í loft upp ef kviknar
í bílnum. Stálminnuga menn,
rámar að vísu ekki í að þetta
hafi gerst. Sumir mundu
hugsanlega segja að það væri
kannski ekki seinna vænna
fyrir Bifreiðaeftirhtið að gera
eitthvað í málinu áður en því
verður breytt í einkafyrir-
tæki og jafnvel selt Trabant-
umboðinu.
Slökktu
Ijósin, maður
Einn Trabanteigandinn
lenti í svo hörðum árekstri
núna að bókstaflega aUt fór
framan af nýj a skynsemis-
tákninu hans og tvístraðist
út um aUar koppagrundir.
Afgangurinn var ekki alveg
eins splundraður og eigand-
inn hélt lífi og lhnum, sem
áhorfendum þótti ganga
kraftaverki næst, ef ekki
tveim. Fyrsta vitni á staðinn
rauk að eigandanum þar sem
hann sat eins og steini lostinn
í nýja flakinu sínu og æpti
upp í eyrað á honum: Slökktu
ljósin, maður.
Og auðvitað hlýddi Trab-
anteigandinn þótt hann vissi
ekkert hvar ljósin af bílnum
væru niðurkomin, hvað þá
rafgeymirinn. En, sem sagt,
allur er varinn góður þar sem
skynsemin ræður.
Nýja yfirvaldið í Hafnarfírði tók á
móti leynifélögum sínum í Fjörunni
þar sem menn átu Möðruvelling
honumtil heiðurs.
Möðruvelling-
ur í eftirrétt
Leynifélagsskapurinn Loki
hélt á dögunum blót og þá í
fyrsta sinn utan Reykjavík-
urgoðorðs. Var blótið haldið
í Fjörunni í Hafnarfirði, í til-
efni af nýj um frama eins af
foringjunum, Más Pétursson-
ar, sem nýlega hreppti
embætti sýslumanns í Kjós-
arsýslu og bæjarfógeta í
Hafnarfirði, Garðabæ og á
Seltjarnamesi. Þar tók Már á
móti blótsgestum i fullum
skrúða og sagði þeim frá því
hvar þeir væru staddir.
Á matseðlinum var í eftir-
rétt grjónagrautur með kanil
og var hann borinn fram í
minningu þess að Már og
Friðgeir Bjömsson, sem
hlaut yfirborgardóm um leið
og Már sín embætti, vom i
hópi uppreisnarmanna
ungra framsóknarmanna,
svokaUaðra MöðruvelUnga,
og höfðu nú hlotið í samein-
ingu upphefð úr hendi Jóns
Helgasonar, dómsmálaráð-
herra Framsóknarflokksins.
Jón Oddsson hrl., forseti
Loka, gat þess að þessa vegna
væri eftirrétturinn auðvitað
Möðmvellingur.
Þarsem
valdið er og
gáfumar
í leynifélagsskapnum Loka
em fleiri en þeir Már og Jón
Oddsson. Staðreyndin er sú,
segja fróðir menn, aö þar er
saman komiö ótnilegt vald á
einn staö og heldur þó valda-
söfnun félagsins áfram.
Félagsmenn hafa á höndum
lögreglustjórn í öUum sveit-
arfélögum á höfuðborgar-
svæðinu nema í Kópavogi, en
þaö stendur til bóta. Þá hafa
þeir í höndum borgarstjóm
og fara með fiármál ríkisins,
og er þó fátt eitt taUö. Ekki
mun vanta gáfurnar, hvað
sem valdinu Uður í því efni,
þar sem flokkinn prýða ýmsir
andlegir pamfílar þjóðarinn-
ar og þykja ekki aðsópsminni
en valdsmennimir á Loka-
blótum.
Blótinemendasögð
skrautleg á köflum og hafa
Lokalimir unnið sér það til
frægðar meðal annars að
vera úthýst um aldur og ævi
af einu virðulegasta hóteU
borgarinnar.
Umsjón: HerbertGuömundsson
Laus staða
Staða sérfræðings í innkirtlafræði húsdýra við Til-
raunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ræki-
lega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og
störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísinda-
legum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum
og óprentuðum.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember nk.
Menntamálaráðuneytið,
19. október 1987.
Að gefnu tilefni:
Jerúsalem - hemumin borg
Mánudaginn 12. október sl. var birt
frétt í DV með fyrirsögninni „Óeirðir
í Jerúsalem“. Fréttin gefur mér til-
efni til nokkurra athugasemda af því
að sumt í henni er óljóst og annað
getur valdið misskilningi.
í fréttinni er sagt að óeirðir hafi
verið í „arabahverfum í austurhluta
Jerúsalemborgar" og á Gazasvæð-
inu. Austurhluti Jerúsalem hefur
ætíð verið arabískur að meirihluta.
Hann var hemuminn af Ísraelsríki
árið 1967 og innlimaður gegn vilja
íbúanna, í trássi við mótmæli allra
aðildarríkja Sameinuðu þjóöanna,
þ.m.t. ísland. í arabískri borg eru
engin arabísk hverfi, á sama hátt og
það eru engin íslensk hverfi í Reykja-
vík.
Annars staðar er sagt frá ísraels-
manni sem að sögn hefur verið
skotinn af „skæruhðum Palestínu-
manna“. í næstu setningu er sagt frá
palestínskri stúlku sem einnig lést,
en þar kemur ekki fram hver drap
hana, aðeins að hún dó í „átökun-
um“. Var enginn ábyrgur fyrir dauða
hennar? Var ísraelsmaöurinn her-
maður? Hvað var hann að gera?
Hvergi í greininni er minnst einu
orði á þá staðreynd að Palestínu-
menn lifa undir hemámsoki ísraela.
Enginn efaðist um rétt Norðmanna
þegar þeir börðust gegn hemámi
Þjóðverja. Og með sama hætti verð-
skuldar frelsisbarátta Palestínu-
manna samúð og stuðning hvers
réttsýns manns.
Síðar í fréttinni er talað um óeirðir
á Gazasvæðinu (þar búa 500 þús.
Palestínumenn undir drottnun ísra-
elskra hemámsyfirvalda). Sam-
kvæmt fréttinni bmtust óeirðirnar
út eftir að „fjórir byssumenn úr röð-
um Palestínumanna og ísraelskur
leyniþjónustumaður vom skotnir
þar í síðustu viku“. Vom þetta ein-
hveijir ótíndir bófar („byssumenn")
eða frelsishetjur sem berjast gegn
hemámsliðinu? Hvernig á maður að
skilja slíka frétt?
Kjallarinn
Elías Davíðsson
kerfisfræðingur
Síðar meir er vikið að tveim þús-
undum Palestínumanna sem hafi
safnast saman og kastað gijóti og
glerflöskum að lögreglumönnum. Og
féttin endar á vangaveltum forsætis-
ráðherra ísraels um það hvort
innleiða eigi dauðarefsingu.
Brot á alþjóðalögum
Forsætisráðherra Israels, J. Sham-
ir, fyrrverandi foringi í hryðjuverka-
samtökum LEHI, þarf ekki aö
innleiða dauðarefsingu í ísrael. ísra-
elsríkið hefur leitt mörg þúsund
Palestínumenn í dauðann án dóms
og laga, með loftárásum og með
hreinum og beinum fjöldamorðum.
En kannski lítur það betur út.að setia
gæðastimpil laganna á ofbeldisstefn-
una. Hver veit?
Og hveijir eru svo þessir „þrjótar''
sem virða ekki lög og reglu? Er lög-
reglan þeirra eða hernámsliðsins?
Yfirráð ísraela yfir Palestínumönn-
um eru brot á alþjóðalögum og á
mannréttindasáttmála Sameinuöu
þjóðanna. Ekkert þjóðríki í heimin-
um viðurkennir þau, jafnvel ekki
Bandaríkin, sem eru þó síðasti
bandamaður Ísraelsríkis.
Enn eitt. í fréttinni er minnst á tvö
bænahús Palestínumanna í Jerúsal-
em. Ef mér skjátlast ekki þá stendur
styrinn ekki um einhver bænahús
Palestínumanna heldur um eitt helg-
asta musteri íslamsheimisins, þ.e.
musteri sem tilheyrir einum millj-
arði manna. Menn gleyma iöulega
að Jerúsalem tilheyrir ekki einungis
gyðingum. Þar eiga kristnir og íslam-
skir menn sín allra helgustu vé.
Hernám gyðinga á allri Jerúsalem
er ögrun við stóran hluta mannkyns-
ins og er því harðlega fordæmt af
kristinni kirkju, íslamsheiminum og
öllum aðildarrríkjum Sameinuðu
þjóðanna.
Elias Daviðsson
Séð yfir hluta hinnar sögufrægu borgar, Jerúsalem.
Silkiáferð
með
Kópal
Flos
Kópal Flos innimálningin hefur gljástig
30, sem gefur silkiáferð. Kópal Flos er
sterk málning sem hæfir þar sem mikið
mæðir á. Viljir þú hærri gljáa á veggi sem
meira mæðir á, skaltu velja Kópal Geisla.
OsarfslA-