Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. Fréttir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins: Alþýðubandalagið er mætt til leiks - eftir því munu allir landsmenn fá að taka á næstunni Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 60% atkvæða við formannskjör á landsfundi Alþýðubandalagsins á laugardaginn. Almennt var búist við að mjótt yrði á mununum í formannskjörinu og því komu úr- slitin nokkuð á óvart. Ólafur Ragnar var fyrst spurður hvort þessi munur hefði komið honum á óvart „Með vissum hætti kom hann þægilega á óvart, enda þótt ég hafi orðið var við vaxandi stuðning síð- ustu vikurnar og einnig hér á landsfundinum. Ég er sérstaklega ánægður og þakklátur fyrir það að stuðningurinn kemur frá öllum landshlutum og sýndi mjög breiða samstöðu í flokknum með hina nýju forystu. Mér þykir það dýr- mætt veganesti þar sem í hönd fara mikil verkefni." Þú hefur talað um að taka verði upp ný vinnubrögð í flokknum. Þú stendur uppi með flokk sem er með 8% fylgi í skoðanakönnunum. Hvernig munu menn taka eftir því næstu daga að komin er ný forysta í Alþýðubandalaginu? „Við munum strax hefja kynn- ingu á þeirri ítarlegu stefnu sem við erum að ganga frá hér á lands- fundinum. Sú stefna sýnir ótvírætt að Alþýðubandalagiö er mætt til leiks og er reiðubúið til að verða ráðandi afl í stjórn landsins. Al- þýðubandalagið er tilbúið til að taka forystu á sviði efnahags- og launamála, jafnréttis og atvinnu- mála og á ýmsum öðrum sviðum, svo sem í umhverfismálum og ut- anríkismálum. í reynd má draga þetta saman og segja: Þessi landsfundur staðfesti þann vilja Alþýðubandalagsins að verða á ný sterkur og lýðræðislegur Olafur Ragnar ávarpar landsfundinn eftir að hann hafði verið kjörinn formaður Alþýðubandalagsins. DV-mynd BG vinstri flokkur. Á þeim tímum, sem viö lifum nú, tímum upplausnar og sundrungar í ríkisstjórninni, tímum efnahagserfiðleika í heim- inum og hjá okkur sjálfum, er mikil þörf fyrir breiðan og lýðræðislegan vinstri flokk sem tilbúinn er til að veita skýr svör við þeim stefnu- spurningum sem bornar eru fram.“ Á hverju ætlarðu að byrja, hvernig verður upphaf kynningarinnar? „Ég tel nú ekki skynsamlegt að skýra frá því á þessari stundu en það kemur í ijós á næstu vikum og mánuðum. Ég mun hins vegar strax leggja mikla áherslu á að flytja boðskap flokksins um allt land. Ég mun heimsækja alla landshiuta, ekki eingöngu til að flytja stefnu Alþýðubandalagsins heldur líka til að hlusta á þau sjón- armið og ábendingar sem fram koma hjá þeim sem gerst þekkja aðstæður á hverjum stað. Þá mun ég bjóða velkomnar til starfa þær þúsundir af ungu fólki sem ég hef fundið á undanförnum vikum að binda miklar vonir við þær breyt- ingar sem gætu orðið í Alþýðu- bandalaginu. Gera flokkinn þannig í verki að hann verði það baráttu- tæki sem þetta fólk hefur viljað fá en ekki fundið.“ Ertu með þessu að boða slag við Alþýðuflokk og Kvennalista? „Þaö hafa verið margvíslegar til- raunir í gangi að undanfömu á vinstrivæng íslenskra stjórnmála. Þær leiddu meðal annars til klofn- ings í Alþýðuflokknum og Banda- lag jafnaðarmanna varð til. Síðan var það lagt niður. Þær tilraunir sköpuðu Kvennalistann, sem ýms- ir draga nú ákveöinn lærdóm af. Þessar tilraunir fólu fyrst í stað í sér ákveðinn ferskleika í nýrri for- ystu í Alþýðuflokknum, ferskleika sem nú hefur dagað uppi í rangöl- um ráðuneytanna. Það er nú verkefni Alþýðubandalagsins að sýna að þessu tilraunatímabili er lokið og Álþýðubandalagið er mætt til leiks í því að verða flokkur þess- arar vinstri umsköpunar í landinu.“ Óttastu klofning í flokknum? „Nei, því fer viðs fjarri. Eins og ég sagði í aðdraganda landsfundar- ins, meðal annars í viðtali við DV og ýmsir töldu þá vera kokhreysti frambjóðanda í formannsslag, að ég hef fundið mjög breiðan sam- stöðuvilja í flokknum, allt í kring- um landið. Þessi vilji fólksins sjálfs í flokknum er auövitað það aðhald sem einstakir forystumenn finna. Ég er sannfæröur um að það á eftir að koma mönnum á óvart hvað Alþýðubandalagið mun koma sam- einað og sterkt fram eftir lands- fundinn. -S.dór Bátur sökk: Skipstjórinn bjargaðist naumlega Friðgeir Höskuldsson, skipstjóri og eigandi mótorbátsins Grímseyjar frá Drangsnesi, bjargaðist naumlega þegar báturinn sökk seint á föstu- dagskvöldið. Báturinn hafði strand- að á Steingrímsfirði og verið var að reyna að draga hann á flot þegar hann lagðist skyndilega á hliðina og sökk. Friðgeir var þá í stýrishúsinu og rétt náði að smeygja sér út um glugga áður en báturinn sökk. Tveir aðrir voru á Grímsey en voru komn- ir um borð í annan bát þegar farið var að reyna að draga bátinn á flot. Nýbúið var að landa úr Grímsey á Drangsnesi og voru bátsveijar á leið að bátalægi innar í Steingrímsflrði þegar báturinn strandaði. Bátsveijar kölluðu á hjálp og komu strax bátar frá Drangsnesi og Hólmavík Gríms- eynni til aðstoðar. Að sögn Svövu Friðgeirsdóttur, dóttur skipstjóra, var báturinn dreg- inn að landi í gær og voru notuð til þess stórvirk vinnutæki. Um kaffl- leytið í gær var svo lokið við að dæla sjó úr bátnum. Virðist svo sem bátur- inn hafi lítið skemmst við þetta volk nema hvað eitthvað hefur skolast til í vistarverum bátsverja. -ATA Bílvelta í Keflavík - ölvuðumökumönnumfjöigar Bílvelta varð í Keflavík um þrjú leytið aðfaranótt laugardags. Öku- maöurinn virðist hafa misst stjórn á ökutæki sínu í miðjum bænum og velt því. Hann var einn í bílnum og meiddist eitthvað lítils háttar en var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Hann er grunaður um ölvunarakst- ur. Fimm ökumenn voru teknir í Keflavík um helgina grunaðir um ölvun við akstur. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík hefur ölvunarakst- ur færst mjög í vöxt í ár en það sem af er árinu hafa 160 ökumenn verið færðir til blóðrannsóknar vegna meintrar ölvunar. Allt árið í fyrra voru þeir 133. -ATA í dag mælir Dagfari Olafur verður ofan á Alþýðubandalagið hélt landsfund um helgina eins og alþjóð er Ijóst eftir nákvæmar og dramatiskar lýsingar fjölmiðla af atburðará- sinni. Slagurinn stóð um það hvort Ólafur Ragnar Grímsson eða Si- gríður Stefánsdóttir yrði kosin formaður eftir að Svavar hafði gef- ist upp. Miðað við aödraganda fundarins lá alls ekki Ijóst fyrir hvernig þessi kosning gengi fyrir sig eða hvað væri í rauninni að gerast í Alþýðubandalaginu. Menn voru ýmist felldir eða kosnir til setu á landsfundinum, formenn og varaformenn einstakra félaga sögðu af sér í hópum og forseti Alþýðusambandsins varð að fá sér sæti niður á alþingi af því hann var ekki talinn þess virði að hafa á landsfundinum. Ólafur Ragnar hélt kokkteilboð heima hjá sér til að fylla þá sem áttu að Kjósa hann og Sigríður hélt kafflfundi með þeim sem hún vissi að ekki mundu kjósa sig. Þegar nær dró fundinum var allt í óvissu um úrslit. Báðum var spáð sigri. Alls kyns lýsingar voru gefn- ar á ástandinu í Alþýðubandalag- inu og ekki allar hafandi eftir. Morgunblaðið, sem er afar vinsam- legt allaböllum í hvert skipti sem eitthvað bjátar á í þeirra herbúð- um, tók þó af skarið daginn sem landsfundurinn var settur og sagði: Allt í jámum hvort verður ofan á. Rann þá upp ljós fyrir þeim sem ekki eru í Álþýðubandalaginu og ekki fengu að sækja þennan örlaga- ríka fund, að málið snerist ekki um það hvort Ólafur Ragnar yrði kos- inn eða hvort Sigríður yrði kosin. Málið snerist um það hvort þeirra yrði ofan á hinu. Svavar Gestsson lýsti því yfir í setningarræðu að Kvennalistinn hefði sótt mikið fylgi til Alþýðu- bandalagsins. Þess vegna væri það nauðsynlegt að kona yrði ofan á. Það mundi styrkja flokkinn ef Si- gríður yrði ofan á. Hinir sem studdu Ólaf brugðust hins vegar illa við þessari skoðun Svavars og töldu það merki um styrk og stöð- ugleika og skynsamleg viðhorf í flokknum ef Olafur yrði ofan á. Þetta var andófshópurinn, íhalds- sömu öflin í flokknum sem þekkja ekki aðrar aðferðir en þær að mað- urinn sé ofan á. Hann vildi ekki breyta þeirri aðferð. Einhverjum datt það í hug á fund- inum að einfaldast væri að tefla þeim einum fram, Ólafi og Sigríði, bæði til formanns og varaform- ÓUfur ÍUgBnr GHbwob I jámum hvort verður ofan á anns, þannig að sá sem yrði ofan á yrði formaöur en sá sem yrði undir yrði varaformaður. Þannig mundi málið leysast af sjálfu sér og form- aðurinn yrði ofan á varaformann- inum. Ekki var fallist á þessa málamiðl- unartillögu enda best að ákveða það í eitt skipti fyrir öll hver yrði ofan í flokknum og forystunni. Flokksmenn voru orönir þreyttir á því að vita aldrei með vissu hver er ofan í flokknum og raunar er það þannig að fráfarandi formaður, sem hefur verið ofan á, hefur aldr- ei almennilega notið sín síðustu árin vegna þess að hann fékk ekki að vera ofan á í friði. , Það er ekki laust við að annarra flokka menn öfundi allaballa af því að geta haldið landsfund þar sem það eitt er til ákvörðunar hver verður ofan á. Aðrir flokkar halda landsfundi þar sem málum er drep- ið á dreif, þvælt um pólitík og landsmál, á sama tíma og flestum er ljóst að það sem skiptir máli í stjórnmálunum ér hver er ofan á. Sérstaklega er þetta orðið mikil- vægt eftir að Kvennalistinn kom til skjalanna og eftir að konur fóru að sækjast eftir meiri völdum í pólitík. Þá hefur ekki verið nokkur friður fyrir þá sem hingað til hafa verið ofan á. Þeir hafa jafnvel orðið und- ir þegar þeir eiga einskis ills von og konurnar hafa orðið ofan á og karlarnir undir þegar síst skyldi. Þorvaldi Garðar tókst að vísu að vera ofan á þegar konurnar í Sjálf- stæðisflokknum vildu vera ofan á í sambandi við kosningu forseta sameinaðs þings. En Þorvaldur er líka sérstakur ágætismaður sem er ekki vanur að láta sinn hlut og vera undir þegar konur eru annars vegar. Nú hefur Alþýðubandalagið látið til skara.r skríða. Það hefur tekið ákvörðun með formlegum hætti og svarað þeirri pólitísku spurningu Morgunblaösins um það hver verð- ur ofan á. Það er ekki lengur í járnum. Teningnum hefur verið kastað. Ólafur Ragnar var kosinn formaður. Hann verður ofan á. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.